Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Garðarsson
omar@eyjafrettir.is
INGUNN Arnórsdóttir átti sér einskis ills von
þar sem hún var á gangi eftir Hrauntúni í
Vestmannaeyjum. Með henni voru dæturnar
tvær, Helga Sigrún, fimm ára, sem var á reið-
hjóli, og Anna Margrét, 11 mánaða, í barna-
vagni. Ingunn var að fara yfir götuna og
komin upp á gangstéttina austanmegin á leið
suður þegar hún sá bíl koma niður götuna úr
beygju sem þarna er á Hrauntúninu. Næst
þegar hún leit upp var bíllinn að skella á þeim
mæðgum. Hún gerði sér ekki fulla grein fyrir
því sem gerðist en hún varð fyrir bílnum og
skall í götuna. Hún náði þó að rísa upp aftur
og grípa í barnavagninn, sem dróst með bíln-
um, rétt áður en hann skall á garðvegg. Þá
uppgötvaði hún að það var barn sem sat und-
ir stýri á bílnum, stórum sjö manna fólksbíl.
Þetta gerðist síðdegis á miðvikudaginn og
nú liggur Ingunn mjaðmagrindarbrotin á
Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum en dæturnar
sluppu með skrámur. Hjólið er lítið skemmt
en barnavagninn er ónýtur.
gráta. Helga Sigrún datt á hjólinu, meiddi sig
aðeins á olnboga en fór heldur ekki að
gráta,“ segir Ingunn um viðbrögð dætra
sinna.
Strax dreif að fólk og Ingunn segir að ekki
hafi liðið langur tími þar til lögregla og
sjúkrabíll komu á vettvang. „Mín fyrstu við-
brögð voru að hringja í mömmu,“ segir Ing-
unn. „Þau voru óskemmtileg skilaboðin sem
ég fékk – „það var keyrt á mig og ég ligg í
götunni en ég held að stelpurnar hafi sloppið“
var það fyrsta sem hún sagði,“ skaut móðir
Ingunnar, Svanhildur Eiríksdóttir, inn í.
Ingunn var flutt á Sjúkrahúsið í Vest-
mannaeyjum þar sem hún verður í einhverja
daga en stelpurnar sluppu við alvarleg
meiðsl. „Ég er brotin á mjaðmagrind og aum í
fótunum, ég held að hjólið hafi farið yfir þá.
Auðvitað var ég í sjokki á eftir, ætlaði aldrei
að ná mér niður og þau voru mörg ef-in sem
komu upp í hugann. Það er svo sannarlega
guðsmildi að ekki fór verr en mestu skiptir að
stelpurnar sluppu,“ sagði Ingunn sem vildi
koma á framfæri þakklæti til allra sem að-
stoðuðu hana.
Kona hafði stöðvað bíl sinn í gangi rétt of-
an við beygjuna til að ná í tæplega fjögurra
ára son sinn. Hún fór út til að ná í strákinn,
sem vippaði sér inn í bílinn, í aftursætið, en
áður en móðir hans fékk nokkuð að gert
skaust hann í bílstjórasætið og bíllinn rann af
stað. Drengurinn náði að taka 90 gráða
beygju til hægri og endaði á garðvegg hægra
megin götunnar eftir að hafa runnið um 200
metra að mati lögreglu.
„Þegar ég sá bílinn fyrst stefndi hann á hús
hinum megin við götuna og ég sá að kona
hljóp á eftir honum,“ segir Ingunn þegar hún
rifjar atburðinn upp í samtali við Morg-
unblaðið. „Næst þegar ég leit upp stefndi bíll-
inn á okkur og var að skella á mér og stelp-
unum. Ég man ekki alveg hvað gerðist en
þegar bíllinn lenti á mér kastaðist ég í göt-
una. Ég stóð strax upp, greip vagninn sem
dróst með bílnum og náði að kippa honum til
hliðar. Um leið og bíllinn hafnaði á veggnum
datt ég niður aftur,“ segir Ingunn.
Þótt vagninn væri allur skakkur og hjóla-
búnaður ónýtur sat sú stutta uppi og lét sér
hvergi bregða. „Hún fór ekki einu sinni að
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fóru ekki einu sinni að gráta
Mæðgur hætt komnar er fjögurra ára gamall Eyjapeyi ók á þær
Hressar Þær sluppu ótrúlega vel mægðurnar í Vestmannaeyjum, Ingunn og dætur hennar Helga Sigrún og Anna Margrét.
ENGIN ríkisstofnun hefur síðan í
vor haft eftirlit með því hvort
fæðubótarefni séu í samræmi við
reglur sem gilda um innflutning
þeirra ef einstaklingar sjá um
innflutninginn. Fæðubótarefni eru
málaflokkur sem heyrir undir
Umhverfisstofnun en stofnunin
telur sig ekki hafa lagaheimildir
til að stöðva innflutning einstak-
linga.
Tollyfirvöld sjá um innflutn-
ingseftirlit fyrir margar stofnanir
en í tollalögunum sjálfum er ekki
tilgreint hvaða vörur sé óheimilt
að flytja til landsins. Tollstjóra-
embættin senda því reglulega fyr-
irspurnir til þeirra stofnana sem
yfirumsjón hafa með tilteknum
málaflokkum um hvort heimilt sé
að flytja inn hinar og þessar
vörur.
Reglugerð um fæðubótarefni
var sett síðla árs 2004 og var
málaflokkurinn þá færður frá
Lyfjastofnun yfir til Umhverfis-
stofnunar. Regína Hallgrímsdótt-
ir, sviðsstjóri eftirlitssviðs Lyfja-
stofnunar, segir að reyndar hafi
stofnunin svarað fyrirspurnum
tollyfirvalda um fæðubótarefni
nokkru lengur, eða þar til núna í
vor. Var þá sú vinnuaðferð tekin
upp, í samræmi við reglugerðina,
að vísa fyrirspurnum tollyfirvalda
um fæðubótarefni til Umhverfis-
stofnunar.
Markaðseftirlit er haft með
efnum sem fyrirtæki selja
Hörður Davíð Harðarson, að-
aldeildarstjóri tolleftirlitsdeildar
Tollstjórans í Reykjavík, segir
hins vegar að þegar spurst hafi
verið fyrir hjá Umhverfisstofnun
hafi þau svör verið gefin að stofn-
unin teldi ekki í verkahring sínum
að fylgjast með innflutningi á veg-
um einstaklinga. Þar sem engar
athugasemdir hafi verið gerðar af
hendi fagstofnana hefðu tollyfir-
völd ekki lagastoð fyrir því að
stöðva innflutninginn.
Elín Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður matvælasviðs Umhverfis-
stofnunar, staðfestir þetta. „Við
höfum litið svo á að við höfum
ekki lagaheimildir til að skipta
okkur af innflutningi einstaklinga
á fæðubótarefnum.“
Stofnunin fer hins vegar með
markaðseftirlit með fæðubótar-
efnum sem fyrirtæki selja. Stofn-
unin hefur því ekki talið sig hafa
heimild til að gera athugasemdir
við það að einstaklingar flytji inn
fæðubótarefni sem fyrirtækjum
er óheimilt að bjóða til sölu. Að-
spurð hvort þetta misræmi sé
ekki einkennilegt segir Elín að
Umhverfisstofnun sé bundin af
þeim lögum sem um stofnunina
gilda. Hún bendir jafnframt á að
tollyfirvöld og lyfjastofnun hafi
eftir sem áður eftirlit með inn-
flutningi efna sem flokkist sem
fíkniefni eða lyf.
Engin ríkisstofnun telur sér skylt að fylgjast með innflutningi einstaklinga
Fæðubótarefni eru flutt
hingað til lands án eftirlits
Í HNOTSKURN
»Umhverfisstofnun hefurekki heimild til að stöðva
innflutning einstaklinga á
fæðubótarefnum.
»Ekki er tilgreint í tolla-lögum hvaða vörur sé
bannað að flytja inn. Leita
tollyfirvöld því til viðkom-
andi fagstofnana í slíkum
málum.
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
ÓVÍST er um afdrif rækjuvinnslu Bakka-
víkur hf. í Bolungarvík en eins og kunn-
gert var í fjölmiðlum var 48 af 60 starfs-
mönnum sagt upp störfum í apríl sl. Að
sögn framkvæmdastjóra verður ákvörðun
tekin eftir helgi.
Bakkavík keypti fimm hundruð tonn af
frosinni rækju sem verið er að vinna og
reiknað er með að vinnslunni ljúki um
mánaðamót. Á sama tíma rennur út upp-
sagnarfrestur flestra starfsmanna.
Agnar Ebenesersson, framkvæmda-
stjóri Bakkavíkur, vildi lítið tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað en sagði þó
að stjórn Bakkavíkur mundi ákveða fram-
haldið næstkomandi þriðjudag. Ljóst er að
aðstæður eru fyrirtækinu ekki hagstæðar
en Agnar vonar þó að ekki komi til þess að
rækjuvinnslunni verði hætt. Hann telur
það mikið áfall fyrir bæjarfélagið og
Bakkavík fari svo.
Afdrif rækju-
vinnslunnar
ráðast eftir helgi
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
ENGAN sakaði í hörðum árekstri sem átti
sér stað á vegamótum við sundlaugina í
Lundi á Melrakkasléttu og þjóðveg um Ax-
arfjörð á sjöunda tímanum í gærkvöldi.
Fólksbíl var ekið í veg fyrir jeppa með
fyrrgreindum afleiðingum og er bíllinn
mikið skemmdur. Lögregluvarðstjóri á
Húsavík segir að frekari upplýsingar um
óhappið liggi ekki fyrir að svo stöddu.
Árekstur í ná-
grenni Ásbyrgis
FRÖNSKU flugmennirnir tveir sem brot-
lentu á Grænlandsjökli aðfaranótt mið-
vikudags eru nú veðurtepptir í Kulusuk,
en þeir hugðust koma til Reykjavíkur í
gær og fljúga áfram til Parísar í dag.
Starfsmenn Flugfélags Íslands gera ráð
fyrir að veður verði hagstæðara í dag og
flugsamgöngur komist í samt lag, en ekki
er vitað hvenær flugmennirnir eru vænt-
anlegir til landsins.
Áhöfn fisvélar
veðurteppt
ÞRÍR ökumenn voru teknir fyrir ölvunar-
akstur í umdæmi lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu á fimmtudag og aðfara-
nótt föstudags. Hafði einn þeirra þegar
verið sviptur ökuleyfi. Einn var stöðvaður
fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og
annar fyrir að vera ófær um að stjórna
ökutæki örugglega vegna veikinda.
Lögreglan stöðvaði einnig ökumann
sem hafði aldrei öðlast ökuréttindi.
Reyndi hann í fyrstu að halda því fram að
ökuskírteinið hefði gleymst heima.
Þrír teknir
ölvaðir undir stýri
HRAÐAKSTUR í umdæmi lögreglunnar á
Hvolsvelli var mikill í gær. Þrátt fyrir að
lögreglumenn hafi ekki lagt sérstaka
áherslu á hraðamælingar, höfðu þeir
hendur í hári 25 ökumanna sem óku of
hratt í Rangárvallasýslu. Sá sem hraðast
ók á þjóðveginum mældist á 132 km hraða
og allnokkrir mældust á 128. Ekki var
ástandið skárra innanbæjar; þar mældist
einn á 82 km hraða á 50 km kafla.
Á hraðferð í
Rangárvallasýslu