Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 43

Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 43 -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára M A R K W A H L B E R G Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIK- STJÓRA "TRAINING DAY" kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára V.I.J. Blaðið eeee LIB Topp5.is Sýnd kl. 6 Ísl. tal eeee „Líflegur og hugvitssam- legur spennutryllir“ SV, MBL eee „Fyrsti sumar- smellurinn í ár“ MMJ, Kvikmyndir.com ÍSLEN SKT TAL Sýnd kl. 6 eee LIB Topp5.is SPRENG- HLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFNVEL SAMAN! eee S.V. - MBL www.laugarasbio.is 2 fyr ir 1 ÍSLEN SKT TAL SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? eeee V.J.V. Topp5.is SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER Next kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára Mýrin (2 fyrir 1) kl. 5.40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára Köld slóð (2 fyrir 1) kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL NICOLAS CAGE www.haskolabio.is • Sími - 530 1919 2 fyr ir 1 Stærsta kvikmyndahús landsins Heimavöllur íslenskra kvikmyndagerðar ÚTVARPSÞÁTTURINN Geymt en ekki gleymt er á dagskrá Rásar 2 vikulega en þar dustar Freyr Eyj- ólfsson rykið af gamalli íslenskri plötu í samneyti við viðkomandi listamann. Þátturinn fer í sumarfrí í júlí og segir frá því á heimasíðu Dr. Gunna að við taki Skemmtiþáttur Dr. Gunna. Þar muni einyrkjar meðal annars keppa í Popppunkti. Áhugasamir um tónlist og spurn- ingakeppnir eru því hvattir til að fylgjast vel með framhaldinu. Meiri Popp- punktur ÓLAFUR de Fleur Jóhannesson er þessa dagana við upptökur á kvik- mynd sinni Stóra planið. Samkvæmt bloggsíðu sinni deila þó aðrir hlutir hug hans öllum: „Búin að vera prýði- lega vika í tökum á Stóra planinu … Það er mikilvægt að fá góðan svefn yfir vikuna, svo maður sé úthvíldur. Ég hef hins vegar ekki náð að sofa mikið því ég asnaðist til að kaupa einhverja seríu af sjónvarpsþátt- unum E.R. og þessir andsk. þættir hafa haldið mér vakandi of lengi. Í hvert einasta skipti sem ég ætla að fara slökkva og aumast í bólið þá fær einhver krabbamein.“ Límdur við Bráðavaktina UMSJÓNARMENN slúðurnetsíðunnar Hec- klerspray hafa að undanförnu fjallað um þau lög, sem taka þátt í Evróvisjónkeppninni eftir rúma viku. Það er óhætt að fullyrða að skríbentum síð- unnar er ekkert sérstaklega hlýtt til íslenska lags- ins. Vefurinn segist hafa verið viss um að Silvía Nótt myndi vinna Evróvisjón í fyrra en henni hafi síðan tekist að strjúka svo mörgum öfugt að lagið hennar komst ekki í úrslit. Örlög íslenska lagins í ár ráðist hins vegar af því hvort Evrópubúum líki miðaldra Meat Loaf-eftirlíkingar. Þá sé Valentine Lost einhver klisjukenndasta veðurbarða ballaða sem heyrst hafi lengi þótt hugsanlega kunni einverjum eftirlegukindum úr aðdáendahópi Lordi að þykja gaman að laginu. Ekki allir eins hrifnir af Valentines Lost FJÓRÐA skemmtikvöld Reykjavík Grapevine og Smekkleysu, í sam- starfi við Reykjavík FM og Thule, fer fram á Sirkus við Klapparstíg í kvöld. Þar koma fram FM Belfast og plötusnúðarnir Terrordisco og Gunni Tynes. Skemmti- kvöld á Sirkus SÉRFRÓÐIR segja Karl Rove hafa hrækt á söngkonuna Sheryl Crowe í matarboði í Hvíta húsinu fyrir viku. Þau Crow og Rove lentu víst í hörðum deilum í veislunni vegna umhverfismála. Ruddinn hann Rove VEGNA fjölda áskorana hefur leikritið Afgangar eftir Agnar Jón Egilsson verið tekið til sýningar á ný í Aust- urbæ. Aðeins er um þrjár sýningar að ræða, tvær sýn- ingar verða á morgun, fimmtudaginn 3. maí, kl. 20 og kl. 22 og þriðja sýning er á sunnudaginn, 6. maí, kl. 21. Afgangar var frumsýnt í september á síðasta ári. Sýningin er í miklu návígi og 70 mínútur að lengd með engu hléi. Leikarar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir og Stefán Hallur Stefánsson. Miðaverð er kr. 1.500 og hægt er að nálgast miða í miðasölu Austurbæjar milli kl. 13 og 17 alla virka daga í síma 551 4700 og á midi.is. Afgangar á fjalirnar á ný Morgunblaðið/Eggert Afgangar Elma Lísa og Stefán Hallur í hlutverkum sínum. ÍSLENSKI dansflokkurinn æfði í gær fyrir aðra sýningu sína í Kína sem fram fer í kvöld Gua ngzhou (Kanton). Þá fer fram opn- unarsýning Gu- angdong Modern Dance-hátíð- arinnar, sem er ein helsta nú- tímadanshátíðin í Kína. Dansflokkurinn heldur úti blogg- síðu og þar kemur meðal annars fram að uppselt sé á sýninguna í kvöld sem fer fram í Xinghai Con- cert Hall sem er tekur rúmlega 800 manns í sæti. „Sögðu stjórnendur hátíðarinnar í dag [í gær] að þeir væru að undirbúa að bæta við sæt- um á hliðarvængjum hússins.“ Dansflokkurinn sýnir nýja útgáfu af verki Helenu Jónsdóttur, Open Source, auk verks Rui Horta, Happy New Year. Þess má svo til gamans geta að meðfylgjandi mynd, sem er úr sýn- ingunni, var valin kynning- arljósmynd hátíðarinnar, en hana tók Kjartan Þorbjörnsson, Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins. Uppselt í Kína id.blog.is VALDÍS Þorkelsdóttir er einn tí- undi hluti hóps blásara sem ferðast nú um heiminn með Björk Guð- mundsdóttur. Valdís párar niður hugrenningar sínar og fréttir frá ferðinni á bloggsíðu sína. Hópurinn er nú kominn til New York þar sem fyrirhugaðir eru þrennir tónleikar. Í síðustu viku lék hópurinn sem kunnugt er á tónlist- arhátíðinni í Coachella-eyðimörk- inni. Valdís segist hafa þekkt leikkon- una Cameron Diaz meðal tónleika- gesta en baksviðs beið þeirra ein- hverju sinni Ron Jeremy. Hann vildi að sögn fá að heilsa upp á hópinn en hafði ekki erindi sem erfiði. Kelly Osbourne, dóttir eilífð- arrokkarans Ozzy, bjargaði svo málunum þegar hún lánaði nokkr- um „uppábúnum brasspíum“ úr sveitinni hárlakk. Morgunblaðið/Ásdís Blásaradesettinn Brynja, Sylvía, Sigrún Kristbjörg, Harpa, Erla, Særún Ósk, Bergrún, Valdís, Sigrún og Björk. Ron Jeremy meðal aðdáenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.