Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 8

Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „Kraftaverki líkust.“ Observer „Framúrskarandi.“ Mail on Sunday „Sláandi.“ The Times „Stórsigur.“ Guardian „Sjálfsævisaga sem grípur lesandann sterkum tökum svo hann stendur á öndinni.“ Kulturnytt Nafn Herdís Á. Sæmundardóttir Starf Dönskukennari við Fjölbrauta- skólann á Sauðárkróki, stjórnar- formaður Byggðastofnunar og for- maður ráðgjafarnefndar Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaganna. Fjölskylduhagir Gift og á tvö börn. Kjördæmi Norðvestur, 2. sæti fyrir Framsókn. Helstu áhugamál Allt sem lýtur að samfélaginu sem við lifum í. Ég er mjög upptekin af samfélagsmálum. Að öðru leyti snú- ast mín áhugamál um fjölskylduna og fólkið í kringum mig og svo eru þessi hefðbundnu áhugamál eins og útivist og bókalestur. Hvers vegna pólitík? Það helgast af þessum áhuga mínum á samfélaginu, kjörum fólks og lífs- skilyrðum í landinu öllu, ekki síst á landsbyggðinni. Ég hef líka óskap- lega mikinn áhuga á fólki og hef allt- af haft mjög gaman af því að um- gangast fólk. Svo vil ég auðvitað láta gott af mér leiða með því að taka þátt og reyna að bæta mitt nánasta umhverfi og samfélagið í heild. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Alþingi er fyrst og fremst vinnu- staður þar sem þú getur komið mál- um áfram sem þú hefur áhuga á og er að því leytinu til mjög áhugaverð- ur. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Sem formaður stjórnar Byggða- stofnunar þá er ég mjög áfram um að bæta stöðu landsbyggðarinnar og búsetuskilyrði fólks almennt, m.t.t. atvinnu, samgangna og félagslegrar velferðar. Inn í það koma ýmis fé- lagsleg réttlætismál sem ég vil beita mér fyrir. Þarf breytingar? Það þarf engar kollsteypur. En vinnu í stjórnmálum lýkur aldrei og það er alltaf hægt að gera betur og bæta. Ég vil halda áfram á þeirri vegferð sem samfélagið hefur verið í og þeirri miklu uppbygginu sem ver- ið hefur. Við höfum náð miklum ár- angri í efnahags- og atvinnumálum og ég held að nú sé þörf á því að beina sjónum að velferðarmálum. Nýir frambjóðendur | Herdís Á. Sæmundardóttir Vinnu í stjórnmálum lýkur aldrei Að vinna með fólki Herdís hefur mikinn áhuga á fólki. Nafn Hörður Ingólfsson. Starf Markaðsráðgjafi hjá Marel hf. Fjölskylduhagir Er í sambúð og á sjö börn. Kjördæmi Norðaustur, 1. sæti fyrir Íslandshreyfinguna. Helstu áhugamál? Flug, skíði, útivist á Hornströndum, börnin mín og barnabörn. Hvers vegna pólitík? Persónulega er það vegna þess að ég skulda landinu og náttúru þess að leggja mitt af mörkum til að koma í veg fyrir óbætanlegt tjón fyrir kom- andi kynslóðir. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Vonandi! Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Það sem skemmstan tíma tæki er umsvifalaust afnám tekjutenginga hjá öryrkjum og öldruðum. Þarf breytingar? Tvímælalaust. Það þarf grundvallar- breytingar. Nýir frambjóðendur | Hörður Ingólfsson Skuldar náttúrunni og landinu Grundvallarbreytingar Það þarf grundvallarbreytingar, segir Hörð- ur Ingólfsson. Vörugjaldalækkunin þegar örvað áhugann Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VIÐ FÓRUM í þetta markaðsátak í kjölfar þess að Alþingi lækkaði vöru- gjöld á vistvænar bifreiðar í vor,“ seg- ir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri hjá bílaumboðinu Heklu, um markaðs- setningu þess á annarri kynslóð þriggja Volkswagen metanbíla. Að sögn Jóns Trausta var metan- bíllinn Volkswagen Caddy, sem er vinnubíll, settur í sölu fyrir fimm ár- um. Síðan hafi á sjötta tug metanbíla selst og segir Jón áhugann hafa aukist eftir lækkun vörugjaldanna. Því megi búast við að Caddy og Caddy Life, auk Volkswagen Touran, muni seljast vel á árinu, en þeir tveir síðarnefndu eru hefðbundnir fólksbílar. Jón Trausti segir metanknúna Scania-strætisvagna og Mercedes- Benz-sorpbíla þegar í notkun hjá Reykjavíkurborg og að vænta megi metanbíla frá Mercedes-Benz, hvort tveggja fólksbifreiðar og atvinnubif- reiðar, á næsta ári. Þá bætist Volkswagen Passat bráðum við flot- ann. Hann segir að til marks um lækk- unina sé verðið á Volkswagen Touran sambærilegt og á jafnstórum bensín- bíl, metanbíllinn sé auk þess með öfl- ugri og betri vél. Lækkunin jafngildi hátt í 600.000 krónum. Aðspurður um sölu á Toyota-tvinn- bílunum þremur, Prius, Lexus GS450h og RX450h, á árinu segir Haraldur Þ. Stefánsson, fram- kvæmdastjóri sölusviðs hjá Toyota, að hún hafi staðið í stað á sama tíma og mjög hafi dregið úr sölu nýrra bíla. Hann telur að fella þurfi niður vöru- gjöld af öllum ökutækjum og skatt- lagningin eigi að fara fram við elds- neytiskaup. Hann gagnrýnir þá ákvörðun að fella ekki niður vöru- gjöldin á tvinnbílanna, en þegar er veittur afsláttur á gjöldum af þeim. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir fyrirtækið hafa selt um 30 Citroën Berlingo og C3 metanbíla til ýmissa aðila og að e.t.v. yrði boðið upp á metanknúnar Citroën- og Volvo-bifreiðar frá og með næsta hausti. Hingað til hafi vöru- gjaldalækkunin ekki haft áhrif enda framboðið takmarkað, það kunni að breytast með nýjum tegundum.  Ný kynslóð metanbíla  Sala tvinnbíla stendur í stað Í HNOTSKURN »Í kynningu Heklu segir aðalls þurfi 113 metanbíla til að menga jafnmikið og sam- bærilegur bensínbíll. »Metan sem skili svipaðriorku og lítri af bensíni kosti rúmlega 80 krónur. »Breytingin náði til metan-,vetnis- og rafmagnsbíla. „ÞESSI gagnrýni Kristjáns er lituð af því að hann er í kosningabaráttu. Hún er mjög ómálefnaleg og hann setur fram fullyrðingar sem stand- ast ekki,“ sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í samtali við Morgunblaðið, aðspurður vegna gagnrýni Kristjáns Möller, alþingis- manns Samfylkingarinnar, vegna nýrrar Grímseyjarferju í Morgun- blaðinu. Sturla sagði að það hefði legið fyr- ir að það hefði kostað 800 milljónir króna ef ákveðið hefði verið að láta smíða nýtt skip. Kostnaður sam- kvæmt samningum um skipið sem væri verið að breyta væri talinn nema 350 milljónum króna, sam- kvæmt þeim upp- lýsingum sem hann hefði. Full- yrðingar um að skipið myndi kosta 500 milljón- ir kr. væru full- yrðingar út í loft- ið og algerlega ábyrgðarlausar, nema Kristján hafi tekið að sér að ná einhverjum aukaverkum fyrir verktakann. „Ég á nú tæplega von á því, en það mætti halda það. Þetta er fullkom- lega ábyrgðarlaust tal af hans hálfu. Það liggur auðvitað alveg fyrir að vélsmiðjan hefur ekki staðið sig.“ Hann sagði að þetta upphlaup Kristjáns yrði að skoða í því ljósi að hann væri í kosningabaráttu. „Þetta er algerlega óforsvaranleg fram- ganga af hans hálfu og ekki í þágu Grímseyinga að hleypa þessu máli í eitthvert uppnám.“ Sturla sagði einnig að þetta væri mjög óvenjuleg framganga þing- manns, „ekki síst vegna þess að Kristján Möller hefur ekki sýnt þessu máli nokkurn áhuga. Hann sýndi engan áhuga á sínum tíma að endurnýja ferjuna til Grímseyjar. Núna allt í einu rétt fyrir kosningar fer hann að hafa áhuga á þessu máli og lýsir það alveg furðulegum vinnu- brögðum.“ Ómálefnaleg gagnrýni lituð af kosningabaráttu Sturla Böðvarsson SKÚLI Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, segist hafa heimildir fyrir því að far- ið sé að undirbúa sölu Landsvirkj- unar og búið sé að ákveða hver verði næsti forstjóri fyrirtækisins, þ.e. Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Kom þetta fram í ræðu Skúla á Húsavík í gær í tilefni 1. maí og er fjallað um hana á heimasíðu Starfsgreinasambandsins. Skúli sagði að ef ríkisstjórnin héldi velli í kosningunum 12. maí næstkomandi yrði Landsvirkjun seld og til að auðvelda söluna ætlaði Landsvirkjun á næstunni að gera upp reikninga sína í dollurum. Skúli sagði að skipan Páls Magn- ússonar sem stjórnarformanns Landsvirkjunar væri líklega liður í að tryggja S-hópnum hluta af kök- unni þegar þar að kæmi. Hann kall- aði skipun Páls leik framsóknar- manna, sem væri líklega sá, að tryggja Finni Ingólfssyni og S-hópn- um hluta af kökunni, þegar hún yrði borin fram. Á vef Ríkisútvarpsins er leitað við- bragða Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra og segir hann umræddar fullyrðingar Skúla fráleitar og úr lausu lofti gripnar. Vísaði iðnaðar- ráðherra því einnig á bug að ákveðið hefði verið að Kjartan Gunnarsson yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar. Á vefnum sagðist Skúli Thorodd- sen ekki vilja upplýsa hvaða heim- ildir hann hefði fyrir fullyrðingum sínum. Segir að selja eigi Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.