Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 27

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 27 HVORT viltu greiða 110.000 kr. eða 19.000 kr. fyrir sömu þjónustu? Það er hreinlega ekki hægt að horfa aðgerðalaus á þá ósanngirni sem íbúum, fyrirtækjum og stofn- unum á landsbyggðinni er sýnd í fjarskipta- málum. Sá hluti fjar- skiptamála sem snýr að háhraðanettengingum er hreinlega í molum víðast hvar á landinu að höfuðborgarsvæðinu frátöldu. Það er aldrei of oft sem vitnað er í stefnu stjórnvalda í byggða- málum þar sem fjallað er um mikilvægi þess að skapa öllum svæðum landsins sömu möguleika til vaxtar og þroska. Um þetta sanngirn- ismál er þverpólitísk samstaða, oft studd þeim rökum að Ísland þurfi að hafa a.m.k. sömu möguleika og aðrar þjóðir til starfa í sívaxandi samkeppni á alþjóðavísu. En þegar hin raun- verulega staða háhraðatenginga á landsbyggðinni er skoðuð má ætla að hér sé einvörðungu átt við höfuðborg- arsvæðið og að öðrum svæðum lands- ins þurfi ekki að skapa þessi skilyrði. Verðdæmið í yfirskrift þessarar greinar er bláköld staðreynd sem er landsbyggðarfyrirtækjum fjötur um fót við vöxt og eflingu starfsemi sinn- ar og hefur í raun verið ógnun við til- veru þeirra. Til að rökstyðja þetta er nauðsynlegt að nota tungumál tækn- innar. Gagnvirk tenging með 4mb gagnaflutningsgetu á sekúndu á Hvammstanga kostar 110.000 kr. á mánuði, samtals 1.320.000 kr. á ári. Á höfuðborgarsvæðinu kostar gagnvirk 4mb háhraðanetstenging 19.000 kr. á mánuði, eða 228.000 kr. á ári. Ástæða þess að Hvammstangi er hér nefndur er einfaldlega sú, að þar hafa fyrirtæki á sviði hugbúnaðar og fjar- skipta sem þurfa á öfl- ugum nettengingum að halda reynt að hreiðra um sig. Þessi ósann- gjörnu skilyrði veikja verulega samkeppn- ishæfni þeirra og eiga þau augljóslega afar erfitt uppdráttar að þessu leyti. Undirritaður hefur margsinnis komið þess- um sjónarmiðum á framfæri við samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, en óbreytt staða þessara mála um árabil sýnir að áhugi hans á úrbótum er takmark- aður. Í raun svo lítill að engra úrbóta er að vænta á næstunni. Samtök sveitarfélaga á Norður- landi vestra beittu sér á sínum tíma fyrir úrbótum og náðu tilteknum ár- angri. Síðan þá hefur þróunin verið hröð og kröfur um öflugar há- hraðanettengingar hafa stóraukist í síharðnandi samkeppnisumhverfi. Á síðasta ársþingi samtakanna í ágúst 2006 ályktuðu þau um nauðsyn þess að bæta hér úr. Hvað hefur gerst síð- an þá? Mér vitanlega ekki neitt, a.m.k. er árangurinn enginn. Und- irrituðum er það ráðgáta hvað komi í veg fyrir að samtökin vinni ötullega að þessu mikilvæga framfaramáli og að samgönguráðherra grípi til að- gerða strax. Hvort viltu greiða 110 þúsund eða 19 þúsund fyrir sömu þjónustu? Garðar Jónsson um verðlagn- ingu háhraðatengingar á lands- byggðinni » Sá hluti fjarskipta-mála sem snýr að háhraðanettengingum er hreinlega í molum víðast hvar á landinu Garðar Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Á LANDSFUNDI Samfylking- arinnar sem haldinn var dagana 13. – 14. apríl s.l. flutti ég eftirfar- andi tillögu um brottflutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatns- mýrinni: „Landsfundur Samfylk- ingarinnar 2007 samþykkir að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni í síð- asta lagi vorið 2011. Í stað hans komi nýr flugvöllur í jaðri höf- uðborgarsvæðisins, eigi fjær Alþingishús- inu en 20 km, mælt í loftlínu. Andvirði lóða ríkisins, sem nú liggja arðlausar undir flug- vellinum, fari annars vegar til þess að gera nýja flugvöllinn (h.u.b. 13 milljarðar króna) og hins vegar til arðsamra verkefna í vegagerð í landsbyggðarkjör- dæmunum þremur. (h.u.b. 22 millj- arðar króna.)“ Þessari tillögu fylgdi síðan eft- irfarandi greinargerð: „Verðmæti þess fyrir þjóðarbúið að byggja yf- ir 42000 íbúa og störf í Vatnsmýr- inni er h.u.b. 233 milljarðar króna og skiptist það í h.u.b.105 milljarða króna vegna lóðanna í mýrinni, h.u.b. 105 milljarða króna vegna hækkana á öllum fasteignum frá Kringlumýrarbraut að Hofs- vallagötu og h.u.b. 23 milljarða króna vegna tvínýtingar útivist- arsvæðanna í kringum Vatnsmýr- ina. Að losna við flugvöllinn og byggja í staðinn blómlega byggð mun verða fyrsta róttæka skrefið til þéttingar byggðar í borginni og efla mjög miðborgina, sem mikil þörf er á, því hún er og verður eina miðborg landsins. Að losna við flugvöllinn er mesta hags- munamál Reykvíkinga, m.a. vegna þess að það minnkar akst- ursþörfina, með tilheyrandi pen- ingasparnaði, tímasparnaði, fækkun umferðarslysa og minnk- aðri mengun. Brottför flugvall- arins mun efla höfuðborgina, sem mun verða til þess að ungir og vel menntaðir Íslendingar yf- irgefa landið síður, það er því fyrir miklu að berjast.“ Snarpar deilur urðu um þessa til- lögu í starfshópi á landsfundinum en að lokum náðist lending í málinu í formi til- lögu sem ég ásamt Steinunni Jóhann- esdóttur og Kristjáni L. Möller, fluttum og er hún á þessa leið : „Landsfundur Sam- fylkingarinnar hald- inn í Egilshöll 13. – 14. apríl 2007 samþykkir að vísa tillögu Gunnars H. Gunnarssonar til samgöngunefndar flokksins. Samgöngunefnd taki jafnframt til umfjöllunar væntanlega skýrslu samráðshóps um framtíð Reykja- víkurflugvallar sem settur var á laggirnar af þáverandi borg- arstjóra Steinunni Valdísi Ósk- arsdóttur og samgönguráðherra. Samgöngunefnd skili áliti sínu til flokksstjórnar, sem taki það til umræðu síðar á árinu.“ Ég hef sterka tilfinningu fyrir því að nokkur meirihluti hafi ver- ið fyrir tillögu minni á landsfund- inum og marka það m.a. af lófa- taki í salnum er ég flutti mál mitt og einnig af því að samkvæmt ný- legri skoðanakönnun telja 58% kjósenda Samfylkingarinnar á Ís- landi að flugvöllurinn eigi að fara úr Vatnsmýrinni. En bið til haustsins eftir fullnaðarsigri í málinu innan Samfylkingarinnar, er bitamunur en ekki fjár. En við Íslendingar megum ekki við því að bíða lengur en það, vegna þess að fórnarkostn- aðurinn í formi vaxta af bundnu fé er gríðarlega hár, þ.e.a.s. hversu miklu þjóðarbúið tapar við það að láta dragast í 1 ár að flytja flugvölinn úr Vatnsmýrinni. Ef reiknað er með 6% vöxtum af 220 milljörðum króna gerir það 13,2 milljarða króna á ári í fórn- arkostnað !--- Á landsfundinum heyrðust þær raddir að sjúkra- flug myndi versna við flutning á flugvellinum t.d. upp á Hólms- heiði. Því er til að svara að sjúkraflugið í dag er ekki betra en það, að full ástæða er til að bæta það, hvort sem flugvöll- urinn er fluttur eða ekki og fyrir brotabrot af hagnaðinum, sem fæst af flugvallarflutningnum á að sjálfsögðu að gera það. ---Með því að flytja flugvöllinn úr Vatns- mýrinni og þétta byggðina á höf- uðborgarsvæðinu mætti minnka akstur á mann þar á næstu 20 ár- um um h.u.b. 40% og þar af leið- andi útblástur gróðurhúsaloft- egunda um 40%. Við erum því hér að tala um langumhverf- isvænstu aðgerð, í sögu þjóð- arinnar, sem myndi minnka út- blástur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi um h.u.b 5,5%, það munar um minna! Flugvöllinn burt úr Vatnsmýri - sigur í sjónmáli Gunnar Hjörtur Gunnarsson vill að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni » Fórnarkostnaðurinní formi vaxta af því fé sem bundið er í Vatnsmýrinni er 13,2 milljarðar kr. á ári. Gunnar Hjörtur Gunnarsson Höfundur er verkfræðingur og er í stjórn Samtaka um betri byggð. ÞAÐ er önnur stóriðja í Hafn- arfirði en álverið í Straumsvík þótt minna fari fyrir henni út á við. Þessi stóriðja eru bænir karmel- systra, nunnanna í Karmelklaustrinu í þeim ágæta og fagra bæ. Um 20 karmel- systur í klaustrinu halda fast í bænalíf í návist hins lifanda Guðs og í sífelldri ósérhlífni biðja þær fyrir Íslandi og Íslend- ingum, Póllandi og Pólverjum og heim- inum öllum, en þær eru allar pólskar að uppruna. Það eru mik- il verðmæti fyrir okk- ar þjóð að eiga kar- melsystur að, nunnur sem láta bænir streyma upp frá Ís- landi, bænir sem eng- um dettur í hug að fylgi mengandi gufur, aðeins vinarþel, hlýja og kærleikur Guðs því þær eru sendiboðar Guðs. Ég naut þess mikla láns fyrir nokkrum árum að eignast hljómdisk karmelsystra með 20 lögum og við erfiðar aðstæður mánuðum saman náði ég svefni með hlustun á stór- kostlegan söng þeirra, söng sem fór ekki á milli mála að er blessaður. Þær hreinsuðu huga minn með söng sínum og gáfu hvíld, ítölsk lög þeirra, pólsk, íslensk, himneskur söngur sem hrífur alla sem fá tæki- færi til að hlusta. Svarta Madonna hljómar beint í hjartastað. Það er ástæða til þess að hvetja fólk til að hlusta á söng karmelsystra, en líklega er diskinn hvergi að fá nema í klaustrinu hjá þeim þar sem þær selja reyndar listmuni í handverki og hagnýta hluti. Karmelreglan, regla heilagrar Maríu er kennd við Karmelfjall í Palestínu. Karmelsyst- ur biðja að Kristur verði öllum vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þær syngja tíðabænir og horfa í þögn með hjartanu á auglit Drott- ins, sem er kærleik- urinn sjálfur. Pólsku karmelsysturnar komu frá Póllandi til Íslands 1984. Þær eru fjár- sjóður sem fáir vita um. Aflið okkar í fossum landsins fellur niður á við. Aflið þeirra í bænum til Guðs fyrir okkur og öðrum samferðamönnum á jörð- inni streymir upp frá eyjunni okkar í Atlantshafi, engin mengun, aðeins gleði. Bænir karmel- systra streyma upp frá Íslandi Árni Johnsen skrifar um stór- iðju karmelsystra í Hafnarfirði, bænir Íslendingum til handa Árni Johnsen » Það erástæða til þess að hvetja fólk til þess að hlusta á söngva karmelsystra. Höfundur er stjórmálamaður, blaða- og tónlistarmaður. Framboð og eftirspurn á flug- þjónustu til neytenda hefur aukist verulega á undanförnum árum. Neytendur nota í sí- vaxandi mæli Netið til að kaupa flug eða pakkaferðir til áfanga- staða um allan heim. Fargjald flugfarþega er samsett þannig að einn hluti er eiginlegt fargjald fyrir flutning og þjónustu flug- félagsins en aðrir hlut- ar eru til dæmis lög- boðin gjöld eða skattar sem lagðir eru á flugfarþega. Íslensk lög mæla fyrir um að seljendum beri að tilgreina eitt lokaverð á vöru og þjónustu þar sem skattar og önnur lög- boðin gjöld eru inni- falin í og tekin með í endanlegt verð sem kynnt er neytendum. Reglan er einföld og hagkvæm fyrir neyt- endur: eitt verð – og allt innifalið. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að seljendur hér á landi virði fram- angreinda reglu. Neytendastofa hefur veitt flugfélögum frest til 15. maí nk. til þess að að gera nauðsyn- legar breytingar á sölukerfum sem þau nota við sölu farmiða á Netinu til neytenda. Ánægjulegt er að ýmis flugfélög er selja farmiða hér á landi hafa nú þegar brugðist við og fært sölukerfi sín í löglegt horf þannig að rétt og endanlegt verð birtist neytendum við pöntun á far- miða á Netinu. Neytendastofa vill hvetja neytendur til þess að veita seljendum vöru og þjónustu aðhald og beina viðskiptum sínum til þeirra sem virða lögvarin réttindi þeirra til upplýsinga um verð vöru eða þjón- ustu. Á undanförnum árum hefur Alþingi samþykkt margvísleg lög til verndar réttindum neytenda. Á heimasíðu Neytendastofu er unnt að afla sér fróðleiks um réttindi neytenda og skyldur seljenda og koma á framfæri ábendingum um ætluð lögbrot. Neytendastofa annast framkvæmd og eftirlit með löggjöfinni. Það er stefna stofn- unarinnar að eiga gott samstarf við seljendur á vörum og þjónustu hér á landi, aðstoða þá og upplýsa um skyldur þeirra gagnvart neyt- endum þannig að ekki komi til þess að fyr- irtæki hér á landi brjóti gegn lögvörðum rétt- indum neytenda. Sam- stillt átak neytenda og seljenda er allt sem þarf til þess að árangur náist, svo að neytendavernd á Íslandi verði öflug og virk til hagsbóta fyrir alla. Neyt- endastofa vonar að flugfélög og ferðaskrifstofur lagi starfshætti sína að kröfum laganna þannig að ekki þurfi að koma til frekari að- gerða eða beitingar stjórnvalds- úrræða af hálfu stofnunarinnar. Nánari upplýsingar og fróðleik um réttindi flugfarþega má finna á heimasíðu Neytendastofu www.neytendastofa.is. Réttindi flugfar- þega – eitt verð Tryggvi Axelsson fjallar hér um verð á flugfarseðlum Tryggvi Axelsson » Flugfélögumber að sýna eitt endanlegt verð á Netinu við pöntun og sölu á flug- miðum. Höfundur er forstjóri Neytendastofu.                            Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.