Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Skrifstofustörf hjá Morgunblaðinu Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmenn til framtíðarstarfa í auglýsinga- og dreifingardeild. Um er að ræða annars vegar starf þjónustufulltrúa í auglýsingadeild og hins vegar starf dreifingarfulltrúa í dreifingardeild. Við leitum að röskum, þjónustulunduðum einstaklingum sem geta hafið störf sem allra fyrst. Um er að ræða í báðum tilfellum fullt starf, annars vegar í dagvinnu og hinsvegar í vaktavinnu. Hæfniskröfur: • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Almenn tölvufærni, þekking á Windows, tölvupósti og interneti • Hæfni í mannlegum samskiptum og afburða þjónustulund Nánari upplýsingar um störfin veitir Auður Ingólfsdóttir starfsmannastjóri í síma 569 1342 eða 669 1342. Umsóknarfrestur er til 6. maí nk. Umsóknareyðublað er á mbl.is, efst á forsíðu er flipi, Morgunblaðið, þar undir fyrirtæki er valið sækja um starf, velj skal almenn skrifstofustörf. Athugið að hægt er að setja ferilskrá og mynd í viðhengi við umsóknareyðublaðið. Langar þig að flytja upp í sveit? Við búum upp í sveit, u.þ.b. klukkutímaakstur frá Reykjavík. Þar rekum við ferðaþjónustu, en við eigum einnig tvö ung börn og nokkra hesta. Okkur vantar aðstoð við að sinna þessu svo vel sé. Óskum því eftir að ráða heiðarlega barn- góða konu til að gæta barnanna, eins og fimm ára, sjá um heimilið og sinna því sem þarf. Í boði eru góð laun, fæði, sérhúsnæði og bíll til afnota. Ef þú hefur áhuga, sendu okkur þá línu á bygg@internet.is. Baader-maður Vanur Baader-maður óskast á Snorra Sturluson VE 28. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 852 2818 og 692 1478. Fundir/Mannfagnaðir Stjórnmálafundur um skógræktarmál Opinn stjórnmálafundur um skógræktarmál verður haldinn fimmtudaginn 3. maí, kl. 16-18 á Elliðavatni á Heiðmörk. Að Elliðavatnsbæn- um er best að aka Heiðmerkurafleggjarann frá Suðurlandsvegi. Að fundinum standa Landssamtök skógareig- enda, Skógræktarfélag Íslands og Skógfræð- ingafélag Íslands, ásamt fulltrúum allra stjórn- málaflokka. Dagskrá: 16:00. Fundarsetning Agnes Geirdal, formaður Félags skógarbænda á Suðurlandi, setur fund, býður gesti velkomna og skipar Davíð Þór Jónsson fundarstjóra. 16:10. Stutt erindi  Edda Oddsdóttir, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá: Skógrækt á Íslandi.  Jón Geir Pétursson, Skógræktarfélagi Íslands: Skógrækt: Úr vörn í sókn.  Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá: Skógur og loftslagsmál. 17:00. Pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka. Fulltrúi hvers flokks flytur stutta framsögu.  Framsóknarflokkurinn  Frjálslyndi flokkurinn  Íslandshreyfingin  Samfylkingin  Sjálfstæðisflokkurinn  Vinstri hreyfingin – grænt framboð Fundi slitið kl. 18.00 Landssamtök skógareigenda, Skógræktarfélag Íslands, Skógfræðingafélag Íslands. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn laugardaginn 12. maí kl. 14.00 í Litlu Brekku við Bankastræti. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum deildarinnar. Stjórnin. Aðalfundur GFF 2007 verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudag- inn 10. maí kl. 17.00 og er að venju öllum opinn. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Sérstakt umfjöllunarefni í lok fundar: Vistvangur ,,Snortin og ósnortin náttúra”. Allt áhugafólk um umhverfismál er hvatt til að mæta. Raðauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.