Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 10

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Aldeilis ekki, ég er búinn að setja fullt af núllum. VEÐUR Ætli stjórnmálamenn haldi að fólklifi á meðaltölum frá alþjóða stofnunum? Ætli Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra telji að gamalt fólk lifi á meðaltölum frá OECD?     Ástæðan fyrirþví að svo er spurt eru orð, sem heilbrigð- isráðherrann lét falla í umræðum í Kastljósi rík- issjónvarpsins í gærkvöldi. Siv Friðleifsdóttir segir að við Ís- lendingar borgum 17% af kostnaði okkar við heilbrigðiskerfið úr eigin vasa og það sé með því lægsta, sem þekkist hjá OECD-löndum.     Það er annar mælikvarði, sem ermiklu gagnlegri fyrir stjórn- málamenn til þess að átta sig á því, hvort þeir eru að ætlast til að gamalt fólk borgi of mikið úr eigin vasa í kostnað við heilbrigðisþjónustu.     Hann er sá, að þeir og þá alvegsérstaklega heilbrigðisráðherr- ann fari í ferðalag um lækna- miðstöðvar borgarinnar og sitji þar í biðstofu og fylgist með því, sem ger- ist þegar gamla fólkið kemur til að fá afgreiðslu og þarf að reiða fram nokkur þúsund krónur í hvert sinn og jafnvel hátt á annan tug þúsunda fyrir viðtal við lækni.     Það væri gagnlegt fyrir heilbrigð-isráðherrann að kynna sér veru- leikann í okkar eigin landi í stað þess að vísa í meðaltöl frá OECD.     Framsóknarflokkurinn hefurmargt gert vel í ríkisstjórn í 12 ár en því miður er margt sem betur mætti fara í heilbrigðiskerfinu.     Það skiptir stundum máli að hafaáhuga á málefninu sjálfu en ekki bara myndum af sjálfum sér á göng- um Landspítala. STAKSTEINAR Siv Friðleifsdóttir Meðaltöl Sivjar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        :  *$;< !!                              !       "     # *! $$ ; *! " #$!% !#!%  & '% (' =2 =! =2 =! =2 " &%$ !)  *!+,'-  <         /     ;  .'  $! !,!#$' %/ ! %!  %'! # !# '0 =7  1  $! !,! ! ! 2 ' / !3'!,!- !# ' '   0 4!! ! ! 0 =   1  $! !,! ! ! 2 ' / !3'!,!- !# ' '   0 4!! ! ! 0 52! !'66 '%!  !1 ' , '!)  3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A 0 / / /  0  0 0 0 0  0   0 0 0 0    0 / / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir | 1. maí Hver er vinur litla mannsins? Kosningaþáttur Sjón- varpsins var leið- inlegur í kvöld eins og hann er vanur að vera. Sama hallærislega uppstillingin og ekki vel stjórnað, sérstaklega hlutanum um skattamálin. Það sem stendur þó upp úr er Steingrímur og ótrúlega hrokafull og ókurteis framkoma hans. Hann spurði að því hver væri vinur litla mannsins. Það er alveg öruggt að hann er það ekki. Meira: steinunnosk.blog.is Sigurður Kári Kristjánsson | 1. maí 1. maí Ég fór í bæinn í dag eins og ég hef gert síðan ég var smá- strákur. Hér á árum áður tók ég þátt í kröfugöngum 1. maí með meðlimum úr fjölskyldu minni sem voru vinstri- sinnaðri en ég kæri mig um að fara nánar út í á þessum vettvangi. Ég skal gera þá játningu að þátttaka mín í þessum kröfugöngum helg- aðist ekki af því að ég væri eldheit- ur þátttakandi í verkalýðsbarátt- unni… Meira: sigurdurkari.blog.is Helga Auðunsdóttir | 1. maí Miðnæturhringingar Ég er eiginlega mjög undrandi á framkomu Framsóknar hér á Suðurlandi. En þeir eru að senda skilaboð á einkennilegum tíma svo sem um miðnætti þegar allir venjulegir vinnandi menn eru sofnaðir og hrökkva upp við símhringingu, og í stressinu heyra þeir rödd Guðna Ágústs- sonar lesa þeim Framsóknarræð- una. Þetta virkar ekki til að fá fólk til að kjósa Framsókn heldur alveg öfugt. Meira: tofraljos.blog.is Gestur Guðjónsson | 1. maí Stefnan afnumin Forystumaður Sam- fylkingarinnar á Suð- urlandi, Björgvin G Sigurðsson, sagði á fundi með bændum á Suðurlandi um daginn að það væri hans skoð- un að það ætti ekki að ganga lengra í niðurfellingum á tollum en alþjóða- samningar gerðu ráð fyrir. Þessi skoðun hans er í samræmi við stefnu Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Frjálslyndra og Vinstri Grænna, en algerlega á skjön við þá stefnu sem Samfylkingin kynnti á blaðamanna- fundi í Reykjavík. Á þeim fundi var stefna Samfylkingarinnar að fella nú þegar niður vörugjöld af landbún- aðarvörum og helminga tolla af land- búnaðarvörum og afnema þau með öllu í samráði við hagsmunaaðila. Á fundi með bændum í NV kjör- dæmi var fulltrúi Samfylkingarinnar svo Anna Kristín Gunnarsdóttir. Frásögn af hennar málflutningi má lesa á heimasíðu bændasamtakanna, þar sem hún lýsti því yfir að Sam- fylkingin hafi nú enga stefnu í land- búnaðarmálum: „Tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum var mistök Anna Kristín Gunnarsdóttir þakk- aði fyrir það tækifæri að fá að tala milliliðalaust við bændur. Hún sagði Samfylkinguna styðja beinan stuðn- ing við landbúnaðinn en hann yrði að skila sér í góðri afkomu bænda og vera jafnframt hagfelldur neyt- endum. Önnu Kristínu var tíðrætt um að það þyrfti að búa landbún- aðinum betri skilyrði en nú væru fyrir hendi. Nefndi hún í því sam- bandi bættar samgöngur, lægri flutningskostnað og betri fjarskipti. Einnig þyrfti að vinna markvisst í að lækka kostnað við aðföng hjá bænd- um. Hún sagði að greiðslumarks- kerfið gæti ekki staðist til framtíðar, nýliðun væri erfið og það væri ekki fögur framtíðarsýn að bændur yrðu leiguliðar á jörðum annarra. Það vakti athygli síðar um kvöldið þegar Anna Kristín viðurkenndi að tillögugerð Samfylkingarinnar í tollamálum fyrir nokkrum mánuðum hefði verið mistök og gerð í flumbru- gangi. Stefna flokksins væri að fylgj- ast að með öðrum þjóðum á vett- vangi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar.“ Ja hérna. Meira: gesturgudjonsson.blog.is BLOG.IS AUGLÝSINGASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.