Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 15 ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is „ÉG hef aðeins þrjú orð að segja: frelsi, frelsi, frelsi. Ekkert er feg- urra en frelsi,“ sagði Abdel Rahim Malouh, atkvæðamesti Palestínu- maðurinn úr röðum 255 fanga sem Ísraelar leystu úr haldi í gær. Með því að láta fangana lausa von- ast stjórnvöld í Ísrael til að geta styrkt stöðu Mahmouds Abbas, for- seta Palestínumanna, í valdabaráttu hans við Hamas-hreyfinguna sem náði Gaza-svæðinu á sitt vald í liðn- um mánuði. „Þetta er upphafið,“ sagði Abbas. „Við verðum að halda áfram starfi okkar þar til allir fangarnir koma aftur heim.“ Þekktasti Palestínumaðurinn sem leystur var úr haldi er Malouh, sem er sextugur og næstvaldamesti mað- urinn í vinstrihreyfingunni Alþýðu- fylkingunni fyrir frelsun Palestínu (PLFP), sem lýsti á hendur sér morði á ísraelskum ráðherra árið 2001. Malouh var handtekinn ári síð- ar og dæmdur árið 2004 í níu ára fangelsi fyrir aðild að „hryðjuverka- hreyfingu“. Gert hafði verið ráð fyrir því að hann lyki afplánuninni árið 2009. Flestir fanganna sem voru látnir lausir eru í Fatah, hreyfingu Abbas. Leiðtogar Hamas gerðu lítið úr ákvörðun Ísraelsstjórnar. „Þetta skref hefur enga raunverulega þýð- ingu vegna þess að flestir fanganna eru í einni fylkingu og flestir voru í þann veginn að ljúka afplánun,“ sagði talsmaður Hamas. Ísraelar og embættismenn bráða- birgðastjórnar Abbas sögðust vona að frelsun fanganna markaði þátta- skil í samskiptum Ísraela og Palest- ínumanna eftir sjö ára blóðsúthell- ingar. Nær 11.000 Palestínumenn eru í fangelsum í Ísrael. Nánast hver ein- asta fjölskylda á svæðum Palestínu- manna hefur einhvern tíma átt náið skyldmenni í ísraelsku fangelsi síð- ustu sjö árin og örlög fanganna eru á meðal erfiðustu málanna í deilum Ísraela og Palestínumanna. „Ekkert er fegurra en frelsi“ Yfir 250 palestínskir fangar leystir úr haldi í Ísrael Reuters Frjáls Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna (t.v.), fyrir aftan Abdel Ra- him Mallouh sem heilsar fjölskyldu sinni eftir að hann var leystur úr haldi. HITABYLGJUR eru óumdeilanlega slæmar fréttir fyr- ir fólk sem hefur lífsviðurvæði sitt af skíðaíþróttinni, en sjálfsbjargarviðleitnin hefur löngum fleytt mönnum langt. Á myndinni má sjá hvernig hvítt flísefni hefur verið breitt yfir snjóbreiður Vorab-jökulsins í Sviss- nesku ölpunum til þess að koma í veg fyrir að hinn dýr- mæti snjór bráðni alveg í hitasvækjunni sem legið hef- ur yfir Evrópu síðustu vikur. AP Skíðastaðir í hættu í hitanum SVISSNESKI athafnamaðurinn, Bernard Weber, sem stóð að nýlegri skoðanakönnun um hin nýju sjö und- ur veraldar, hefur í hyggju að senda þrívíddarmyndir af undrunum út í geiminn. Weber ætlar að brenna myndirnar á gullinn geisladisk eða hlaða þeim inn á ipod og skjóta þeim upp með eldflaug. Hann gefur þó ekki upp nákvæmlega hvernig eða hvar það mun gerast. Weber sagði í samtali við fréttastofu AP að þetta væri besta leiðin til að varðveita minninguna um byrjun þriðja árþús- undsins og minningin myndi þannig lifa, jafnvel þó að veröldin liði undir lok. Weber segir næsta skref vera að skipuleggja kosningu um hin sjö tækniundur veraldar og svo hin sjö náttúrulegu undur veraldar og tekur sem dæmi Miklagljúfur í því sam- hengi. Sjö undur veraldar út í geim Undrin lifi þó að ver- öldin líði undir lok TONY Blair, fyrrverandi for- sætisráðherra Bretlands, fagn- aði í gær tilkynn- ingu saksóknara um að þeir myndu ekki gefa út neinar ákærur vegna ásakana um að embættis- menn stjórnar Verkamannaflokks- ins hefðu þegið greiðslur í flokks- sjóði gegn því að tryggja auðmönn- um titla og sæti í lávarðadeild breska þingsins. Rannsókn málsins stóð í sextán mánuði. Saksóknar- arnir tilkynntu í gær að rannsókn- inni væri lokið og vegna skorts á sönnunum yrði enginn ákærður í málinu. Engin ákæra vegna ásakana um spillingu Tony Blair DANIR hafa flutt um 200 Íraka til Danmerkur en um er að ræða fólk sem hefur séð um túlkun og fleiri störf fyrir danska herliðið í Írak. Fólkið óttaðist að verða skotspónn uppreisnarmanna vegna tengsl- anna við herliðið. Hins vegar hefur komið í ljós að á vefsíðu varnar- málaráðuneytisins í Kaupmanna- höfn voru birtar myndir af nokkr- um Írakanna, að vísu brenglaðar en samt hægt að þekkja þá. Þykir þetta mjög óvarlegt og fullyrt að þeir og fjölskyldur þeirra geti verið í hættu vegna myndanna. Írakar til Danmerkur STJÓRN Meles Zenawi, forsætis- ráðherra Eþíóp- íu, náðaði í gær alls 38 stjórnar- andstöðuleiðtoga og stuðnings- menn þeirra. Fólkið var ný- lega dæmt í lífs- tíðarfangelsi fyr- ir að hafa æst til andófs gegn stjórninni. Er þrjár smárútur yfir- gáfu Kaliti-fangelsið í höfuðborg- inni Addis Ababa mynduðu sumir fanganna sigurmerkið með fingr- unum. Zenawi sagði að með því að verða við bón fanganna um náðun væri verið að segja að fólk fengi annað tækifæri. Fangar náðaðir í Eþíópíu Meles Zenawi BANDARÍKIN og Vestur-Evrópu- ríkin gáfu í gær upp á bátinn til- raunir sínar til að fá öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að sam- þykkja að Kosovo-hérað fengi sjálf- stæði. Var ástæðan sögð vera and- staða Rússa sem hafa neitunarvald í ráðinu. Reynt yrði að tryggja Kos- ovo sjálfstæði með öðrum ráðum. Héraðið telst enn vera hluti Serbíu og Serbar berjast ákaft gegn því að það fái sjálfstæði. Kosovo-mál enn í hnút MANUEL Uribe, 41 árs Mexíkói, verður skráður í Heimsmetabók Guinness sem feitasti maður heims. Hann vó hvorki meira né minna en 560 kíló áður en hann gekkst undir skurðaðgerð og fór í megrun. Síðan hefur hann lést um 200 kíló og von- ast til að verða einnig skráður í heimsmetabókina sem sá maður sem hafi lést mest. Í næstu Heims- metabók Guinness verður birt mynd af Uribe ásamt lýsingu á meðferð sem hann gekkst undir. Léttist um 200 kílógrömm Nýja-Delhí. AFP. | Blaða- konan Gita Aravamud- an hefur gefið út bók um ótrúlega fækkun stúlkubarna á Ind- landi, ástæðurnar sem liggja að baki og jafn- vel aðferðirnar sem notaðar eru. Arava- mudan segir bókina reyna að gefa vanda- málinu mynd, gera það raunverulegra fyrir fólki. Í bókinni gefur hún dæmi um hvernig stúlkubörnum hefur verið fyrirkomið í gegnum tíðina, þeim hafi til dæmis verið drekkt í mjólk, brennd lifandi í leirkrukkum og eitr- að fyrir þau í móðurmjólkinni en nú segir hún algengast að fóstrunum sé eytt strax í móðurkviði. Í Indlandi eru ströng viðurlög gegn því að nota kyngreiningu snemma á fósturskeiði í þessum til- gangi og gegn því að eyða fóstri vegna kyns og geta bæði læknar og mæður sætt refsingu. Aravamudan segir að lögin séu frá- bær en aðeins á blaði – þeim sé ekki beitt í raun. Aravamudan segir ungbarnadráp á stúlkum svipað rað- morðum en reglu- bundnar fóstureyðing- ar á stúlkum séu líkari gereyðingu og vísar til helfararinnar, nema nú sé verið að útrýma eft- ir kynferði. Áður hafa yfirvöld í Indlandi hvatt fólk til að skilja dætur sínar heldur eftir í opinber- um byggingum heldur en drepa þær en Aravamudan segir það fáránlega hugmynd enda sé með því gefið í skyn að stúlkur séu í raun minna virði heldur en drengir. Nýlega kynntu yfirvöld nýja her- ferð gegn kynbundnum fóstureyð- ingum en í henni felst að skrá allar þunganir kvenna og fylgjast svo með tölu fæðinga. Áætlunin hefur þó verið gagnrýnd og ekki talin raunhæf. Baráttan gegn stúlknadrápum Reiði Mótmæli gegn stúlkufóstureyðingum. Íslamabad. AP, AFP. | Hæstiréttur Pakistans úrskurðaði í gær að Pervez Musharraf, hershöfðingi og forseti landsins, hefði brotið lög með því að víkja Iftikhar Moham- med Chaudry úr embætti forseta dómstólsins. Úrskurðurinn er mik- ið pólitískt áfall fyrir Musharraf. Lögfræðingar og stjórnarandstæð- ingar, sem höfðu mótmælt brott- vikningunni, lýstu úrskurðinum sem „sigri lýðræðisins“. Er talið að Musharraf hafi aldr- ei staðið eins höllum fæti frá því að hann rændi völdunum árið 1999. Úrskurðurinn gæti torveldað honum að fá pakistanska þingið til að kjósa hann forseta í fimm ár til viðbótar í haust. Musharraf vék Chaudry úr emb- ætti 9. mars og sakaði hann um að hafa misnotað stöðu sína, meðal annars með því að tryggja syni sínum embætti í lögreglunni. Lög- fræðingar og stjórnarandstæðing- ar sökuðu hins vegar Musharraf um að hafa rekið Chaudry til að reyna að koma í veg fyrir að hæstiréttur hindraði áform hans um að fá þingið til að kjósa hann forseta aftur með því að úrskurða að það bryti í bága við stjórn- arskrána. Lögfræðingar og stjórn- arandstæðingar efndu til fjölda- funda til að mótmæla brott- vikningunni. Lögfræðingar fagna Hundruð lögfræðinga söfnuðust saman á götum pakistanskra borga í gær til að fagna niðurstöðu hæstaréttar. Benazir Bhutto, fyrr- verandi forsætisráðherra Pakist- ans, sem er í útlegð, sagði þetta einn af merkustu úrskurðum í sögu hæstaréttar landsins. Tíu dómarar réttarins komust að þeirri niðurstöðu að Musharraf hefði brotið lögin og þrír dómarar voru á öndverðum meiði. Stjórn Musharrafs sagðist ætla að virða niðurstöðu dómstólsins. Musharraf á einnig undir högg að sækja vegna mannskæðra sprengjutil- ræða og átaka í Pakistan síðustu vikur. Um 290 manns hafa beðið bana í árásunum eftir að átök blossuðu upp milli hermanna og íslamista í Rauðu moskunni í Ísl- amabad 3. þessa mánaðar. Mikið áfall fyrir Musharraf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.