Morgunblaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FYRIRTÆKJAKEPPNIN Hjólað í
vinnuna hófst í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum í Reykjavík í gær.
Þá höfðu 520 lið frá 230 fyr-
irtækjum og stofnunum skráð sig.
Jónína Bjartmarz umhverfis-
ráðherra sagði m.a. að auknar hjól-
reiðar væru ekki eingöngu heil-
brigðismál heldur einnig
umhverfismálþví þær drægju úr
notkun bifreiða og þar með meng-
un. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra og
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra voru einnig mættar. Þor-
gerður Katrín sagði að nokkur
hjólalið hefðu þegar verið mynduð í
ráðuneyti hennar, þar á meðal eitt
sem kallast „Ljóskurnar“. Siv
kvaðst vera nokkuð dugleg að hjóla
í kringum heimili sitt ásamt fjöl-
skyldu sinni, en hún hefði ekki enn
hjólað í vinnuna.
Gísli Marteinn Baldursson, for-
maður umhverfisráðs, benti á að
1995 hefðu verið 450 bílar á hverja
þúsund íbúa, sem jafnaðist á við það
sem algengt væri á Norðurlöndum.
Nú væri bílafjöldinn kominn yfir
600 á hverja þúsund íbúa sem væri
álíka og í mestu bílaborgum Banda-
ríkjanna. Einnig var Ólafur Rafns-
son, forseti ÍSÍ, mættur en nánari
upplýsingar má fá á heimasíðu ÍSÍ.
Ljósmynd/Arnaldur
Keppni Hjólreiðafólkið lét ekki á sig fá þótt það rigndi þegar fyrirtækja-
keppnin Hjólað í vinnuna hófst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær.
Keppt um að hjóla í vinnuna
NÝLIÐINN aprílmánuður var með
þeim hlýjustu sem sögur fara af hér
á landi frá því samfelldar mælingar
hófust á ofanverðri 19. öld. Úrkoma
var einnig mikil
í apríl og hefur
t.d. ekki verið
meiri á Ak-
ureyri frá árinu
1989. Þar voru
sólskinsstundir
þó yfir meðal-
lagi.
Veðurstofan
segir í veð-
urfarsyfirliti,
að tíðarfar hafi
almennt verið hagstætt í mán-
uðinum, en hans verði einkum
minnst fyrir tvær óvenjulegar hita-
bylgjur. Sú fyrri varð um landið
austanvert í byrjun mánaðarins og
komst hiti hinn 3. í 21,2 stig í Nes-
kaupstað. Hiti hefur ekki mælst
hærri svo snemma árs.
Síðari hitabylgjan gekk yfir mik-
inn hluta landsins síðustu daga
mánaðarins. Landshitamet apr-
ílmánaðar féll hinn 29. þegar hiti
komst í 23°C á sjálfvirku stöðinni í
Ásbyrgi í Öxarfirði og í 21,9°C á
mönnuðu stöðinni á Staðarhóli í Að-
aldal. Hvort tveggja er met í sínum
stöðvaflokki. Áður hafði hiti á sjálf-
virkri stöð orðið hæstur á Hall-
ormsstað 21,4°C hinn 19. apríl 2003,
en á mannaðri stöð 21,1°C á Sauða-
nesi við Þistilfjörð 18. apríl 2003.
Hlýtt og
blautt í apríl
Magnús Pálsson
sleikir sólskinið á
Egilsstöðum.
RÁÐSTEFNAN „Önnur úrræði en
fangelsi“ verður haldin á Hótel
Örk í Hveragerði á morgun, föstu-
dag, og stendur hún frá kl. 9 til 15.
Það er samráðsnefnd um mál-
efni fanga sem stendur að ráð-
stefnunni.
Flutt verða fimm erindi um mál-
efnið og einnig verða umræður og
fyrirspurnir. Tveir erlendir fyr-
irlesarar flytja erindi á ráðstefn-
unni.
Önnur úrræði
FÆRRI umferðaróhöpp voru til-
kynnt til lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu í síðustu viku en á sama
tímabili í fyrra. Í ár voru þau 142 en
157 árið 2006. Þetta er 10% fækkun
en alþjóðleg umferðaröryggisvika
var einmitt haldin hérlendis í síð-
ustu viku. Í 142 umferðaróhöppum í
ár var tilkynnt um slys á fólki í 12
tilfellum, eða 8% tilvika. Á sama
tíma í fyrra var tilkynnt um slys á
fólki í 27 tilfellum, eða 17% tilvika.
Færri óhöpp
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur
undirritað nýja reglugerð um
hækkun á styrkjum Trygginga-
stofnunar ríkisins til kaupa á nær-
ingarefnum og sérfæði fyrir sjúk-
linga sem eiga við tilgreinda
sjúkdóma að stríða og þurfa lífs-
nauðsynlega á slíkum efnum að
halda. Greiðsluþátttakan er upp-
færð til samræmis við verðþróun og
ábendingar viðskiptavina TR um að
innkaupaheimildir hafi ekki dugað.
Greiðslur hækka
EKKI er óalgengt að selir sjáist í
nágrenni Blönduóss enda nóg þar
að bíta og brenna. Þessi selur slapp-
aði af í blíðunni í Blönduóshöfn.
Hann haggaðist ekki fyrr en bæj-
arstarfsmenn nálguðust hann óhóf-
lega, að hans eigin mati. Ekki er
ólíklegt að selurinn hafi talið að
mennirnir væru komnir til að
rukka inn hafnargjöldin.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Slappað af í Blönduóshöfn
BEITNINGARVÉL fyrir staðlaða
pokabeitu frá Seabait er nú komin á
markað, en vélin er smíðuð í sam-
vinnu við ýmsa aðila, meðal annarra
Ragnar Aðalsteinsson og KM stál og
styrkt af AVS sjóðnum. Á síðasta
sprettinum hefur verið unnið að vél-
inni í samvinnu við Vísi hf. í Grinda-
vík.
„Þeir hafa lagt okkur til bæði fjár-
muni og tæki og Páll Pálsson hefur
farið yfir virkni vélarinnar með okk-
ur. Útkoman reyndist vera mjög góð
og við náðum stöðugleika í 97%
beitningu á átta mílna ferð. Þetta er í
raun og veru 100% vél, en svo eru
bara mannleg mistök og frávik, sem
draga okkur niður í 97%,“ segja þau
Júlíana T. Jónsdóttir og Sveinbjörn
Jónsson. Þau eru í fararbroddi fyrir
fyrirtækið Seabait, sem framleiðir
bæði beituna og beitningarvélina.
Tvær vélar að fara um borð
„Við erum búin að selja tvær vélar,
sem eru að fara um borð í bátana. Við
stefnum að því að svona búnaður
verði kominn í nokkra báta fyrir
sumarið. Þá verði hægt að keyra
þessa beitu okkar við beztu skilyrði,
það er taka hana beint úr frysti á
krókinn og út á hafið. Þá eru menn
lausir við annmarka geymsluþolsins.
Ef beitan er handbeitt og sett inn á
frystiklefa hrakar henni hraðar en
annarri beitu, en sé hún notuð fersk,
fiskar hún miklu betur. Sá, sem var
fyrstur til að panta svona beitning-
arvél, var búinn að nota beituna frá
okkur í tvö ár til ýsuveiða. Hann vill
helzt ekki neitt annað.
Notkun á svona beitningavél spar-
ar mikinn kostnað. Það þarf ekki að
beita í landi, en það er reyndar ekk-
ert nýtt. Það er beitan, sem er ný-
lundan. Hana er hægt að laga að að-
stæðum hverju sinni og hvernig fisk
menn vilja veiða. Það er til dæmis
hægt að blanda lýsi í hjúpinn og þá
veiðir beitan, þrátt fyrir að hún sé í
raun og veru ekki að virka sem slík.
Þá veiðir hjúpurinn í stað beitunnar.
Þess vegna erum við að gera tilraunir
með að bleyta beituna í lýsi við beitn-
ingu. Þannig getum við breytt beit-
unni við lögn. Þetta er kannski eins
og að velja sósu á matinn. Þetta er
ekki hægt að gera við hefðbundna
beitu eins og síld eða smokk. Mögu-
leikarnir eru reyndar allt að því
endalausir. Það er hægt að ráða inni-
haldi og útliti beitunnar eftir kenjum
hvers og eins.
Nú má segja að við séum búin að
loka hringunum. Við erum komin
með framleiðsluna, beituna, og notk-
unarbúnað, beitningarvélina og þó
nokkuð af vísindalegum gögnum til
að ákveða hvernig við viljum hafa
hlutina. Til skamms tíma vorum við
ekki í stakk búin til að bjóða vélabát-
unum upp á beituna okkar, því það
vantaði beitningarvélar fyrir hana.
Núna erum við tilbúin í slaginn, get-
um boðið heildarlausnir fyrir þessa
báta. Við erum löngu komin af stað
með beituna, framleiðslutæknina, og
þekkingaröflunina og nú er vélin
tilbúin. Við erum einnig komin langt
með einkaleyfin.
Við höfum margfaldað beitusöluna
og erum núna með 40 til 50 notendur,
en þeir voru aðeins nokkrir síðast-
liðið haust. Þetta er því að virka. Sjó-
menn frá Drangsnesi og Hólmavík
hafa notað beituna frá okkur mjög
mikið. Þeir hafa mikla trú á henni og
segja að það sé ódýrara að nota hana
heldur en hefðbundna beitu. Það er
ljóst að við hefðbundna vélbeitningu
þarf um 30 gröm í hverja beitu að
meðaltali. Beitan okkar er 10 grömm
eða þriðjungur af þyngd hinnar beit-
unnar. Hún veiðir engu að síður jafn-
vel eða betur en hin beitan, auk þess
sem hún tollir mun betur á önglinum.
Það er þegar ljóst að beitan okkar
veiðir ýsu gríðarlega vel og það er
eftirsóknarvert um þessar mundir að
minnsta kosti.
Með beztu ýsubeitu í heimi
Svo er auðvitað hægt með tilraun-
um að þróa alls konar gerðir af beit-
unni sem myndu henta við mismun-
andi aðstæður og veiðar á mismun-
andi tegundum. Við búum til beztu
ýsubeitu í heimi. Það er engin beita í
veröldinni, sem veiðir ýsu betur en
þessi beita. Við höfum mælingar frá
Hafrannsóknastofnuninni sem sýna
allt upp í 116% aukningu á ýsuveiði
með beitunni okkar. Veikleikar beit-
unnar eru fólgnir í geymsluþoli,
styrkurinn felst í ferskleika. Þegar
beitan er handbeitt og geymd inni í
frysti slaknar ferskleikinn óhjá-
kvæmilega. Þegar beitan er hins veg-
ar sett frosin í beitningarvélina helzt
ferskleikinn mjög mikill og fyrir vik-
ið ætti hún að veiða betur en með
handbeitningunni. Því er að opnast
fyrir okkur mjög stór markaður fyrir
pokabeituna og við getum ekki annað
en verið bjartsýn á framvinduna,“
segja þau Júlíana og Sveinbjörn.
Við erum búin
að loka hringnum
Fyrstu beitning-
arvélarnar fyrir
pokabeitu frá
Seabait seldar
Forystan Júlíana Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Sveinbjörn Jónsson
þróunarstjóri í verksmiðjunni í Súðavík.
VERÐ sjávarafurða lækkaði lítil-
lega í mars, eða um 0,4% frá mán-
uðinum á undan mælt í erlendri
mynt (SDR). Afurðaverð á erlend-
um mörkuðum er samt sem áður
nærri sögulegu hámarki og hefur
hækkað um rúm 13% á síðustu tólf
mánuðum.
Í íslenskum krónum lækkaði af-
urðaverð í mars um 0,2% frá mán-
uðinum á undan. Síðastliðna tólf
mánuði hefur afurðaverðið hækkað
um 14% mælt í íslenskum krónum.
Það er Morgunkorn Glitnis sem
byggir þennan útreikning á tölum
Hagstofunnar og gengisbreytingum
helstu gjaldmiðla.
„Ytri aðstæður fyrir sjávarút-
vegsfyrirtækin eru ágætlega hag-
felldar um þessar mundir. Munar
þar mestu um hátt afurðaverð á er-
lendum mörkuðum. Krónan hefur
reyndar styrkst undanfarnar vikur
en gengisspár gera ráð fyrir
nokkru veikari krónu en nú er á
seinni hluta ársins. Horfur fyrir yf-
irstandandi ár eru ágætar, sterk
spurn er eftir afurðum á erlendum
mörkuðum og því líklegt að afurða-
verð haldist hátt,“ segir í Morg-
unkorninu.
Lítilsháttar
lækkun á
afurðaverði
%
&
'
„VIÐ prófuðum með þeim, hvernig beitan festist á önglinum við lögn og
það gekk mjög vel. Við höfum ekki reynt beitningavélina úti á sjó og vitum
því ekki hvernig útkoman þar er. Það virðist þó álveg ljóst að hugmynda-
fræðin að baki bæði beitunni og beitningarvélinni gengur upp,“ segir Páll
Jóhann Pálsson, útgerðarmaður í Grindavík.
„Það mjög góður kostur að geta valið fiskitegundir með beitunni, ekki
veitir af nú, þegar menn þurfa að forðast þorskinn og sækja meira í ýsuna.
Það er líka góð staða að geta valið á milli tveggja aðferða við línuveið-
arnar, þá hefðbundnu og svo pokabeituna. Bezti kosturinn væri sá að hægt
væri að keyra þessi kerfi saman, þannig að ekki væri mikið mál að skipta á
milli kerfa úti á sjó. Það væri kjöraðstaða,“ segir Páll.
Hugmyndafræðin gengur upp
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns