Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Henni Huldu tókst
að lifa í meira en 86 ár
án þess að verða göm-
ul. Fyrir rúmum mán-
uði fékk ég símtal til
útlanda þar sem Birna var að segja
mér að nú væru þær á Vegamótum,
hún, Doddi bróðir hennar og Arna
systir og nokkrar vinkonur að
skemmta sér. Ég heyrði í Huldu
ömmu þeirra á bakvið þar sem hún
var hrókur alls fagnaðar. Hún hafði
meira að segja kallað í litla bróður
sinn, Tótla til að vera með. Hulda var
líklega eini gesturinn á staðnum sem
kominn var yfir áttrætt en það var
víst ekki að sjá. Þau héldu áfram
langt fram yfir miðnætti. Þetta var
ekki einsdæmi enda litu barnabörnin
alltaf á hana sem eina af hópnum.
Samkvæmi væru ekki fullkomnuð
nema Hulda amma væri með, þetta
vissu vinir þeirra sem allir kynntust
Huldu og héldu mikið upp á hana.
Það eru ekki nema tíu dagar síðan
við sátum saman hér á Ásvallagöt-
unni, borðuðum góðan mat, skegg-
ræddum stjórnmálaástandið, fórum
yfir stöðuna, spáðum í kosningarnar
framundan. Hulda varði Framsókn-
arflokkinn sinn, sagði sögur og fór
með uppáhaldsljóðið sitt, djarft
kvæði eftir Davíð Stefánsson sem
hún hafði kynnst vel á Akureyri. Það
benti ekkert til annars en að hún yrði
með okkur lengi enn.
Ég á henni mikið að gjalda. Hún
átti líklega stærstan þátt í því að
Birna og systkini hennar, sem alin
eru upp í Svíþjóð ákváðu að flytja til
Íslands og þegar við byrjuðum að
draga okkur saman, þá hjálpaði hún
Birnu að komast í heimsókn til mín
til London. Eftir þá heimsókn varð
ekki aftur snúið. Hún varð þannig
partur af mínu lífi, þessi merkilega
kona sem ég mundi eftir úr barn-
æsku minni í Kópavoginum og hafði
oft heyrt ömmu mína tala um.
Það sem angraði hana Huldu mest
upp á síðkastið var að sjónin var að
gefa sig, hún gat ekki lesið blöðin
sjálf, sjónvarpið var ekki eins skýrt
og hún mátti ekki lengur aka bíl. Við
stóðum hana samt að því að laumast
á bílnum í sund. Þegar þetta var
rætt, brosti hún, yppti öxlum og
Hulda Pétursdóttir
✝ Hulda Péturs-dóttir fæddist á
Húsavík 25. sept-
ember 1920. Hún
lést á heimili sínu
mánudaginn 16.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 24. apríl.
sagði að skódinn rat-
aði alveg sjálfur í
Sundlaug Kópavogs
og Nóatún.
Ég er þakklátur fyr-
ir að hafa kynnst þess-
ari litríku manneskju
og fengið að umgang-
ast hana síðustu árin.
Fyrir stuttu voru þær
tvær ömmurnar í
Kópavoginum sem
voru stór þáttur í lífi
okkar Birnu en nú
hafa þær báðar kvatt á
einu ári og missirinn
er mikill. Ég votta öllum ástvinum
Huldu ömmu mína dýpstu samúð en
veit að við yljum okkur öll við minn-
inguna um einstaka konu.
Kristján Guy Burgess.
Síðsumars, árið 1979 var stjórn-
arkreppa í handboltadeild Breiða-
bliks og við blasti að starfsemin legð-
ist niður. Þetta hugnaðist okkur
félögunum, sem þá vorum um tví-
tugt, illa. Við áttum okkur draum um
að spila meðal þeirra bestu undir
merkjum Breiðabliks og nú voru góð
ráð dýr.
Við fengum loks ábendingu um að
kannski væri hægt að fá Huldu, sem
við þekktum allir, til að taka slaginn
með okkur og gerast formaður deild-
arinnar. Það er ekki að orðlengja
það, við héldum út á Sunnubraut,
bönkuðum upp hjá Huldu og Þórhalli
og bárum upp erindið.
Hulda brást okkur ekki þá frekar
en endranær og tók að sér starfið.
Eins og allt sem hún tók sér fyrir
hendur, leysti hún það vel af hendi,
dreif fjölda fólks með sér og lagði líf
og sál í verkið.
Það má segja að þetta hafi verið
upphafið að því að Breiðablik eign-
aðist handboltalið sem að lokum
vann sig upp í efstu deild og tók m.a.
þátt í Evrópukeppnum á seinni hluta
níunda áratugar síðustu aldar.
En þetta var ekki upphaf afskipta
Huldu af málefnum Breiðabliks. Um
árabil höfðu Hulda og Þórhallur ver-
ið þátttakendur í starfi knattspyrnu-
deildar félagsins og fastagestir á
sparkvöllum vítt og breitt – svo lengi
sem Blikar væru að spila. Og þar
höfðu leiðir þeirra Þórhalls og okkar
strákanna, einnig legið saman.
Synir þeirra, Einar, Hinrik og
Þórarinn, léku með yngri flokkum og
meistaraflokki félagsins um árabil
og alltaf voru Hulda og Þórhallur
mætt þegar flautað var til leiks.
Þó Hulda og Þórhallur væru sam-
rýnd og kæmu jafnan saman á völl-
inn, þá var það nú þannig að það
hentaði þeim ekki vel að vera saman
á vellinum. Þórhallur var alla jafna
rólegur á sínum stað, en hinum meg-
in, á „taugadeildinni“ eins og Hulda
kallaði það, stóð Hulda. Þar voru
ekki rólegheit. Hún hvatti sína menn
af krafti, enda keppnismanneskja af
guðs náð og skildi aldrei fólk „sem
kom á völlinn til þess eins að þegja“.
Gengi Breiðabliks á hverjum tíma
var henni mikið hjartans mál og á
vellinum hafði Hulda skoðanir á öll-
um mögulegum og ómögulegum
hlutum. Þegar henni fannst halla á
sína menn gat hún haft allt á hornum
sér, henni fannst þá andstæðingarn-
ir yfirleitt grófir, dómarinn ómögu-
legur og eiginlega allt ómögulegt!
Þessi stemning átti ekki jafn vel
við Þórhall og hann hélt sig jafnan í
hæfilegri fjarlægð. Þegar vel gekk
var enginn glaðari en Hulda.
Stundum, þegar spennan á leikj-
um var alveg að gera útaf við okkar
manneskju, átti hún til að grípa í
næsta handlegg, ósjálfrátt, og klípa
af afli svo hraustustu menn kveink-
uðu sér.
Síðasta sumar var engin undan-
tekning, Hulda var á sínum stað, á 85
aldursári, og hvatti sína menn.
Hennar verður saknað á vellinum í
sumar.
Saga Huldu er saga skörungs sem
lét gott af sér leiða og hlífði sér
hvergi.
Nú þegar leiðir skilja er mér efst í
huga þakklæti til Huldu fyrir það að
hafa umborið okkur strákana af jafn-
mikilli þolinmæði og raun var og að
hafa haft trú á okkur.
Blessuð sé minning Huldu Péturs-
dóttur.
Ólafur Björnsson.
Elsku Hulda, það er eins og það
passi ekki að skrifa minningargrein
um svo aldurslausa konu sem þig. Í
mínum huga varstu ekki deginum
eldri en ég. Þú varst einhver sú mest
gefandi manneskja sem ég hef
kynnst og ég vildi bara að ég hefði
þekkt þig ennþá betur og átt enn
fleiri stundir með þér og vakað með
þér miklu lengur. Ég kynntist þér og
Þórhalli þínum gegnum syni ykkar,
þá Hinrik og Einar og tengdadóttur
þína, hana Siggu vinkonu mína. Sam-
band þitt við börnin þín, tengdabörn,
barnabörn, alla ættingja og vini svo
og allt sem lifir og hrærist var aðdá-
unarvert og mikið lærir maður á lífs-
ins göngu við að kynnast konu eins
og þér.
Þú varst hafsjór af fróðleik og fyr-
ir þér var það átakalaust að lifa lífinu
lifandi og gleðjast yfir smáu sem
stóru. Fallegasta ljósmynd sem ég
hef séð er myndin sem tekin var af
þér í Colorado med Pétri syni þínum
síðastliðið sumar. Þú ert aftan á mót-
orhjóli í leðurjakka með tilheyrandi
gleraugu og hjálm og brosið þitt
bjarta lýsir upp heiminn fyrir okkur
öll. Þú minnir mest á Gretu Garbo á
sínum yngri árum en þú ert víst í ár-
um talið 86 ára á þessari mynd. Auð-
vitað var hylkið farið að gefa sig og
það var þér erfitt þegar Þórhallur
eiginmaður þinn þurfti að yfirgefa
Vogatunguna og fara í langtímavist-
un. Ekki var það síður erfitt fyrir þig
að sjóninni hrakaði á sama tíma að
þú varst ekki lengur fær um að
bruna um á bláa Skodanum þínum
og aðstoða aðra með akstri, þú sjálf-
stæða dugmikla kona.
Ég veit að þú átt margbreytilega
ævi að baki, allt frá æskuárum í Vall-
holti á Húsavík, bænum við Skjálf-
anda, sem ávallt var þér svo kær, og
fram lífsins veg að lokadegi heima í
Vogatungu þar sem þú sofnaðir
hinsta svefni heima í notalegu stof-
unni þinni. Ef til vill sagðir þú við
sjálfa þig að nú væri Þórhallur kom-
inn í höfn með fyrirsjáanlegri lang-
tímadvöl í Sunnuhlíð og þú gætir
leyft þér að slaka á og leyfa sálinni að
fljúga á vit feðranna og til allra
þeirra sem farnir eru og voru þér svo
kærir. Við hin verðum að ylja okkur
við minninguna um þig sem alltaf
verður ljóslifandi, því þannig varst
þú – lifandi og gefandi. Ég er samt
svo eigingörn að ég hefði viljað eiga
enn eitt kvöld, enn eina stund við fót-
skör meistarans, við fótskör þína og
hlusta á þína sérstöku rödd fara með
ljóðin hans Davíðs.
Þú kenndir mér miklu meira en
þig óraði fyrir. Ef fólk bara hefði
heiðarleika og trúnað að leiðarljósi
og kynni að gleðjast með öðrum og
njóta hverrar stundar væri lífið öll-
um auðveldara og bjartara. Ég
hringdi ekki í þig eða kom við hjá
ykkur Þórhalli til að vera góð við
ykkur – það er mesti misskilningur,
nei ég kom til að anda að mér lífinu
og fyllast af jákvæði og gleði því hver
stund með þér var dýrmæt.
Nú drekkum við ekki oftar kaffi
við eldhúsborðið í Vogatungunni og
ræðum heimsmálin því nú er komið
að kveðjustund í bili og vil ég þakka
þér, elsku vinkona, fyrir að gera mig
að betri manneskju og vona ég að ég
geti verið mínum það sem þú varst
þínum. Allavega ætla ég að leggja
mig fram um það og hugsa til þín um
leið.
Ég sendi Þórhalli þínum, sonum
þínum, tengdadætrum barnabörnum
og fjölskyldum þeirra öllum hlýjar
kveðjur. Í stað samúðarkveðju til
þeirra segi ég bara til hamingju með
að hafa verið í stóra faðminum henn-
ar Huldu í jarðnesku lífi hennar. Þið
eigið dásamlegar minningar sem
aldrei fölna fremur en ódáinsblóm
okkar eigin sálar.
Ég kveð því „hallarfrúna“ mína og
bið Guð að blessa ykkur öll, Þórhall
og alla afkomendur og vini. Jafn-
framt skila ég bestu kveðju frá vin-
konu okkar Valborgu Aðalgeirsdótt-
ur, þín
Bryndís.
Elsku amma og besta vinkona.
Við nafnarnir, afi og ég, og litli
Steinar Gauti biðum eftir þér á
Landakoti. Í þetta sinn biðum við til
einskis. Þú varst farin annað og
lengra.
Mikið hefði allt verið einfaldara ef
þú hefðir bara komið.
Ég hef lært svo mikið af þér, af
kraftinum og góðmennskunni í þér,
af viljanum til að hjálpa öðrum, alltaf
reiðubúin. Þessi tími í vetur, eftir að
ég kom til landsins, hefur verið ynd-
islegur, en ég er viss um að sumarið
hefði verið ennþá betra. Við ætluðum
að byrja að fara í sund aftur, og ég
var byrjaður að hlakka til að fara á
völlinn með þér. Og þá tala ég ekki
bara um að fylgjast með þeim grænu
í Smáranum, heldur líka með frænda
okkar á Spáni, úr stólnum fyrir
framan sjónvarpið, þaðan sem þú
skildir við. Við hefðum líka farið í
ferðalög um landið á besta bíl í heimi.
Hver þarf jeppa þegar maður á
Skoda? Í staðinn skilur þú okkur öll
eftir í djúpri, óbærilegri sorg, en þó
líka í gleði, þegar við minnumst allra
fallegra og skemmtilegra stunda
með þér. Af hverju gast þú ekki bara
mætt, amma mín? Ég mun alltaf
elska þig og hugsa til þín.
Þórhallur Einarsson.
Á ólíklegustu stundu færir lífið
manni ógleymanlegt andartak.
Hulda var skemmtileg kona eldmóðs
og útgeislunar. Jafnvel þegar ég átti
þess síst von tókst henni að færa mér
yl sem leiddi mig til aukins skilnings
og þroska. Það er mér því ljúft og
skylt að minnast þessarar kjarna-
konu með fallegri sögu. Segja má að
lífið sé urmull ólíkra spora í lífi okk-
ar. Sum smá en önnur risastór.
Þannig er að þegar barn fæðist tekur
eitt við af öðru, skírn, skólaganga,
ferming, gifting, barneignir, stóraf-
mæli, andlát. Gleði og sorgir og allt
þar á milli. Þegar maður er ungur
finnst manni maður geta ákveðið líf
sitt og haft heiminn í hendi sér.
Þannig er dauðinn oft víðsfjarri og
maður vill síst til hans hugsa. Þessi
fallega saga af Huldu og Nínu svil-
konu hennar sem báðar voru giftar
afabræðrum mínum átti sér stað í
kistulagningu afa míns fyrir fjórum
árum. Þá stóð ég á miklum tímamót-
um og átti von á mínu fyrsta barni.
Þær stöllur sátu við hlið mér svo að
ég komst ekki hjá því að heyra á tal
þeirra. Ég hafði þekkt þessar sóma-
konur allt mitt líf og á stundum sem
þessum er sem tíminn standi í stað.
Mér varð hugsað til þess hversu lán-
samar þær væru að hafa verið svil-
konur og átt hvor aðra að svo lengi
og hvað ég vissi í raun lítið um lífið.
Samræður þeirra voru í senn fróð-
legar og óvenjulegar. Þær veltu því
fyrir sér hvort þær ætluðu að hafa
dúkinn fyrir eða frá andlitinu í eigin
kistulagningu. Hulda var harðákveð-
in í því að taka ætti dúkinn frá og
leyfa ættingjunum að kyssa sig hin-
um hinsta kossi. Nína hins vegar
vildi hafa dúkinn fyrir og að ættingj-
ar sínir myndu sig eins og hún var í
lifanda lífi! Þarna áttu sér stað mikil
skoðanaskipti og hvor tveggja rökin
áttu fullkomlega rétt á sér enda ekki
við öðru að búast af svo skemmti-
legum og fróðum konum. Þarna lá
þeirra næsta spor og mér fannst ég
allt í einu skilja feril lífsins. Þessi
skoðanaskipti hjálpuðu mér líka að
kveðja afa sem var mér mjög erfitt á
þessari stundu. Það er skrítið til þess
að hugsa að hitta ekki Huldu oftar og
eiga við hana líflegar samræður um
lífið og tilveruna. Þrátt fyrir það
finnst mér eins og ég gæti hitt hana á
förnum vegi á morgun því hún var
svo lifandi. Hún var sterkur per-
sónuleiki því hún þorði að vera hún
sjálf. Þessari fallegu og dýrmætu
sögu mun ég aldrei gleyma og geym-
ir hún minningu þeirra stallsystra
um ókomna tíð.
Hanna Margrét Einarsdóttir.
Hulda var kát og hress eins og
venjulega þegar ég hitti hana síðast.
Hún kom og gladdist með vinum og
félögum, þar sem formlega var opn-
uð kosningaskrifstofa Framsóknar-
manna á Digranesvegi og þannig
markaður lokasprettur kosninga-
baráttunnar. Það var fullt út úr dyr-
um, Hulda hitti marga sem henni
voru kærir þennan laugardag. Henn-
ar verður sárt saknað í þessum hópi
og öllum hinum sem hún tilheyrði,
alltaf hress, alltaf virk, alltaf með.
Konan með trefilinn mætir ekki á
fleiri leiki hjá Breiðabliki, hvetjandi
hárri raustu, hamingjusöm með
skemmtilegu fólki. Það var nefnilega
aldrei leiðinlegt að vera með henni
Huldu, það urðu allir skemmtilegir í
kringum hana. Þórhallur fylgdi oftar
en ekki, þó hann héldi sig stundum í
hæfilegri fjarlægð þegar mest gekk
á. Hann var sjálfur knattspyrnu-
hetja og einn fyrstu landsliðsmanna
okkar, tveir sonanna léku síðar
landsleiki og einn sonarsonur. Sjálf
var Hulda handboltakona og hand-
boltafrömuður og líka virk á hliðar-
línunni þar. Hún var stolt af sínum
og miðlaði til þeirra lífsgleði og stolti.
Hennar fólk hefur margt af henni
lært, ekki síst það að standa upprétt-
ur og keikur, hvað sem á dynur.
Eftir að við Hinrik Þórhallsson
urðum vinir í íþróttakennaranámi
fyrir rúmum aldarfjórðungi kynntist
ég smám saman fjölskyldu hans.
Hulda var þar hinn öflugi póll sem
allt gekk útfrá, ekki fyrir stjórnsemi,
heldur þann innri styrk og æðruleysi
sem einkenndi hana alla tíð. Þegar
Ásta kom til sögunnar nokkrum ár-
um síðar styrktist sambandið enn,
enda áttu þær Hulda og Ásta saman
hugsjónina Breiðablik.
Þegar við Ásta fluttum aftur í
Kópavoginn varð það að vana að
koma við í Nóatúni og eiga orð við
Huldu, helst á hverjum degi. Þar
stóð hún vaktina framundir áttrætt
og afgreiddi lostæti úr kjötborðinu
alla daga, alltaf hress, þekkti flesta.
Ég er viss um að fleiri en við sóttu í
þennan orkubrunn, frá Huldu fóru
allir kátir og einhvern veginn sterk-
ari.
Hulda hefði orðið 87 ára í sept-
ember og var hress fram á síðasta
dag. Hún keyrði bíl framundir ára-
mót, en hætti því þegar sjón hennar
tók snöggt að hraka. Það voru Huldu
töluverð vonbrigði, enda var hún lítið
fyrir að vera uppá aðra komin. En
Hulda fór í gegnum það eins og aðrar
lífsins raunir, á krafti og jákvæðni.
Við Ásta heimsóttum hana fyrir jól-
in, áttum með henni góða stund og
spjölluðum um heima og geima, með-
al annars síðustu Ameríkureisu
hennar þar sem hún lét sig ekki
muna um að slást í för með syni sín-
um á mótorhjóli, þó orðin væri 85
ára.
Nú sakna margir ættmóður og
vinar. Kærum vini og allri fjölskyld-
unni votta ég dýpstu samúð okkar
Ástu og dætranna. Far vel kæra vin-
kona, takk fyrir allt og allt.
Samúel Örn Erlingsson.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
ODDNÝ SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Ossý,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 20. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
3. maí kl. 13.00.
Jón Gunnar Sigurðsson,
Guðrún Jónsdóttir, Stefán Pálsson,
Ólöf Jónsdóttir, Viðar Sigurjónsson,
Auður Jónsdóttir, Kristinn H. Þorsteinsson,
Ólafur Th. Jónsson, Hildur Guðjónsdóttir,
Geir Hafsteinn Jónsson,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
HERMANN LUNDHOLM,
fyrrverandi garðyrkjuráðunautur
Kópavogs,
sem lést á Vifilsstöðum að morgni föstudagsins
27. apríl, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 4. maí kl. 13.00.
Sigurbjörg Lundholm, Þórir Ólafsson,
Ísidór Hermannsson, Elísabet Guðmundsdóttir,
Steinn G. Lundholm, Erla Möller
og fjölskyldur.