Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 17
MENNING
Gríptu augnablikið og lifðu núna
Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta.
Almennt verð 1.990 kr.
Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1.
Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr.
fyrir Og1 viðskiptavini.
Hittu í markBERGSTEINN Ásbjörnsson heitir
listamaður fæddur á Fróni en búsett-
ur í Svíþjóð síðastliðin 30 ár ævi sinn-
ar. Bergsteinn opnaði á dögunum
sýningu í Listasal Mosfellsbæjar
undir yfirskriftinni „Bönd“. Senni-
lega fellur framkvæmdin undir text-
íllist þar sem 365 hampþræðir teygja
sig eftir rýminu og upp eftir veggjum
og hanga þar í röð strekktir með kljá-
steinum eins og notaðir voru í veflist
hér áður fyrr. Þessir steinar eru hins
vegar úr 18 þúsund milljón ára berg-
tegund sem listamaðurinn notar einn-
ig í egglaga form sem liggur í rýminu
miðju. Um eggið liggur hampurinn
svo eins og hreiður og í hverju horni
rýmisins er ímynd engils steypt í
brons og snýr í átt að egginu með út-
breidda vængi.
Í þessu má sjá margskonar tákn-
fræðilegar tilvísanir í Norræna goða-
fræði og kristnina. Í heiðni táknaði
eggið til að mynda endurfæðingu
jarðar og var tákngert með ritúali á
vorin. Með yfirtöku kristninnar
breyttist táknfræðin í endurrisu
mannsins. Hampurinn ku hafa ein-
hverja hugmyndalega tengingu við
rætur Yggdrasils sem báru uppi jörð-
ina samkvæmt goðafræðinni og engl-
arnir virka sem einhverjar vættir
sem gæta jarðarinnar eða mannsins
úr fjórum áttum. Með englunum og
þráðunum skapar Bergsteinn ein-
hverskonar verndarhjúp í rýminu
umhverfis eggið. Helsti löstur inn-
setningarinnar er hve hún er stíf og
rýmið þá óþarflega herpt saman. En
á móti tekst Bergsteini að nýta úrelt
upphengi sem vart sómir lengur al-
varlegum sýningarsal myndlistar, en
það eru renningar sem liggja eftir
veggjunum endilöngum sem ætlaðir
eru til að hengja upp myndir í þráð-
um. Bergsteinn gerir þræðina að
listaverkinu sjálfu, leggur metnað í
framkvæmdina og skilar frá sér alveg
ágætri sýningu.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Textílinnsetning Á sýningunni eru margskonar táknfræðilega tilvísanir.
Verndarhjúpur
MYNDLIST
Listasalur Mosfellsbæjar
Opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga
kl. 12-15. Sýningu lýkur 28. ágúst. Að-
gangur ókeypis.
Bergsteinn Ásbjörnsson
Jón B. K. Ransu
FYRSTIR skulu síðastir verða eins
og skrifað stendur. Gilti það s.l. laug-
ardag í Skálholti um Apokrypha
[45’], 11-þætt verk Huga Guðmunds-
sonar, er færðist frá kl. 15 til 17 af
þegar tilgreindum ástæðum. Lék all-
mikil eftirvænting yfir áheyrendum,
enda farnar að berast jákvæðar
fréttir að utan um nýleg verk Huga
eins og Eq. IV: Windbells er ku mik-
ið flutt erlendis um þessar mundir.
Auk þess er langt á milli hérlendra
frumflutninga á þetta löngum tón-
smíðum eftir höfunda af yngstu kyn-
slóð, hvað þá við latneska trúartexta.
Kveikti það vitanlega forvitni eftir
frekari upplýsingum um tilurð og
efni, en þar komu hlustendur því
miður bónleiðir til búðar. Tónleika-
skráin þagði þunnu hljóði, og snjallt
erindi Skálholtsrektors kl. 14, „Hvað
er Apokrypha?“ fjallaði né heldur
um tónverkið svo neinu næmi. Kjör-
ið hefði auðvitað verið að fá tón-
skáldið til að greina frá verki sínu,
en sjálfsagt ber að virða það sjón-
armið að verkið tali sínu máli eitt og
óstutt. Samt get ég ekki neitað því
að örstutt heimildagreining á lat-
ínutextunum fjórum er birtust á
frummáli og íslenzku, O bona crux
(III), Anima Christi (VI), Angele
Dei (IX) og Salva me (XI), hefðu
komið hlustendum að talsverðu
gagni; a.m.k. þeim sögumeðvitaðri.
Fornir lítúrgískir textar eiga sér
djúpan menningararf sem segir heil-
mikið umfram sjálft merkingar-
inntakið.
En hvað sem því líður þá var
lengst af fólgin sérkennileg upp-
ljómun í tónboðskap verksins. Lag-
ferlið brúaði sannfærandi ólíka tón-
heima ævaforns kirkjusöngs (með
ávæningi af austurlenzku kryddi úr
sýnagóguhefð gyðinga) og vest-
urlenzks nútímastíls (að meðtöldum
örsnifsum úr Liljulagi í IV), og oft-
ast kyrrlátt liggjandi hóflega klösótt
hljómaferlið laðaði fram það seið-
andi launhelga íhugun að vantaði að-
eins reykelsisilminn.
Undir seinni hlutann þótti mér
hins vegar farið að verða nóg af svo
búnu, því þó að stök dramatísk upp-
brot ættu sér stað, dugðu þau ekki
til fullnægjandi mótvægis við alls-
herjar mókhyggjukyrrstæðuna – þó
vitaskuld mæli ég ekki fyrir munn
allra áheyrenda. Hitt var þó öllum
ljóst, að frábært framlag Guðrúnar
Jóhönnu setti afgerandi punkt yfir i-
ið með íðilfögrum sléttsöng (ásamt
þónokkrum funheitum bel canto
andstæðum) í samræmi við forn-
hljóðfæraslátt NoA. Raunar virtist
sem sópranhlutverkið væri það sér-
saumað fyrir söngkonuna að vand-
séð var hver hefði getað túlkað það
betur.
Seiðandi sléttsöngur
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Hugi Guðmundsson: Apokrypha (frumfl. á
Ísl.). Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir sópran
og barokksveitin Nordic Affect (Georgia
Browne flauta, Sara DeCorso & Halla S.
Stefánsdóttir fiðla, Guðrún H. Harð-
ardóttir víóla, Hanna Loftsdóttir selló,
Josh Cheatham bassagamba, Benoit van
den Bemden víólóna, Karl Nyhlin þjorba/
barokkgítar og Cvetanka Szosovka
semball), ásamt Frank Aarnink slagverk.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Laugardag-
inn 7.7. kl. 17.
Sumartónleikar
LISTASAFN Árnesinga í Hvera-
gerði hefur verið opnað að nýju eftir
að nýr safnstjóri hóf þar störf, Inga
Jónsdóttir, sem jafnframt er sýning-
arstjóri metnaðarfullrar sýningar
sem stendur nú yfir undir yfirskrift-
inni „Að flytja fjöll“. Þar má sjá tölu-
vert úrval verka eftir Ásgrím Jóns-
son, fengnum úr safneign Listasafns
Árnesinga og Listasafns Íslands.
Myndirnar, sem unnar eru í vatnslit
og olíu og spanna fyrri helming 20.
aldar, eru af hinum ýmsu fjöllum
landsins og votta hversu víðförull
Ásgrímur var. Þá eru þær settar í
samhengi við verk ýmissa samtíma-
myndlistarmanna sem einnig hafa
fengist við að myndgera fjöll í verk-
um sínum.
Yfirskrift sýningarinnar skír-
skotar til flutnings fjalla í marg-
víslegum menningarlegum skilningi,
svo sem í tungumálinu, í huglægu
formi minninga eða formi mynd-
verks landshorna á milli. Fjöll lands-
ins flytja í afleiddri mynd inn í stofur
reykvískra góðborgara eða húsa-
kynni Listasafns Íslands, birtast
sem ljósmyndir í sýningarskrám,
dagblöðum eða á vefsíðum. Fjöllin
taka líka breytingum og færast til á
myndfletinum í túlkun og skráningu
listamannanna. Allar þessar fjalla-
myndir, eða táknmyndir, gegna ekki
síst mikilvægu hlutverki í íslenskri
þjóðarvitund.
Ásgrímur leitaðist við að búa til
eftirmyndir fjalla og ná fram lit- og
ljósbrigðum í samræmi við árstíð og
veðurfar. Sum fjöll, eða „mótíf“ mál-
aði hann oftar en einu sinni og sá
nýja myndræna áskorun hverju
sinni. Núlifandi listamenn, sem eiga
verk á sýningunni, hafa nálgast fjöll-
in og landslagshefðina á forsendum
samtímans, gjarnan í samræðu við
hefðina sem dregin er fram á þessari
sýningu. Til dæmis er vatnslitamynd
Ásgríms frá Kerlingarfjöllum (1921)
staðsett við hlið myndar Magnúsar
Tómassonar, „Fjall/dalur“ (1977-78),
sem er nokkurs konar „athuga-
semd“ um landslagshefðina. Húm-
orinn er ekki langt undan í verki
Magnúsar Pálssonar, „Hattfjall“,
(1960-70) sem samanstendur af
tveimur máluðum kvenhöttum og
felur í sér vissa afhelgun á hefðinni
og hugmyndum um hið myndræna.
Húbert Nói er líkt og Ásgrímur
trúr staðfræðinni en þó ekki með því
að nafngreina fjöllin heldur með að-
stoð nútímatækni, GPS-staðsetning-
arkerfis.Verk hans „Kassi fyrir GPS
myndir“ (1996), sem tekur á sig
mynd fjalls, hefur sterka skírskotun
til yfirskriftar sýningarinnar. Stað-
fræði Georgs Guðna er á reiki – óá-
þreifanleg fjöll hans eru mishulin
sjónum og án titils í þokukenndum
dumbungi eða þau birtast okkur sem
staðlað form eða kennileiti sem býr í
vitundinni eða menningarminninu.
Fjöll Þorbjargar Þorvaldsdóttur í
verkinu „Fjall-landslag“ (1995) eru
einnig formrænar og litrænar stað-
almyndir jarðfræðilegra myndana.
Nálægðin við vatnslitamyndir Ás-
gríms minna á að þau eiga sam-
svörun í fjölmörgum fjöllum lands-
ins og að sum rata oftar en önnur á
striga (eða annan miðil) vegna form-
rænnar sérstöðu. Staðsetningin
verður einnig óljós í málverkum
Guðrúnar Kristjánsdóttur af þoku-
kenndum fjallshlíðum en verkin
leika á mörkum hins óhlutbundna.
Hér sýnir hún hins vegar einnig
kirfilega staðfærða fjallshlíð – snjó-
mynstur í mynd Ásgríms af Ár-
mannsfelli flyst til í rýminu í graf-
ískri eftirmynd og setur jafnframt
skemmtilegan svip á salinn. Mynd
Ásgríms verður jafnframt hluti af
verki Guðrúnar sem minnir á hvern-
ig listamenn sækja innblástur í verk
annarra listamanna og í listasöguna,
ekki síður en t.d. í náttúruna.
Skálduð, á stundum dálítið háska-
leg, fjallaform Brynhildar Þorgeirs-
dóttur úr gleri, steinsteypu og
stundum sandi, skírskota til þess
hvernig hlutar fjalla umbreytast í
byggingarefni mannabústaða. Í
verkinu „Álfasteinn“ (1987) má
hugsa sér umbreytinguna yfir í efni-
við álfakirkju.
Ljósmyndir Ólafs Elíassonar af
skriðjöklum í verkinu „Glacier ser-
ies“ (1999) sýna fjöll í mótun og til-
færslu jarðefna og kallast á við verk
Ásgríms þar hjá af síbreytilegum
Eiríksjökli, eftir sjónarhorni, árstíð,
veðri eða skapi listamannsins.
Á sýningunni hefur þess verið
gætt að veita verkum Ásgríms and-
rúm – val verkanna er athyglisvert
og varpar ljósi á að Ásgrímur var í
stöðugri þróun sem listamaður.
Samræða milli verka hans og nýrri
verka er stundum búin til með beinu
stefnumóti verka hlið við hlið, ann-
ars með óbeinum hætti. Hin form-
ræna tenging er mest áberandi en
nýrri verkin gefa jafnframt tilefni til
þess að skoða Ásgrímsmyndirnar
frá hugmyndalegum sjónarhóli. Sýn-
ingin höfðar jafnt til aðdáenda Ás-
gríms og hefðarinnar sem og unn-
enda samtímalista – og opnar fyrir
flæði þar á milli.
Fjallað um fjöll
Að flytja fjöll Verk eftir Ásgrím Jónsson, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Brynhildi Þorgeirsdóttur.
MYNDLIST
Listasafn Árnesinga
Til 29. júlí 2007. Opið daglega kl. 12-18.
Aðgangur ókeypis.
Að flytja fjöll – Ásgrímur Jónsson, Brynhild-
ur Þorgeirsdóttir, Georg Guðni, Guðrún
Kristjánsdóttir, Húbert Nói, Magnús Páls-
son, Magnús Tómasson, Ólafur Elíasson,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir. Sýningarstjóri:
Inga Jónsdóttir.
Anna Jóa