Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÓSTAÐFASTUR orðrómur er uppi
um að Abu Ayyub al-Masri, leiðtogi
hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í
Írak, sé allur. Tíðindin bárust frá
ættbálkum í Írak og hefur stjórn
Nuri al-Malikis forsætisráðherra
sent frá þér yfirlýsingu um að hún
muni ekki staðfesta andlát hans fyrr
en hún hafi borið kennsl á líkið.
Fregnir af dauða hryðjuverkafor-
ingjans bárust eftir átök súnnískra
ættbálka og samtaka hans við brú á
svæði undir stjórn þeirra fyrrnefndu
fyrir skömmu. Þá lét talsmaður
íraska innanríkisráðuneytisins hafa
eftir sér í gær að „traustar leyni-
þjónustuupplýsingar“ væru fyrir
hendi um að al-Masri hefði fallið í
átökum vígahópa norður af höfuð-
borginni Bagdad.
Al-Masri, sem
gengur einnig
undir nafninu
Sheikh Abu
Hamza al-Muhaj-
er, varð leiðtogi
samtakanna eftir
að Abu Musab al-
Zarqawi var
myrtur í loftárás
Bandaríkjahers í júní sl.
Samtökin vísuðu því á bug að al-
Masri hefði fallið, hann berjist enn
gegn „óvinum Guðs“.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti beitti í gær neitunarvaldi gegn
frumvarpi demókrata um brotthvarf
hersins í áföngum.
Al-Masri allur?
Al-Masri
ÞEIR fengju ugglaust aðsvif, mat-
gæðingarnir í ítölsku matreiðslu-
akademíunni yrðu þeir vitni að ís-
lenskri túlkun á pastadisk – suðræn
hjörtun tækju kipp og aukaslög litu
þau augum mauksoðið pastað löðr-
andi í dósasósu með riffluðum
brauðostinum.
Sem betur fer er ekki sérstaklega
minnst á Ísland í nýrri skýrslu aka-
demíunnar um „villimannlega“ og
óábyrga túlkun erlendra matsveina
á ítölskum réttum. Útgáfa plaggsins
hefur farið sem höggbylgja um mat-
reiðsluheiminn, enda akademían
með 73 skrifstofur í um 40 löndum
og kennivald hennar dýrt.
„Einn fulltrúa okkar pantaði
spaghetti alle vongole í Edinborg.
Þetta er einfaldur réttur, bara skel-
fiskur, smávegis hvítlaukur, stein-
selja og pasta. Í staðinn fékk hann
rétt með salati og jafnvel tómats-
sósu yfir!“ segir Giuseppe Dell’Osso,
með fyrirlitningartóni sem minnir á
niðrandi ummæli Jacques Chiracs
Frakklandsforseta og Silvio Berlus-
coni, fyrrverandi forsætisráðherra
Ítalíu, um mat á norðurslóðum.
Írar, Finnar og Portúgalar eru
sérstaklega teknir á beinið og sak-
aðir um að blanda ýmsum hráefnum
saman við ítalska rétti svo þeir höfði
meira til smekks heimamanna.
Hollendingar fá líka á baukinn.
„Á hollenskum veitingahúsum,
getur þú fundið „pastasalat“ eða
„bakaður fiskur með pesto“ á mat-
seðlinum, sem yrði hverjum Ítala
aðhlátursefni,“ segir í skýrslunni og
hvergi dregið undan í háðinu.
Bandaríkjamenn eru einnig hund-
skammaðir fyrir pitsugerð sína sem
sé „óítölsk“. Evrópumenn eru þó
sagðir verstir, þeir reki ítölsk veit-
ingahús án þess að hafa nokkra
reynslu af ítölsku eldhúsi. Líklegra
sé að finna sæmilegan ítalskan mat-
sölustað í Kína eða Rússlandi, þar
komi kokkarnir gjarnan frá Ítalíu.
Bretar, sem helst eru þekktir fyrir
pöbbamat, bakaðar baunir og of
steikt beikon, fá uppreisn æru, að
minnsta kosti í bili, „Locanda
Locatelli“ veitingahúsið í London er
talið í hópi bestu ítölsku matsölu-
staða heimsins.
Ítalir hneykslaðir yfir
„villimannlegri“ eldun
Gæði Pitsa er ekki sama og pitsa.
ÞJÓÐÞEKKT
listafólk og vís-
indamenn í
Frakklandi vara
við því að
franska þjóðin
eigi á hættu að
„fara í stríð gegn
sjálfri sér“ verði
hægrimaðurinn
Nicolas Sarkozy
kjörinn forseti í annarri umferð
forsetakosninganna á sunnudag.
Þá hvatti öfga-þjóðernissinninn
Jean-Marie Le Pen stuðningsmenn
sína til að sniðganga kosningarnar.
Flokkar frambjóðendanna tveggja
hefðu fært Frakka að siðferðilegu
og efnahagslegu hyldýpi.
Sameinast
gegn Sarkozy
Nicolas Sarkozy
FIDEL Castro, leiðtogi Kúbu, var
hvergi sjáanlegur í 1. maí hátíða-
höldunum í Havana í gær. Orðróm-
ur hefur verið um að hann myndi
láta sjá sig eftir að hafa braggast af
erfiðum veikindum.
Castro víðs fjarri
AÐ MINNSTA kosti 30 óbreyttir
borgarar, þar á meðal konur og
börn, týndu lífi í bardögum banda-
rískra hersveita og liðsmanna talib-
ana í vesturhluta Afganistans um
helgina, að því er lögregla landsins
fullyrðir. Bandaríkjaher og liðs-
sveitir Atlantshafsbandalagsins,
NATO, felldu 136 talibana í átök-
unum og voru fjöldamótmæli vegna
mannfallsins víða um landið í gær.
Hart var barist í Afganistan í gær
og er talið að minnst 56 talibanar,
þ. á m.fjöldi Pakistana, hafi týnt lífi
í stórsókn hersveita NATO í suður-
hluta landsins.
Tugir óbreyttra
borgara féllu
NÆSTUM fimm prósent dauðsfalla
og sjúkdóma í 21 ríki, sem flest eru
í Afríku, má rekja til mengunar
innanhús samfara bruna eldsneytis
á heimilum. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar, WHO. Að sögn
WHO væri hægt að bjarga 1,5 millj-
ón manna með hreinna eldsneyti.
Banvænt óloft
APRÍLMÁNUÐUR hefur verið
óvenju hlýr í mörgum Evrópulönd-
um og hefur ekki mælst meiri hiti í
Frakklandi síðan 1950. Mældist hit-
inn fjórum gráðum á Celsíus yfir
meðaltalinu, 10 gráðum. Sérstaklega
hlýtt var í norðurhluta Frakklands
þar sem hitinn var 8 til 12 gráðum
meiri en í meðalári á tímabilinu 1. til
24. apríl, að sögn veðurstofunnar
Meteo.
Danir hafa einnig búið við óvenju-
lega veðursæld síðastliðna 12 mán-
uði og segir veðurfræðingurinn Jens
Hesselbjerg Christensen í viðtali við
Jyllands-Posten að þeir séu þeir
hlýjustu frá víkingatímanum fyrir
um 1.000 árum. Meðalhitinn á tíma-
bilinu var 10,8 gráður sem er langt
yfir 7,7 gráða hita í meðalári. Var
hitametið í apríl slegið um 0,9 gráð-
ur, meðalhiti nú var 9,3 gráður.
Bretar hafa einnig fylgst í for-
undran með hitamælunum, apríl-
mánuður var sá heitasti síðan mæl-
ingar hófust árið 1659. Var meðalhiti
í miðhluta Englands áætlaður rúmar
11 gráður í mánuðinum. Velti blaðið
Independent þeirri spurningu upp
fyrir nokkrum dögum, hvort hitinn
myndi í fyrsta sinn fara yfir 40 gráð-
ur í sumar.
Hitametin falla í Evrópu
HART var tekið á þátttakendum í 1.
maí mótmælunum í Istanbúl í gær
og hátt í 700 manns teknir höndum
í námunda við Taksim-torgið.
Á sama tíma skýrði Recep Tayyip
Erdogan, forsætisráðherra Tyrk-
lands, frá því að hann myndi biðja
þingið um að efna til nýrra kosn-
inga og að hann myndi beita sér
fyrir stjórnarskrárbreytingum sem
myndu gera þjóðinni kleift að kjósa
sér forseta. Kom yfirlýsingin í kjöl-
far þess að stjórnarskrárréttur
landsins ógilti fyrri umferð kosn-
ingar þingsins á föstudag til for-
seta, fjöldi þingmanna sniðgekk
hana í mótmælaskyni við framboð
Abdullah Gul utanríkisráðherra.
Reuters
Vill Tyrki að kjörborðinu
88,00 kr