Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
BÆJARYFIRVÖLD í Kópavogi
hafa farið fram á það við umhverf-
isráðherra að hann endurskoði
ákvörðun sína um
synjun á staðfest-
ingu á óverulegri
breytingu á
svæðisskipulagi á
Glaðheimasvæð-
inu. Í bréfi til ráð-
herra kemur m.a.
fram að ákvörð-
unin hafi byggst á
röngum og ófull-
nægjandi upplýs-
ingum auk þess sem hún brjóti í
bága við jafnræðisreglu.
Umhverfisráðuneytið komst að
þeirri niðurstöðu hinn 18. apríl sl. að
þær breytingar sem fyrirhugaðar
eru á Glaðheimasvæðinu geti ekki
talist óverulegar, og er ákvörðunin
einna helst byggð á athugasemdum
bæjaryfirvalda í Garðabæ auk at-
hugasemda Vegagerðarinnar. Gunn-
ar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópa-
vogs, var að vonum ósáttur við
ákvörðun Jónínu Bjartmarz um-
hverfisráðherra og funduðu þau um
málið í síðustu viku. Í kjölfar fund-
arins ritaði bæjarstjórinn ráðherra
bréf þar sem óskað er eftir endur-
skoðun ákvörðunarinnar og sökum
þess hversu málið hefur dregist er
óskað eftir svari innan fjórtán daga.
Í bréfi Gunnars kemur m.a. fram
að ráðherra hafi ekki haft allar upp-
lýsingar um málsatvik. Er m.a. vísað
í bréf ráðherra þar sem segir að ekk-
ert samráð hafi verið haft við Vega-
gerðina vegna málsins.
„Í ljósi þessara fullyrðinga Vega-
gerðarinnar sem eru hluti af for-
sendum ákvörðunar ráðherra vill
Kópavogsbær leggja fram fundar-
gerð vegna fundar með Vegagerð-
inni, dagsetta 25. ágúst 2006. Á þeim
fundi voru Vegagerðinni afhentar til-
lögur að breytingum á skipulagi,“
segir m.a. í bréfi Gunnars en jafn-
framt að bæjaryfirvöld hafi orðið við
athugasemdum Vegagerðarinnar
sem komu fram í kjölfarið. „Auk
þessa voru Vegagerðinni, með bréfi
dagsettu 11. september, kynntar til-
lögur að breytingu á aðal- og deili-
skipulagi Glaðheimasvæðisins og
henni gefinn kostur á að svara þeim
innan tilskilins frests. Tekið skal
fram að engar athugasemdir bárust
frá Vegagerðinni innan þess lög-
bundins frests sem kveðið er á um í
skipulags- og byggingarlögum.“
Að sögn Gunnars bárust athuga-
semdir Vegagerðarinnar hins vegar í
janúar sl., rúmum þremur mánuðum
eftir að lögbundinn athugasemda-
frestur var liðinn. Hann bætir því við
að þetta hafi ekki legið fyrir hjá
ráðuneytinu þegar ákvörðun um
synjun var tekin, en hann hafi staðið
í þeirri trú að svo væri.
Hafa sterkt mál í höndunum
Jafnframt bendir Gunnar ráð-
herra á í bréfi sínu að engar athuga-
semdir hafi borist frá Garðbæingum
fyrir þann athugasemdarfrest sem
kveðið var á um, en með erindi dag-
settu 16. ágúst á sl. ári var bæjar-
stjóra Garðabæjar tilkynnt um
óverulega breytingu á svæðisskipu-
laginu vegna Glaðheima – og sam-
bærilegt erindi sent til allra annarra
sveitarstjóra sem aðilar eru að svæð-
isskipulaginu.
Beiðnin um endurskoðun ákvörð-
unarinnar er jafnframt lögð fram
vegna þess að bæjaryfirvöld í Kópa-
vogi telja að ekki hafi verið gætt
jafnræðissjónarmiða. Er þar m.a.
vísað til breytinga á svæðisskipulagi
í Urriðaholti í Garðabæ sem ná til
mun stærra svæðis. „Þegar greinar-
gerð og uppdrættir með svæðis-
skipulagi Urriðaholts er skoðað
kemur í ljós að sú skipulagsbreyting
tók til um 90 ha svæðis eða um nífalt
stærra en Glaðheimasvæðið. Í svæð-
isskipulagsbreytingunni fólst jafn-
framt að breytingar yrðu á umferð-
artengingum við Reykjanesbraut
sem á ekki við um Glaðheimana,“
segir í bréfi til ráðherra.
Gunnar segir að muni ráðherra
ekki endurskoða ákvörðun sína verði
farið með málið fyrir dómstóla. „Við
teljum okkur hafa það sterkt mál í
höndunum gagnvart öllum aðilum,“
segir Gunnar sem hefur miklar
áhyggjur af því að fari þetta mál fyr-
ir dómstóla verði svo einnig um
skipulagsbreytingar sem fyrirhug-
aðar eru hjá nágrannasveitarfélög-
um. „Þessi úrskurður ráðherrans
myndi setja öll skipulagsmál á höf-
uðborgarsvæðinu til framtíðar í upp-
nám.“
Ákvörðunin mun setja öll
skipulagsmál í uppnám
Morgunblaðið/Eggert
Glaðheimar Óvíst er hvenær uppbygging getur hafist eftir synjun umhverfisráðherra á umsókn um óverulega
breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjóri Kópavogs fer fram á endurskoðun á ákvörðuninni.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
ÞAÐ ER ekki laust við að blaðamaður svitni í lóf-
unum þegar hann gengur til fundar við karate-
snillinginn Katrínu Hrefnu Demian, enda upp-
lýsir hún að hún hafi gaman af því að berja á
karlpeningnum. „Samnemendur mínir eru ekki
hræddir við neinn þegar þeir eru með mér,“ segir
Katrín, sem segir mikinn aga fylgja því að æfa
karate og að brýnt sé fyrir iðkendum að beita
ekki ofbeldi.
„Hún hefur náð alveg sérstökum árangri,“ seg-
ir Vicente Carrasco, þjálfari Katrínar, hún hafi
hlotið 42 gull á 49 mótum sem sé met.
Hugur hennar stendur til að þjálfa kumete, og
læra aðrar greinar sjálfsvarnarlistar, en beltin
hefur hún fengið í kata, líkt og yngri systir hennar
Karen Tinna, sem er átta ára og þegar með það
brúna og eina strípu af þremur.
„Ég hef fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í
einstaklingsflokki og einu sinni í hópkata, þar
sem eru þrír saman,“ segir Katrín og leggur
áherslu á mikilvægi þess að geta varið sig.
Aðspurð um aðdraganda þess að hún fór að
æfa karate segir hún föður sinn Karl hafa haft
áhuga á bardagaíþróttum og að hún hafi strax
haft gaman af æfingum.
Karl hefur 19 ára reynslu úr öryggisvörslu og
hefur sömu þjálfun og sérsveitir bandaríska sjó-
hersins og ísraelsku sérsveitirnar, Kravmaka.
Hann hefur, í félagi við Dan Sommer, þjálfað
sjálfsvarnaraðferðina SATOD, sem hann segir
þeir kenna hér án vopna. Margir hafi nú atvinnu
sem lífverðir eftir námskeiðið.
Katrín hefur æft karate hjá knattspyrnufélag-
inu Víkingi frá hún var fimm ára gömul og langar
að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeist-
aramótinu í framtíðinni. Hún er langyngsti Ís-
lendingurinn til að ná þeim áfanga að fá svarta
beltið í karate, gerði það nokkrum vikum fyrir 11
ára afmælið í apríl.
„Börn yngri en tíu ára fá ekki einu sinni belt-
ið,“ segir Arndís Kjartansdóttir, móðir Katrínar,
um afrekið. „Það held ég að sé hvergi leyft í heim-
inum. Ástæða þess að hún fær beltið er hversu oft
hún hefur orðið Íslandsmeistari í sínum aldurs-
flokki. Með því er hægt að hoppa yfir belti. Hún
valtar yfir strákana og stórkostlegt hvað henni
gengur vel.“
Barðist við fjóra í einu á lokaprófi
Virðingaröðin í karate er þannig að keppendur
fá fyrst hvíta beltið, svo rautt, þá gult, hið appels-
ínugula, græna, bláa, fjólubláa, brúna og loks hið
svarta. Stigin eru í raun fleiri, því beltin eru merkt
strípum, einskonar millistigum. Innan svartabelt-
isins eru svo tíu dan og eru aðeins tveir til þrír í
heiminum með hæsta stigið, að sögn Katrínar,
sem þurfti að berjast við fjóra í lokaprófi til að fá
það svarta. Að öðru leyti byggist kata á listrænum
hreyfingum gegn ímynduðum óvini.
Arndís kynntist eiginmanni sínum er hún var
við tungumálanám á Kýpur fyrir 17 árum, á þeim
tíma er borgarstyrjöldin í Líbanon stóð sem hæst.
Þau fluttu í framhaldinu til Íslands og hafa verið
hér síðan.
Ellefu ára og með svarta beltið í karate
Katrín Hrefna Demian brýtur blað í íslenskri íþróttasögu Litla systir þegar með það brúna
Morgunblaðið/G.Rúnar
Karatestúlkur Katrín, Karen og móðir
þeirra, Arndís Kjartansdóttir.
GUNNAR I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, ritaði
ekki aðeins bréf til umhverfisráðherra heldur einnig til
Jóns Rögnvaldssonar vegamálastjóra. Þar biður hann
um svör við nokkrum spurningum er varða skipulags-
mál á Glaðheimsvæðinu.
Ein spurninga Gunnars lýtur að athugasemdum
Vegagerðarinnar, en þar segir að ekki hafi verið haft
samráð við stofnunina vegna skipulagsins og er það
meðal forsendna synjunar umhverfisráðherra á um-
sókn um óverulega breytingu á svæðisskipulagi. „Spurt
er: Er Vegagerðin búin að gleyma fundi, sem haldinn
var um málið 25. ágúst 2006? Síðan sendi Kópavogsbær
bréf um málið hinn 11. september 2006 undirritað af
skipulagsstjóra, en því bréfi var svarað í lok janúar
2007, þ.e. 5 mánuðum síðar! Spurt er hvernig á þá sam-
ráðið að vera og hvað um tímamörk á því?“
Hvernig á samráðið þá að vera?
Bæjarstjóri Kópavogs
hefur miklar áhyggjur af
því að ef umhverfisráð-
herra endurskoðar ekki
ákvörðun sína vegna
Glaðheima muni deilur
sveitarfélaga vegna skipu-
lagsbreytinga aukast.
Gunnar I.
Birgisson
VEGURINN yfir Hólssand að
Dettifossi var opnaður á mánudag,
en þess finnast vart dæmi að veg-
urinn hafi verið opnaður jafn-
snemma vors. Óvenjulítill snjór
var á svæðinu í vetur og hafði það
þau áhrif að hægt var að opna veg-
inn á mánudag. Umferð ferða-
manna er þegar hafin um veginn
og hófst raunar um leið og opnað
var, en mjög mikið hafði verið
spurt um ástand vegarins í að-
dragandanum. Fimm tonna öxul-
þungi er þó á veginum en búist er
við að þeim þungatakmörkunum
verði aflétt á næstu dögum eða
vikum.
Búast má við stöðugri umferð á
veginum til loka september miðað
við umferðarþungann á liðnum ár-
um og er vegurinn fær öllum bíl-
um þótt hann sé óheflaður.
Vanalega er opnað fyrir umferð
í lok maí og hefst því sumarum-
ferðin þetta árið óvenjusnemma.
Vegurinn
að Dettifossi
opnaður
HÓLMFRÍÐUR
Garðarsdóttir,
hjúkrunarfræð-
ingur og ljós-
móðir, heldur í
dag til starfa sem
sendifulltrúi
Rauða krossins í
Mósambík. Hólm-
fríður mun næstu
sex mánuði hafa
yfirumsjón með
og starfa að samhæfingu verkefna á
sviði lýðheilsu og heilsugæslu á veg-
um Alþjóðasambands Rauða kross-
ins og Rauða hálfmánans (IFRC)
vegna neyðarástands sem skapaðist í
kjölfar flóða og fellibylja í landinu í
febrúar síðastliðnum. Starfið er þátt-
ur í uppbyggingarstarfi í framhaldi
af neyðaraðstoð sem veitt var strax
eftir hamfarirnar.
Hólmfríður mun starfa með lands-
félagi Rauða krossins í Mósambík í
náinni samvinnu við þarlend heil-
brigðisyfirvöld að skipulagningu
verkefna á sviði heilsugæslu, skyndi-
hjálpar og neyðarviðbragða. Nína
Helgadóttir, verkefnisstjóri Rauða
kross Íslands í sunnanverðri Afríku,
sem er með aðsetur í Mósambík, hef-
ur einnig tekið þátt í samhæfingu
hjálparstarfsins.
RKÍ hefur lagt þrjár milljónir til
viðbótar við þriggja milljóna króna
framlag ríkisstjórnar Íslands til að
styðja við starf mósambíska Rauða
krossins vegna hamfaranna.
Fer til starfa
í Mósambík
Hólmfríður
Garðarsdóttir
♦♦♦