Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 17 MENNING SKAÐI AF VÖLDUM RAFMAGNSSLYSA Málþing 4. maí fyrir starfsfólk heil- brigðisstofnana og fagfólk í rafiðnaði Aðalfyrirlesarar: Bo Veiersted yfirlæknir og Lars Ole Goffeng sérfræðingur, báðir frá Statens arbeidsmiljøinstitutt í Noregi. Dagsetning og tími: Föstudagur 4. maí frá kl. 08.30-16.00. Staður: Askja, hús náttúruvísinda við Háskóla Íslands. Málþingið er haldið af Rafstaðlaráði (RST) í samvinnu við Rafiðnaðarsamband Íslands, Samorku, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur, SART, Neytendastofu, Læknadeild Háskóla Íslands, Landlæknisembættið, Slysadeild LHS, Heilbrigðistæknifélag Íslands, Rafteikningu og Vinnueftirlit ríkisins. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs Íslands, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 ÞAÐ ríkti sannkölluð stórhátíðar- stemning í Varmahlíð á flutningi La Traviata á fyrsta degi Sæluviku, en þetta var fyrsta verkefni Óperu Skagafjarðar, félags sem stofnað var í desember sl. Eflaust hefur mörg- um þótt það vera ofdirfska í upphafi að ráðast í þessa vandasömu og um leið eina allra þekktustu óperu allra tíma. En með fullhug frumkvöðl- anna, hjónanna Jóns Hilmarssonar og Alexöndru Chermyshova, söng- konu frá Úkra- ínu, vannst mikill sigur á sviðinu í Varmahlíð. Sviðs- myndin var fá- brotin og hefði án mikillar vinnu mátt að ósekju gera hana glæsi- legri. En það voru einsöngvar- arnir á sviðinu, óperukórinn og Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands sem sköpuðu þá listrænu sviðsmynd sem réð úrslit- um að heilla með sýningunni upp úr skónum þéttsetinn bekkinn af sjóð- heitu fólki, í bullandi hita þrátt fyrir loftræstingu á fullu, sem truflaði ögn með nið í veikum köflum, þá héldu flytjendur manni spenntum við efnið allan tímann. Afreksmaður sýning- arinnar er Alexandra, því hún er söngkona í fremstu röð og túlkaði líf og dauða Violettu sannfærandi. Hún dregur, sem hin sanna fyrirmynd, aðra söngvara með sér. Góð frammi- staða Ara Jóhanns og Þórhalls sem Germont er ekki síst samsöng með Alexöndru að þakka. Þarna gerist það sem er svo gaman að upplifa að mörkin milli atvinnumennsku og leikmennsku verða óljósari, því leik- mennirnir í hita leiksins „gera betur en þeir eiga að geta“. Ari Jóhann er með mikla rödd og söng oft glæsi- lega, mér fannst helst að skorti meiri mýkt, aría hans „De miei bollente“ var einstaklega fallega flutt. Þór- hallur var radd- og sönglega sann- færandi í hlutverki Germont, en var ekki hægt að búa honum aldurslegra gervi, því hann virtist vera yngri en sonurinn í útliti? Óperukórinn var kjölfestan í sýningunni og frammi- staða hans eins og best verður á kos- ið. Hlutur píanóleikarans og nú skagfirðingsins Thomas R. Higger- son var stórgóður. Guðrún Ás- mundsdóttir náði fram í leikstjórn sinn mikilli einlægni, ég hefði þó kosið enn sterkari andstæður. Munnleg kynning hennar kom þeim sem óperan er framandi, í gott sam- band við söguna, mér fannst þó text- inn hefði að ósekju mátt vera knapp- ari. Guðmundur Óli var sannarlega maður á réttum stað sem hreif flytj- endur og áheyrendur með sér. Í lok- in var ég djúpt snortinn af hrífandi kveðjuaríu Violettu „Addio“ og loka- söngurinn þeirra fjögurra var töfrandi. Ævintýrin gerast enn, áfram Ópera Skagafjarðar. Ævintýrin gerast enn ÓPERA Íþróttahúsið Varmahlíð í Skagafirði Listrænn stjórnandi: Alexandra Chermys- hova. Framkvæmdastjóri: Jón Hilmars- son. Flytjendur: Óperukór Skagafjarðar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Einsöngvarar: Violetta: Alexandra Cher- myshova. Alfredo: Ari Jóhann Sigurðs- son.Germont: Þórhallur Bragason. Doctor: Jóhannes Gíslason. Annina: Sig- ríður Margrét Ingimarsdóttir. Flora: Íris Baldvinsdóttir. Gastone: Birgir Þórðar- son. Marquis: Ólafur Sigurgeirsson. Dansarar: Logi Vigfússon og Inga Birna Friðjónsdóttir. Konsertmeistari: Jan Ala- vere. Píanó: Thomas R. Higgerson. Leikstjóri og kynnir: Guðrún Ásmunds- dóttir. Stjórnandi tónlistar: Guðmundur Óli Gunnarsson. Á vegum Óperu Skagafjarðar. 29. apríl 2007 kl. 16. La Traviata  Jón Hlöðver Áskelsson La Traviata Ævin- týrin gerast enn. TÓNLEIKAR þeirra Hlínar Péturs- dóttur í Salnum báru yfirskriftina „Um heimþrá, útþrá og ástina“. Á dagskrá voru Fimm grísk þjóðlög eftir Ravel, Toskönsk serenaða e. Fauré, 4 Mädchenblumen e. Richard Strauss, 2 lög e. Wolfgang Rihm, 2 e. Arnold Schönberg og Cabaret Songs (4) eftir Britten auk íslenzkra laga eftir Sigurð Þórðarson, Árna Björnsson og Hjálmar H. Ragnars- son kringum hlé. M.ö.o. oftar í lýr- ískum en dramatískum kanti. Langt er frá því undirr. heyrði síðast Hlín koma fram. Einkum tvennt einkenndi þá raddbeitingu þessa að mörgu leyti glæsilega sópr- ans, þ.e. óþvinguð hæð, en á móti frekar laus fókus sem til lengdar gat verkað heldur þreytandi í einsleitni sinni. Svo var einnig að þessu sinni, og kom því ekki lítið á óvart þegar söngkonan afhjúpaði mér áður ókunna hæfileika til kankvísrar Broadwaytúlkunar síðast eftir hlé, jafnvel þótt brjósttónasviðið virtist enn nokkuð vanrækt og aflvana. Sviðsframkoman var að auki þokka- full, og við ávallt vel samvægan undirleik Hrefnu Eggertsdóttur komu Kabarettsöngvar Brittens bráðskemmtilega út. Óvænt léttúð á 11. stundu TÓNLIST Salurinn Lög eftir m.a. Ravel, R. Strauss og Brit- ten. Hlín Pétursdóttir sópran og Hrefna Eggertsdóttir píanó. Laugardaginn 28. apríl kl. 16. Einsöngstónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson HEFÐBUNDIÐ verkefnaval ein- söngstónleika er farið að sýna ýmsa tilburði til útvíkkunar og endurnýj- unar, bæði hér og erlendis, og víða farið að taka mið af léttari mótunar- tónlist yngri kynslóða. Hefði því eins mátt teygja sig fram í rokksöng- leikjalög 9.–10. áratugar á þriðju- dag, þó látið væri staðar numið upp úr miðri 20. öld. Blanda af síðrómantík og kabarett útheimtir vitaskuld mun ólíkari strengi á tjáningarhörpunni en al- klassískt prógramm, fyrir nú utan auknar sveiflukröfur síðastgetinna höfunda til píanistans sem slapp þokkalega fyrir horn en varla meira. En viðleitnin var lofsverð, og kabar- ett-strengir Sesselju eftir hlé virtust alltjent í bullandi framrás með við- eigandi glettni og leikhúsdaðri sem sízt er öllum óperusöngvurum gefið. Músíkalskt séð þótti mér samt mest til alþýðulaga de Fallas og sönglaga Bizets koma í fyrsta hluta, þar sem suðræn litadýrð glampaði og skein úr gullbarka Sesselju þótt textaskýrleikinn léti nokkuð að sér hæða. Og þó að rytmísk snerpa pí- anósins hefði stundum mátt vera hvassari, var það ljúft og líflegt yfir þessum tónleikum að óhætt mætti hvetja flytjendur til að halda áfram á vandrataðri braut léttleikans. Léttleikinn vandrataði TÓNLIST Salurinn Sönglög eftir de Falla, Bizet, Weill, Bolcom, Hollaender og Spoliansky. Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Guðríður St. Sigurðardóttir píanó. Þriðjudaginn 17. apríl kl. 20. Einsöngstónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson KRISTJANA Stefánsdóttir hefur blómstrað á undanförnum mánuðum sem aldrei fyrr. Enn eru tíu ára af- mælistónleikar hennar og Agnars Más í fersku minni og enn leiða þau saman hesta sína – að þessu sinni með enn blússkotnara lagavali en þá – en vel að merkja; alltaf í stjörnu- merki djassins. Það var gaman að heyra menn sem sjaldan leika sam- an sameinast í sterkri hrynsveit: annarsvegar bassaleikarann Gunnar Hrafnsson og hinsvegar gítaristann Ómar Guðjónsson og trommarann Scott McLamore. Allir léku þeir fína sólóa ekki síður en Agnar Már, sem tókst að laða næstum píanókenndan hljóm úr gömlu rafmagnsfjölinni. Enn og aftur; fátt rýrir DOMO eins sem tónleikastað að ekkert píanó skuli fyrirfinnast þar. Það var mikið fjör þegar Kristjana söng Horace Silver-sólóinn við texta John Hend- ricks í Doodlin’ og túlkun hennar á Billie Holliday-ballöðunni Don’t Explain var príma – þó getur varla ólíkari söngkonur en þær – fram- anaf klassísk djasstúlkun en nálg- aðist hina svörtu sálarsýn er á leið. Ekki er hægt að skiljast við þessa tónleika án þess að geta magn- þrunginnar túlkunar á ballöðu Sy Colemans, With Every Breath I Take; þar var allur tilfinningaskal- inn þaninn. Kristjana einsog hún gerist best. Blá djasssveifla af bestu sort TÓNLIST Múlinn á DOMO Fimmtudaginn 26. apríl 2007. Tregasveit Kristjönu Stefánsdóttur  Vernharður Linnet EFTIR flestu að dæma þreytti KHÍ frumraun sína sumardaginn fyrsta. Enn ein vísbending um hve marg- falt meira býðst orðið af fram- bærilegum kórsöngskonum en körl- um. Fyrri hluti dagskrár skartaði fjöl- breyttu úrvali smálaga frá ýmsum löndum, fyrst „Í nótt mig dreymdi hamingjuna“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson en lauk á „Go down Moses“. Hljómur kórsins var ung- legur en tær, og furðuhrein inn- tónun hans minnti á ómetanlegar kóruppeldisstöðvar á við MH-kór- inn, þó sízt skuli vefengt vandað framlag stjórnandans. Það kom gerr fram í seinni hluta, átta lögum úr „Jónasarbálki“ Atla Heimis Sveinssonar, í tilefni af af- mælisári listaskáldsins góða. Það er prýðis prófsteinn á líklegt endingar- gildi tónverka hvort tilhöfðun þeirra eykst eða dvín með nýjum útsetn- ingum. Í útgáfu Atla fyrir kvenna- kór, klarínett og píanótríó öðluðust þessar postrómantísku „Sumarferð- ar“-smáperlur viðbótarglampa sem satt að segja kom manni í opna skjöldu og sýndi hvað innblásinn einfaldleiki getur leynt á sér. Ekki spillti fyrir fágaður flutningur stúd- ína Margrétar Bóasdóttur, og ár- angur þeirra markaði raunar ein- hverja glæsilegustu kórfrumraun sem ég man eftir frá seinni árum. Heiðtær Sumarferð TÓNLIST Hátíðasalur HÍ Kvennakór Háskóla Íslands undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Fimmtudaginn 19. apríl kl. 17. Kórtónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.