Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Sigurð Jónsson
Selfoss | „Það var danskur bakari
sem kom inn þeirri hugmynd hjá
mér að verða bakari. Hann leigði hjá
okkur og var gríðarlega flinkur í
höndunum og bjó til ýmislegt heima,
bakaði, gerði marmelaði og fleira.
Ég smitaðist af því að horfa á hann
og langaði að fara í bakaraiðnina og
fann mig í henni frá fyrsta degi,“
sagði Guðni Andreasen, bakara-
meistari á Selfossi, sem rekið hefur
Guðnabakarí í 35 ár ásamt eiginkonu
sinni, Björgu Óskarsdóttur.
Þau hófu að starfrækja Guðnabak-
arí að Kirkjuvegi 8 á Selfossi, í 50
fermetra húsnæði. Nú starfrækja
þau bakaríið í 600 fermetrum að
Austurvegi 31b en þangað flutti
hann 1980 en stækkaði það síðan enn
frekar 1984. Í bakaríinu eru þrír
bakarar auk Guðna og síðan fjögur
stöðugildi til viðbótar. Fjölskyldan
starfar í bakaríinu en tveir synir
þeirra hjóna eru bakarar og annar
þeirra starfar í Guðnabakaríi.
Allt seldist
Guðni lærði til bakara hjá Lúðvík
Jónssyni bakarameistara hjá Kaup-
félagi Árnesinga og byrjaði námið 1.
september 1966. „Ég fór svo til Dan-
merkur til að afla mér reynslu og
víðtækari þekkingar. Þar var ég í
tæpt ár en þegar ég kom til baka var
ekki um það að ræða að fá vinnu aft-
ur hjá kaupfélaginu þrátt fyrir að ég
hefði loforð þar um. Þetta varð til
þess að ég fór að vinna í Reykjavík
sem var góður og lærdómsríkur tími
en Selfoss togaði í mig og mig lang-
aði að vinna hérna. Þegar ég svo gat
komist yfir húsnæði á Selfossi þá
stökk ég á það að byrja. Við byrj-
uðum smátt, með einn 12 plötu ofn,
eina hrærivél og eltikar en þetta
gekk allt upp. Okkur var tekið ótrú-
lega vel, það var alveg sama hvað ég
framleiddi, það seldist allt og það
eina sem hélt aftur af mér var fram-
leiðslugetan. Við bökuðum í þá daga
pylsubrauð í þúsundatali enda voru
pylsurnar eini skyndibitinn í þá
daga. En svo lögðum við líka áherslu
á morgunbrauð eins og í Danmörku
sem var mjög vinsælt,“ sagði Guðni.
Hann og kona hans eru þekkt fyrir
stuðning sinn við íþróttafélög og
skátana og þegar uppákomur eru í
bænum. „Við höfum reynt að styðja
vel við bakið á félögum hér í heima-
byggð og leggjum þeim lið þegar þau
eru í einhverjum verkefnum þar sem
brauð og kökur koma við sögu, í af-
mælum eða keppnisferðum.“
Gaman að baka
„Mér finnst alltaf jafn gaman að
baka. Það er gefandi að búa til fal-
legar kökur en því miður þarf maður
oft að flýta sér svo mikið að maður
getur ekki lagt þá vinnu í það sem
mann langar. Það er sérlega gaman
að búa til fallegar brúðartertur en sú
terta er oftast punkturinn yfir i-ið í
veislum og því mjög gaman að hún sé
falleg,“ sagði Guðni Andreasen bak-
arameistari sem segir frítímann
knappan enda býr hann í íbúð fyrir
ofan bakaríið og því nánast alltaf til-
tækur þegar kallað er úr bakaríinu.
„Við eigum sumarhús í Grímsnesi
sem við notum mikið,“ sagði Guðni.
Sérlega gaman að búa til
fallegar brúðartertur
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Bakarinn Guðni Andreasen, bakarameistari á Selfossi í 35 ár, er vakinn og
sofinn yfir fyrirtækinu enda býr hann í íbúð í bakaríinu.
Selfoss | „Ég
hef fengið mjög
góðar und-
irtektir og fjöldi
fólks hefur
hringt í mig og
boðið fram að-
stoð sína. Ég er
þess vegna mjög
bjartsýnn og það
er gott hljóð í
hópnum sem vinnur að skipulagn-
ingu þessarar hátíðar,“ sagði
Kjartan Björnsson, rakari á Sel-
fossi, sem hefur haft frumkvæði að
því að haldin verði bæjarhátíð á
Selfossi til að minnast þess að 60 ár
eru síðan Selfoss var gert að sjálf-
stæðu sveitarfélagi.
„Við erum með til skoðunar dag-
ana 14. til 16. september sem yrði
þá hátíðarhelgin. Ég vona að við
náum til fólks og félaga á Selfossi
um að leggja okkur lið og ég efast
ekki um að þetta verður góð hátíð.
Öll félög og einstaklingar á Sel-
fossi eru velkomin til þátttöku og á
ég von á því að menningin muni
blómstra, tónlistin, myndlistin og
allt sem nöfnum tjáir að nefna.
Draumurinn er að Stúlknakór
Gagnfræðaskólans á Selfossi komi
saman og syngi á hátíðinni,“ sagði
Kjartan, sem hefur kallað hóp fólks
til að leggja verkefninu lið, og enn-
fremur að hann hefði nefnt þetta
við Jón Inga Sigurmundsson sem
stjórnaði kórnum og hefði hann
tekið þokkalega í hugmyndina.
„Byggðin er mér kær og ég vil
halda hátíð og minnast þeirra sem
byggðu upp bæinn og ruddu braut-
ina og svo er alltaf gaman að koma
saman og gleðjast,“ sagði Kjartan
Björnsson um ástæðu þess að hann
beitir sér fyrir sérstakri afmæl-
ishátíð en hann átti frumkvæði að
því að koma á vinsælu Selfoss-
þorrablóti sem haldið er árlega og
hefur hvarvetna verið talsmaður
mikils staðarmetnaðar fyrir hönd
Selfossbúa.
Kór Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi var stofnaður 1959 og starf-
aði fram til 1983. Hér er kórinn 1968, á tröppum Selfosskirkju, ásamt
stjórnanda sínum, Jóni Inga Sigurmundssyni.
Draumurinn að Stúlkna-
kórinn frá 1968 syngi
Kjartan Björnsson
AKUREYRI
NÚ FER að styttast í Handverkshátíðina á
Hrafnagili sem mun hefjast 10. ágúst næst-
komandi. Handverksfólk víðs vegar um
landið vinnur því hörðum höndum að því að
útbúa muni sem verða til sýnis á hátíðinni.
Á meðal þess sem verður á boðstólum að
þessu sinni er óvenjuleg smíði sem 6 tré-
skurðarmenn, sem kalla sjálfa sig „Einstak-
ir“, hafa unnið að.
Smíðin óvenjulega er mótorhjól í fullri
stærð. Hjólið er allt skorið úr tré, og verður
til sýnis á Handverkshátíðinni á Hrafnagili.
Smíðuðu 4 metra rafmagnsgítar
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn
hefur unnið að óvenjulegu verkefni. Fyrir
handverkshátíðina í fyrra tók hópurinn sig
til og smíðaði rafmagnsgítar sem var um 4
metrar á hæð og vakti mikla athygli. Sá gít-
ar var nákvæm eftirlíking af Fender Tele-
caster rafmagnsgítar, með strengjum,
skrúfum og öllu því sem prýði góða raf-
magnsgítara.
Færri komust að en vildu á Hand-
verkshátíðina í ár, og fjölmargir aðrir við-
burðir verða á boðstólum.
Tréskurðarmenn götunnar Mótorhjólið
verður á Handverkshátíð á Hrafnagili.
Smíða mót-
orhjól úr tré
www.handverkshatid.is
Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson
hsb@mbl.is
SUMARTÓNLEIKAR í Ak-
ureyrarkirkju hafa fest sig í sessi
síðastliðin 20 ár. Hvern sunnudag
kl. 17 í júlímánuði eru haldnir
tónleikar, og hafa seiðandi tónar
hljómað í kirkjunni síðastliðinn
mánuð sem endranær. Á morgun
munu þær Sólbjörg Björnsdóttir
sópransöngkona og Elfa Rún
Kristinsdóttir fiðluleikari spila
ásamt Birni Steinari Sólbergs-
syni organista Akureyrarkirkju.
Fjölbreytt efnisskrá
Á efnisskránni eru meðal ann-
ars íslensk kirkjulög: Maríuvers
eftir Áskel Jónsson, Maríukvæði
eftir Atla Heimi Sveinsson og
Vertu Guð faðir, faðir minn eftir
Jón Leifs.
„Prógrammið helgast af sam-
setningunni: sópran, fiðla og org-
el,“ segir Björn Steinar og bætir
við: „Efnisskráin er tvískipt: ann-
ars vegar er íslensk tónlist,
kirkjutónlist fyrir sópran og org-
el og síðan mun Elfa spila ein-
leiksverk eftir Hafliða Hall-
grímsson Akureyring.
Eftir það skiptum við um og
færum okkur yfir á barrokk-
tímann. Fyrra verkið er kantata
eftir Friedrich Buxtehude. Hann
hefur verið mjög áberandi á efn-
isskrám tónleika út um allan
heim þar sem nú er 300. ártíð
hans.
Svo ætlum við að enda á tveim
verkum eftir Händel, annars veg-
ar sónötu fyrir fiðlu og continuo í
D-dúr. Síðan ætlum við að flytja
eina af níu þýskum aríum sem
hann samdi fyrir fiðlu, sópran og
orgel. Þannig að markmiðið er að
allir fái að njóta sín vel, og sér-
staklega þær stúlkur tvær.“
Léku sér saman en leika
nú saman í fyrsta skipti
Elfa Rún er að góðu kunn en
hún hlaut fyrstu verðlaun í J. S.
Bach-tónlistarkeppninni í Leipzig
2006 auk þess sem hún var valin
bjartasta vonin á Íslensku tónlist-
arverðlaununum sama ár. Hún á
rætur að rekja til Akureyrar og
fæddist þar árið 1985. Hún býr
nú og starfar í Berlín.
Sólbjörg fæddist árið 1983 og
hefur margoft sungið einsöng
með kórum og hljómsveitum.
Hún útskrifaðist með B.Mus.
gráðu sl. vor.
Leiðir Sólbjargar og Elfu Rún-
ar hafa áður legið saman, en ekki
á vettvangi tónlistarinnar: „Þess-
ar tvær fjölskyldur eru búnar að
þekkjast mjög lengi,“ segir Björn
Steinar: „annars vegar ég og
Hrefn,konan mín, og hins vegar
Kristinn Örn og Lilja Hjaltadótt-
ir, foreldrar Elfu. Þannig að þær
Sólborg hafa þekkst frá því þær
voru tveggja, þriggja ára. En
þetta er í fyrsta skipti sem þær
spila og syngja saman.“
Tónleikar í Akureyrarkirkju
Íslensk kirkjulög og barrokktónlist í flutningi sóprans, fiðlu- og orgelleikara
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Efnilegar Sólbjörg, lengst til vinstri og Elfa Rún voru við æfingar í gær ásamt Birni Steinari organista Ak-
ureyrarkirkju. Þetta er í fyrsta sinn sem þær leika saman, en þær þekkjast úr barnæsku.
Í HNOTSKURN
»Sumartónleikar í Ak-ureyrarkirkju byrjuðu
árið 1987 og þetta er því 21.
starfsárið. Tónleikarnir eru
haldnir í samstarfi við Lista-
sumar á Akureyri.
»Tónleikarnir eru haldnirhvern sunnudag í júlí og
hefjast kl. 17.
»Stór hópur fastagestahefur myndast, sem sam-
astendur af Akureyringum
og erlendu og innlendu
ferðafólki.