Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 25
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
VEÐURSÍÐAN Belgingur nýtur
sívaxandi vinsælda meðal útivistar-
fólks, flugmanna, sjómanna og ann-
arra sem reiða sig á veðurspár enda
er þar að finna nákvæmari spár um
veður á Íslandi en annars staðar er
boðið upp á. Kostir Belgings hafa
ekki mikið verið auglýstir en hafa
þess í stað spurst út manna á milli
og einn af helstu forvígismönnum
hennar, Haraldur Ólafsson veður-
fræðingur, hefur verið duglegur við
að kynna spásíðuna á fræðslufund-
um hjá útivistarklúbbum og fleirum.
Orðspor Belgings hefur reyndar
borist út fyrir landsteinana og er í
bígerð að Belgingsmenn taki að sér
að gera veðurspár „í nágrannalönd-
um okkar sem ekki eru mjög flöt,“
sagði Haraldur en var ófáanlegur til
að vera nákvæmari.
Lykillinn er
myndræn framsetning
Það er alls enginn belgingur að
halda því fram að Belgingur spái ná-
kvæmar en aðrir. Á síðunni
www.belgingur.is birtast nefnilega
spár sem sýna mun á vindi, hitastigi
og úrkomu innan sama landshluta
en slíkt finnst ekki annar staðar.
Nákvæmnin byggist á því að reikn-
að er í neti sem hefur möskva sem
eru aðeins þriggja kílómetra víðir
en möskvastærð annarra reiknilík-
ana sem hingað til hafa verið notuð
við spágerð á Íslandi er yfirleitt 20–
50 kílómetrar, að sögn Haraldar.
Við gerð spánna sem birtast á
Belgingi eru sem sagt notaðar aðrar
aðferðir en hingað til hafa tíðkast.
Nýjungin felst hins vegar ekki síður
í þeirri aðferð sem notuð er við að
koma spánum á framfæri en það er
gert á myndrænan og gagnvirkan
hátt og þessi aðferð er lykilinn að
því að hægt er að nálgast allar þær
upplýsingar sem er að finna á Belg-
ingi. Veðurstofa Íslands gerir á hinn
bóginn svokallaðar textaspár fyrir
hvern landshluta fyrir sig en gjör-
samlega ómögulegt væri að koma
öllum upplýsingunum sem hægt er
að sjá á Belgingi fyrir í slíkum texta.
Tökum dæmi: Veðurspá frá Veð-
urstofunni fyrir t.d. Vestfirði gæti
hljómað svona: „Austlæg átt, 5–10
m/s. Smáskúrir í dag, síðan rigning
með köflum. Hiti 5 til 10 stig.“ Á
spákorti Veðurstofunnar væri síðan
hægt að sjá myndræna útgáfu af
spánni, þó mun takmarkaðri en á
Belgingi, og hvernig veðrið myndi
breytast á næstu 12–48 klukkutím-
um.
Á Belgingi væri á hinn bóginn
hægt að sjá hvar vindurinn yrði 5
m/s og hvar hann yrði 10 m/s og
hvert fólk getur farið, vilji það frek-
ar vera í 10 stiga hita. Þar að auki
mætti sjá hvernig veðrið myndi
breytast yfir daginn, með allt að
klukkutíma nákvæmni en allt eru
þetta afar mikilvægar upplýsingar.
Reiknað með landslagi
Belgingur er samvinnuverkefni
Veðurstofu Íslands, Háskóla Ís-
lands og Reiknistofu í veðurfræði
sem er sprotafyrirtæki sem var
stofnað af Haraldi og Ólafi Rögn-
valdssyni veðurfræðingi og hýsir
m.a. nemendur í framhaldsnámi í
veðurfræði. Á Reiknistofunni starfa
m.a. Hálfdán Ágústsson og Einar
Magnús Einarsson sem samhliða
rekstri Belgings sinna rannsóknum
á vindhviðum og óvissu í veðurspám.
Að sögn Haraldar eru veður-
spárnar á Belgingi gerðar með því
að fengnar eru bestu fáanlegar upp-
lýsingar um ástand lofthjúpsins í
kringum landið, bæði frá evrópsk-
um og bandarískum veðurstofum.
Þessar upplýsingar eru notaðar til
að reikna út þróunina næstu daga
og er það gert í þéttriðnu reiknineti
sem tekur mjög nákvæmlega tillit til
áhrifa landslags en eins og flestir
vita hefur landslag mjög mikil stað-
bundin áhrif á veður.
Haraldur nefnir sem dæmi að í
norðanátt geti verið mjög mikill
munur á vindhraðanum á Seltjarn-
arnesi og á öðrum stöðum á höfuð-
borgarsvæðinu en ástæðan fyrir því
eru þau áhrif sem Esjan hefur á veð-
ur á höfuðborgarsvæðinu. Þessi
munur komi ekki fram í hefðbundn-
um veðurspám en sjáist á Belgingi.
36 einkatölvur
Veðurspárnar sem birtast á Belg-
ingi eru reiknaðar út af 36 einkatölv-
um og duga þær ágætlega fyrir nú-
verandi starfsemi. Haraldur hefur
hins vegar áhuga á að gera enn ná-
kvæmari spár og segir að það þurfi
ekki að kosta nema nokkrar millj-
ónir á ári. Með aukinni reiknigetu
væri hægt að reikna út spár með
eins kílómetra möskvum og bendir
hann á að slíkt hefði gríðarmikla
þýðingu, t.d. fyrir almannavarnir,
hvers kyns framkvæmdir, þar á
meðal byggingu háhýsa, og ekki síst
skipulagsyfirvöld sem hingað til
hefðu haft afar litlar upplýsingar
um veðurfar á svæðum sem skipu-
lögð eru sem byggingasvæði. Hinn
almenni borgari myndi einnig
græða. „Þá verður hægt að taka mið
af veðri þegar maður ákveður hvort
hjóla skuli meðfram norður- eða
suðurströndinni í Reykjavík,“ sagði
hann.
Belgingur eða betra veður?
Belgingur getur þýtt strekkings-
vindur en orðið getur þýtt fleira,
m.a. rosta og hroka. Ef litið er til
þess að annað veffang Belgings er
www.betravedur.is (veffang Veður-
stofu Íslands er www.vedur.is)
mætti ímynda sér að einhver rígur
væri þarna á milli. En er það svo?
„Þótt Belgingur sé samvinnuverk-
efni Veðurstofunnar, Reiknistofu í
veðurfræði og Háskóla Íslands þá
hafa menn dálítið gaman af því að
skjóta hver á annan. Það má hugs-
anlega túlka Belgingsnafnið sem
viðhorf hefðbundinna Veðurstofu-
manna til þeirra sem tengjast
Reiknisstofunni. Betravedur.is er
þá svar Reiknistofunnar við veður-
.is,“ sagði Haraldur. „En þetta er nú
allt í þokkalega góðu.“
Betra veður á Belgingi
Morgunblaðið/G. Rúnar
Veður Haraldur Ólafsson (fremstur), Hálfdán Ágústsson, Ólafur Rögnvaldsson (ásamt syni sínum, Árna Ólafssyni) og Einar Magnús Einarsson.
Í HNOTSKURN
» Á vefsíðunni www.belgingur.is er hægt að nálgast afar ná-kvæma veðurspá.
» Veðurstofa Íslands gefur út landshlutaspár en á Belgingi er t.d.hægt að sjá mun á veðri á einstökum svæðum innan sama lands-
hluta.
» Í norðanátt spáir Belgingur yfirleitt meiri vindi á Seltjarnar-nesi en í Mosfellsbæ. Seltirningar myndu væntanlega benda á
að aðeins er um spár að ræða, ekki veðurmælingar.
» Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og einn forsvarsmannaBelgings, telur að ofsaveður séu hvergi tíðari í höfuðborg en í
Reykjavík. Það gerðist við sameiningu Reykjavíkur og Kjal-
arneshrepps.
» belgingur – s KK 1 það að belgjast upp það er belgingur ílæknum 2 rosti, hroki 3 gola, strekkingsvindur 4 þurr hósti
belgingshósti – úr Íslenskri orðabók, 3. útgáfu.
mfélög
er þessi
a hér upp
ekki lýsing á íslensku samfélagi í
dag? Að sumu leyti er það svo – en
það vantar þó mikið á.“
Grétar sagði einnig að fram-
undan væru kjarasamningar og í
þeim yrði lögð áhersla á að tryggja
og byggja ofan á þá samfelldu
kaupmáttaraukningu sem und-
angengnir kjarasamningar hefðu
skilað, jafnframt því sem áhersla
yrði lögð á nauðsynlegar lagfær-
ingar á velferðarkerfinu.
Hann sagði jafnframt að launa-
jafnrétti kynjanna væri eitt brýn-
asta úrlausnarefnið á vinnumark-
aði og allir yrðu að leggjast á eitt
um að útrýma því. Þá þyrfti að
gera stórátak til að bæta stöðu
þeirra 40 þúsund einstaklinga á
vinnumarkaði sem hefðu litla
formlega menntun. Í þeim efnum
hefðu verið stigin mikilvæg skref á
undanförnum árum, ekki síst fyrir
tilstilli verkalýðshreyfingarinnar,
en betur þyrfti að gera. Einnig
þyrfti að lengja fæðingarorlof og
launa foreldraorlof og leiðrétta
kjör og stöðu fátækra barna, aldr-
aðra og öryrkja.
Treysta stoðir
velferðarkerfisins
„Við höfum sagt að lausnin felist
í að treysta stoðir velferðarkerf-
isins að norrænni fyrirmynd. Á
hinum Norðurlöndunum eru
sterkustu og manneskjulegustu
velferðarkerfin. Um leið eru þetta
framsæknustu og samkeppnishæf-
ustu þjóðfélög í heimi. Slík þjóð-
félög eru best til þess fallin að
nýta tækifærin sem felast í hnatt-
væðingunni. Um leið eru þau best
til þess fallin að bregðast við þeim
ógnunum sem í henni felast. Það
er sama hvernig á það er litið –
velferðin borgar sig. Heimilin í
landinu hafa búið við mikið ójafn-
vægi að undanförnu. Þensla og ok-
urvextir, viðvarandi viðskiptahalli
og verðbólga hafa leitt til sívax-
andi skulda heimilanna. Í þessu
samhengi er stöðugleiki og jafn-
vægi í þjóðarbúskapnum nauðsyn-
legt. Til að svo megi verða þarf að
móta samþætta stefnu í efnahags-,
atvinnu-, félags- og umhverf-
ismálum. Slík stefna verður ekki
til nema í samvinnu samtaka
launafólks, atvinnurekenda og rík-
isvaldsins. Hún er undirstaða
sóknar og framfara – í sátt og
samráði. Þess vegna segjum við:
Treystum velferðina – hún borgar
sig.“
Baráttufundir voru haldnir um
land allt. Ögmundur Jónasson, for-
maður BSRB, sagði í 1. maí ræðu
á Akureyri að tryggja yrði stöð-
ugleika í efnahagslífinu, ná yrði
niður vöxtum og verðbólgu og út-
rýma fátækt. Einnig yrði að koma
í veg fyrir klofning í þjóðfélaginu
og hann hvatti til umburðarlyndis í
umræðunni um erlent verkafólk.
betur“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
num þar sem hátíðadagskrá fór fram. Kröfu-
ni vegna dræmrar þátttöku í göngunni.
ndnum hætti víða um land
ð/G. Rúnar
, fór fyrir
gsins.
ð/Kristinn
lt. Þessi
k.
Á BELGINGI er ýmist hægt að
skoða spá fyrir allt landið og nær
sú spá eina viku fram í tímann eða
landshlutaspá fyrir næsta sólar-
hring. Spárnar sem eru gerðar
fyrir landið allt eru gerðar með
níu kílómetra víðum möskvum og
er hægt að sjá hvernig gert er ráð
fyrir að veðrið muni breytast með
þriggja klukkustunda millibili.
Landshlutaspárnar eru gerðar
til eins sólarhrings með þriggja
kílómetra möskvastærð og eru svo
nákvæmar að m.a. er hægt að sjá
hvort það verður meiri vindur í
miðborg Reykjavíkur eða uppi í
Heiðmörk næsta sólarhringinn.
Spárnar sem gerðar eru með
þriggja kílómetra möskvastærð
sýna breytingar á klukkustundar
fresti.
Það eru reyndar takmörk fyrir
því hversu vel er hægt að útskýra
virkni Belgings í blaðafrétt og er
áhugasömum því bent á að prófa
sjálfir. Upplýsingarnar á Belgingi
eru aðgengilegar en menn þurfa
engu að síður dálítinn tíma til að
venjast framsetningunni. Slóðin er
www.belgingur.is.
Spá með mismunandi möskvastærð