Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 9 FRÉTTIR                        50% afsláttur af öllum sumarfatnaði Tilboðsslár Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 Bæjarlind 6 • sími 554 7030 Útsala - Útsala Enn meiri verðlækkun LAGERSALA HEFST Á MÁNUDAGINN Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.se Enn meiri afsláttur 50% afsl. af öllum útsöluvörum FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir opnaði nýjar höfuðstöðvar sín- ar að Skógarhlíð 18 í gær og hefur fyrirtækið þar með stækkað híbýli sín um helming. Að sögn Andra Más Ingólfssonar framkvæmdastjóra hefur starfsemin fimmtánfaldast á undanförnum tveimur árum og því orðið löngu tímabært að stækka við sig. „Við vorum að opna 1.000 fer- metra hérna svo þetta dugar okkur vonandi eitthvað næstu árin,“ segir Andri. Starfsemin er í raun margþætt, því annars vegar býður fyrirtækið upp á utanlandsferðir fyrir Íslend- inga í nafni Heimsferða en einnig er boðið upp á þjónustu fyrir erlenda ferðamenn sem hingað koma og fell- ur sú starfsemi undir Terra Nova. Bæði heyra undir móðurfélagið Pri- mera Travel Group, sem hefur nú einnig fært höfuðstöðvar sínar í Skógarhlíðina og er því þjónustan öll komin undir einn hatt. Nú er háannatími í ferðaþjónustu því sumarfrí standa sem hæst en auk þess eru Íslendingar þegar byrjaðir að bóka þær fjölmörgu haustferðir sem Heimsferðir bjóða upp á til heitari landa. Andri segir Íslendinga með eindæmum ferða- glaða og mest framandi ferðirnar verði yfirleitt fyrst uppbókaðar. Undirbúningur páskaferða er því þegar kominn á fullan skrið, þar sem haustferðirnar anni tæpast eft- irspurninni. Starfsemin er því á fullu og lítill tíma til að fagna opnun nýja húsnæðisins að sögn Andra. „Við verðum með smá veislu fyrir starfs- fólkið á eftir og höldum svo áfram að vinna.“ Ört vaxandi Heimsferðir voru stofnaðar í mars árið 1992 og fagna því 15 ára afmæli í ár en starfsemin hefur vaxið mjög og er nú boðið upp á ferðir til hátt í 30 áfangastaða auk sérferða eins og golf-, skíða- og gönguferða. Starfsemin hefur margfaldast og sprengt húsið utan af sér Heimsferðir flytjast í tvöfalt stærra húsnæði Stórir „Það lá við að þeir, sem mættu síðastir á morgnana, fengju ekkert borð, svo þetta var alveg tímabært,“ segir Andri Már Ingólfsson. UMBOÐSMAÐUR Alþings beinir því til félagsmálaráðuneytisins að kveða upp úrskurði í kærumálum sem lúta að veitingu atvinnuleyfa eins fljótt og auðið er. Mælist um- boðsmaður til þess að ráðuneytið taki það til skoðunar hvort grípa þurfi til aðgerða vegna aukins álags á Vinnumálastofnun. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis í máli fyrirtækis sem leitaði til hans vegna afgreiðslutíma félags- málaráðuneytisins á stjórnsýslukær- um þess til ráðuneytisins í mars 2006. Kærurnar vörðuðu synjun Vinnumálastofnunar á útgáfu at- vinnuleyfa fyrir tvo útlenda starfs- menn sem fyrirtækið hugðist ráða til starfa. Alls tók þrettán mánuði að af- greiða kæruna í félagsmálaráðu- neytinu. Úrskurðir kveðnir fyrr upp Beindi umboðsmaður þeim til- mælum til ráðuneytisins að hugað yrði framvegis að því við skipulagn- ingu starfa innan ráðuneytisins að úrskurðir í kærumálum, sem ráðu- neytinu bærust á grundvelli laga um atvinnuréttindi útlendinga, yrðu upp kveðnir svo fljótt sem unnt væri og að afgreiðslutími málanna samrýmd- ist þannig fyrirmælum stjórnsýslu- laga. Ráðuneytið hafi frumkvæði að því að tilkynna fólki tafir Þá mæltist umboðsmaður til þess að ráðuneytið tæki til athugunar hvort grípa þyrfti til aðgerða vegna aukins álags á Vinnumálastofnun, meðal annars vegna umsókna um at- vinnuleyfi, til þess að tryggja að um- sagnir stofnunarinnar vegna kæra til ráðuneytisins bærust ráðuneytinu innan hæfilegs tíma svo unnt væri að afgreiða kærumál í samræmi við stjórnsýslulög. Umboðsmaður beindi að lokum þeim tilmælum til félagsmálaráðu- neytisins að hafa í framtíðinni frum- kvæði að því að tilkynna aðilum um tafir á afgreiðslu kæra vegna synj- ana um atvinnuleyfi og gefa upplýs- ingar um ástæður tafanna og hve- nær ákvörðunar sé að vænta í málinu. Álag skoðað hjá Vinnumálastofnun UM þessar mundir er Þorláksmessa á sumri. Í tilefni þess hefur skapast sú hefð á Ísafirði að Lionsmenn bjóða til skötuveislu í Tjöruhúsinu í Neðsta- kaupstað. Í gær var borin fram skata, skötustappa, plokkfiskur og salt- fiskur sem Halldór Hermannsson hafði hönd í bagga með að verka og elda ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Skatan var verkuð af Lionsmönnum sjálfum. Mikill fjöldi lagði leið sína í Neðstakaupstað til að borða kræsing- arnar. Skötuveisla á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.