Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 19 BERGLIND Jóna Hlynsdóttir er listakona sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands í fyrravor og hefur þá þegar verið nokkuð ötul í að taka þátt í samsýningum. Hún heldur nú einkasýningu í ljósmyndagalleríinu Auga fyrir auga sem hún kallar „Þú, ég og önnur vandamál“. Þetta er fyrsti hluti verkefnis sem lista- konan hefur unnið að í Brasilíu þar sem hún fylgir vissum sam- félagslegum reglum þeirra sem eru auðugir þegar hún ferðast um í fátækari hverfum Sao Paolo-borgar. Reglurnar eru einna helst þær að vera ekki með dýra hluti utandyra, eins og mynda- vél, eða þá að halda sig inni í bíl og með lokaða glugga þegar stansað er á rauðu ljósi. Þannig tekur Berglind myndirnar og bera þær líka með sér þetta skerta ferðafrelsi. Ljósmyndirnar sýna aðallega fólk í nálægð við veggi eða girðingar sem skilja svæði í sundur. Fólkið er hins vegar ósköp sakleysislegt að spóka sig í sólinni eða á ferð og einhvern veg- inn virkar þessi öryggisáróður eitthvað svo fjarlægur fólkinu á myndunum, sem skapar óvissu og spurningar í huga manns. Myndirnar eru litlar og látlausar en hanga lárétt þétt saman og mynda einskonar vegg umhverfis mann í sýningarrýminu. Listakonan brýtur það form síðan upp, býr til glompur með því að skella lóðréttum myndum af sér sjálfri í hvítu rými þar sem hún ljósmyndar út í tómt. Þessar glompur skapa tilfinningu fyrir rými á milli ljósmyndara og fyrirmynda og má m.a. túlka sem líkingarmynd fyrir þá firð sem verður þeirra á milli vegna áðurnefndra aðstæðna. Aðstæðurnar eða „vandamálið“ er þrátt fyrir þetta hið eig- inlega viðfangsefni sem listakonan er að kljást við, en það er einmitt þessi hugmyndalegi og/eða pólitíski partur sem gerir sýninguna svo gegnheila. En í ábæti vinna ljósmyndirnar vel saman og rýmislega er sýningin mjög vel hugsuð. Vandamál sem viðfangsefni Ljósmyndir Pólitíski parturinn gerir sýninguna heilsteypta. MYNDLIST Auga fyrir auga Opið fim. og fös. kl. 15–19, lau. og sun kl. 14–19. Sýningu lýkur 13. maí. Aðgangur ókeypis. Berglind Jóna Hlynsdóttir Jón B.K. Ransu JÓÐAFLÓÐSKYNSLÓÐ eftirstríðs- ára ætti öðrum fremur að geta metið þá byltingu í upphaflegri túlkun á forntónlist sem hófst kringum 1970 og nú er orðin ríkjandi. Fólk sem man allt frá þungrómantískum útfærslum Münchingers, léttara miðstigi Marr- iners og „HIP“-ýkjum frumkvöðla 8. áratugar að fullfleygri upprunatúlkun Fabios Biondis á þeim tíunda. Og satt bezt að segja var það einmitt orku- frussandi en hárnákvæm barokkmeð- ferð hljómsveita á við L’Europa Gal- ante og La Petite Bande sem fyrst kom upp í hugann þegar nýstofnaða strengjasveitin Camerata Dramma- tica þreytti frumraun sína í Íslenzku óperunni á laugardag við fjölmenni. Í þurri ómvist Gamla Bíós, sem gerir ekkert fyrir strengjahljóminn en er því skæðari mælikvarði á minnstu ósamstillingu, varð brátt ljóst að hér var engin venjuleg spila- mennska á ferð. Allt glampaði ýmist af gustmiklu fjöri, dillandi glettni eða djúpri innlifun. Og allt hnífsamtaka – jafnvel við snögg tempóskipti eins og gleggst mátti heyra í 12 samtengdum dansþáttum Jean-Férys Rebel þar sem decettinn (3-2-1-2-1 & semball) lék sem einn maður. Það var örugg- lega ekki sízt hinum slóvakíska for- ystufiðlara Peter Spissky að þakka, einhverjum músíklega jafnt sem lík- amlega sprækasta strengjaforkólfi sem ég hef augum litið, er virtist geta stýrt minnstu smáatriðum með öllu frá hvirfli til ilja og þar í millum. Hvergi brá skugga á leik CD, er markaði tvímælalaust glæsilegustu hérlendu hljómsveitarfrumraun á forntónlistarsviði sem ég hef orðið vitni að. Það var því nánast útilokað fyrir nokkurn samlendan einsöngvara að gera jafn vel, hvað þá betur, en þau Marta Guðrún og Ágúst Ólafsson áttu engu að síður marga fína spretti, hvort heldur saman í dúett eða í ein- söng. Frá hvirfli til ilja Peter Spissky TÓNLIST Íslenzka óperan Verk eftir Corelli, Händel, Hasse, Rebel, Gasparini og Telemann. Einsöngvarar: Ágúst Ólafsson og Marta G. Halldórs- dóttir. Camerata Drammatica undir for- ystu Peters Spisskys. Laugardaginn 28. apríl kl. 20. Barokktónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 1 9 5 EYÐIR AÐEINS 4,7 LÍTRUM Á HUNDRAÐIÐ Í BLÖNDUÐUM AKSTRI KIA Rio er magnaður bíll og með aflmikilli og sparneytinni 112 hestafla dísilvél. Eins og alltaf hjá KIA fara hér saman gæði, afl og hagkvæmni. Rio er jafnframt búinn aksturstölvu, átta öryggisloftpúðum, ABS hemlalæsivörn og álfelgum. KIA umboðið á Ís landi er í e igu HEKLU • Laugavegi 172 • Reykjavík • s ími 590 5700 • www.kia. is Engin útborgun, 25.633 kr. á mánuði* *M.v. 100% lán og 84 mánaða gengistryggt bílalán frá AVANT. FRÁBÆR KAUP Í NÝJUM KIA RIO DÍSEL Verð nú 1.750.000 kr. Verð áður 1.850.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.