Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.05.2007, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Barnavörur Hindrar tannskekkju hjá börnum. Ný gerð af snuðum sem hindrar krossbit og aðra tannskekkju hjá börnum. Nánari upplýsingar á www.ortodent.is. Bækur Viltu kynna þér sögu Breiðavíkur? Á flestum málum eru tvær eða fleiri hliðar. Breiðavíkur- heimilið er þar engin undantekning. 20. heftið í ritröðinni Mannlíf og saga fyrir vestan fjallar eingöngu um Beiðavíkurheimilið á árunum 1952- 1964. Fræðandi og upplýsandi fyrir alla. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 1,595,- kr. Vestfirska forlagið Spádómar Húsgögn Glænýr amerískur sjónvarpsskápur Til sölu er glænýr amerískur sjónvarpsskápur. Selst á 20.000 kr. Frekari upplýsingar í síma 820 6898. Húsnæði óskast Skammtímaleiga Vantar 4ra herb. íbúð til leigu fyrir erlenda gesti vegna brúðkaups. Vantar frá 12. til 20.júlí. Símar: 899 8985/845 8260. Sumarhús Rotþrær - Heildarlausnir Framleiðum rotþrær frá 2300-25000 l. Sérboruð siturrör og tengistykki. Öll fráveiturör í grunninn og að rotþró. Einangrunarplast í grunninn og takkamottur fyrir gólfhitann. Faglegar leiðbeiningar reyndra manna, ókeypis. Verslið beint við framleiðandann þar er verð hagstætt. Borgarplast, Seltjarnarnesi, sími 561 2211, Borgarplast, Mosfellsbæ, sími 437 1370. Heimasíða : www.borgarplast.is Námskeið www.listnam.is Skartgripasmíði - PMC (Precious Metal Clay). Einkaumboð Íslandi frá Mitsubishi Materials Ltd. Nemendur fá allt efni á heildsöluverði. Grunnnám helgina 5. og 6. maí kl. 10-18 í Reykjavík. Uppl. í síma 695 0495. Til sölu Skápahurðir staðlaðar stærðir, millistærðir. Spónasalan ehf., Smiðjuvegur 40, gul gata, sími 567 5550. Þjónusta Móðuhreinsun glerja! Er komin móða aða raki milli glerja? Móðuhreinsun Ó.Þ. Sími 897 9809. Tangarhöfða 9 Sími 893 5400 • lms.is Ýmislegt Nú er rétti tíminn til að panta skilti á húsið og sumarbústaðinn. Pipar og salt Klapparstíg 44, sími 562 3614 Mjög fallegur bh sem getur verið hlýralaus í BCD skálum á kr. 3.990,- Push up fyrir þær brjóstgóðu í CDE skálum á kr. 3.990,- Virkilega flottur fyrir stærri brjóstin í CDEF skálum á kr. 3.990,- Misty, Laugavegi 178, sími 551 3366. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf www.misty.is Bílar Renault árg. '99 ek. 240 þús. km. Renault Megan Senic til sölu, ný skoðaður, ný upptekin vél, fæst á yfirtöku á láni, c.a. 16.000 kr. mán-greiðsla. Uppl. sími 846-0151 Hyundai Santa Fe 2,7 sjálfskiptur, árg. 2006, Hm útgáfa. Ekinn 8 þús. km. Verð 3.090 þús. Upplýsingar í síma 840 1429.. Hópbílar Sprinter Hópbifreið MB Sprinter 416 CDI 17 manna sem nýr ár 2005 ekinn 28 þ. km. Sjálfskipt kiel sæti, belti, rafhurð, loftkæling, olíufíring, loftstokkar, hljóðkerfi, topplúga. Sími 8976196. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla - akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, bifhjólakennsla, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '06 892 4449/557 2940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '06, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Kristófer Kristófersson BMW 861 3790 Sigurður Jónasson Toyota Rav4 ‘06 822 4166. Fellihýsi Fellihýsi til sölu Palomino colt 9 feta árg 2005. Fylgir fortjald, svefntjöld, grjótgrind, festing fyrir tvo gaskúta. Sími 892 9614, 567 0394. Mótorhjól Til sölu Suzuki RM 125 Hjólið er 2005 árgerð en er nýskráð í maí 2006. Það er í fullkomnu standi og hefur notið góðs viðhalds frá upp- hafi. Hjólið kemur á nýjum Michelin- dekkjum og er hlaðið aukahlutum. Sjón er sögu ríkari. Áhugasamir hafi samband í síma 690 9145, Sandri. Flott hjól. Til sölu efni í flott hjól. Yamaha Royal Star. Árg. 01. er V4-1300cc sem þarfnast endurhönnunar. Upplýsingar í síma : 898 0291. Smáauglýsingar sími 569 1100 Á FÉLAGSFUNDI Ungra jafnaðar- manna í Hafnarfirði nýlega var eftirfarandi ályktun (sem einnig má sjá á vefsíðu félagsins: http:// www.mir.is) samþykkt: Nýlega tilkynnti utanríkisráð- herra að Ísland myndi verja 100.000 Bandaríkjadölum til að- stoðar við íraska flóttamenn. Það gerir um sex og hálfa milljón ís- lenskra króna. Sú upphæð er senni- lega ekki fjarri því að vera andvirði eins ráðherrabíls. Ísland studdi inn- rásina í Írak og nafn landsins var sett á lista hinna staðföstu stríðs- sinna. Hundruð þúsunda Íraka hafa síðan látið lífið og milljónir orðið að flýja heimili sín. Í ljósi þeirrar sið- ferðilegu ábyrgðar, sem Ísland ber á þessu ástandi, er áðurnefnd upp- hæð smánarlega lág. UJH krefjast þess að íslensk stjórnvöld hysji upp um sig buxurnar og veiti myndar- lega upphæð til mannúðaraðstoðar í Írak. Þá krefjast UJH þess að nafn Ís- lands verði tekið af lista hinna stað- föstu stríðssinna. Myndarlegri upp- hæð verði varið til aðstoðar í Írak SVÞ – Samtök verslunar og þjón- ustu mótmæla því að frítollakvótar vegna innflutnings kjöts og osta skuli hafa verið boðnir upp og seld- ir fyrir rúmar 430 milljónir króna. Ef almennir kvótar vegna sömu vara verða boðnir upp í júní nk. og seljast á svipuðu verði og í fyrra má ætla að ríkið hafi alls um 600 millj- óna króna tekjur af kvótasölu vegna þessara vara á árinu 2007, segir í frétt frá SVÞ. SVÞ lögðu áherslu á það þegar breytingar á sk. búvörulögum voru til afgreiðslu þar fyrir þinglok í síð- asta mánuði, að þessum tollkvótum væri úthlutað án uppboða. Því mið- ur var ekki fallist á þetta sjónar- mið, segir í fréttinni. „Í ljósi þess sem nú blasir við er brýnt að aðferðum við úthlutun tollkvóta verði breytt og hug- myndir sem SVÞ hafa bent á, eins og úthlutun með hlutkesti eða út- hlutun miðað við markaðshlutdeild umsækjenda verði skoðaðar í því sambandi. Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að aðferðir ríkisins við úthlutun tollkvóta haldi áfram að stuðla að hærra vöruverði í land- inu.“ Kvótauppboðum mótmælt ÞJÓÐARHREYFINGIN – með lýð- ræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám lífeyr- isforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna. Í yfir- lýsingu sem hreyfingin hefur sent frá sér segir að lagasetningin frá í desember 2003 gangi gegn hug- myndum landsmanna um lýðræði og jafnrétti. „Þjóðin býr í grundvallaratriðum við sömu lífeyrisréttindi. Alþingis- menn, ráðherrar og hæstaréttar- dómarar eiga einfaldlega að njóta sömu réttinda og aðrir opinberir starfsmenn. Sú leiðrétting þolir enga bið. Að því fengnu ber að jafna lífeyrisréttindi þannig að fólk á almennum vinnumarkaði njóti ekki lakari réttinda en opinberir starfsmenn gera nú. Yfirlýsingar einstakra frambjóð- enda um afnám forréttindanna eru fagnaðarefni en duga ekki einar og sér. Stjórnmálaflokkarnir verða að gera grein fyrir afstöðu sinni. Þjóð- arhreyfingin hvetur landsmenn til þess að krefja flokkana um skýr og afdráttarlaus svör í þessum efnum fyrir kosningar, segir í yfirlýsingu frá Þjóðarhreyfingunni. Vilja svör um lífeyrisforréttindi fyrir kosningar NÝTT aðildarfélag Ungra jafn- aðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, var stofnað í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi 24. apríl. Í stofnfundarályktun félagsins er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir van- rækslu við Barna- og unglingageð- deild Landspítalans. Félagið ber nafnið Ungir jafn- aðarmenn á Seltjarnarnesi (skammstafað UJSEL) og er vett- vangur ungs Samfylkingarfólks á Seltjarnarnesi til að koma hugsjón- um sínum á framfæri og berjast fyrir jöfnuði og frelsi, eins og segir í fréttatilkynningu. Nýkjörinn formaður félagsins er Helga Tryggvadóttir læknanemi, en aðrir í stjórn eru Halla Tryggva- dóttir, Halldór Hrafn Gíslason, Jó- hanna Ýr Jónsdóttir, Sonja Berg- mann, Steindór Grétar Jónsson, Vilborg Ása Dýradóttir og Þorleif- ur Örn Gunnarsson. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylk- ingarinnar, var fundarstjóri á fund- inum og Katrín Júlíusdóttir þing- kona ávarpaði fundinn. Stjórnvöld gagn- rýnd fyrir van- rækslu við BUGL TOYOTA á Íslandi hefur ákveðið að styrkja knattspyrnudeild ÍBV til næstu þriggja ára og verður aðal- styrktaraðili knattspyrnuliðs ÍBV frá og með næsta keppnistímabili. Magnús Kristinsson, stjórnarfor- maður Toyota á Íslandi, og Viðar Elíasson, formaður knattspyrnu- deildar ÍBV, skrifuðu undir sam- starfssamning þess efnis á bílasýn- ingu Toyota í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja laugardaginn 21. apríl. Samningurinn er án efa einn sá stærsti sem knattspyrnulið á Ís- landi hefur gert og gerir ÍBV kleift að efla starfsemi sína umtalsvert á næstu misserum, segir í frétta- tilkynningu. Styrkur Toyota og knattspyrnudeild ÍBV skrifa undir einn stærsta styrkt- arsamning sem íslenskt knattspyrnulið hefur gert. Magnús Kristinsson, stjórnarformaður Toyota á Íslandi, og Viðar Elíasson, formaður knatt- spyrnudeildar ÍBV, undirrita samning í Eyjum að viðstöddu fjölmenni. Toyota styrkir ÍBV FRÉTTIR Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.