Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 35

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 35 Húnaþing vestra Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002 -2014 Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum 8. mars 2007 að auglýsa til kynn- ingar eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 samkv. 1. máls- grein 18. gr. Skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum: Sveitarfélagsuppdráttur. Stækkun á afmörkun á þéttbýli við Hvammstanga. Laugarbakki, þéttbýlisuppdráttur. Breytt lega tengivegar (Miðfjarðarvegar) við Laugarbakka að hringveginum og breytt landnotkun á að- liggjandi svæði. Hvammstangi, þéttbýlisuppdráttur. Breyting á vegum, tilfærslu á verslunar- og þjónustusvæði og stækkun á útivistarsvæði til sérstakra nota. Jafnframt er auglýst deiliskipulag á útivistar- svæði við Kirkjuhvamm á Hvammstanga skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Deiliskipulagið nær yfir núverandi uppbygg- ingu og áætlanir á útivistarsvæði til sérstakra nota m.a. hesthúsabyggð, skeiðvöll, íþrótta- leikvang, tjaldsvæði, golfvöll og skógrækt. Skipulagsuppdrættir og greinargerð munu liggja til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Klapparstíg 4, Hvammstanga, frá 2. maí 2007 til 30.maí 2007. Ennfremur eru tillögunar til sýnis hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera at- hugasemdir við breytingartillöguna. Athuga- semdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 14. júní 2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Sveitarstjóri Húnaþings vestra.                                   ! " # $    # %&  ' ( ( )*$ + " ' ( , -  # % . /   (-0" 1 ##2 ./0"#,(3  &)   4 -& (- -  # %  .'## / /0( &  / $$ ,3  5' (  . " ,# "   (-3  # ( .((  " .    " $$  "  " #  ' 6 +%%-,  "  (" "   (  ./0(   /2  2 $  "2     )   2  " .   . 0#  #'(( ! +(    " (  -  6 (   ((   ,   "  /  (- 7    &      8 -  #  #      # %&  ' (((-  /    " ( $) /3(  1 ,  ##    -  "    + ((( .    (( .'##  %  2 # % 3  / Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Kirkjubraut 15, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1831, Akranesi, þingl. eig. Húsval ehf, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Tryggingamiðstöðin hf, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Akurgerði 17, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1834, Akranesi, þingl. eig. Ísleifur Helgi Waage, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Jaðarsbraut 17, mhl. 01-0201 og 02-0101, fastanr. 210-1735, Akranesi, þingl. eig. Kristín Ásgeirsdóttir og Sigurdór Halldórsson, gerðarbeiðendur , föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Krókatún 14, mhl. 01-0101, fastanr. 210-1201, Akranesi, þingl. eig. Kristján Kristjánsson, gerðarbeiðandi Bílaverkstæði Borgþórs ehf, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Merkurteigur 3, mhl. 01-0101, fastanr. 210-2186, Akranesi, þingl. eig. Guðmundur Magnús Elíasson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og nb.is-sparisjóður hf, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Skarðsbraut 1, mhl. 01-0201, fastanr. 210-0703, Akranesi, þingl. eig. Sigurður Ívar Leifsson og María Kristbjörg Ásmundsdóttir, gerðarbeiðendur Glitnir banki hf, Íbúðalánasjóður, Lánasjóður íslenskra námsmanna og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Skólabraut 2-4, mhl. 01-0202, fastanr. 210-2215, Akranesi, þingl. eig. Guðni Hjalti Haraldsson og Marie Ann Butler, gerðarbeiðendur Bílver ehf, Húsasmiðjan hf og Íbúðalánasjóður, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Vesturgata 24, mhl. 01-0101, fastanr. 210-2402, Akranesi, þingl. eig. María Þórunn Friðriksdóttir, gerðarbeiðandi Sólrún Hermannsdóttir, föstudaginn 4. maí 2007 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Akranesi, 30. apríl 2007. Esther Hermannsdóttir, ftr. Nauðungarsala Félagsstarf I.O.O.F. 9  1885281/2 I.O.O.F. 7.  188527½  O.* Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HAMAR 6007050219 I Lf. Raðauglýsingar 569 1100 AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 HEIMSMEISTARINN Vladim- ir Kramnik (2772) hefur á ferli sín- um teflt eins og listamaður og vís- indamaður. Þegar hinn 32 ára Rússi skaust upp á stjörnuhiminn skákheimsins tefldi hann skákir sem voru snarpar en þó með ljóð- rænu ívafi. Á seinni árum hefur hið listræna horfið fyrir nákvæm- um vísindalegum vinnubrögðum þar sem hvert byrjunarkerfi er valið til að brjóta niður sóknarhug- myndir andstæðingsins og leggja grunn að hagstæðu drottningar- lausu miðtafli. Að fara yfir skákir Kramniks er stundum eins og að horfa á vísindamann sem rannsak- ar hvernig málning þornar. Ung- verski ofurstórmeistarinn Peter Leko (2738) hefur ekki ósvipaðan skákstíl en þeir félagar öttu kappi saman í atskákeinvígi sem lauk um síðustu helgi í Miskolc í Ungverja- landi. Eins og við mátti búast fór ein- vígið rólega af stað með tveimur jafnteflum en í þriðju skákinni lék Leko ónákvæmt í 29. leik með svörtu. Fram að því hafði skákin teflst eins og nýlegar skákir ofur- stórmeistara. Kramnik náði yfir- höndinni en lék ónákvæmt og gaf Leko tækifæri á að bjarga sér í eftirfarandi stöðu: 34... Dd3? Helsta von svarts til að ná jafn- tefli var að leika 34...De1! með hugmyndinni að leik De1-e6. Við þeirri fyrirætlan getur hvítur ekki fundið fullnægjandi svar og jafn- tefli yrði að öllum líkindum nið- urstaðan. Textaleikurinn gefur hvítum hinsvegar kost á að þjarma að a-peði svarts. 35. Hc5 a4 36. Dxa4 De4+ 37. Kh2 Dd4 38. Dc2! og hvítur innbyrti vinninginn ell- efu leikjum síðar. Kramnik hafði vinningsforskot þegar einvígið var hálfnað og í fimmtu skákinni fékk hann snemma uppáhaldsstöðu sína, drottningarlaust miðtafl þar sem svartur hafði peðaveikleika. Hann þjarmaði hægt og sígandi að and- stæðingnum en Leko varðist fim- lega. Í eftirfarandi stöðu gat Ungverj- inn bjargað sér: Til að halda jafntefli má svartur ekki tapa e-peði sínu. Erfitt er að koma í veg fyrir það og lék Leko hinum eðlilega 49... Hf8+? sem var svarað með 50. Kg3 e4 51. Hd5+ Hf5 52. f4+! og hvítur innbyrti vinninginn fimm leikjum síðar. Í stað 49...Hf8? gat svartur leikið 49... Rc5! og tryggt sér jafntefli eftir 50. Rxe5 Hf8+ 51. Ke2 Hxf2+! Eins og fram kemur í ágætri umfjöllun um einvígið á chessbase- .com tókst Leko að vinna 6. skák einvígisins en Kramnik lét það ekki á sig fá heldur stýrði tveim síðustu skákunum í jafnteflishöfn og bar sigur úr býtum í einvíginu, hann fékk 4½ vinning gegn 3½ vinningi Lekos. Vísindamanninum Kramnik tókst því enn og aftur að sýna fram á að þó að skákstíll hans sé ekki litríkur að þá sé hann árangursríkur. Það verður athygl- isvert að fylgjast með framgöngu hans í haust þegar átta manna heimsmeistaramótið í skák fer fram í Mexíkóborg. Seigla Kramniks skilar árangri At Heimsmeistarinn Kramnik, t.h., lagði Leko að velli í atskákeinvígi. SKÁK Miskolc í Ungverjalandi ATSKÁKEINVÍGI KRAMNIKS OG LEKO 24.- 29. apríl 2007 Helgi Áss Grétarsson daggi@internet.is FRÉTTIR HÚMANISTAFLOKKURINN hefur fyrir hönd herferðarinnar „Evrópa friðar“ ritað formönnum stjórn- málaflokkanna bréf til að fara þess á leit að þeir styðji þetta evrópska átak til að þrýsta á að þeim kjarna- vopnum sem finnast á evrópsku landi verði eytt. Í framhaldi af því fá allir þingmenn og frambjóð- endur til Alþingis tækifæri til að taka afstöðu til þessa máls. Sjá nán- ar á www.europeforpeace.eu. Evrópa án kjarnavopna STJÓRN Þroskahjálpar á Suður- landi telur brýna þörf á fjölgun bú- setuúrræða á Suðurlandi nú þegar vegna langra biðlista. Stjórnin tel- ur nauðsynlegt að auka þjónustu á svæðinu og finna bestu lausnirnar fyrir þá einstaklinga, sem gætu hugsanlega búið í sjálfstæðri bú- setu í framtíðinni, en þeim fer fjölg- andi. „Vegna fyrirséðra breytinga með flutningi á Álftarimanum í Hveragerði vill stjórnin benda á að það húsnæði eða húsnæðið í Lamb- haga, sem notað hefur verið fyrir skammtímavistun, getur hentað vel til að brúa bilið milli búsetu frá for- eldrum að sjálfstæðri búsetu. Má líta á þá lausn sem „leið út í sam- félagið“. Í Álftarima og í Lambhaga er húsnæði sem gæti hentað fyrir slík einstaklingsmiðuð úrræði, sem brýn þörf er á. Stjórn Þroskahjálp- ar á Suðurlandi skorar því á stjórn- völd að veita fjármuni í slíka starf- semi, þar sem húsnæðið er til staðar,“ segir í ályktuninni. Ályktun stjórnar Þroskahjálpar á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.