Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Karl Rúnarfæddist 20. des-
ember 1962. Hann
lést 19. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Sigurborg
Jenný Kristbjörns-
dóttir og Guð-
bjartur Steinar
Karlsson, látinn.
Systkini Karls eru:
1) Hrafnhildur
Birna, maki Skúli
Skúlason, börn
þeirra eru Steinunn
Jenný, maki Hilmar
Arnfjörð, börn þeirra eru Aníta
Ósk og Dagur Snær. 2) Hrafn-
hildur Eik, maki Hreinn Gúst-
afsson, dóttir þeirra er Embla
Líf. 3) Valgerður Jenný, býr í
foreldrahúsum. 4) Sólrún Brynja,
maki Friðrik
Tryggvason, börn
þeirra eru Kristín
Lilja, Atli Freyr og
Guðbjartur Brynj-
ar. 5) Björk Unnur,
maki Ólafur
Tryggvason, börn
þeirra eru Sig-
urborg Knarran,
Guðrún Ösp og
Harpa Lilja. 6)
Magnús, maki Est-
er Inga, börn
þeirra eru Krist-
jana Diljá, Guð-
bjartur Steinar og Aþena Eir.
Dóttir Karls Rúnars er Unnur
Steina, f. 11. febrúar 1998.
Útför Karls verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Loks er dagsins önn á enda
úti birtan dvín.
Byrgðu fyrir blökkum skugga
björtu augun þín.
Ég skal þerra tár þíns trega,
tendra falinn eld,
svo við getum saman vinur
syrgt og glaðst í kveld.
Lífið hefur hendur kaldar,
hjartaljúfur minn.
Allir bera sorg í sefa,
sárin blæða inn.
Tárin fall heit í hljóði,
heimur ei þau sér.
Sofna vinur, svefnljóð
meðan syng ég yfir þér
Þreyttir hvílast, þögla nóttin
þaggar dagsins kvein.
Felur brátt í faðmi sínum
fagureygðan svein.
Eins og hljóður engill friðar
yfir jörðu fer.
Sof þú væran, vinur,
ég skal vaka yfir þér.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Elsku Kalli, hafðu hjartans þökk
fyrir allar þær frábæru stundir
sem við áttum saman. Þín er sárt
saknað og við kveðjum þig með
trega í hjarta.
Þín
mamma, systkini og fjölskyldur.
Sumardagurinn fyrsti rann upp
bjartur og fagur, sumarið fram-
undan og allt í blóma. En þann dag
féll eitt blómið, hann Kalli okkar.
Kalli kom reglulega í heimsókn og
var þá spjallað um allt nema helst
ekki veikindi. Það var eitthvað sem
Kalli hafði fengið sinn skerf af frá
því að hann var unglingur en bar
alltaf höfuðið hátt og á þrjóskunni
einni saman komst hann eins langt
og hann gerði. Það verður skrítið
að sjá ekki Kalla standa í forstof-
unni og hrópa, „halló, er einhver
heima?“ Það er stórt skarð komið í
fjölskylduna og þín er sárt saknað,
en við minnumst þín sem góðs vin-
ar og frænda, sem var kallaður í
burtu alltof fljótt og trúum að þú
hafir fengið góðar móttökur hjá
pabba þínum á himnum.
Sendum fjölskyldu Kalla okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Minn-
ing hans er ljós í hjörtum okkar.
Kæri vinur, ég sakna þín,
ég vildi að þú kæmist aftur til mín.
En þú ert umvafinn ljósi þar,
eins og þú varst reyndar allsstaðar.
Sárt er að horfa á eftir þér,
en ég veit að þú munt muna eftir mér.
Því þitt hreina hjarta og bjarta sál,
munu þerra okkar tregatár.
(Höf. ók. )
Sigurjón, Lára, Sveinn
Ingi, Silja Rut, Kristín
Erna og Arna Karen.
Eins og þruma úr heiðskíru lofti
barst okkur sú frétt að hann Kalli
væri á leið á sjúkrahús og allt væri
gert til að lífga hann við. Eftir
nokkurn tíma kom svo í ljós að
Kalli var dáinn.
Hetjan hann Karl Rúnar Guð-
bjartsson sem frá unglingsárum
hafði tekist á við sjúkdóm sinn.
Fjölskyldan flutti úr sveitinni vest-
ur á Snæfellsnesi á mölina fyrir
sunnan. Margra ára viðvera á
nýrnadeild Landspítalans var oft
erfið. Maður í blóma lífsins að bíða
eftir nýju nýra.
Fyrir Kalla og reyndar alla í fjöl-
skyldunni var það nýtt upphaf þeg-
ar Björk Unnur systir hans gaf
honum nýra. Svo sannarlega var
það lífgjöf, þannig var staðan á
þeim tíma.
Það er minnisstætt eftir að Kalli
fékk nýrað, hann lýsti því með mik-
illi gleði hvernig það var að geta nú
borðað næstum því hvað sem var
og það sem meira var, hann gat
pissað, það var nú munur.
Kalli var ekki mikið að bera
vandamál sín á borð annarra. Hann
hlífði sér hvergi. Mestu hetjur geta
tekið hann til fyrirmyndar.
Karl Rúnar, við þökkum þér fyr-
ir samverustundirnar sem vissu-
lega hefðu getað verið fleiri. Við
vitum að þú vakir yfir Unni Steinu
dóttur þinni, og ert kominn í góðan
félagskap með pabba þínum. Við
biðjum að heilsa.
Sólrún Brynja Guðbjarts-
dóttir, Friðrik Tryggvason.
Elsku Kalli frændi, það sem
hægt er að leggja á einu og sömu
manneskjuna. Það var ekki eitt
heldur allt. En við sem eftir lifum
verðum bara að trúa því að guð
leggi það á okkur sem hann treyst-
ir okkur til. Þú kvartaðir aldrei þó
svo þú værir oft mjög kvalinn og
þreyttur. Þér fannst gaman að
spjalla en þér reyndist það oft erf-
itt síðustu ár þar sem heyrninni
var farið að hraka og oftar sem
ekki var margt um manninn þegar
fjölskyldan okkar kom saman og
því oft mikill hávaði, en þá dróstu
þig bara í hlé og fylgdist með úr
fjarlægð.
Ég man alltaf þegar ég var yngri
og ég og Atli vorum mjög oft heima
hjá ömmu og afa að þá fannst okk-
ur alltaf svo gaman að fara inn í
herbergi til þín, þú varst með blóð-
þrýstingsmæli sem alltaf var gam-
an að skoða og svo áttir þú svo
skemmtilegan kall sem gyrti niðr-
um sig þegar maður ýtta á svona
loftbelg sem var tengdur í hann.
Þér fannst líka gaman að gefa okk-
ur eitthvað og fengum við því oft
mjög flotta afmælispakka frá þér.
Man sérstaklega eftir rauðri
kubbafötu sem vakti mikla lukku
og fékk að koma með í smá ferða-
lag þegar ég fékk eitt sinn þá flugu
í höfuðið að strjúka að heiman.
Takk fyrir þann tíma sem við
fengum með þér, núna ertu laus við
allar þær þjáningar sem þú þurftir
að þola nánast allt þitt líf og ert
kominn í betri stað. Við vottum
Unni Steinu okkar dýpstu samúð.
Megir þú hvíla í friði.
Kristín Lilja, Atli Freyr og
Guðbjartur Brynjar
Friðriksbörn.
Karl Rúnar
Guðbjartsson
Elsku langafi eða
„Gullafi“ eins og við
kölluðum þig. Minn-
ingarnar okkar um
þig eru margar og
góðar, bæði þegar við
komum til Íslands og þegar þú og
Gullamma komuð til Danmerkur.
Við munum sakna þín sárt. Guð
geymi þig
Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu, vorsól, inn til mín.
Það er engin þörf að kvarta,
þegar blessuð sólin skín.
(Stefán frá Hvítadal)
Eva Mjöll, Breki Sveinn og
Viktor Darri
Ekki óraði okkur fyrir að Ingvi
frændi yrði allur aðeins 10 dögum
eftir að við fögnuðum 80 ára af-
mæli hans og 60 ára hjúskaparaf-
mæli þeirra Rögnu. Við vorum bú-
in að hittast 3 helgar í röð, í
veislum. Hann var svo hress og
virtist alls ekki vera á förum. Þeg-
ar við kvöddum þau hjónin síðast
göntuðumst við með það að við
yrðum að halda áfram að hittast
svona oft, það væri svo gaman, en
áttum ekki von á að það yrði næst
við jarðarför hans.
Ingvi var móðurbróðir okkar.
Við þekktum hann ekki mikið í
uppvextinum þar sem við bjuggum
fyrir norðan en þau hjónin í Kefla-
vík.
Það var viss ævintýraljómi yfir
þessum frænda í hugum okkar
barnanna enda var hann lögreglu-
maður og vann á Vellinum þar sem
hermennirnir voru. Það var næst-
um því eins og hann byggi í út-
löndum, fannst okkur.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að fá jólapakka frá Rögnu og
Ingva. Okkur fannst það afar
spennandi því það var ekki oft sem
maður fékk senda pakka.
Við kynntumst Ingva svo þegar
við urðum eldri, fluttum suður og
fórum að hafa meira samband við
þau hjón. Okkur leist afar vel á
þennan frænda okkar. Hann var
þéttur á velli, handtakið hlýtt og
hafði áhuga á okkur frá fyrstu
stundu. Okkur þótti það afar
merkilegt að hann tæki okkur nán-
ast sem sínum eigin börnum og
gæfi sér alltaf tíma til að tala við
okkur. Við fundum aldrei fyrir
kynslóðabili og hann hafði mikinn
áhuga á að vita hvað við værum að
gera.
Ingvi hafði gaman af að við
kæmum í heimsókn til þeirra hjóna
og var þá mikið spjallað og hlegið.
Ingvi var mjög ánægður með hvað
börn þeirra Rögnu og við systkinin
náðum vel saman og hafði orð á því
hvað honum fyndist það gott enda
ekki sjálfgefið.
Ingvi var vel máli farinn, hafði
góðan húmor og var tónelskur með
afbrigðum. Hann byrjaði að læra á
lítið stofuorgel barn að aldri en
seinna varð svo hljóðfærið píanó
og lauk hann 7. stigi sem hefur
ekki verið auðvelt í fullu starfi og
með stóra fjölskyldu. Hann spilaði
sér og öðrum til ánægju til hinsta
dags. Hann var mikill íþróttamað-
ur á sínum yngri árum og vann til
verðlauna á landsvísu.
Eftir að þau hjón fóru á eft-
irlaun höfðu þau nóg að gera. Að-
spurður hvernig honum liði með að
vera hættur að vinna, svaraði hann
því til að hann hefði miklu meira
að gera eftir að hann hefði farið
eftirlaun. Það væri meira en full
Ingvi Brynjar
Jakobsson
✝ Ingvi BrynjarJakobsson
fæddist 9. apríl
1927. Hann lést 17.
apríl síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Keflavík-
urkirkju 24. apríl.
vinna að taka þátt í
starfi eldri borgara.
Var oft erfitt að hitta
á þau hjón heima fyr-
ir.
Kletturinn í lífi
Ingva var konan hans
Ragna sem stóð við
hlið hans í meira en
60 ár.
Þau áttu miklu
barnaláni að fagna,
eignuðust 7 börn,
sem öll lifa föður
sinn. Mesti fjársjóður
hans í lífinu sagði
hann að væru konan hans, börnin
og afkomendur þeirra.
Við systkinin kveðjum nú kæran
frænda og þökkum honum sam-
fylgdina. Við sendum Rögnu, börn-
um þeirra og afkomendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Minn-
ingin um góðan dreng mun lifa í
hjörtum okkar um ókomin ár.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Bergþóra Þorsteinsdóttir.
Fallinn er frá öðlingur, kær vin-
ur og afmælisbróðir, snöggt og
óvænt. Liðin eru nærri 40 ár síðan
ég hafði fyrstu kynni af Ingva og
Rögnu – en þá var ég farinn að
stíga verulega í vænginn við eina
af dætrum þeirra. Ingvi kom mér
strax fyrir sjónir sem yfirlætis-
laust prúðmenni með þægilega
nærveru og ríka útgeislun. Fróður
af flestu, en einkum ýmsu er varð-
aði tónlist og hafði greinilega ást á
henni. Það kom að því að Ingvi og
Ragna urðu tengdaforeldrar mínir
skamma hríð. Allar götur síðan
hafa þau tekið mér sem týnda syn-
inum er við höfum hist og sýnt af
sér gestrisni, alúð og kærleika.
Það er gott að kynnast og minnast
við slíkt fólk. Elsku Ragna mín.
Með hryggð í hjarta votta ég þér,
börnunum þínum og fjölskyldum
þeirra mína dýpstu samúð vegna
fráfalls Ingva Brynjars Jakobsson-
ar, því öðlingur er fallinn.
Grétar Þ. Hjaltason.
Stundin líður tíminn tekur
toll af öllu hér
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þú veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi
viti á minni leið
þú varst skin á dökkum degi
dagleið þín var greið
þú barst tryggð í traustri hendi
tárin straukst af kinn
þér ég mínar þakkir sendi
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku afi.
Þegar við hugsum til þín þá eig-
um við margar góðar minningar en
efst í huga er sumarbústaðarferð
við Sogið en þá vorum við 11 og 12
ára. Við vorum úti á vatni í árabát
og amma sendi þig á öðrum bát til
að taka myndir af okkur, og þú
stóðst í bátnum og þóttist vera að
detta og við hlógum mikið að því.
En svo kom að því að þú dast aftur
yfir þig og varst næstum farinn í
vatnið.
Þegar myndirnar voru framkall-
aðar kom í ljós að þú hafðir tekið
nokkrar myndir af skýjunum þeg-
ar þú varst að detta og þær eru
ennþá til. Það voru engin jól eins
frábær og jólin heima hjá ykkur
ömmu því að þar var gengið í
kringum jólatréð og sungin jólalög
og stundum var það skemmtilegra
en að opna pakkana. Elsku afi. Þú
ert loksins búinn að fá hvíldina
löngu og við þökkum þér fyrir all-
ar góðu minningarnar og gleði-
stundirnar sem við áttum saman.
Guð blessi þig.
Eva Rún og Guðlaug.
Þá hefur hann kvatt, blessaður.
– Orð sem oft hafa hljómað og við
gerum nú að okkar. Sú tilfinning
ríkir að við höfum eins og þagnað
– í miðri setningu í samtali sem
ekki var lokið. Nýliðin afmælishá-
tíð ykkar mömmu svo fersk í minni
og þörfin fyrir að fá að vera þar
enn um stund svo sterk. Nú lýsir
leið gleðin yfir því að við náðum þó
að vera þarna öll systkinin með
ykkur þennan merkisdag. Þá er að
þakka fóstrið. Kunnum við að vera
án þín? Þú sem alltaf varst? Fyrir
hugskotssjónum líða myndir og
þær eru margar: af þrautseiga völ-
undinum vandvirka, magnaða
bridgespilaranum, glaðsinna öð-
lingnum, hjálparhellunni. Þú varst
maðurinn sem hugsaðir í lausnum.
Já, og minningarnar um kvöldin
mörgu þar sem við svifum inn í
svefninn við píanóundirleik. Og
ekki má gleyma skopskyninu og
frásagnargáfunni – já, þú áttir
auðvelt með að kitla hláturtauga-
rnar og það var notalegt að vera
nærri þér.
En hugleiðingarnar um þig,
karlinn minn, nú þar sem við sitj-
um og rifjum upp farinn veg, færa
okkur heim sanninn um það að við
höfum ekki misst. Við höfum eign-
ast og átt. Maður missir ekki föður
sinn. Hann er. Og nú þegar við vit-
um að við munum ekki sitja við
hljóðfærið saman, prjóna, spila
bridge né eiga orðastað um mál-
efni sem okkur eru kær, huggum
við okkur við orð æskuvinar þíns
sem sögð voru nú á dögunum: að
dauðinn sé í raun það að við förum
að heiman og heim til Guðs, í ljós
kærleikans. Far í friði.
Eva og Þórunn, Ingvadætur.
Elsku afi okkar. Við kveðjum þig
með miklum söknuði. Við erum
þakklát fyrir þau forréttindi að
hafa átt þig að. Það var yndislegt
hvað þú þekktir okkur hvert og
eitt vel, og hafðir mikinn áhuga á
öllu sem var að gerast í okkar lífi.
Við eigum ótalmargar góðar
minningar um afa og má þar nefna
allar sumarbústaðaferðirnar sem
við fórum með honum þar sem far-
ið var í útileiki og þau afi og amma
tóku fullan þátt, spræk og síung.
Það er varla hægt að nefna hann
afa án þess að minnast á sögurnar
hans, sem voru af ýmsu tagi, lif-
andi, fullar af glettni og húmor –
við elskuðum þær.
Afi var alltaf með eitthvað á
prjónunum og það í bókstaflegri
merkingu. Þegar við hittumst við
hin ýmsu tækifæri var ekki óal-
gengt að hann væri með málband
til að mæla fætur okkar svo við
fengjum ullarsokka í réttri stærð.
Í hugum okkar eru þetta sannkall-
aðir kærleikssokkar þar sem alúð
og umhyggja var í hverri lykju.
Ferðirnar suður í Kefló til afa
og ömmu í árlegu jólaboðin eru í
huganum ómetanlegar, þar voru
þau bæði hrókur alls fagnaðar, þar
sem afi lék á flygilinn, sungið var
og gengið í kringum jólatréð.
Oftar en ekki var komið við á
heimili afa og ömmu á leið út á
flugvöll. Alltaf var manni tekið jafn
fagnandi, og skipti þá ekki máli
hvort heldur var að nóttu eða degi.
Með gleði og þakklæti minnumst
við þeirrar dýrmætu stundar sem
við áttum með þér elsku afi, á af-
mælisdegi þínum fyrir rúmum 2
vikum.
Kallið er komið,
Komin er nú stundin,
Vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja,
Vininn sinn látna,
Er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
Margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
Margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Elsku afi okkar,
Guð varðveiti þig að eilífu.
Ástar- og saknaðarkveðjur
Ragnheiður Brynja, Hann-
es, Harpa og Ingvi Brynj-
ar, Sveinsbörn.