Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 47
TÓNLISTARMAÐURINN Jo-Jo stóð fyrir tónleikum í Hressingarskálanum á baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí.
Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína í Hressingarskálann enda margir á ferli þennan frídag sem og dagskráin skemmtileg.
Baráttuandi á Hressó
Yfir kaffibolla Tóbías Brynjólfsson, Ellert Hreinsson og Jón Árni Jónsson.
Tónlist Hljómsveitin Nýbúarnir sungu og léku.
Hressir Helgi Rúnar Jónsson og Þórir Jónasson.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Listamaðurinn Jo-Jo stóð fyrir tónleikum og
lék sjáfur fyrir gesti. Honum innan handar var
Pálmi Sigurhjartarson á orgel.
Hugsandi.Egill Ólafsson og Hrafn Jökulsson nutu tónlist-
arinnar en Hrafn var jafnframt kynnir á tónleikunum.
FÁKLÆDDIR Spartverjar etja
kappi við slynga sjóræningja á
MTV- kvikmyndahátíðinni sem
fram fer í Los Angeles hinn 3. júní
næstkomandi. Kvikmyndirnar 300
og Pirates of the Caribbian eru til-
nefndar í flokknum besta myndin
ásamt Blades of Glory, Little Miss
Sunshine og Borat.
Það er grínistinn Sarah Silverm-
an sem verður kynnir hátíðarinnar.
Þetta verður í fyrsta sinn sem
hátíðin verður sýnd í beinni sjón-
varpsútsendingu, en meðal keppn-
isflokka er besti kossinn og besta
bardagaatriðið.
Sjóræningjastjörnurnar Johnny
Depp og Keira Knightley eru bæði
tilnefnd fyrir bestan leik. Þau
keppa við Gerard Butler (300), Will
Smith (The Pursuit of Happyness)
og Beyonce Knowles og Jennifer
Hudson (báðar í Dreamgirls).
Leikararnir Bill Nighy (Dead
Man’s Chest), Rodrigo Santoro
(300), Tobin Bell (Saw III), Jack
Nicholson (The Departed) og Me-
ryl Streep (The Devil Wears
Prada) eru öll tilnefnd í flokknum
Besta illmennið.
Borat berrassaður
Þá þykja eftirfarandi kossar eft-
irminnilegastir á árinu: Cameron
Diaz og Jude Law í The Holiday,
Will Ferrell og Sacha Baron Co-
hen í Talladega Nights: The Ballad
of Ricky Bobby, Columbus Short
og Meagan Good í Stomp the
Yard, Mark Wahlberg og Eliza-
beth Banks í Invincible og Marlon
Wayans og Brittany Daniel í Little
Man.
Þá eru ótalin bestu bardagaat-
riði ársins þar sem slagur Jack
Black og Hectors Jimenez í Nacho
Libre og bardagi Gerards Butler
og „Öfga skrímslisins ósigrandi“ í
300 þykja koma til greina. Einnig
þóttu Will Ferrel og Jon Heder
slást eftirminnilega í Blades of
Glory sem og Uma Thurman og
Anna Faris í My Super Ex-
Girlfriend. Sigurstranglegastur í
flokknum hlýtur þó að vera slagur
Sacha Baron Cohen og Ken Daviti-
an allsberra í Borat: Cultural Le-
arnings of America for Make
Benefit Glorious Nation of Kazak-
hstan. Eitt eftirminnilegasta atriði
kvikmyndasögu síðasta árs þar á
ferð.
Keppt í kossum
Tilnefningar til MTV-
kvikmyndaverðlaunanna
Sjóræningjar Berjast til sigurs til síðasta manns.
Eftirminnilegt Cameron Diaz gerir sig líklega til að smella einum á Jude Law.
300 Maður myndi trúlega ekki vilja mæta Leonídasi í myrkri.