Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 197. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
GOTT AÐ HJÓLA
KOMIN NÆRRI SJÖ MÁNUÐI Á LEIÐ EN
HJÓLAR 12-13 KM Í VINNUNA >> 20
SÖGUSKOÐUN AÐ
„HÆTTI HÚSSINS“
TYRKJARÁN
„911“ >> LESBÓK
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.
EKKI virðist almenn sátt um það að
verðlagseftirlitið færist til Hagstofu
Íslands, líkt og SVÞ hefur lagt til.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst óttast menn að virkt verðlags-
eftirlit muni stangast á við önnur
hlutverk Hagstofunnar. Bent er á að
þótt Hagstofan reikni út vísitölu
neysluverðs, og þar með dagvöru,
birti hún hvorki einstakt verð né
nafngreini verslanir, en slík birting
veitir markaðnum ákveðið aðhald.
Að mati Jóhannesar Gunnarsson-
ar, formanns Neytendasamtakanna,
er mikilvægara að verðlagskannanir
séu vandaðar og aðferðafræði þeirra
óumdeild heldur en hver útfæri eða
framkvæmi sjálfar kannanirnar.
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra telur ekki sjálfgefið að
verðlagseftirlitið eigi betur heima
hjá ríkisstofnun. Segir hann aðalat-
riðið að sátt skapist milli hagsmuna-
aðila um þá aðferðafræði sem notuð
sé. Bendir hann á að hann hyggist
funda með fulltrúum allra hags-
munaaðila um næstu mánaðamót í
því skyni að ná betri sátt um aðferða-
fræðina.
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst er sátt um aðferðafræði þó ekki
töfralausnin, því menn vildu meina
að þær verslanir sem illa kæmu út úr
tilfallandi verðlagskönnun myndu
ávallt verða ósáttar við niðurstöðuna
og láta í sér heyra. Sögðu menn það
til marks um að kannanirnar bitu og
þjónuðu þar með hagsmunum neyt-
enda. Aðrir bentu á að mikilvægt
væri að hagsmunaaðilar slíðruðu nú
sverð sín og næðu sátt, því ljóst
mætti vera að það þjónaði ekki neyt-
endum ef öll umræðan og athyglin
flyttist frá könnununum sjálfum og
niðurstöðum þeirra yfir á deilur um
framkvæmd og úrvinnslu þeirra.
Slík umræða væri aðeins til þess fall-
in að varpa rýrð á kannanirnar og
vekja efasemdir um þær. | 8
Sátt um að-
ferðafræðina?
Telja ekki sjálfgefið að verðlagseftirlitið eigi
betur heima hjá ríkisstofnun en ASÍ
Á ÍSLANDI hefur mikilvægi hestsins verið óumdeilt, allt frá
landnámi og langt fram á 20. öld. Í raun er erfitt að gera sér í
hugarlund hvernig forfeðrum okkar hefði tekist að þreyja
þorrann á þessu strjálbyggða og harðbýla landi, án þess að
mótorhjól, verri ör eftir sig í náttúrunni en hófar hestsins,
eins og jarðvegurinn í Fossabrekkum við Heklurætur ber með
sér. Lögreglan á Hvolsvelli segir að akstur utan vega sé með
öllu bannaður á svæðinu eins og annars staðar á landinu.
hesturinn kæmi þar mjög við sögu. Ný tækni hefur hins vegar
rutt hestinum úr vegi sem fararskjóta og nú er hann eiganda
sínum fyrst og fremst ómissandi félagi. Oft fylgir böggull þó
skammrifi og skilja hinir nýju fararskjótar, bílar, fjórhjól og
Morgunblaðið/RAX
Torfærur við rætur Heklu
„ÞEGAR ég sá bílinn fyrst stefndi hann á hús hinum
megin við götuna og ég sá að kona hljóp á eftir honum.
Næst þegar ég leit upp stefndi bíllinn á okkur og var að
skella á mér og stelpunum.“ Þetta segir Ingunn Arnórs-
dóttir en hún og tvær dætur hennar, önnur fimm ára og
hin ekki orðin eins árs, lentu í þeirri óskemmtilegu lífs-
reynslu að verða fyrir bíl þegar þær voru á gangi eftir
friðsælli götu í Vestmannaeyjum.
„Ég man ekki alveg hvað gerðist en þegar bíllinn
lenti á mér kastaðist ég í götuna. Ég stóð strax upp,
greip vagninn sem dróst með bílnum og náði að kippa
honum til hliðar. Um leið og bíllinn hafnaði á veggnum
datt ég niður aftur,“ segir Ingunn, en yngri dóttir henn-
ar var í barnavagni sem hún ýtti á undan sér. Sú eldri
var hins vegar á reiðhjóli og datt af því við áreksturinn.
Þótt ótrúlegt megi virðast sluppu þær systur með
skrámur þótt sömu sögu sé ekki að segja af móður
þeirra, sem nú liggur mjaðmagrindarbrotin á sjúkra-
húsinu í Eyjum. Hjólið er lítið skemmt en barnavagninn
gerónýtur.
Ökumaðurinn í yngri kantinum
Það er bót í máli að sá sem óhappinu olli er hvorki
ökuníðingur né fylliraftur, heldur fjögurra ára óviti, sem
ætlaði sér alls ekki að troða illsakir við þær mæðgur. Sá
stutti skaut móður sinni skelk í bringu þegar hann vipp-
aði sér snarlega upp í bílstjórasæti bifreiðar hennar sem
brátt fór að renna af stað. Ökumaðurinn náði að bjarga
sér fyrir horn í orðsins fyllstu merkingu með því að taka
90 gráða beygju til hægri og halda sér á veginum, í stað
þessa að enda á húsvegg. Sá galli var hins vegar á gjöf
Njarðar að fyrrnefndar mæðgur voru að spóka sig á
þessum sama vegi, með fyrrgreindum afleiðingum. Öku-
ferðin endaði á garðvegg hægra megin götunnar, en þá
hafði peyinn runnið um 200 metra að mati lögreglu.
„Auðvitað var ég í sjokki á eftir; ætlaði aldrei að ná
mér niður og þau voru mörg ef-in sem komu upp í hug-
ann. Það er svo sannarlega guðsmildi að ekki fór verr,
en mestu skiptir að stelpurnar sluppu,“ segir Ingunn.
Óvænt ökuferð fjögurra ára Eyjapeyja tók snöggan endi
„Það var guðsmildi
að ekki fór verr“
Samheldnar Litlu systurnar eru eflaust farnar að
sakna þess að komast út í göngutúr með mömmu.