Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 11

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 11 FRÉTTIR · Álftanes · Garðabær · Hafnarfjörður · Kjós · Kópavogur · Mosfellsbær · Seltjarnarnes Virkjum kraft eldri borgara Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verða með morgunverðafund um málefni eldri borgara föstudaginn 4. maí. Fundurinn verður í Hlíðarsmára 3 (Avion húsinu) og hefst kl.08.15 og lýkur kl.09.15. Boðið verður upp á morgunverð. Allir velkomnir Eftir Steinþór Guðbjartsson í Winnipeg steinthor@mbl.is MIKIL ánægja var með „Núna“ (now), listahátíð ungs fólks frá Ís- landi og Manitoba, sem fór fram í Winnipeg í tengslum við þing Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Norður- Ameríku og lauk um síðustu helgi. Um 50 ungir listamenn tóku þátt í hátíðinni og meðal íslensku lista- mannanna voru söngkonurnar Fabúla, Ólöf Arnalds og Ragnheiður Gröndal og myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson, auk þess sem sýndar voru kvikmyndir eftir Egil Eðvarðsson og Ásdísi Sif Gunnars- dóttur. Sýningar og aðrir viðburðir voru víða í Winnipeg og var lista- fólkið mjög ánægt með hátíðina sem slíka og viðbrögðin. Inga Torfadóttir myndlistarmað- ur hefur búið í Kanada síðan 1976 og haldið nokkrar einkasýningar auk þess sem hún hefur verið með í mörgum samsýningum. ,,Mér finnst þessi listahátíð alveg frábær, stór- kostleg,“ segir hún og bætir við að hún sé viss um að hátíðin eigi eftir að hafa mikil og jákvæð áhrif á ungt listafólk. ,,Hún eflir samskiptin milli Íslendinga og Kanadamanna, sér- staklega á listrænu sviði.“ Ragnar Kjartansson sýndi þrjú málverk og tók auk þess þátt í þriggja daga hópvinnu, þar sem margir listamenn tóku sameiginlega þátt í sköpun listaverka. ,,Þessi sam- vinna var mjög skemmtileg og það var ánægjulegt að vera með í þessu verkefni,“ sagði hann. Ásdís Sif Gunnarsdóttir tók í sama streng, en hún tók m.a. þátt í stutt- myndasýningu. ,,Þetta hefur verið mjög gaman,“ sagði hún. Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, átti frumkvæðið að hátíðinni en hugmyndin er að hún fari fram árlega og þá í tengslum við þjóðræknisþingið. Ungt listafólk af íslenskum ættum í Manitoba er í list- ráði hátíðarinnar og valdi verkin og viðburðina en stjórn hátíðarinnar sá um fjárhagslegu hliðina. Meðal helstu styrktaraðila voru FL Group, Baugur, Icelandair, Glitnir og Ice- land Naturally. Íslenskir listamenn ánægðir í Winnipeg Morgunblaðið/Steinþór Listahátíð Boðið var upp á fjölbreytta hátíð á „Núna“ (now) í Winnipeg. Á myndinni eru Tristin Tergesen for- maður listráðsins, Erika McPherson, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Freya Olafson, Steven Matijcio og Atli Ásmundsson aðalræðismaður við verk eftir Huldu Stefánsdóttur. MORGUNBLAÐIÐ er í kosn- ingaham. Í leiðara Morgun- blaðsins í gær gagnrýnir rit- stjóri þess tillögur Samfylking- arinnar um að leysa bráðavanda um 900 barna og aldraðra, sem bíða á biðlistum ríkisstjórnar- innar. Hann gagnrýnir tillög- urnar fyrir að fjalla ekki um rekstrarform og samkeppni, sem var ekki tilgangur þeirra. Samtals bíða þúsundir veikra Íslendinga á biðlistum ríkis- stjórnarinnar. Samfylkingin hefur tekið saman yfirlit yfir verstu listana og birt á www.samfylking.is. Þegar Samfylkingin setur nú fram kostnaðargreindar og vel útfærðar tillögur um hluta þess- ara biðlista; vill losa tæplega 500 börn úr gíslingu biðlista eft- ir greiningu á geðröskunum eða þroskafrávikum og skapa 400 öldruðum sem bíða veikir heima í brýnni hjúkrunarþörf lág- marksöryggi, þá kýs ritstjóri Morgunblaðsins að gagnrýna tillögurnar fyrir það, að þar sé ekkert um ný rekstrarform eða samkeppni í heilbrigðiskerfinu. Sæmra hefði verið að beina gagnrýni að ríkisstjórninni sem hirðir ekki um bráðavanda þess- ara veiku barna og aldraðra. Að vinna heimavinnuna sína Hefði ritstjórinn unnið heima- vinnuna sína, þá hefði hann kynnt sér afstöðu Samfylking- arinnar til nýrra rekstrarforma og valkosta í heilbrigðisþjón- ustu og lesið nýjar landsfunda- samþykktir flokksins, sem vitn- að er til hér að neðan og eru öllum aðgengilegar á heimasíðu okkar. Hefði ritstjóri Morgun- blaðsins bara lagt það á sig að lesa tillögurnar um að eyða bið- listunum, tillögur sem voru af- hentar blaðamanni Morgun- blaðsins sl. sunnudag, þá hefði hann séð að þar er líka gert ráð fyrir því að fara nýjar leiðir í framkvæmd: Sérfræðistofnanir um geðraskanir og þroskafrávik barna fái heimild til að kaupa greiningarþjónustu frá sjálf- stætt starfandi sérfræðingum utan stofnananna. Að gerðir verði kostnaðargreindir og ár- angursmiðaðir samningar um þjónustuna. Að keypt verði á sams konar rekstrargrunni sól- arhrings hjúkrunarþjónusta fyr- ir aldraða ýmist frá hjúkrunar- heimilum, sem flest eru utan opinbera kerfisins eða frá Land- spítala sem nú þegar veitir 20 öldruðum slíka þjónustu. Jafnt aðgengi, gæði og hagkvæmni Á landsfundi fyrir tveimur vikum samþykkti Samfylkingin mikilvæg grundvallaratriði um rekstrarform og valkosti í heil- brigðisþjónustu: M.a. að „kostn- aðargreina heilbrigðisþjónustu og taka upp blandaða fjármögn- un […] þar sem fjármagn fylgir sjúklingum“. Ennfremur […] „að auka vægi útboða og þjón- ustusamninga í heilbrigðisþjón- ustu þar sem við á, en tryggja ætíð aðgengi að þjónustunni óháð efnahag“ og loks „auka valfrelsi í þjónustu og endur- hæfingu í heilbrigðiskerfinu“. Samfylkingin hefur einnig fyrir allnokkru samþykkt ítarlegar og velútfærðar tillögur um rekstrarform í almannaþjón- ustu. Tillögur sem eiga að tryggja aðgengi allra að al- mannaþjónustu, samhliða því að stuðla að gæðum og hag- kvæmni. Tillögur sem einkenn- ast af fordómaleysi gagnvart markaðslausnum, en forðast að gera þær að því trúaratriði sem þær virðast því miður vera á rit- stjórnarskrifstofum Morgun- blaðsins. Um vanda 900 veikra barna og aldraðra Til ritstjóra Morgunblaðsins Margrét S. Björnsdóttir sat í starfshópi Samfylkingarinnar um raunhæfar lausnir á bráðavanda barna og aldraðra á biðlistum ríkisstjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.