Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 20
menntun 20 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þegar unglingar taka samræmduprófin, þau sem lögð eru fyrir í 10.bekk og flestir taka, er ákveðnumáfanga brátt að ljúka í lífi þeirra; grunnskólanum. Það er því viss stemning sem fylgir samræmdu prófunum, bæði und- irbúningnum og í prófvikunni sjálfri. Það bregst t.d. ekki að sólin byrjar þá yfirleitt að skína,“ segir Guðrún Þóra Vilhjálms- dóttir, námsráðgjafi í Árbæjarskóla. Hún segir flesta nemendur vel stemmda og prófkvíða ekki áberandi hjá nemendum Árbæjarskóla enda hafi með ágætum ár- angri verið unnið að því að kenna nem- endum markvisst góða námstækni. ,,Við megum heldur ekki gleyma því að í sam- ræmdu prófunum, er verið að prófa úr efni sem nemendur hafa verið að tileinka sér á mörgum skólaárum. Þegar prófatörnin sjálf stendur yfir, þar sem sumir fara í próf dag eftir dag, þá er mjög mikilvægt að ein- beita sér að aðalatriðunum. Það nær enginn að lesa allt námsefnið sem er til prófs á ein- um degi og ætti ekki að reyna það. Það er hins vegar mjög gott að lesa yfir allar glós- ur auk þess að fara yfir verkefni, spurn- ingar og svör þar sem það við á eða annað efni sem nemendur hafa fengið hjá kenn- urum. Það er mjög gott að gera skriflega áætlun um próflesturinn þessa prófdaga. Þannig geta nemendur betur tryggt að þeir komist yfir það sem þeir ætla sér fyrir prófið og hvernig. Það er líka alltaf góð til- finning þegar hægt er að strika yfir það á áætluninni sem búið er að fara yfir,“ segir námsráðgjafinn. – En ef nemendum finnst einhver göt vera í þekkingu sinni eða eitthvað óljóst? „Þá er hægt að fletta þeim upp í náms- bókunum eða ræða þau við samnemendur en þeir ættu að vara sig á því að láta um- ræðurnar fara út í vangaveltur um hversu mikið eða lítið þeir eru búnir að læra. Það getur oft haft áhrif á sjálfstraustið að óþörfu.“ – Áttu einhver góð ráð gegn prófkvíða? Hugarfarið er mjög mikilvægt og það að hugsa jákvætt um sjálfan sig og frammi- stöðu sína í prófunum. Undir álagi eiga neikvæðar tilfinningar og hugsanir sem greiðari aðgang að sumum og það er mjög mikilvægt að leyfa þeim ekki að ná yf- irhöndinni. Bara það, að hugsa um sjálfan sig á jákvæðan hátt, getur haft áhrif á ár- angur og því er um að gera að vera dugleg- ur að hrósa sjálfum sér í samræmdu próf- unum, klappa sér svolítið á bakið. Góður undirbúningur, góð hvíld og slökun fyrir próf ásamt jákvæðni eru allt þættir sem draga úr prófkvíða.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Undirbúin Það er alltaf svolítil stemning í kringum próflestur eins og samræmdu prófin. Þessir nemendur Hamraskóla telja sig ágætlega undir þau búin og kvíða prófunum ekki mikið. Í samræmdum prófum Morgunblaðið/G. Rúnar Ráð Guðrún Þóra námsráðgjafi segir máli skipta að fara í próf með jákvætt hugarfar. Næstu daga sleikja unglingar í 10. bekkjum landsins ekki sólina, hvar sem hún skín. Í dag hefjast nefnilega sam- ræmdu prófin. Unnur H. Jóhannsdóttir tók púlsinn á námsráðgjafa og nemendum. ANDLEGT og líkamlegt úthald skipta máli í þeirri próf- ahrinu sem framundan er hjá unglingunum. Foreldrar og forráðamenn ættu líka að hafa það í huga og dekra sérstaklega við þá þessa daga. Guðrún Þóra námsráðgjafi segir góðan svefn vera lyk- ilatriði því hvert próf sé þrír klukkutímar og úthvíldir séu unglingarnir bæði betur upplagðir í prófunum sjálf- um og hafa betra úthald. „Það er ekki skynsamlegt að lesa fram á nætur því í prófunum reynir á einbeitingu og athygli. Próflesturinn sjálfan er nauðsynlegt að brjóta upp með einhverri hreyfingu, eins og að fara í sund eða í göngutúr en það stuðlar líka að betri svefni. Mörgum finnst gott að borða oft og lítið í einu þegar þeir eru í prófum. Foreldrar ættu í prófunum að huga að mataræði barna sinna eins og hvíldinni. Þeir sem eru í prófum borða gjarnan dálítið af sætindum og drekka gos en allt er best í hófi og sjálfsagt að hvetja nemendur til þess að borða hollan og góðan mat.“ Svefninn mjög mikilvægur FÉLAGARNIR Andrés Valur Jóhanns- son og Gunnar Pétur Harðarson ætla báðir að taka fjögur samræmd próf. ,,Við tökum íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku,“ segja þeir og eru að- spurðir ekki haldnir neinum prófkvíða. „Þetta verður áreiðanlega svolítið strembið en ég er ekkert sérstaklega kvíðinn,“ segir Andrés og Gunnar bæt- ir við: „Ég held að það sé svolítið ýkt hvað þessi próf séu erfið. Ég held að þau séu ekki eins erfið og margir eru að segja. Ég er ekkert mjög kvíðinn heldur.“ Andrés hóf að undirbúa sig fyrir tveimur mánuðum og hefur unnið mjög skipulega. „Það þýðir ekkert annað. Ég er búinn að gera skipulag yfir prófdag- ana.“ Gunnar tekur undir orð félaga síns en segist þó ekki hafa byrjað formlega undirbúninginn fyrr en í páskafríinu. „Við höfum líka alltaf lært jafnt og þétt svo við erum ágætlega und- irbúnir,“ segja félagarnir en að loknum grunnskólanum stefnir Andrés í húsa- smíði og Gunnar að læra til kokks. Morgunblaðið/G. Rúnar Félagarnir Gunnar og Andrés voru á því að þeir yrðu kannski ekki alveg eins samræmdir í sam- lestrinum og á þessari mynd. Enginn prófkvíði ÁSTA Sólhildur Þorsteinsdóttir og Fríða Sóley Hjartardóttir ætla að taka öll sam- ræmdu prófin nema náttúrufræði. „Það er ekki okkar fag,“ segja þær en báðar hafa þær hug á að fara á félagsfræði- braut í framhaldsskóla og Fríða Sóley jafnvel á listdansbraut. Ásta Sólhildur tók reyndar samræmda prófið í ensku þegar hún var 9. bekk sem kemur sér vel núna því hjá henni líður þá alltaf dagur á milli prófa. „Það eru margir sem taka samræmdu prófin í ensku og dönsku í 9. bekk og það hentaði mér vel.“ Þær segjast vera ágætlega búnar und- ir prófin og hafi alltaf lært jafnt og þétt. „Við byrjuðum að lesa í páskafríinu og höfum reynt að nýta tímann síðan. Samt finnst manni alltaf að maður hefði getað verið aðeins duglegri.“ Þær segjast ekki vera mjög stressaðar fyrir prófin nema kannski stærðfræðina og telja að þetta séu ekki jafnsvakaleg próf og sumir vilja halda fram. ,,En ann- ars er prófkvíðinn svolítið skrýtinn, hann kemur svona allt í einu,“ segir Fríða Sóley og Ásta Sólhildur kinkar samþykkjandi kolli. Morgunblaðið/G. Rúnar Lestrarblíða Ásta Sólhildur og Fríða Sóley líta í bækurnar í blíðunni en þær telja prófin ekki eins svakaleg og sagt er. Allt nema náttúrufræði SAMRÆMD próf eru próf sem þreytt eru á sama tíma, með sama hætti og við sambærilegar aðstæður á landinu öllu og sæta síðan samræmdu mati. Þeim er ætlað að veita nemendum, foreldrum/forráðamönnum og kenn- urum upplýsingar um stöðu nemenda í viðkomandi náms- greinum auk þess sem því er ætlað ákveðið hlutverk við mat á skólakerfinu. Niðurstöður samræmdra prófa byggjast á því að meta stöðu hvers nemanda með sam- anburði við jafnaldra hans á landinu öllu. Í tíunda bekk er prófað í sex greinum, íslensku, stærð- fræði, ensku, dönsku (norsku eða sænsku), samfélags- fræði og náttúrufræði. Um 4.500 nemendur þreyta nú samræmd próf við lok grunnskóla, flestir í íslensku eða um 4.200 en fæstir í samfélagsfræði eða um 1.900. Nær 4.000 hafa ákveðið að taka ensku, 3.300 dönsku eða ann- að norrænt mál og um 2.400 sitja prófið í náttúrufræði. 2. maí samræmd próf í íslensku 3. maí samræmd próf í ensku 4. maí samræmd próf í dönsku 7. maí samræmd próf í samfélagsgreinum 8. maí samræmd próf í náttúrufræði 9. maí samræmd próf í stærðfræði 4.500 nemendur í próflestri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.