Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kirkjubæjarklaustur | „Ný samþykkt frum- varp um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hefur gríðarlega þýðingu fyrir byggðarlagið hér í Skaftárhreppi. Ég sé fyrir mér enn meiri fjölgun ferðamanna og í tengslum við gesta- stofu þjóðgarðsins sjáum við möguleika á uppbyggingu öflugs þekkingar- og fræðaset- urs,“ sagði Jóna Sigfríð Sigurbjartsdóttir, oddviti Skaftárhrepps, sem gegnt hefur starfi sveitarstjóra undanfarna mánuði. „Við höfum nú þegar Kirkjubæjarstofu, en þar hefur orðið til vísir að háskólasamfélagi, þar er til húsa Landgræðslan, Suðurlands- skógar, Búnaðarsamband auk starfsmanns Kirkjubæjarstofu og Þjóðgarðsins. Við erum í góðu samstarfi við Háskólasetrið á Höfn, og eins við sveitarfélagið Hornafjörð, en Vatna- jökull tengir okkur saman. Við ætlum ekki að láta þau tækifæri sem við teljum felast í þjóð- garðinum ganga okkur úr greipum. Tækifæri Skaftárhrepps liggja í náttúrunni og sögunni. Skaftárhreppur er stórt sveitarfélag, næstum 7% af öllu landinu. Hér er mjög fallegt og frá- bært að búa svo ég tali ekki um að ala upp börn. Staða sveitarfélagsins er alveg ásætt- anleg, en því miður hefur íbúum farið fækk- andi undanfarin ár og atvinnutækifæri eru einhæf,“ sagði Jóna. Mikil uppbygging í ferðaþjónustu „Landbúnaður hefur gegnum tíðina verið helsti atvinnuvegurinn. Störfum, tengdum þjónustu, fjölgaði þó eftir að hringvegurinn var opnaður 1974. Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í ferðaþjónustunni, störfum í ferðaþjónustu hefur fjölgað mjög á undanförnum árum. Sagan er hér lifandi við hvert fótmál, saga Skaftárelda og móðuharð- inda, saga klausturhalds, og svona mætti lengi telja. Ég er ekki í nokkrum vafa um að Skaftárhreppur á framtíðina fyrir sér, hér býr harðduglegt fólk, sem hefur trú á svæðinu og því sem það hefur uppá að bjóða, náttúrufeg- urð, frjósemi og veðursæld,“ sagði Jóna. Jóna tók fyrst sæti í sveitarstjórn árið 1998, en var varamaður 1994–1998. Atvikin höguðu því svo að hún varð tímabundið sveitarstjóri um áramótin síðustu, þegar sveitarstjórinn sem ráðinn hafði verið eftir kosningar í sum- ar, óskaði eftir að láta af störfum. „Ég gerði fyrst ráð fyrir að vera sveitarstjóri í einn mánuð eða svo, en vikurnar liðu og það lítur út fyrir að ég gegni þessu starfi að hluta til allavega fram til 1. júní nk. Það er í senn gef- andi, krefjandi og erfitt að vera í sveitar- stjórn. Sveitarfélagið er víðfeðmt, en hér búa aðeins tæplega 500 manns. Við verðum að veita eins góða þjónustu og önnur sveitarfélög sem eru fjölmennari, það getur á stundum verið erfitt, og stundum þarf að taka ákvarð- anir sem eru ekki vinsælar. En ef maður er hreinskilinn og heiðarlegur er bæði auðveld- ara að fá fólk til að sætta sig við ákvarð- anirnar og maður á sjálfur auðveldara með standa með sjálfum sér. Það getur líka verið ansi erfitt að manna stöður í fámenninu, en hlutirnir hafa þó alltaf tilhneigingu til að ganga upp. Það eru forréttindi að fá að starfa fyrir sveitarfélagið sitt, og þetta er einhver besti skóli sem ég hef gengið í, ég er afar þakklát fólkinu sem hratt mér út í djúpu laug- ina, eins og ég hef gjarnan orðað það þegar ég varð sveitarstjóri tímabundið. Ég held og vona að ég hafi allavega haldið mér og sveitar- félaginu mínu á floti, en ég hef sannarlega ekki verið ein því með mér starfar gott fólk, sem er gaman að vinna með. Og þegar ég læt af störfum sem sveitarstjóri, verð ég vonandi betri sveitarstjórnarmaður en fyrir nokkrum mánuðum,“ sagði Jóna. Lærður hárgreiðslumeistari Jóna lærði hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík og fékk meistararéttindi í iðninni árið 1975. Hún hefur allar götur síðan starfað við þá iðn, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi og lengst af verið með eigin rekstur. Hún bjó og starfaði í Kaupmannahöfn á árunum 1975 til 1980, þar starfaði hún einnig við fagið. Á Kirkjubæjarklaustur flutti hún árið 1983 og er gift Gunnari Þorkelssyni héraðsdýralækni. Hún segist alla tíð hafa verið mikill félags- málafíkill. „Ég hef svo mörg áhugamál, að ég veit varla hvar ég á að byrja. Við hjónin eigum tvær dætur og eitt barnabarn, þriggja ára snáða og hann er áhugamál númer eitt. Svo er ég gamall áhugaleikari og það er baktería sem ekki er hægt að losna við. Menningarmál í heild sinni eru mínar ær og kýr. Ég veit fátt betra en hlusta á tónlist og sækja tónleika, að leikhúsunum ólöstuðum. Auðvitað hef ég líka gaman af að ferðast og allra helst fara í borg- arferðir og sækja þar tónleika eða leiksýn- ingar. Ég hef mjög gaman af því að lesa góðar bækur, og er alltaf með eina eða tvær bækur á náttborðinu, þó stundum nái ég ekki að lesa margar blaðsíður á kvöldi. Og þótt ótrúlegt megi virðast hef ég líka gaman af handavinnu, þó tími til að sitja við hannyrðir sé af skornum skammti,“ sagði Jóna Sigfríð Sigurbjarts- dóttir, oddviti og starfandi sveitarstjóri í Skaftárhreppi. Tækifæri Skaftárhrepps liggja ekki síst í náttúrunni og sögunni Morgunblaðið/ Sigurður Jónsson Sveitarstjóri Jóna S. Sigurbjartsdóttir, oddviti og starfandi sveitarstjóri í Skaftárhreppi. Höfn | Magnús Stefánsson félags- málaráðherra og Hjalti Þór Vignis- son, bæjarstjóri Hornafjarðar, hafa undirritað þjónustusamning milli fé- lagsmálaráðuneytisins og Sveitarfé- lagsins Hornafjarðar. Síðastliðin 10 ár hefur slíkur samningur verið í gildi milli þessara aðila. Þjónustuþegar eru samtals 18 á aldrinum 7–72 ára. Á þessum tíu ár- um hefur þjónustuþegum fjölgað og öll þjónusta aukist til muna. Árið 1997 voru tveir starfsmenn í 1,2 stöðugildum en eru nú 12 í 5,5 stöðu- gildum í liðveislu, frekari liðveislu og dagvist. Dagvist fyrir fatlaða var opnuð í febrúar árið 2000. Árið 2006 fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til að endurnýja 4 íbúðir í al- mennri íbúðarblokk. Þar af er ein íbúð ætluð fyrir skammtímavistun fyrir börn og fullorðna og sem skrifstofa fyrir starfsmenn og þrjár íbúðir eru leigðar út til fatlaðra. Það er skoðun heimamanna að vel hafi tekist til með framkvæmd þjón- ustunnar á þessu 10 ára tímabili. Bæði hefur þetta orðið til að efla þjónustuna og færa hana nær not- endum. Þjónusta við fatlaða er þann- ig samþætt annarri félagsþjónustu í sveitarfélaginu og sami aðili ber ábyrgð á allri þjónustunni. Gott sam- starf er milli félagsþjónustu sveitar- félagsins og Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, sem rekin er af sveitarfélaginu, um þjónustu við fatl- aða og er að því ótvíræður ávinning- ur. Nýr samningur mun gilda til loka ársins 2012. Það er trú heimamanna að áframhaldandi samstarf ríkis og sveitarfélags muni hér eftir sem hingað til reynast vel og að áfram verði unnið að uppbyggingu á þjón- ustu við þá sem hana þurfa að nýta. Gengu frá nýjum þjón- ustusamningi til 2012 Undirritun Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Hjalti Þór Vignis- son, bæjarstjóri Hornafjarðar, undirrituðu þjónustusamninginn. Morgunblaðið/Sigurður Mar Húsavík | Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra var á ferðinni á Húsavík á dögunum og kom m.a. við í Hvalasafninu. Þar undirritaði hún ásamt Ásbirni Björgvinssyni, forstöðumanni Hvalasafnsins, styrktarsamning menntamálaráðuneytisins við safn- ið. Að þessum samningi hefur verið unnið í fjölmörg ár eða allt frá því safnið komst í endanlegt húsnæði við Húsavíkurhöfn. Ásbjörn segir samninginn vera Hvalasafninu afar mikilvægan enda feli hann í sér fjárhagsstuðning upp á 30 milljónir króna á næstu þremur árum. Samn- ingurinn tryggir það að hægt verð- ur að ljúka núverandi uppbyggingu og stækkun safnsins ásamt því að greiða niður þann stofnkostnað sem lagt var í vegna uppbyggingar safnsins undanfarin áratug en Hvalasafnið fagnar tíu ára afmæli á þessu ári. Ásbjörn sagði Hvalasafn- ið vilja þakka menntamálaráðherra sérstaklega hlý orð í garð safnsins og fyrir þá viðurkenningu að vilja styðja þessa frumkvöðlastarfsemi sem í dag skapar allt að fjórtán störf á svæðinu yfir sumartímann, þ.e. frá því í maí fram í september. „Það er von okkar að þessi stuðn- ingur og viðurkenning efli enn frek- ar ferðaþjónustuna á Norðurlandi og stuðli að enn frekari heimsókn- um Íslendinga á Hvalasafnið en á síðustu árum hefur gestafjöldinn verið borinn uppi af erlendum ferðamönnum,“ sagði Ásbjörn og bætti við að á síðasta ári hefðu komið rúmlega 20 þúsund gestir í safnið og von væri á enn fleiri gest- um í sumar ef allt fer sem horfir. Á safninu hafa verið settar upp beinagrindur af hvölum. Þar má sjá hnúfubak, norðsnjáldra, búrhval, hrefnur, skugganefju, grindhval, háhyrning og andarnefju. Gestum gefst kostur á að skoða grindur í návígi. Mikilvægur stuðning- ur við Hvalasafnið Morgunblaðið/Hafþór Hvalasafn Ásbjörn Björgvinsson sagði að stuðningur menntamálaráðu- neytisins væri mjög mikilvægur. Með honum á myndinni er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. Gerir styrktar- samning við menntamála- ráðuneytið Í HNOTSKURN »Hvalasafnið á Húsavík erfræðslumiðstöð um hvali, hvalaskoðun og hvalveiðar og hefur verið starfandi frá 1997. Gestir safnsins voru rúmlega 20 þúsund í fyrra. »Tilgangur safnsins er aðupplýsa almenning sem og ferðamenn um hvali og sjáv- arspendýr við Ísland með sér- stakri áherslu á lífríkið í Skjálfandaflóa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.