Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 33 við svilarnir þrír að vinna við breyt- ingarnar, en Maggi, eiginmaður Ingu Dísar, var einnig með okkur í þeim. Kom þá í ljós hversu klár og handlaginn Heiðar var. Var alveg sama hvað kom upp á og þurfti að gera – hann gat það. Heiðar var mikill fjölskyldumaður. Fjölskyldan var honum mikils virði og voru allar stundir notaðar til að vera með henni. Fyrir tveimur mánuðum kom í ljós að Heiðar var alvarlega veikur. Allt til síðustu stundar tók hann því sem að höndum bar með kjarki og hug- hreysti. Hann bar þjáningu sína í hljóði, aldrei bugaðist hann og aldrei heyrðist hann kvarta. Í þessu erfiða veikindastríði stóð Sigga við hlið hans og veitti honum allan þann stuðning sem unnt var. Þrek hennar og æðruleysi sýndi vel mannkosti hennar og sálarstyrk. Heiðar var hvers manns hugljúfi. Hann var trygglyndur og traustur vinum sínum og þeim sem honum stóðu nærri. Hann hafði flest það til að bera sem góðan dreng má prýða. Hans verður sárt saknað, en sökn- uðinum fylgir einnig gleði, gleði yfir að hafa fengið að kynnast svo góðum dreng. Við þökkum fyrir samveruna, sem aldrei bar skugga á, fyrir allar góðu stundirnar, hjálpsemina og hlýjuna sem hann sýndi okkur. Við biðjum góðan guð að styðja Siggu og börnin í mikilli sorg og öllu því sem á þau er lagt. Blessuð sé minning Heiðars V. Hafsteinssonar. Jóhanna og Gunnar. Takk fyrir allt, elsku vinur. Megi Guð geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Sigga og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð, Guð styrki ykkur. Þorbjörn, Vigdís og Brynjar. Fyrir 14 árum fékk ég að kynnast Heiðari Hafsteinssyni sem þá var orðinn svili minn. Við höfum því átt nokkuð náin kynni síðan, margar góðar samverustundir sem mér er ljúft að minnast. Heiðar var heill og sannur félagi, traustur maður, æðru- laus, hjálpsamur og hvers manns hugljúfi. Fjölskylda mín átti mikið samneyti við heimili hans og Siggu og við fórum oft saman í útilegur, hvar Heiðar naut þess ríkulega að grilla undir heiðum himni og fá sér bjórkollu. Ég átti með honum bát, færeying sem við nefndum Gæfuna, ásamt bræðrum hans þeim Danna og Hadda, sem og Vigni og Jóa. Þar leið Heiðari svo sannarlega vel þegar báran fór að rugga bátnum. Hann var sjómaður að eðlisfari sem naut þess að draga fisk úr sjó og um leið björg í bú. Við félagarnir höfum nú þegar ákveðið að breyta um nafn á bátnum sem hér eftir mun bera nafn Heiðars, svo hann megi fylgja okkur, leiðbeina og vernda í sérhverri sjó- ferð. Hver okkar sem siglir, mun Heiðar vera með í för, sérhver alda sem rís, mun minna okkur á hann. Heiðar var tilfinningarík persóna og þótti yfirleitt vænt um allt og alla, en þó sér í lagi börn sín sem hann var sérlega natinn við og þolinmóður. Aldrei sá ég hann atyrða þau, enda var fráfall hans þeim harmur stór. Ég minnist þess eitt sinn er setið var við veisluborð á heimili hans þeg- ar hann leggur handlegg yfir axlir bróður síns og segir: „hrikalega þyk- ir mér vænt um þig“. Einmitt þannig var Heiðar, átti auðvelt með að tjá já- kvæðar tilfinningar sínar en nei- kvæðar heyrðust sjaldnar eða ekki. Ef til vill hefur Heiðar aðeins eignast einn óvin um ævina en sá læddist aft- an að honum, kom sér fyrir í líkama hans og hjó þar sverði sínu ótt á báða bóga og þar sem Heiðar var ekki vanur að kljást við óvini, var hann nú heldur ekki viðbúinn, frekar en nokkurt okkar hinna. Þegar óvinur þessi uppgötvaðist, var það um sein- an. Varnir reyndust ekki gagnast og stríðið stóð stutt. Fyrr en okkur varði var hetjan unnin, hetja sem þó gafst aldrei upp, var staðráðin í að berjast, en varð að lúta. Heiðar lést í faðmi fjölskyldu sinn- ar á Landspítalanum. Við trúum því að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, en fyrir mér er ljóst, það var gott að kynnast sem vini Heiðari Hafsteinssyni. Sigl þú í friði um him- inblá. Fjölskyldu hans, móður, systkin- um og öllum sem nutu hans sam- fylgdar óska ég farsældar og votta samúð mína. Maggnús Víkingur Grímsson. arssúpan, heimagerði ísinn og Kon- ungsættin er eitthvað sem við tengjum alltaf við ömmu Ossý. Jólin verða aldrei söm án hennar. Amma var alltaf vel til höfð og okkur stelpunum fannst freistandi að skoða allt snyrtidótið á baðher- berginu hennar. Í ísskápnum í þvottahúsinu geymdi hún líka allt naglalakkið sitt, við vissum ekki að svo mörg afbrigði af bleikum og rauðum lit væru til. Amma var mik- ill sóldýrkandi. Um leið og sást til sólar var hún komin út í garð í sól- bað, í Vesturbæjarlaugina eða heita lækinn með afa. Oftar en ekki heyrðist hún segja „ég hef bara tek- ið lit“ um leið og hún bar framhand- legginn upp að hvítum handleggjum okkar. Hún virtist hafa verið ónæm fyrir kulda. Í minningunni finnst okkur hún alltaf hafa verið létt- klædd og tiplandi berfætt í háhæl- uðu skónum með naglalakkaðar tærnar, sama hvernig viðraði. Amma var alltaf einstaklega góð og gjafmild. Hún var ósérhlífin og setti alltaf aðra í forgang. Hún hafði einlægan áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og fylgd- ist vel með okkur. Við kveðjum elsku ömmu okkar með söknuði og erum þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem hún gaf okkur. Hún verður í hjörtum okkar að eilífu. Barnabörnin. Nú er komið að því að kveðja elskulega mágkonu og vinkonu mína, Oddnýju. Kynni okkar hafa varað í 67 ár eða frá 1940 þegar við hófum nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Síðar giftist ég Sigurði bróður hennar og eignaðist yndislega mág- konu og tengdafjölskyldu. Systkinin Ossý og Siggi misstu föður sinn ung að árum. Þau voru svo lánsöm að búa í húsi í Garða- stræti með Guðrúnu föðurömmu sinni, Ólöfu föðursystur og Ólafi Th. Sveinssyni, eiginmanni hennar. Allt þetta fólk ásamt Ólöfu móður þeirra umvöfðu systkinin ást og hlýju sem þau bjuggu að alla tíð. Móðir þeirra giftist seinna Alberti P. Goodman, sem var Vestur-Íslendingur, og gekk hann börnunum í föðurstað. Heimili systkinanna var fallegt og smekklegt. Fósturfaðir þeirra var listunnandi og bar heimilið þess merki. Til Ólafar og Ólafs komu systkinabörn þeirra utan af landi til mennta í Reykjavík. Þar bjó stór- fjölskyldan í sama húsi og var sam- komulagið og vináttan í fyrirrúmi. Ossý og Siggi voru mjög samrýnd og samband þeirra kærleiksríkt. Ossý giftist Jóni Sigurðssyni og eignuðust þau 5 börn sem bera for- eldrum sínum fagurt vitni. Sam- band Ossýjar við tengdafólkið var sérlega gott. Ágústa tengdamóðir var henni eins og besta móðir og Ossý og Stella mágkona hennar voru miklar vinkonur. Ossý var glæsileg kona með sitt fagra rauða hár. Hún var glaðleg, heiðarleg og ljúf í viðmóti og laðaði það besta fram í hverjum einstak- lingi. Hún eignaðist marga vini á lífsleiðinni og hennar bestu vinkon- ur voru Elín Finnbogadóttir og Inga Guðjónsdóttir. Starfsvett- vangur Ossýjar fyrir utan húsmóð- urstarfið var á Landsíma Íslands. Henni féll starfið vel og eignaðist þar gott samstarfsfólk. Samgangur milli fjölskyldna okk- ar hefur verið mikill. Systkinin Ossý og Siggi fengu hús föðurafa síns, séra Sigurðar Jenssonar í Flatey á Breiðafirði. Hafa fjölskyld- ur okkar unnið að endurbótum á Klausturhólum á undanförnum ár- um. Jón eiginmaður Ossýjar hefur unnið mest við húsið af einstakri vandvirkni enda smiður góður. Við höfum átt margar ánægjulegar samverustundir í Flatey þrátt fyrir mikla vinnu. Þetta sameiginlega verkefni hefur tengt fjölskyldurnar enn nánari böndum. Mágkona mín átti við mikið heilsuleysi að stríða síðari ár. Hún tók veikindum sínum með æðru- leysi og þrautseigu. Hún var skýr í hugsun, alltaf vel til höfð og þótti gaman að punta sig. Alls staðar kom hún sér vel og voru allir henni góðir sem önnuðust hana. Nú síðast á Hrafnistu í Reykjavík og eru starfsfólkinu færðar innilegustu þakkir. Börn Ossýjar og Jóns hafa annast foreldra sína af einstakri umhyggju og dæturnar, sem allar eru búsettar hér á landi, hafa verið samstilltar í hjálpsemi sinni og að- hlynningu við þau. Innilegar samúðarkveðjur til Jóns og fjölskyldunnar. Megi Guð vera með ykkur. Elsku Ossý mín, ég þakka sam- fylgdina og allar góðu minningarn- ar. Guðlaug Á. Hannesdóttir (Lauga). Kæra föðursystir okkar Ossý er látin. Við systkinin vorum ekki rík af frænkum, en áttum því betri frænkur. Þessar tvær frænkur, ein úr hvorri fjölskyldu, áttu það sam- eiginlegt að vera báðar rauðhærðar – og þykja afskaplega vænt um okk- ur. Við höfum þegar kvatt móður- systur okkar og í dag kveðjum við Ossý föðursystur okkar. Minningarnar eru margar og ein af þeim er frá æskuárunum þegar mamma var ekki enn farin út að vinna og Ossý vann vaktavinnu hjá Landssímanum. Hún kom þá stund- um við á leið í eða úr vinnu, gjarnan um kaffileytið. Það var alltaf jafn spennandi að fá þessa glaðværu og ljúfu konu í heimsókn og hlusta á tal þeirra mömmu. Þær höfðu um margt að spjalla, enda góðar vin- konur. Þegar við urðum táningar fór mamma út að vinna og heim- sóknir Ossýjar urðu sjaldgæfari. Allir voru uppteknir við sitt og var þá aðallega hist í fjölskylduboðum. Mörgum árum seinna varð sam- gangurinn meiri við Ossý, Nonna og börn þeirra þegar fjölskyldur okkar fóru að gera upp Klausturhóla í Flatey, hús sem afi þeirra Ossýjar og föður okkar byggði. Þótt vinnan hafi verið mikil þá standa samt upp úr hinar mörgu góðu minningar frá þessum ferðum. Ossý og Nonni stóðu fyrir helstu framkvæmdunum fyrstu árin ásamt foreldrum okkar. Hin hefðbundnu húsverk voru í höndum Ossýjar og mömmu og var auðséð að þrátt fyrir mjög frum- stæðar aðstæður skemmtu þær sér konunglega. Ossý var skemmtileg kona, með dillandi hlátur sem náði til augn- anna. Hún var hlý og gjafmild, við- kvæm og góð manneskja. Okkur þótt mjög vænt um hana og hversu innilegt samband var á milli hennar og pabba okkar. Það leyndi sér ekki hvað þau báru mikla umhyggju fyr- ir hvort öðru. Við þökkum innilega fyrir vinátt- una og kærleikann og vottum Jóni og fjölskyldu innilega samúð. Jón, Hannes, Lóa og Albert. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG HULDA VALDIMARSDÓTTIR, lést á Hrafnistu við Kleppsveg laugardaginn 21. apríl. Útför Guðlaugar Huldu fór fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. maí í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eysteinn Hreiðar Nikulásson, Bára Reynisdóttir, Þórunn Ingibjörg Reynisdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR NIELSEN frá Hlíð í Vestmannaeyjum, Söndervigvej 98, Kaupmannahöfn, lést mánudaginn 16. apríl síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram. Fjölskylda hinnar látnu. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, JÓN GEIR GUÐNASON, Sörlaskjóli 13, áður til heimilis á Kirkjubraut 35, Akranesi, lést föstudaginn 27. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 4. maí kl. 14.00. Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigurður Einarsson, Brynjar Freyr Jónsson, Sigurður Aðalsteinn Jónsson, Ingi Páll Jónsson, Sigríður G. Hjartardóttir, barnabörn og systkini. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og bróðir, NÍELS J. KRISTJÁNSSON, lést í Calgary, Kanada, þriðjudaginn 17. apríl. Útför verður frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 5. maí kl. 11.00. Shannon Lee Dunning, Kristjan Laural Kristjansson, Daníel Jón Kjartansson, Alda Kjartansdóttir, Edda M. Kjartansdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Karen S. Kristjánsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést sunnudaginn 29. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gunnar Karlsson, Ásgerður Þórðardóttir, Guðrún D. Karlsdóttir, Sigurjón Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ BJÖRGVIN RAGNAR ÞORGEIRSSON, áður til heimilis á Mánagötu 22, lést á heimili sínu í Holstholm, Danmörku, fimmtu- daginn 29. mars. Jarðarförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 18. apríl sl. Jonalyn Tabura Laroya, Kristín Eyrún Líf Björgvinsdóttir og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.