Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 43 Tónlistarmaðurinn VilhelmAnton Jónsson var nýbúinnað koma græjunum sínum fyrir inná Café Rosenberg við Lækjargötu upp úr hádeginu á síðasta vetrardag og hlakkaði til troða þar upp um kvöldið ásamt félögum sínum. Hann skrapp frá en þegar hann sneri aftur blasti við að ekkert yrði af tónleikunum. Og engum öðrum í bráð. Síðasti vetrardagur var dagurinn sem hjarta Reykjavíkur brann. Sjálfur horfði ég á loga eyði- leggingarinnar leika um þessi gömlu hús í beinni útsendingu á Netinu og fann fyrir sviða í hjart- anu. Svo kom borgarstjórinn í bún- ingi slökkviliðsins og tók „nettan Giuliani“, eins og einhver orðaði það: Hér yrði endurreist í sömu mynd. Og maður andaði léttar: Jæja, þetta verður í lagi. Hér er við völd gamli, góði Villi sem finnur til og lætur hjartað ráða.    Það er engin borg með borgumsem ekki á sér hógvær mið- bæjarmusteri í gömlum klass- ískum (les: tímalausum) stíl, þar sem veitingar, afslappað viðmót og lifandi tónlist fallast í faðma. Í Reykjavík hefur Café Rosen- berg verið einstök vin í, ja, ég segi ekki eyðimörkinni, en í fá- breytileika tískusveiflanna. Sér- staðan fólst ekki aðeins í húsa- kynnum, uppfullum af virðingu fyrir fortíðinni. Hún fólst ekki að- eins í þeirri fjölbreyttu tónlist sem listafólk fékk tækifæri til að flytja og gestir að njóta. Hún fólst ekki síst í hlýrri stemmningu sem minnti á heimili skemmtilegrar fjölskyldu. Á Café Rosenberg þurfti enga útkastara. Þar ríkti friður og vin- arþel, húmor og frjálslynd sam- ræða, tónlist og skemmtun sem sótti jafnt í nýsköpun sem sögu- legar rætur. Þar fengu gestir veitingar í mat og drykk úr sálar- eldhúsi vertsins. Og Þórður Pálmason er ein- stakur vert. Café Rosenberg var nærvera hans, en einnig sameig- inleg sköpun hans og starfsfólks hans, listamannanna sem þar komu fram og gestanna sem sóttu staðinn, aftur og aftur og aftur. Öllum leið vel á Rosenberg. Er- lendir ferðamenn höfðu einatt orð á því. Heimamenn voru farnir að taka það sem gefið.    Íslenska orðið yfir vert er gest-gjafi. Þórður Pálmason á Ro- senberg er gestgjafi í þess orðs fyllstu merkingu. Hans stíll er að gefa gestum sínum, gleðjast með þeim frekar en græða á þeim. Slíkt verðmætamat er ekki reglan í nútímabissniss. Ég náði einu sinni viðtali við Þórð Pálmason fyrir Tímarit Morgunblaðsins. Jafnan þegar fal- ast er eftir viðtölum við fólk sem selur vörur og/eða þjónustu af einhverju tagi þarf ekki að ganga á eftir því. En Doddi var tregur, þótt hann gæfi sig á endanum. Hann vildi ekki of mikla auglýs- ingu. „Það er ekkert aðalatriði á Café Rosenberg að staðurinn sé fullur,“ sagði hann. „Aðalatriðið fyrir mig er falleg stemmning og ánægðir gestir. Ég hugsa ekkert um markaðssetningu eða stór- gróða, enda verður hann aldrei.“ Í þessum anda var Café Rosen- berg yfirleitt smekkfullt.    Þegar eldarnir höfðu veriðslökktir í hjarta Reykjavíkur bárust fregnir um að borgaryf- irvöld væru komin úr slökkviliðs- búningnum. „Fjárfestar og bygg- ingaverktakar“ væru farnir að sýna áhuga á svæðinu og ekki ætti að leyfa skemmtanahald þar á ný. Ef rétt er, sem vonandi er ekki, skýtur hér skökku við. Mið- borgir eru vettvangur menning- ar- og skemmtanalífs. Þannig á það að vera. En það er ekki sama hvernig skemmtistaðir eru hvar. Gamalt miðbæjarhjarta slær ekki í takt við púmmpúmm-tískudiskó sem heldur að leiðin að gestum sínum sé sú að henda innrétt- ingum með reglulegu millibili. Hjartalag þess er hlýtt og mann- eskjulegt og slær af ást á fátæk- legri sögu. Á bráðskemmtilegum baráttu- tónleikum um helgina fyrir end- urreisn Café Rosenberg flutti Vil- helm Anton Jónsson brot af þeim tónleikum sem brunnu upp síð- asta vetrardag. Hann og fjöldi annarra afburða listamanna sýndu í verki hversu þýðing- armikil starfsemi þessa stóra litla kaffihúss var. Ekki verður öðru trúað en yfirvöld standi með sjálf- um sér og geri borgarbúum kleift að finna sem fyrst hjartslátt mið- bæjarins á ný. Hann finnst ekki í reiknivélum fjármagnsins. Hann finnst í endurreisn Café Rosen- berg. Tölum um ekki um það í fortíð. Café Rosenberg getur ekki heyrt sögunni til, nema sem vitn- isburður, lifandi merkisberi gömlu, góðu Reykjavíkur, til framtíðar. Tónleikarnir sem ekki fóru fram síðasta vetrardag eiga að verða þeir fyrstu á nýju sumri miðbæjarmusteris sem Reykjavík- urborg getur verið stolt af. Þegar hjartað brann Morgunblaðið/Eggert Naglbítur Vilhelm Anton var einn þeirra sem kom fram um síðustu helgi á styrktartónleikunum Reisum Rósenberg. AF LISTUM Árni Þórarinsson » Á Café Rosenbergþurfti enga útkastara. Þar ríkti friður og vinarþel, húmor og frjálslynd samræða, tónlist og skemmtun sem sótti jafnt í nýsköpun sem sögulegar rætur. ath@mb.is Við bjóðum konur velkomnar í Iðusali Lækjargötu 2a, 4. hæð í dag, 3. maí kl. 18.00 til að ræða málefnin, hittast og hafa gaman. Við munum blanda saman ráðstefnu og skemmtun, umræðum og fjöri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir verður aðalræðumaður og dúettinn ”Enn meira Val-Geir!” stígur á stokk. Hvetjum ykkur til að mæta, það eru mörg spennandi verkefni framundan sem við konur viljum takast á við. Fundarstjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir 2. sæti í Reykjavík norður Framsaga: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Varaformaður Sjálfstæðisflokksins Konur Auður Eir Vilhjámsdóttir prestur Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður Heimdallar Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar Inga B. Árnadóttir forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands Kristín Pétursdóttir fjárfestir Svafa Grönfeldt rektor Háskólans í Reykjavík Pallborðsumræður: Konur, verið velkomnar og takið þátt í spennandi umræðum og skemmtidagskrá í Iðusölum. Nánari upplýsingar á www.xd.is Iðusalir 4. hæð, Lækjagötu 2a í kvöld kl. 18:00-21:00 Komdu og hittu alla kvenframbjóðendur Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík og SV-kjördæmi og segðu þeim þína skoðun. Léttur pinnamatur í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.