Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 19 SUÐURNES Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Rækta garðinn sinn Ósk Dís Kristjánsdóttir, Uthaiwan Prompradit og Malinee Sodsai við garðyrkjustörf í sérstöku umhverfi á Reykjanesi. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanes | „Ég hef stundum feng- ið góða uppskeru. Ekki í sumar, enn sem komið er,“ segir Malinee Sodsai sem ræktar matjurtir í litlum garði við Gunnuhver úti á Reykjanesi. Ferðafólk sem leggur leið sína út í Reykjanesvita á sjálfsagt ekki von á að rekast þar á matjurtagarða. Umhverfið er þannig, frekar hrjóstrugt. Þarna hefur Malinee þó fundið sinn sælureit, í heitum móa á milli Reykjanesvita, gráa lónsins við virkjunina og Gunnuhvers. Þar var hún að sá fyrir káli þegar blaðamaður átti leið um og dóttir hennar, Uthaiwan Prompradit (Nína), og vinkona þeirra, Ósk Dís Kristjánsdóttir, voru að hjálpa til. Heitur garður Malinee segist hafa ræktað mat- jurtir þarna í tvö eða þrjú sumur og yfirleitt með ágætum árangri þótt garðurinn sé ekki stór. Telur hún að jarðhitinn sé lykillinn að árangr- inum því þetta er á háhitasvæði. Hún setti niður kartöflur í vor en þær hafa vaxið hægt og hún hefur hreinsað kartöflugrösin úr garð- inum. Telur hún að þurrkarnir hafi gert út af við þá tilraun. Hún var að sá fyrir kínakáli í vikunni og fleiri káltegundum og sagði að það sprytti fljótt á þessum stað. Malinee er frá Taílandi og hefur búið í Grindavík í sjö ár. Hún vinn- ur hjá fiskverkuninni Vísi. Nína lauk stúdentsprófi frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja í vor. Malinee segist einnig vera með mat- jurtagarð í Grindavík enda hafi hún mikla ánægju af garð- yrkjustörfum. Hún lærði garðyrkju í Taílandi og hefur stundað ræktun margvíslegra matjurta alveg frá því hún var smástelpa. „Ég er alltaf að finna mér eitthvað til að gera því þá hugsa ég ekki svo mikið heim til Taílands,“ segir Malinee Sodsai. „Er alltaf að finna mér eitthvað til að gera“ Grindavík | Útsvarsgreiðslur starfs- fólks sjávarútvegsfyrirtækjanna í Grindavík munu dragast saman um allt að 150 milljónir kr. á næsta ári vegna minnkandi tekna í kjölfar skerðingar þorskkvótans. Þá munu tekjur hafnarsjóðs Grindavíkur minnka um allt að 11 milljónir kr. Bæjarstjórinn í Grindavík fékk Lextor-viðskiptaráðgjöf til að taka saman skýrslu um áhrif skerðingar heimilda til þorskveiða á næsta fisk- veiðiári. Öflug útgerðarfyrirtæki eru í bænum og þaðan eru gerð út um 70 fiskiskip sem hafa yfir 18 þúsund tonna þorskkvóta, auk þess sem þau eru með skip og kvóta í öðrum höfn- um. Áætlað er að skerðingin nemi 5.900 tonnum á ári. Lextor metur tekjuskerðingu fyr- irtækjanna 2,3 milljarða. Að sögn Ólafs er ekki endilega búist við að fyrirtækin segi svo mörgum starfs- mönnum upp, heldur muni vinnutími og yfirvinna dragast saman. Er áætl- að að tekjuskerðing fólksins nemi 1.150 milljónum kr. sem þýðir allt að 150 milljóna kr. lækkun útsvars- tekna á ári, hjá Grindavíkurbæ og öðrum sveitarfélögum sem starfs- fólkið býr í. Í ljósi þessara upplýsinga hvetur bæjarráð Grindavíkur ríkisvaldið til að grípa til öflugra mótvægisaðgerða með stuðningi við fyrirtæki á svæð- inu sem geta fjölgað störfum í öðrum greinum. Ólafur Örn segir að tekjuskerðing fiskihafnanna vegna samdráttar í þorskveiðum stefni rekstri þeirra í óefni. Þannig dragast tekjur Grinda- víkurhafnar saman um 11 milljónir kr. og kemur það til viðbótar 50 milljóna króna árlegu tapi. Höfnin tapaði miklu þegar fiskimjölsverk- smiðjan brann 2005. „Þær munu ekki hafa bolmagn til að gera neitt,“ segir Ólafur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framkvæmdir Verið er að ganga frá nýjum viðlegukanti fyrir fiskiskip í Grindvíkurhöfn. Ekki verða eins mikil not fyrir hann og reiknað var með. Tekjur starfsfólks minnka um milljarð Hornafjörður | „Við eigum netalög- in, það er óumdeilt, og þar með hlut- deild í auðlindinni en það er ekkert samráð haft við okkur um þessar að- gerðir,“ segir Ómar Antonsson, for- maður Samtaka eigenda sjávarjarða. Svokölluð netalög kveða á um að eigendur sjávarjarða eigi land sem nær 150 metra út frá stórstraums- fjöru. Eiga þeir þannig ræmu sjáv- arins allt í kringum landið. Eftir að kvótinn var settur á hafa eigendur jarðanna tapað réttindum til fisk- veiða, út frá jörðum sínum, og standa í málaferlum við ríkið til að reyna að fá þau viðurkennd að nýju. Við þær mótvægisaðgerðir sem nú er unnið að vegna samdráttar þorsk- veiðiheimilda var ekkert samráð haft við eigendur sjávarjarðanna, að sögn Ómars. „Fjaran og sjórinn næst henni er einn frjósamasti hluti hafs- ins, undirstaða alls lífríkisins. Við eigum því hlutdeild í auðlindinni og erum eini réttmæti eigandinn sem hlutdeild á í henni,“ segir Ómar og vísar þar til þess að Alþingi hafi tekið fiskveiðiréttindin af bændum með vísan til friðunar og verndunar en hafi síðan úthlutað þeim og í raun gefið útgerðarmönnum. Sjálfur á Ómar jörðina Horn í Hornafirði. Mikil útgerð var frá Hornshöfn fyrr á árum. Þar er ströndin 20 kílómetrar að lengd. Hann er með höfn í landareigninni. „Ég má ekki dýfa færi í sjóinn, nema rétt til matar,“ segir Ómar. Samtök eigenda sjávarjarða krefj- ast þess að tekið verði tillit til laga um eignarrétt manna og þessari eign þeirra verði skilað. Segir sjávarjarðir eiga hlut í auðlindinni LANDIÐ Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Hólasandur heitir mikil víðátta norðan Mývatns. Þar hefur í um áratug staðið yfir ein- stakt landbótastarf sem Húsgull, Landgræðslan, Pokasjóður og fleiri hafa komið að af miklum mynd- arskap. Ummerki eru á svæðinu um kola- gerð á fyrri tíð en lengi höfðu vind- ar sorfið þar nakta auðnina. Á dögunum vann flokkur ung- menna á sandinum að gróðursetn- ingu tugþúsunda birkiplantna. Þarna unnu saman unglingar sem starfa hjá Landsvirkjun í sumar, við Blöndustöð, Laxárstöð og í Kröflu. Lúpínan hefur tekið að sér að mynda jarðveg og skjól fyrir birkið og er augnayndi fyrir vegfarendur. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Gróðursetning Flokkur ungmenna við gróðursetningu á Hólasandi. Settu þau niður tugir þúsunda birkiplantna. Gróðursetja birki á Hólasandi Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Rangárþing eystra | Trjágróður í reit Skógræktarfélags Rangæinga á Markarfljótsaurum hefur skrælnað vegna þurrka. Smærri trén hafa far- ið verr út úr þurrkunum en þau stærri og mörg þeirra munu ekki ná sér á strik á ný þótt náttúran hjálpi nú til með vökvunina. Er hér aðallega um að ræða birki- plöntur sem plantað var fyrir nokkr- um árum en félagið er með 70 hekt- ara skógræktarreit á aurunum í landi Múlakots. Þar var á sínum tíma sáð lúpínu og birki, elri og fleiri trjá- tegundir gróðursettar. Svo virðist sem litlar birkiplöntur hafi aðallega orðið fyrir barðinu á þurrkinum en stærri plöntur sloppið þannig að rigningin mun án efa hjálpa þeim plöntum en reyndar segja bændur að rigna þurfi helst í þrjá daga til að fullt gagn sé að. Stór svæði með elri eru mjög illa leikin í skógarreitnum en þar virðist sem maðkur eigi einnig þátt í slæmu ástandi trjáplantnanna. Tré hafa drepist á Markarfljótsaurum Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Skemmdir Stór svæði með elrirunnum hafa orðið illa fyrir barðinu á maðki og þurrki. Berglind Jónasdóttir virðir fyrir sér illa farnar plöntur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.