Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 37

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 37 Skartgripir Fjallkonunnar Reynomatic Café Mílanó árnað heilla ritstjorn@mbl.is Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Mömmu- morgunn kl. 10: Fjallað um tónlistarkennslu ungra barna. Kaffiveitingar. Áskirkja | Kl. 11 Samverustund í safnaðarheimili II, hreyfing, slökun og bæn. Allir velkomnir. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar eru í Holtakoti kl. 10–12, Volare-húð-, hár- og heilsuvörurnar kynntar. Opið hús eldri borgara ætlar að bregða sér af bæ og heimsækja Sjóminjasafnið og fara síðan á kaffihús. Lagt verður af stað frá Litlakoti kl. 13.10. Auður og Lindi sjá um akstur, sími þeirra er 565- 0952. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið upp á léttan há- degisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára í Rimaskóla kl. 17–18. TTT fyrir börn 10–12 ára í Korpuskóla kl. 17– 18. Kristniboðssalurinn | Samkoma verður í Kristni- boðssalnum Háaleitisbraut 58–60 í kvöld kl. 20. „Verið hver öðrum undirgefnir.“ Ræðumaður er Jónas Þ. Þórisson. Ragnar Gunnarsson segir fréttir frá Kenýu. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmumorgunn í umsjá Gerðar Bolladóttur. Kaffispjall fyrir mæður, notaleg upplifun fyrir börn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólar- megin leggur af stað frá kirkjudyrum. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar, fyrir 6–9 ára. Umsjón Andri og sr. Hildur Eir. Kl. 16.30 TTT fyrir 10–11 ára. Umsjón Andri og Þorkell Gunnar. Neskirkja | Foreldrarmogunn kl. 10. Hver er ávinn- ingurinn af foreldrasamvinnu á líðan barna í leik- og grunnskóla? Fræðsla í höndum samtakanna Heimili og skóli. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Selfosskirkja | Tíðagjörð með fyrirbæn í kirkjunni kl. 10. Kaffisopi á eftir. Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 8.15–16 baðþjónusta. Kl. 9–16.30 handavinna og smíðastofa/útskurður. Kl. 10 heilsu- gæsla. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, há- degisverður, spiladagur bridsvist, kaffi. Minnum á opið hús laugardag og sunnudag 5. og 6. maí kl. 13–17. Ýmislegt áhugavert í boði t.d. handverkssýn- ing, harmonikkuleikur, tískusýning og línudans, kaffiveitingar s. 535-2760. FEBÁ, Álftanesi | Heimsókn í Sjónminjasafnið og farið á kaffihús á eftir. Mæting við Litlakot kl. 13. Akstur, Auður og Lindi, sími 565-0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10– 11.30. S. 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13–14. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga kl. 10. Söngvaka kl. 14. Umsjón Sigurður Jónsson og Helgi Seljan. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.30. Gler- listarhópar kl. 9.30 og kl. 13. Handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Bobb kl. 17. Samkvæmisdans kl. 19, línudans kl. 20, Sig- valdi kennir. Vorsýningin verður um næstu helgi og eru þeir sem verða með muni á sýninguna hvattir til að skila til Þórhildar fyrir kl. 17 í dag og til Krist- ínar milli kl. 13–17 á morgun. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 10 ganga, kl. 10–11 Kaupþing banki, kl. 11.40 leikfimi og hádegis- verður, kl. 13 kvennabrids. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Í Kirkjuhvoli: Kvennaleikfimi kl. 9, 9.50 og 10.45. Í Mýri: vatns- leikfimi kl. 9.50, opið hús í Holtsbúð kl. 13. Brids í Garðabergi frá kl. 13, opið til 16.30. Hraunbær 105 | Kl. 9–16 postulín I. Kl. 9–12 út- skurður. Kl. 12–13 hádegismatur. Kl. 13–16.30 brids. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og glermálun. Jóga kl. 9–12, Sóley Erla. Prjónakaffi kl. 14.30, prjónað og spjallað. Böð- un fyrir hádegi. Fótaaðgerðir 588-2320. Hársnyrt- ing 517-3005/849-8029. Hæðargarður 31 | Munið kvöldsamveru Suður- sveitarfara miðvikud. kl. 20. Óvænt uppákoma. Morgunandakt kl. 9.30 fimmtud. Stofnfundur „Baráttusamtaka um bætt veðurfar“ föstud. kl. 14.30. Ást 6. maí kl. 20. Ókeypis tölvukennsla. Allir velkomnir á allar samkomur. S. 568-3132, asdis- .skuladottir@reykjavik.is. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er keila í Keiluhöllinni klukkan 10 og Listasmiðjan á Korpúlfsstöðum kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Iðjustofa, postulíns- málun, leirmótun o.fl. kl. 10. Hjúkrunarfr. frá heilsu- gæslunni kl. 10. Leikfimi fyrir byrjendur kl. 10.30. Leikfimi í salnum kl. 11. Verslunarferð í Bónus kl. 12. Handverks- og bókastofa kl. 9. Kaffiveitingar kl. 14.30. Kl. 15 kemur Ekkó-kórinn og syngur fyrir okkur. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handavinnustofan opin kl. 9–17, morgunstund kl. 9.30, bókband kl. 9–13, verslunarferð kl. 12.30, söngur og dans við undirleik hljómsveitar kl. 14. Þórðarsveigur 3 | Kl. 9 Handavinna. Kl. 13 Opin salurinn. MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélrit- aða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er miðvikudagur 2. maí, 122. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þá er þeir mötuðust, tók Jesús brauð, og gaf lærisveinunum og sagði: Takið og etið, þetta er líkami minn. (Matt. 26, 26.) Leikhópurinn Ferðaleikhúsiðhefur starfað frá árinu 1965og fengist við fjölbreytt verk-efni hérlendis og erlendis. Fastur liður í menningarlífi borgarinnar frá árinu 1970 eru sumarsýningar Ferðaleikhússins, sem bera samheitið Light Nights. Leikhópurinn auglýsir nú eftir leik- urum fyrir sýningar sumarsins og verða viðtöl og inntökupróf á miðvikudag og laugardag. Kristín G. Magnús leikkona og leik- stjóri fer fyrir leikhópnum: „Öllum sem áhuga hafa á leiklist er velkomið að koma í viðtal, þó æskilegast sé að fólk hafi reynslu að baki. Leitað er að fólki á öllum aldri, þó ekki yngra en 17 ára, sem getur dansað og tjáð sig vel,“ segir Kristín. „Hér er spennandi tækifæri á ferð, og hefur reynslan sýnt að Ferða- leikhúsið hefur verið stökkpallur út í farsælan leiklistarferil fyrir margra af þekktustu leikurum landsins.“ Um er að ræða hlutastarf, en sýningar verða á mánudögum og þriðjudögum og ætti fólk því að geta tekið þátt í leikstarfinu með annarri vinnu ef það hentar. Eins og fyrr segir hafa sýningarnar Light Nights verið á fjölunum flest sum- ur í um 37 ár: „Sveinn Haraldsson gagn- rýnandi kallaði sýninguna meðal annars stórmerkilegt menningarlegt fyrirbæri, en sýningin byggist á kvöldvökum á ís- lenskum baðstofum fyrr á öldum,“ segir Kristín. „Sýningin fjallar um menning- ararf þjóðarinnar og byggist á þjóðsög- um og sagnaarfi víkinganna. Sýningin hefur tekið breytingum í gegnum árin, og mismunandi sögur í sviðsljósinu hverju sinni, en nefna má t.d. söguna af Djáknanum á Myrká sem fylgt hefur sýningunni frá upphafi, enda sennilega ein best skrifaða draugasaga sem við eigum.“ Verður sýningin í sumar með nokkuð breyttum hætti frá fyrri sýn- ingum og spennandi verkefni fram- undan. Sýningin fer fram á ensku og hefur verið ákaflega vinsæl hjá ferðamönnum: „Íslendingar hafa ekki síður gaman af verkinu, og er iðulega viðkvæði þeirra sem sjá sýninguna að hún hafi komið skemmtilega á óvart,“ segir Kristín. „Sumir uppgötva sýninguna þegar þeir bjóða með sér erlendum gestum, en í vaxandi mæli eru íslenskir áhorfendur að heimsækja okkur í Iðnó til þess að njóta góðrar leiksýningar sem túlkar á spennandi hátt þjóðararf okkar.“ Finna má frekari upplýsingar um leik- hópinn á slóðinni www.lightnights.com. Þeir sem vilja þreyta inntökupróf geta haft samband í s. 551-9181/ 898-0181. Leiklist | Auglýst eftir nýjum leikurum fyrir sýninguna Light Nights í sumar Spennandi leiktækifæri  Kristín Guð- bjartsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún lauk leiklistarnámi frá Royal Academy of Dramatic Arts frá Lundúnum 1959 þar sem hún hlaut Shakespeare- heiðursverðlaunastyrk. Kristín starf- aði hjá BBC og ITV við þáttaröð og auglýsingagerð. Hún vann allmörg ár hjá Þjóðleikhúsinu sem leikari, leik- stjóri og leiklistarkennari en hafði áður verið ballettdansari hjá Þjóðleikhús- inu. Kristín stofnaði ásamt eiginmanni sínum Ferðaleikhúsið árið 1965. Krist- ín er ekkja Halldórs Snorrasonar og eiga þau soninn Magnús Snorra. Tónlist Hólmaröst, Lista- og menning- arverstöð | Fyrri vortónleikar Jórukórsins á Selfossi verða í Hólmaröst fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Kaffihúsastemning verður ríkjandi. Gestasöngvari verður Hermundur Guðsteinsson tenór. Stjórnandi kórsins er Hlín Pétursdóttir sópransöngkona. Salurinn, Kópavogi | Burtfarar- prófstónleikar frá Tónlistarskóla Reykjavíkur kl. 20. Sólrún Gunn- arsdóttir heldur burtfararprófs- tónleika sína á fiðlu. Píanóleikari er Raul Jiménez. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Dans Ráðhús Reykjavíkur | Línudans- hátíð hefst síðdegis miðvikudag- inn 2. og fimmtudaginn 3. maí kl. 17.30. Allir eru velkomnir á ókeyp- is línudansnámskeið. Jóhann Örn danskennari kennir. Boðið verður upp á svaladrykki. Allir velkomnir. linudans@linudans.is og s.862 4445. Mannfagnaður Húnvetningafélagið í Reykjavík | Sunnud. 6. maí frá kl. 14 er opið hús í Húnabúð, Skeifunni 11, 3. hæð (lyfta). Kaffihlaðborð að hætti kaffinefndar félagsins, Raggi Bjarna sér um gamanmál o.fl. Enginn aðgangseyrir, allir vel- komnir. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Húnabúð þriðjud. 8. maí kl. 20, venjuleg aðalfundar- störf. Fyrirlestrar og fundir Askja – Náttúrufræðihús Há- skóla Íslands | Föstudaginn 4. maí verður málþing um skaða af völdum rafmagnsslysa. Aðalfyrir- lesarar eru Lars Ole Goffeng, sér- fræðingur og Bo Veiersted, yfir- læknir frá Statens arbeidsmiljø- institutt í Noregi. Nánari upplýs- ingar og skráning á heimasíðu Staðlaráðs Íslands, www.- stadlar.is. Krabbameinsfélagið | Skógarhlíð 8. Stuðningshópur um krabba- mein í blöðruhálskirtli verður með mánaðarlegan rabbfund sinn í dag, miðvikud. 2. maí, kl. 17. Gest- ur fundarins er Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi. Hann ætlar að segja frá flakaköf- un við Ísland. Orkugarður | Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, fjallar um landheilsu jarð- ar kl. 13. Eyðimerkurmyndun ógn- ar tilveru meira en milljarðs jarð- arbúa. Rætt verður m.a. um stöðu lands og lífríkis, verndun jarðvegs og endurreisn landkosta. Meira á www.os.is/page/midv_020507. Fréttir og tilkynningar GA-fundir (Gamblers Anonymo- us) | Er spilafíkn að hrjá þig eða þína aðstandendur? Fáðu hjálp. Hringdu í síma 698-3888. FJÖLDI fólks um heim allan tók þátt í hátíðahöldum og kröfugöngum vegna baráttudags verka- lýðsins í gær. Þessar ónefndu konur mættu með fána á Murillo-torgið í La Paz í Bólivíu í gær. Baráttu- dagur í Bólivíu Reuters FRÉTTIR LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lýsir eftir vitnum að umferðar- óhappi sem varð í Ártúnsbrekku fimmtudaginn 26. apríl sl. Þar rák- ust saman Subaru Impreza og Mercedes Benz fólksbifreið og lenti önnur bifreiðin á vegriði. Báðum bílum var ekið til vesturs. Vegfarendur sem urðu vitni að óhappinu eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 444-1000. Lýst eftir vitnum STJÓRN Ungra vinstri-grænna hefur sent frá sér ályktun þar sem hörmuð er sú niðurstaða sem prestastefna þjóðkirkjunnar komst að varðandi giftingar samkyn- hneigðra. „Með því að neita að gefa saman samkynhneigða einstaklinga brýt- ur Þjóðkirkjan gegn jafnréttis- ákvæðum stjórnarskrár íslenska lýðveldisins og fordæmir óbeint þá Íslendinga sem eru samkynhneigð- ir. Meðan prestar fá greidd laun frá ríkinu eru þeir eins og gefur að skilja ríkisstarfsmenn og það að þeir geti neitað fólki um opinbera þjónustu á grundvelli kynhneigðar er ólíðandi. Það er von Ungra vinstri-grænna að Alþingi komi í veg fyrir þessa grófu mismunun og heimili sem fyrst trúfélögum að gefa saman samkynhneigða,“ segir í ályktuninni. Harma afstöðu þjóðkirkjunnar STJÓRN þingflokks Samfylkingar- innar mótmælir harðlega þeirri leið sem ríkisstjórnin hefur valið til að úthluta frítollum vegna innflutn- ings kjöts og osta. Leið ríkisstjórn- arinnar gengur þvert gegn því markmiði að lækka matvælaverð í landinu, að mati Samfylkingar- innar. Í frétt frá þingflokknum segir: Á þessu ári hafa frítollkvótar vegna innflutnings kjöts og osta verið seldir fyrir rúmlega 430 milljónir króna og stefnir í að sú tala geti hækkað í 600 milljónir króna á árinu ef sömu aðferð við útboð kvótanna verður fram haldið í sum- ar, skv. upplýsingum frá Samtökum verslunar og þjónustu. Ríkisstjórnin ákvað í tengslum við lækkun matarverðs 1. mars síð- astliðinn að fella niður tiltekið magn tolla á kjötvörum og ostum. Tilgangurinn var vitanlega að lækka matvælaverð í landinu. Ljóst er að sú ákvörðun ríkisstjórnar- innar að selja frítollkvótana hæst- bjóðanda á uppboði gengur þvert gegn áformum um lækkun mat- vælaverðs þar sem ljóst er að kostn- aður vegna kvótakaupanna fer beint út í verðlagið. Hagsmunir al- mennings eru því fyrir borð bornir með þessu fyrirkomulagi. Samfylkingin leggur áherslu á þá stefnu sína að fella niður í áföngum tolla og vörugjöld af matvælum í góðu samráði við bændur og með viðeigandi mótvægisaðgerðum í þeirra þágu. Með tillögum Samfylk- ingarinnar mætti lækka matvæla- verð tvöfalt meira en þegar hefur verið gert. Mikilvægt er að íslenskur al- menningur geti keypt matvæli á sambærilegu verði og nágranna- þjóðir í Evrópu en ennþá er langur vegur frá því að því marki hafi ver- ið náð. Samfylkingin mót- mælir aðferðum við kvótaúthlutun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.