Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
KET, réttu nafni
Alain Mari-
dueña, hefur
verið ákærður af
yfirvöldum í
New York fyrir
þá iðju sem á ís-
lensku hefur
verið kölluð
veggjakrot.
Krotið er af
mörgum flokkað til lista. KET
varð þekktur af verkum sínum á 9.
áratugnum, þegar hann var á tán-
ingsaldri og úðaði á lestarvagna
ýmsar myndir og mynstur og
merkti sér KET.
Í október sl. lagði lögreglan í
New York hald á 3.000 úðabrúsa,
tölvur og myndavélar á heimili
hans. KET hefur nú verið ákærður
með þeim rökum að listamanns-
merkingu hans sé að finna á lest-
arvögnum og í heimilistölvu. KET
segist hins vegar hættur að úða á
lestir, hafi aðeins úðað vegg fata-
hreinsunar með leyfi eigandans.
Til höfuðs
„graffiti“
Veggjakrot
STARFSMENN bresku barna-
hjálparlínunnar ChildLine voru í
gær í viðbragðsstöðu vegna seinustu
bókarinnar um Harry Potter, sem
sala hófst á um miðnætti. Fleiri
verða á vakt á línunni en venja er,
vegna bókarinnar, þar sem menn
búast við því að börn og ungmenni
bregðist illa við ef einhverjar lyk-
ilpersónur láta lífið.
Höfundur Harry Potter-bókanna,
JK Rowling, hefur gefið upp að ein-
hverjar persónur muni láta lífið í
bókinni, Harry Potter and the
Deadly Hallows. Ungir aðdáendur
gætu orðið harmi slegnir, sér-
staklega þó ef Potter sjálfur deyr.
Verði það illmennið Woldemort þarf
vart að hafa áhyggjur.
ChildLine býður börnum og ung-
mennum að hringja hvenær sem er
sólarhrings og njóta huggunar.
Breska bókaverslanakeðjan Wa-
terstone’s hefur einnig látið fé af
hendi rakna til hjálparlínunnar.
Kate Trench, yfirmaður hjá ChildL-
ine, segir hættu á því að andlát ást-
kærrar sögupersónu geti ýft upp
gömul sár, t.a.m. andlát vinar, ætt-
ingja eða dauða gæludýrs.
Börnum
veitt hjálp
Dauðans alvara Harry Potter.
FORSVARSMENN bóka-
forlagsins Veraldar, hafa selt
japanska forlaginu Shueisha út-
gáfuréttinn þar í landi að bók
Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja
táknið. Shueisha er einn stærsti
bókaútgefandi Japans.
Í tilkynningu frá Veröld segir
að afar fátítt sé að íslenskar
bækur komi út á japönsku og
því séu þetta nokkur tíðindi.
Samningar hafa nú verið
gerðir um útgáfu bókarinnar á 30 tungumálum.
Þá er í undirbúningi gerð kvikmyndar eftir sög-
unni, hjá þýska framleiðandanum Ziegler film.
Þriðja glæpasaga Yrsu kemur út í haust.
Bókmenntir
Þriðja táknið gefið
út á japönsku
Yrsa
Sigurðardóttir
LANDVERND efnir til ljós-
myndasamkeppni undir yf-
irskriftinni „Augnablik í eld-
fjallagarði“, en sá garður
liggur frá Reykjanesi að Þing-
vallavatni.
Viðfangsefnin eru hverir,
jarðmyndanir og nátt-
úruperlur ýmsar sem finna má
á þessu svæði. Ljósmyndum
skal skila inn fyrir 10. ágúst og
verður sett upp sýning á völd-
um myndum í húsnæði Miðstöðvar símenntunar á
Suðurnesjum. Sýningin verður opnuð 29. ágúst.
Nánar má kynna sér keppnina og hugmyndir
Landverndar um eldfjallagarð á landvernd.is.
Ljósmyndun
Augnablik í
eldfjallagarði
Hverasvæði á
Reykjanesi
SÖNGFLOKKURINN Voces
Thules syngur nokkur lög í
klausturmessu í Viðeyj-
arkirkju á morgun kl. 14.30.
Söngflokkurinn hefur allt frá
stofnun árið 1992 sérhæft sig í
flutningi samtíma- og miðalda-
tónlistar.
Sr. Jakob Ágúst Hjálm-
arsson dómkirkjuprestur
messar og fyrrverandi Dóm-
kirkjuprestur og staðarhaldari
í Viðey segir í athöfninni frá Viðeyjarklaustri.
Viðeyjarklaustur var stofnað af Þorvaldi Giss-
urarsyni árið 1225 og var fyrsta klaustrið í Sunn-
lendingafjórðungi.
Tónleikar
Voces Thules í
klausturmessu
Viðeyjarkirkja
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
EINN MESTI vinur Klais-
orgelsins í Hallgrímskirkju, Hann-
fried Lucke, prófessor í orgelleik
við Mozarteum listaháskólann í
Salzburg, tekur þátt í tónleikaröð
kirkjunnar, Alþjóðlegu orgelsumri,
í fimmta sinn nú um helgina með
tvennum tónleikum. Þeir fyrri
verða kl. 12 í dag og þeir seinni
kl. 20 annað kvöld.
Á fyrri tónleikunum flytur
Lucke „Sinfóníu“, kafla úr kant-
ötunni „Was Gott tut, das ist wo-
hlgetan“ og sálmforleikinn „Vater
unser im Himmelreich“, allt verk
J.S. Bach og þvínæst franska org-
eltónlist. Fyrri hluti tónleikanna á
sunnudagskvöld er tileinkaður
norður-þýska orgelskólanum, m.a.
„Tokkata“ eftir Johann Ludwig
Krebs, sem þykir áhugavert fyrir
52 fótspilseinleik í upphafi, að
hluta til tvíradda. Þá leikur Lucke
„Sónötu nr. 4 í e-moll“ sem J.S.
Bach skrifaði fyrir son sinn Wil-
helm Friedemann, en þar leika
hendurnar sín hvora röddina og
fæturnir þá þriðju. Eftir hlé verða
leikin verk eftir þýsku tónskáldin
Brahms og Mendelsson og frönsku
tónskáldin Maurice Duruflé og
Louis Vierne. Lucke mun einnig
leika af fingrum fram við stef sem
honum verður afhent á staðnum.
Hrifinn af Íslandi
„Hann er þrælfær,“ segir Erla
Elín Hansdóttir, hjá Listvinafélagi
Hallgrímskirkju, um Lucke.
„Hann er líka hrifinn af Íslandi og
er að koma með konuna sína hing-
að í fyrsta sinn.“ Erla segir þá
organista erlenda sem komið hafa
til að spila í kirkjunni og þekkja
til Klais-orgela afar hrifna af org-
eli kirkjunnar og telja það afar vel
lukkað. Hvað 52 takta fótspilsein-
leikinn varðar segir Erla að það
sé heldur óvenjulegt í org-
elverkum. Bassinn sé leikinn með
fótunum og því mikið bassaspil í
upphafi. Orgelleikur sé flókinn að
mörgu leyti, leikið með höndum og
fótum. „Það eru margir sem læra
fyrst á píanó og fara svo á orgelið.
Það sem er flókið í þessu sam-
bandi er að samhæfa fætur og
hendur. Ef þú ætlar að ná langt
verðurðu að geta æft þig á stór
orgel, raddvalið er mikilvægt og
að finna góðan hljóm. Þú ert alltaf
að koma að nýjum hljóðfærum, í
orgelinu í Hallgrímskirkju eru t.d.
72 mismunandi raddir,“ segir
Erla.
Í tríósónötu, eins og þeirri eftir
Bach sem Lucke leikur annað
kvöld, eru þrjár raddir, ein í
hægri hendi, ein í vinstri og ein í
fótspili. Þá þarf orgelleikarinn að
ákveða hvaða raddir orgelsins eigi
að mynda fyrstu röddina, sem
leikin er með hægri hendi, og síð-
an koll af kolli. „Þess vegna þurfa
þeir (orgelleikararnir) að koma
fyrr, til að raða niður röddunum.
Það er raddvalið sem skiptir máli
og þess vegna þurfa þeir tíma,
þeir eru löngu búnir að æfa verkin
en þurfa að æfa þau á hverju
hljóðfæri fyrir sig. Það er alltaf
munur milli hljóðfæra,“ segir
Erla.
Virtur og verðlaunaður
Orgelnám er langt og strangt
og ekki óalgengt að eftir nám á
Íslandi taki við 5-7 ára nám er-
lendis. Lucke hlaut tónlistar-
menntun sína við Ríkistónlist-
arskólann í Freiburg, við Salzburg
Mozarteum í Austurríki og Tón-
listarháskólann í Genf, útskrifaðist
í kirkjutónlist og með einleik-
arapróf.
Hann hlaut heiðursverðlaun
austurríska menntamálaráðherr-
ans 1993 og hafa hljóðritanir hans
hlotið alþjóðlegar viðurkenningar.
Fyrir tíu árum tók hann við stöðu
prófessors í orgelleik við Tónlist-
ar- og listaháskólann í Graz í
Austurríki og árið 2000 var hann
skipaður yfirmaður orgeldeildar
Mozarteum.
Hannfried Lucke organisti heldur tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina
Leikur af fingrum fram
KLAIS-ORGELIÐ er 72 radda pípuorgel, smíðað af Johannes Klais org-
elsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi og vígt á öðrum sunnudegi í aðventu árið
1992. Á því eru fjögur spilaborð, 72 raddir og 5.275 pípur. Sjálft orgelið er
um 15 metra hátt og vegur um 25 tonn. Orgelið er það langstærsta á land-
inu og rómað meðal organista víða um heim fyrir gæði, fjölbreytt raddval
og þykir falla vel að rými kirkjunnar.
25 tonn og 5.275 pípur
BORGNESINGUM verður boðið
upp á eyrnakonfekt annað kvöld kl.
20, en þá þenja raddböndin Þóra
Einarsdóttir, sópransöngkona og
Björn Jónsson, tenór og Anna Ás-
laug Ragnarsdóttir leikur á píanó á
tónleikum í Borgarneskirkju.
Þríeykið leggur í efnisskránni
áherslu á létt verk og sumarleg;
sönglög, dúetta og píanóverk eftir
Grieg, Schumann og Richard
Strauss. Má þar nefna Vatnaliljuna
og Vorið eftir Grieg, sem lést fyrir
100 árum.
„Við miðuðum öll verkin við að
hafa þau svolítið sumarleg, þetta eru
sumartónleikar,“ segir Anna og von-
ast til þess að tónleikagestir upplifi
sumar og rómantík.
Anna segist hafa ákveðið efnis-
skrána með þeim Þóru og Birni, þau
séu öll búsett í Þýskalandi og þekk-
ist þaðan. „Við höldum svo tónleika á
Ísafirði, í Hömrum, 26. júlí kl. 20 og
29. júlí í Listasafni Sigurjóns á
Lauganesinu, kl. 20.30,“ bætir Anna
við.
Anna, Þóra og Björn eru þaul-
reynd á tónlistarsviðinu. Hlutverk
Þóru á óperusviði eru orðin á fjórða
tug, Björn hefur einnig sungið í
fjölda óperuhúsa og leggur auk þess
stund á rannsóknir á rekstri og
stjórnun óperuhúsa.
Anna er með einleikarapróf og
hefur m.a. oft leikið með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, haldið einleiks-
tónleika víðs vegar um landið og á
síðari árum verið meðleikari með
ljóðasöng og kammertónlist.
Sumarstemning í Borgarnesi
Þrenning Björn, Þóra og Anna verða í sumarskapi á tónleikunum.
♦♦♦
Fingrafimur Hannfried Lucke við Klais-orgelið í Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Ásdís
FÆRA á marga helstu dýrgripi
grískrar lista- og menningarsögu
úr Meyjarhofinu, Panþeon, á Akró-
pólishæð í nýtt safn sem opnað
verður almenningi á næsta ári.
Safnið ber nafn hæðarinnar, Akró-
pólis.
Þó svo aðeins þurfi að færa
styttur og lágmyndir um nokkur
hundruð metra er það þó kostn-
aðarsamt verk og áhættusamt, þar
sem þessir dýrgripir voru ekki
gerðir með flutning í huga.
Alls verða 330 gripir færðir í
safnið, úr Meyjarhofinu og víðar að
af hæðinni. Þyngsti gripurinn sem
fluttur verður vegur 2,5 tonn.
Dýrgripir
fluttir til
♦♦♦