Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nafn Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Starf Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í
Mosfellsbæ.
Fjölskylduhagir Gift, á tvö börn,
eina tengdadóttur og þrjú barnabörn.
Kjördæmi Suðvestur, 6. sæti fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Helstu áhugamál
Ég er mikil félagsvera, áhugamálið
mitt gegnum tíðina hefur einkum ver-
ið hestamennska en svo er ég forfallin
fótboltaáhugamanneskja, ég les mik-
ið og hef gaman af því að búa til mat.
Hvers vegna pólitík?
Ég er í pólitík vegna þess að mig
langar til að hafa áhrif á samfélagið
sem ég lifi í en svo er ég frekar
stjórnsöm og það er nú líka hluti af
þessu!
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Ég væri að minnsta kosti ekki að
sækjast eftir starfinu ef ég teldi að
svo væri ekki. En að sjálfsögðu vil ég
breyta ýmsu þar, ég held að með nýju
fólki komi alltaf nýjar áherslur.
Fyrsta mál sem þú vilt
koma á dagskrá?
Ég vil fylgja eftir því sem við sjálf-
stæðismenn höfum verið að tala um í
sambandi við málefni eldri borgara.
Ég tel að það sé stærsta málið sem
við þurfum að sinna og helst strax.
Og svo hef ég náttúrlega brennandi
áhuga á menntamálum þar sem ég
kem úr þeim geira og vil styðja það
góða starf sem þar er verið að vinna.
Þarf breytingar?
Ég tel að Sjálfstæðisflokknum sé
best treystandi til að vera í forsvari
ríkisstjórnar, til að viðhalda því góða
ástandi sem hér er og gera betur.
Nýir frambjóðendur | Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Eldri borgarar
efst á dagskrá
Ragnheiður Boðar nýjar áherslur
með nýju fólki á Alþingi.
Nafn Ingibjörg Inga Gumundsdóttir.
Starf Íþróttafræðingur. Starfandi
verkefnisstjóri á sunnanverðum
Vestfjörðum við að koma á fram-
haldsskólanámi á svæðinu.
Fjölskylduhagir Gift og þriggja
barna móðir.
Kjördæmi Norðvestur, 2. sæti fyrir
Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
Helstu áhugamál?
Íþróttir, útivist og allt sem viðkemur
menntun og uppeldi.
Hvers vegna pólitík?
Mér finnst VG hafa mjög góða stefnu
þegar kemur að velferðarmálum og
öðrum mikilvægum þáttum. Síðan
finnst mér mikilvægt að láta rödd
kvenna heyrast!
Er Alþingi áhugaverður
vinnustaður?
Ég veit það ekki fyrr en á reynir en
mér finnst þetta spennandi.
Fyrsta mál sem þú vilt
koma á dagskrá?
Ég vil að þeir sem eru á landsbyggð-
inni njóti jafnræðis á við íbúa höfuð-
borgarsvæðisins, t.d. varðandi jafn-
rétti til náms og samkeppnisstöðu
fyrirtækja.
Þarf breytingar?
Já. Það er of mikil mismunun og of
margir sem hafa það ekki gott. Þessi
stjórn hefur verið við völd í svo mörg
ár og fengið sín tækifæri.
Nýir frambjóðendur | Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Of mikil
mismunun
Misskipting Það eru of margir sem
ekki hafa það gott, segir Ingibjörg.
BARÁTTUSAMTÖK aldraðra og
öryrkja eru hætt við að bjóða sig
fram fyrir alþingiskosningar, sem
fara fram eftir rúma viku.
Þetta staðfesti María Óskarsdótt-
ir, í samtali við Fréttavef Morgun-
blaðsins í gær. María situr í efsta
sæti framboðslista samtakanna í
Norðausturkjördæmi en Baráttu-
samtökin skiluðu aðeins lista til yf-
irkjörstjórnar í því kjördæmi í tæka
tíð. Hún segir meginástæðuna fyrir
ákvörðuninni vera fjárskort.
Arndís Óskarsdóttir, formaður
Baráttusamtaka aldraðra og ör-
yrkja, sagði í samtali við Fréttavef
Morgunblaðsins að það sé mun
meira en vonbrigði að samtökin hafi
ekki getað boðið fram á landsvísu,
listar hafi verið fullmannaðir.
Hún telur að gróflega hafi verið
brotið á samtökunum, meðal annars
af fulltrúum yfirkjörstjórnar sem að
hennar sögn gáfu ekki samtökunum
nauðsynlegar upplýsingar.
„Mér finnst líka ansi einkennilegt
að yfirkjörstjórn sé öll skipuð sjálf-
stæðismönnum" segir Arndís sem
segir að það væri engu líkara en að
fyrirfram hafi verið ákveðið að gera
baráttusamtökunum lífið leitt. Þar
hafi fjölmiðlar líka spilað stórt hlut-
verk og segir Arndís suma fjölmiðla
varla hafa gefið samtökunum neitt
vægi í umfjöllun sinni og nefnir þar
Morgunblaðið sérstaklega.
Baráttu-
samtök hætt
við framboð
ÚTLIT er fyrir góða grassprettu í
sumar, fimmta árið í röð, sam-
kvæmt athugunum sem Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur hefur
gert. Spá hans byggist á hitastig-
inu í vetur sem var yfir meðallagi.
Páll hefur í áratugi gefið út spá
í sumarbyrjun um grassprettu
sumarsins. Byggist hún á sam-
hengi hitafars á landinu og
skýrslna um heyfeng hjá bændum.
Páll miðar við meðalhitann í
Stykkishólmi í október til apríl en
hann hefur í heila öld reynst nokk-
uð öruggur fyrirboði um gras-
sprettu sumarsins. Á góðærisskeið-
inu 1931 til 1960 var hitinn á
þessum tíma 1,3 stig en nú þriðja
veturinn í röð hefur hann verið 1,5
stig. Árið þar á undan var enn
hlýrra en metið var hins vegar
slegið veturinn
2002 til 2003
þegar hitinn var
3,2 stig enda
varð þá dæma-
laus grasspretta
á landinu.
Páll skýrir
þetta samhengi
út með því að því
meiri sem
vetrarfrostin eru, þeim mun meira
veiklast eða ferst af grasrótunum.
Kalið verði því meira sem kaldara
verður, þótt það verði ekki sýni-
legt fyrr en frostin verði verulega
hörð.
Páll segir að samkvæmt þessu
ættu bændur að bera jafn mikið á
túnin og síðustu tvö árin, vilji þeir
fá sama heyfeng. Hann bætir því
við að það geti talist eins konar
kaupbætir að tíðarfarið eftir 20.
apríl hafi verið einkar hagstætt
gróðri, með mikilli hlýju og góðri
vætu. Því sé ekki eftir neinu að
bíða með að bera á túnin.
Hlýtt næstu árin
Spá sem Páll gerði í febrúar um
að lítill hafís yrði á árinu hefur
staðist vel fram að þessu enda
hlýtt í hafinu norður af landinu,
svo sem á Jan Mayen. Síðasta ár
var það langhlýjasta sem komið
hefur á Spitsbergen síðan hitamæl-
ingar hófust þar. Þetta telur Páll
til marks um sjávarhitann og þar
með loftslag á norðurhveli jarðar
næstu fimm til tíu árin, fyrir utan
hlýnun vegna gróðurhúsaáhrif-
anna.
Morgunblaðið/Sverrir
Heyfengur Bændur landsins eiga von á góðum heyfeng í sumar, samkvæmt spá Páls Bergþórssonar.
Útlit fyrir góða gras-
sprettu fimmta árið í röð
Páll Bergþórsson