Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 33

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 33 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Í dag verður til moldar borin Erna mágkona mín, eftir stutta sjúkrahúslegu. Það er ekki lengra síðan en í janúar að hún fylgdi systur minni og tvöfaldri mágkonu sinni til grafar, en þá var nýbúið að greina hennar sjúkdóm. Hún var heima eins lengi og hægt var, fjöl- skyldan hjálpaðist að og hún fékk góða aðstoð frá Karítas heimahjúkr- un. Lína systir var gift bróður Ernu, honum Bjargmundi, sem lést árið 1961. Síðar giftist Pétur bróðir okkar henni Ernu þannig að það var ekki langt að fara í makavali hjá þeim. Hún Erna var ekki allra, var frekar hlédræg og leið best heima hjá sér seinni árin eða austur í sumarbústað. Hér áður fyrr fóru Pétur og Erna mikið með börnin sín og fleiri börn í útilegur og á skíði og var þá Jóseps- Erna Sigrún Sigurðardóttir ✝ Erna SigrúnSigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1932. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 22. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 30. apríl. dalur efst á blaði. En hestamensku lét Erna vera eftir að hafa dott- ið af baki, lét Pétur og dæturnar um það. Bú- staðavegur 95 var allt- af hús stórfjölskyld- unnar, foreldrar Ernu byggðu húsið og þar hefur alltaf verið pláss fyrir alla og þannig er það ennþá, alltaf er einhver sem þarf að gista um lengri eða skemmri tíma og þótti Ernu það ekki leiðin- legt. Auður dóttir þeirra og hennar fjölskylda býr nú á efri hæðinni. Hérna áður fyrr var alltaf farið á árshátíðir í síðkjólum og fórum við þá öll saman, Erna var stórglæsileg; minnti mig á Audrey Hepburn. Það tók margar vikur að breyta og laga dressin fyrir böllin og var þá lánað sitt á hvað, þessu stússi fylgdi mikil tilhlökkun. Á þeim tíma var ekki far- ið nema tvisvar til þrisvar á vetri. Ég vil þakka Ernu fyrir samfylgdina öll þessi ár og óska henni góðrar ferðar, þær verða trúlega samferða í „sólar- landaferðina“ mágkonurnar. Við Ingvi og börnin okkar sendum Pétri og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Guð veri með þér. Agnes Kjartansdóttir. Elsku afi. Okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Við búum nú í Bandaríkj- unum og hittum þig síðast fyrir ári. Sem betur fer áttum við margar samverustundir þegar við vorum yngri og áttum heima á Íslandi. Afi var stoltur af öllum barnabörnunum sínum og var vakinn og sofinn yfir velferð þeirra. Afi var sannkallaður útivistarg- arpur og hafði sérstaklega gaman að hjólreiðum. Oft kom hann hjól- andi úr miðbænum að heimsækja okkur alla leið í Mosfellsbæ og eins í Kópavoginn þegar við bjuggum þar. ,,Afi er kominn!“ heyrðist þá gjarn- an kallað og ekki bara af okkur systkinunum. Komu afa var nefni- lega líka fagnað af vinum okkar og leikfélögum því afi hafði gjarnan meðferðis mikið af sleikipinnum eða ís og auðvitað fengu allir sinn skammt. Afi var duglegur að sjá til þess að við gætum nú hjólað líka, hann gaf Anton Viggó Björnsson ✝ Anton ViggóBjörnsson fædd- ist í Hafnarfirði 30. júní 1932. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 12. mars síð- astliðinn og var honum sungin sálumessa frá Jósefskirkju í Hafn- arfirði 23. mars. Kjartani sitt fyrsta hjól og dyttaði oft að hjólum okkar þegar þess þurfti. Pabbi sagði okkur oft frá útilegum sem hann og afi fóru í þeg- ar pabbi var lítill. Seinna vorum við svo heppin að fá að fara með afa í útilegur. Við munum til dæmis eftir ferð í Þórsmörk en þar var afi í essinu sínu. Afi Anton lagði allt- af mikla áherslu á að við stunduðum skólann. Hann hvatti okkur sérstak- lega til dáða í stærðfræðinni enda tæknifræðingur að mennt og gat hjálpað okkur þegar á þurfti að halda. Við vitum að mömmu fannst oft gott að eiga afa að þegar við vorum lítil og pabbi á sjónum. Þá fylgdist afi vel með öllu og kom gjarnan og aðstoðaði þegar þess þurfti með. Nú eða þá að hann kom hjólandi og fór með okkur út á róló. Mamma sagði okkur að í síðasta skiptið sem hún talaði við afa í sím- ann spurði hann frétta af okkur eins og alltaf og vildi vita hvort barna- börnin væru nokkuð að týna ís- lenskunni. Okkur þykir svo vænt um þig og munu minningarnar um þig lifa áfram með okkur. Elsku afi, takk fyrir allt, Þín barnabörn, Kjartan Smári, Egill, Hall- dóra og Helga Anna. Elsku amma mín. Mér finnst það vera mjög fjarlægt að setj- ast niður og skrifa minningarorð um þig, vegna þess að ég hélt að þú yrðir með okkur miklu lengur. Undanfarna daga hafa margar minningar komið upp í hugann. Þau skipti sem ég gisti hjá þér á Smiðju- stígnum, hrossakjötsát um miðjar nætur og heitt kakó í morgunmat. Eftir að þú fluttir í kjallarann til okkar var alveg yndislegt að vita af þér niðri, vita að ég gæti komið til þín, vita að ég fengi alltaf sama elskulega viðmótið frá þér, amma mín. Allar þær minningar sem ég á um þig, elsku amma, mun ég geyma með mér og vera dugleg að rifja þær upp og hugsa til þín. Núna ert þú komin til afa sem þú misstir þegar þú varst svo ung og hann verður ánægður að fá þig til sín. Hann Guð hann mun þess gæta þú getir sofið rótt, hann lætur ljóssins engla lýsa þér um nótt. (Kristján Hreinsson) Sonja. Sigurveig Jónsdóttir ✝ Sigurveig Jóns-dóttir fæddist í Eskifjarðarseli 8. september 1923. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Eskifjarð- arkirkju 30. apríl. Elsku amma! Skrít- ið að hugsa til þess að þú ert farin, þetta gerðist nú allt ein- hvernveginn svo fljótt. Gott er samt að vita að þú ert nú komin í faðminn hans afa. Við bræðurnir eig- um nú margar sömu minningarnar um þig elsku amma. Tengjast þær nú flestar hverjar Smiðjustígnum og þeim ófáu stundum sem við eyddum þar. Smiðjustígurinn var nú yfirleitt stoppustöð okkar bræðranna á leið upp fjallið, heim til okkar, og oftar en ekki varð nú raunin sú að lengra var ekki haldið þann daginn. Eyddum við þá kvöldinu með þér þar sem þú varst oftar en ekki að spila við okkur Löngu vitleysu, gefa okkur appels- ínu með sykurmola í eða hvað það sem unga drengi langaði að gera. Áður en farið var að hátta var farið með faðirvorið og lá síðan leiðin í plássið hans afa þar sem mjúkar og hlýjar hendur hjálpuðu okkur að finna draumalandið. Eftir góðan nætursvefn varst þú alltaf vöknuð á undan og búin að hita kakó og rista fyrir okkur brauð. Við bræðurnir stoppuðum nú ekki lengi á æskuslóðunum heldur héld- um ungir á vit ævintýranna og þar af leiðandi voru stundirnar með þér alltof fáar. Eftir að þú fluttir í kjallarann hjá mömmu og pabba var alltaf yndis- legt að koma þangað í heimsókn. Niður í kjallara var rölt oft á dag og þar fékk maður alltaf þessa notalegu tilfinningu, þ.e. svona tilfinningu sem flestir ættu að þekkja eða ekta ömmu-tilfinningu, það er góð tilfinn- ing. Strákarnir okkar, þeir Birgir Gauti, Einar Fannar og Gísli, voru allir svo heppnir að fá að kynnast þér, ömmu löngu, og eyddu þeir ófáum stundum niðri í kjallara hjá þér við dunda sér í leik. Þú varst allt- af boðin og búin að gefa þér tíma með þeim og leyfa þeim að kynnast þessum hlýhug sem þú hafðir að gefa. Ömmu löngu verður sárt sakn- að af strákunum okkar. Það var gott að koma um páskana síðastliðnu og fá að kveðja þig. Að halda í hendurnar á þér og faðma þig er eitthvað sem við munum geyma með okkur alla tíð. Elsku besta amma, takk fyrir allar stundirnar sem þú gafst okkur. Þín verður sárt saknað af öllum fjöl- skyldumeðlimum okkar og veit ég að litlu strákunum mun finnast það skrýtið að þú sért ekki lengur hjá okkur. En eitt er víst að þeir munu vilja fara niður í íbúðina hennar ömmu löngu þegar þeir koma, því að þar var alltaf gott að vera. Kveðjum við þig með bæninni sem þú kenndir okkur. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Guð blessi minningu ömmu okkar, Sigurveigar Jónsdóttur. Þínir. Valur Fannar og Stefán. Mig langar til að minnast Ellu Stínu, frænku minnar, og kveðja hana með söknuði. Hún hefur reynst mér svo vel og gefið mér minningar sem alltaf munu fylgja mér í lífinu. Hún gat fundið styrk þegar vonir annarra þrutu og sló á létta strengi við hvert tækifæri. Ég hef tárast úr hlátri yfir fyndni henn- ar og lúmskum skotum við vel valin tækifæri. Ég hef líka tárast yfir þján- ingum hennar sem hún kastaði svo oft til hliðar. Ella Stína var mér fyr- irmynd í gleði og sorg, sú fyrirmynd sem ég vil vera. Ég er stolt og þakk- lát yfir því að vera frænka hennar og í mínum huga mun hún lifa sem hetja. Guðrún Anna. Það eru nú liðnir rúmir tveir ára- tugir síðan ég hitti þig í fyrsta sinn. Ég sat við eldhúsborðið á Litlahjalla og leit út um gluggann, forvitinn en þó hálf óttasleginn. Ég hafði þegar haft nokkur kynni af skörungsskap kvenfólksins í fjölskyldunni og vissi að ég gat átt von á hverju sem var. Kápan þín flaksaðist í kuldanum þarna um haustið og andartaki síðar marraði í stiganum. Svo birtist þú í dyrunum og brostir blíðlega inn í eld- húsið. „Nærgætin kona,“ hugsaði ég, en þú sagðir: „Ekki datt mér í hug að hún systir mín myndi ná sér í svona stubb.“ Systir þín leit upp frá fiski- bollunum og mamma þín, sem hafði blundað fram á borðið, tók við sér. Og þá glumdi við gleðihlátur. Elín Kristín Þorsteinsdóttir ✝ Elín KristínÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1951. Hún lést á krabba- meinsdeild Land- spítalans við Hring- braut 25. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey. Ég á mér svo marg- ar myndir um góða tíma og gleðilegar stundir með þér og fjölskyldunni þinni. Lífið var þá ekkert svo sérlega flókið. Mig langar að þakka fyrir jólin í Hafnarfirði sem voru mikilvægur hluti af lífi mínu og enn eru á lífi í dóttur minni. Þessar stundir, og svo margar aðrar, lifa með mér í dag. Nú gengur þú um græna laut og gyllta strönd. Í huga mínum ertu glöð þar sem þú lítur til baka með stolti og virðir fyrir þér verkin þín. Þú hefur unnið afrek sem halda merkjum þínum á lofti og þar lifir þú áfram. Ég kveð nú góða vin- konu með þakklæti í sorgmæddu hjarta en veit að þar sem þú nú ert, er góður félagsskapur. Lífið er að- eins eitt andartaks blik í eilífðinni. Leiðin liggur um fagrar sveitir, haf og háa tinda. En hvert sem ferðum þínum er heitið máttu vita að ávallt áttu þér stað í hjörtum sem vel kunna að elska. Atli. Ég kynntist Ellu Stínu þegar hún var rétt um tvítugt er hún varð mág- kona eldri systur minnar. Hún hafði í gegnum tíðina eða rúma þrjá áratugi mikil samskipti við heimili systur minnar og ég sömuleiðis. Ella var um margt eftirtektarverð, áberandi dökk yfirlitum, hafði fallegt bros, hógværa framkomu og hlýlega rödd. Orðheppnin var einkennandi fyrir persónuleika hennar og viðræðugóð var hún um menn og málefni. Skíði og hestamennska var helsta tóm- stundaiðja hennar og keppnisskapið leyndi sér ekki. Fjölskylduhátíðir s.s. jól og ára- mót geta stundum verið einmanaleg- ur árstími fyrir þá sem eru einhleyp- ir og lifa ekki hefðbundnu kjarnafjölskyldulífi. Þetta kannast flestir við sem hafa einhvern tímann verið í þeirri aðstöðu og þessu hafði Ella skilning á. Hjá henni og fjöl- skyldu hennar var mér ávallt opinn faðmur og elskulegt viðmót. Ég er innilega þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með Ellu Stínu og fjölskyldu hennar í gegnum árin. Æðruleysi og baráttuvilji hennar í erfiðum veikindunum síðustu 4 ár hefur verið með eindæmum. Ég votta Ása og börnunum, fjöl- skyldunni og öðrum nákomnum mína dýpstu samúð. Marta B. Helgadóttir. Kæra Elín mín. Fyrir nokkrum ár- um átti ég því láni að fagna að kynn- ast þér. Ég gleymi því aldrei hvað mér fannst þú falleg og tignarleg með þín brúnu augu og þitt dökka hár. Þú varst alltaf svo flott klædd en það var í raun ekkert hjá því hve frá- bær manneskja þú varst og alltaf í góðu skapi. Þú kenndir mér svo ótal- margt, varst svo skynsöm og klár. Þín ráð nota ég enn í dag og verður mér oft hugsað til þín einmitt vegna þessara frábæru ráða sem þú gafst mér. Eiginmanni þínum og börnum sendi ég samúðarkveðjur, ég veit að þeirra missir er mikill. Erla. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.