Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 31

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 31 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LILJA KRISTINSDÓTTIR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, andaðist á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 19. apríl sl. Útförin fer fram frá Grensáskirkju á morgun, fimmtudaginn 3. maí kl. 15.00. María Jóna Gunnarsdóttir, Jóhann Bergmann, Soffía Kristín Sigurðardóttir, Kjartan Tryggvason, Kristín Elínborg Sigurðardóttir, Kristján Gissurarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku faðir minn og afi okkar, PÉTUR PÉTURSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 4. maí kl. 13.00. Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, Pétur Gunnarsson, Eyþór Gunnarsson, Birna Gunnarsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og fjölskylda. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, tengdasonur og mágur, HEIÐAR V. HAFSTEINSSON, vélfræðingur, Vættaborgum 64, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 3. maí kl. 13.00. Sigríður Dögg Geirsdóttir, Andri Heiðarsson, Ingveldur Dís Heiðarsdóttir, Gígja Heiðarsdóttir, Elsa Vigfúsdóttir, Daníel Hafsteinsson, Lise Lotte Hafsteinsson, Sævar Hafsteinsson, Vivi Hafsteinsson, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Sólveig Einarsdóttir, Berglind Líney Hafsteinsdóttir, Ingveldur Guðlaugsdóttir, Jóhanna Geirsdóttir, Gunnar Hauksson, Gígja Geirsdóttir Guttridge, Leonard Guttridge, Ingibjörg Dís Geirsdóttir, Maggnús Víkingur Grímsson. ✝ GuðmundurHjálmarsson fæddist á Háafelli á Hvítársíðu 2. maí 1923. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 25. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Hróðný Þorvaldsdóttir og Hjálmar Guðmunds- son, bændur á Háa- felli. Guðmundur átti einn bróður, Þorvald bónda á Háafelli. Eiginkona hans var Jónína Margrét Bergmann. Dætur þeirra eru: 1) Edda, gift Guðlaugi Ant- onssyni, dóttir þeirra er Að- alheiður Karlotta. Áður átti Edda soninn Hjálmar Gíslason, kvænt- ur Margréti Dóru Ragnarsdóttur. 2) Jóhanna Bergmann, gift Þorbirni Odds- syni. Börn þeirra eru Elsa, Rögnvald- ur, Reynir, Þorvald- ur Ragnar og Hrefna. Dóttir Jón- ínu og Benjamíns Fjeldsted er Jónína Margrét Bergmann, sambýlismaður Jón Ingi Einarsson, dóttir þeirra er Embla Karen. Guðmundur stundaði búskap á Háafelli á Hvít- ársíðu alla sína ævi. Útför Guðmundar var gerð frá Gilsbakka á Hvítarsíðu, í kyrrþey að ósk hins látna. Jæja, frændi minn, ég hringi víst ekki til þín í dag til að óska þér til hamingju með afmælið en í staðinn ætla ég að skrifa nokkur orð til þín og þakka þér fyrir allt það sem þú varst mér og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Öll eigum við pabba og mömmu en við systurnar áttum líka frænda sem bjó í sama húsi og tók virkan þátt í uppeldi okkar, að vísu við mismiklar vinsældir. Við þáðum með gleði gjafirnar sem þú réttir okkur og gott gat verið að fá að kúra í handarkrikanum þínum ef pabbi og mamma voru ekki heima, en það var ekki eins vinsælt þegar þér mislíkaði við okkur og við fengum hvasst augnaráð og snuprur. Þú varst ekki allra en þeim sem þér þótti vænt um barst þú óbilandi umhyggju fyrir. Meðan þú bjóst hér heima á Háafelli hjá okkur voru ófáar ferðir lítilla fóta inn til frænda til að fá eina rúsínu eða smásopa af eplasafa sem þú áttir alltaf til í skápnum þínum og börnin voru ekki stór þegar þau skriðu í frændaból eftir hádegismatinn og þú sast fyrir framan þau, klappaðir taktfast á bakið á þeim og fórst með vísur. Til dæmis kunni Rögnvaldur yfir 30 vísur þegar hann var 3ja ára og þær lærði hann flestar með þess- um hætti. Þú varst líka óþreytandi við að kenna litlum stubbum stafina og að kveða að, stundum fauk í báða aðila en það jafnaðist fljótt og þá var bara byrjað aftur. Eftir að þú fluttir á dvalarheimilið í Borgarnesi var hugurinn alltaf að miklu leyti hér heima, þú fylgdist með hvernig verkin gengju og hvort vélarnar væru í lagi, gafst ráð en bættir svo stundum við: Ég á nú svo- sem ekki að vera að skipta mér af, en sú afskiptasemi var vel meint og vel fylgdist þú með hvort ég léti nú skipta reglulega um olíu á bílnum og hvort dekkin væru í lagi. Og ef þér þóttu naglarnir vera orðnir slitnir í dekkjunum á bílnum mínum þá pant- aðir þú ný dekk og sagðist ekki geta hugsað til þess að ég væri á lélegum dekkjum fyrst ég væri nú alltaf á þessum þeytingi í slæmri færð. Þú fylgdist líka vel með ástandi helstu heimilistækja og oft byrjaði símtalið á spurningunni, er þvottavélin í lagi? Þetta er nú meira undratækið eins og hún er mikið notuð, en uppþvotta- vélin? Og þegar hún svo bilaði fyrir jólin var eins og þér létti og á hinum enda línunnar heyrðist, nú jæja, ég get þá gefið þér eitthvað í jólagjöf. Elsku frændi minn, þú varst lif- andi dæmi þess að undir hrjúfu yf- irborði hins aldraða íslenska bónda slær hlýtt hjarta – það er bara ekki öllum gefið að tjá tilfinningar. Við Þorbjörn þökkum samfylgdina og alla þína umhyggju fyrir okkur og barnahópnum okkar. Blessuð sé minning þín. Jóhanna B. Þorvaldsdóttir. Örfá minningar- og kveðjuorð um Munda frænda, eins og ég kallaði hann alla tíð. Hann lést 25. mars síð- astliðinn. Hann hefði orðið 84 ára í dag ef honum hefði enst aldur. Við vorum systrabörn og milli okkar var góð frændsemi og vinátta alla tíð. Í fyrra, á jólum, sendi hann mér bók- ina Engjafang, sem er yndislegt að fá fyrir gamlan Borgfirðing. Ég hringdi til hans á aðfangadagskvöld til að segja honum hvað það hefði glatt mig mikið. Þá sagði Mundi: Ég er feginn að hafa loksins getað gert þér greiða. Ég sagði að ef honum fyndist þetta vera í fyrsta skipti, sem hann hefði gert mér greiða, þá væri hann stórlega farinn að tapa minni. Hann kom til mín á Akureyri með Jóhönnu bróðurdóttur sinni og í minningunni er það ein sú skemmti- legasta heimsókn sem ég hef fengið. Seinni ár heimsótti ég hann alltaf þegar ég kom í Borgarnes og talaði oft við hann í síma. En nú er þetta allt liðin tíð. Ég sendi samúðarkveðj- ur til þeirra sem þótti vænt um hann. Löng er orðin okkar saga eg með gleði í hjarta finn að alla þína ævidaga varstu frændi vinur minn. (JKJ) Sjáumst síðar frændi. Jódís Kristín Jósefsdóttir. Elsku frændi er dáinn. Staða frænda í fjölskyldunni á Háafelli var skýr. Þar bjuggu amma, afi og frændi. Ég man þegar ég var að átta mig á því hvernig heimurinn virkar átti ég erfitt með að skilja að það væri ekki til neitt sem hét langa- frændi. Það hlaut að vera, fyrst það var til langa-afi og langa-amma. Frændi fékk aldeilis að sjá tímana tvenna. Hann sagði mér einhvern tíma að hann hefði í fyrsta sinn kom- ið í Borgarnes skömmu fyrir ferm- ingu, þá 14 ára gamall – og það var dagsferð hvora leið. Nú er þetta ferð sem er farin á rúmum hálftíma og jafnvel hægt að sækja þangað vinnu daglega. Frændi bjó alla ævi á Háafelli. Hann fór ekki víða en hafði samt ákaflega gaman af ferðalögum, bæði innan lands og utan – tímarnir voru bara öðru vísi en nú er. Bækurnar mættu þessari ferðalöngun í staðinn og í þeim fór hann víða. Þær eru ófá- ar bækurnar um ævintýraleg ferða- lög, fjallgöngur og furður heimsins sem frændi lánaði manni í gegnum tíðina. Ég vildi að hann hefði haft tækifæri á að kynnast þessum stöð- um meira af eigin raun. Á Háafelli varði ég hverju sumri fram á unglingsár og reyndar góðum hluta úr tveimur vetrum. Jólin áttu líka heima á Háafelli. Framan af æv- inni hélt ég að þau kæmu ekki al- mennilega annars staðar. Háafell var gamall og góður, alvöru íslensk- ur sveitabær. Maður skilur auðvitað ekki fyrr en eftir á hvað það er dýr- mætt sem maður lærir á slíkum stað – af fólki eins og afa, frænda og ömmu gömlu. Virðingin fyrir lífinu, landinu og náttúrunni; vinnusemi og hugkvæmni eru allt hlutir sem ég trúi að mér hafi verið innprentaðir af þeim. Frændi var ekki sérlega mann- blendinn og þar sem afi kom yfirleitt fram fyrir hönd búsins hefur frændi ef til vill komið einhverjum fyrir sjónir sem dálítið sérkennilegur maður. Jafnvel skrítinn. Við sem þekktum hann vissum hins vegar vel að frændi var fróður, hlýr og skemmtilegur. Hann átti vissulega til að skamma mann, en þegar ég hugsa um það núna held ég að lang- oftast hafi maður átti það skilið. Elsku frændi: Þar sem þú lást á sjúkrahúsinu síðustu dagana spruttu upp alls kyns góðar minningar úr sveitinni. Allt þetta fannst mér eins og gerst hefði í gær: kapphlaupin niður í fjárhús, girðingarvinnan uppi á fjalli, snattið á Land Rovernum, netaveiðin og öll hin sveitastörfin. Þetta eru góðar minningar. Takk fyrir þær og eins fyrir allt sem þú kenndir mér. Mér þótti þetta ljóð eftir Stein- björn Jónsson frá Háafelli viðeigandi lokakveðja: Yndis nýtur andi minn, er ég lít þig fríða. Mér ég flýti í faðminn þinn fagra Hvítársíða. Hjálmar Gíslason. Komdu, litli ljúfur, labbi, pabba stúfur, látum draumsins dúfur dvelja inni’ um sinn, – heiður er himininn. Blærinn faðmar bæinn, býður út í daginn. Komdu, kalli minn. (Guðmundur Böðvarsson) Þegar ég var að alast upp, ásamt systkinum mínum, á Sámsstöðum í Hvítársíðu, voru nágrannar okkar á Háafelli Hróðný Þorvaldsdóttir og synir hennar Þorvaldur og Guð- mundur. Hróðný var einstaklega góð við okkur börnin og eins synir henn- ar. Um þetta leyti var vélmenningin að ryðja sér til rúms í sveitum lands- ins. Háafellsfólkið fékk traktor og jeppa á undan okkur og unnu bræð- urnir oft ýmis störf með traktornum fyrir föður minn. Við börnin hænd- umst mjög að Guðmundi, sem lofaði okkur ýmist að sitja hjá sér á trak- tornum eða á slóðanum, þegar verið var að slóðadraga til að mylja hús- dýraáburðinn ofan í túnið, og það var góð og örugg barnapössun fyrir mig og bróður minn á torfslóðanum. Guðmundur hafði þann eiginleika að geta laðað börn að sér og hann var okkur ákaflega góður. Guðmundur hlýr, glaðvær, spaugsamur og hjálp- samur, þannig minnist ég hans. Hafi hann og bróðir hans Þorvald- ur þakkir fyrir allar ferðirnar, sem þeir fóru með okkur, þegar við kom- umst ekki leiðar okkar vegna bílleys- is. Það eru góðir menn sem sá þeirri hlýju í barnshjartað að það minnist þess alla ævi. Slíkur maður var Guð- mundur Hjálmarsson. Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar. Þuríður Guðmundsdóttir. Guðmundur Hjálmarsson Mig langar að minnast Palla, eins og hann var alltaf kallað- ur, með nokkrum orð- um. Elsku Palli minn, nú ert þú farinn frá þessari jarðvist, langt fyrir ald- ur fram. Mér brá mikið að frétta það, þú varst mér sem bróðir. En svona er lífið, maður veit aldrei sinn dag, en þú lifir í minningu okkar sem eftir lifa. Þú varst yndisleg persóna í alla staði, svo ljúfur og góður. Ég man þegar ég var búin að taka bílprófið, þá varst þú alltaf tilbúinn að leyfa mér að keyra bílinn þinn sem þú áttir þá, mig minnir að það hafi verið Dodge. Mér þótti mikið flott að aka svona amerískum bíl, gamla rúntinn niður Laugaveginn. Páll Guðfinnur Elíasson ✝ Páll GuðfinnurElíasson fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1955. Hann lést 7. apríl síðast- liðinn. Útför Páls var gerð frá Grund- arfjarðarkirkju 14. apríl sl. Þegar þú varst á sjó man ég sérstaklega eftir því þegar þú fórst til Kúbu, þegar þú komst til baka færðir þú mér þjóð- dúkku frá því landi, þetta var mér mjög dýrmæt gjöf. Jæja, elsku Palli minn, ég á frekar erf- itt með að setja orð á blað, en ég á margar góðar minningar um þig sem ég geymi í huga mér, ég veit að það verður tekið vel á móti þér í himnaríki. Þar er fullt af fólki sem þótti verulega vænt um þig. Guð geymi þig, elsku frændi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Elsku Peta, Steina, Guðný, Magga, Ella, Finnbogi, Kjartan og afkomendur ykkar, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra, minningin lifir í hjarta okkar. María Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.