Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 21
Íslenskir anorakkar Anna
Gunnarsdóttir hannaði
þessa anorakka sem eru úr
ull og silki sem hefur verið
þæft saman. Á jörkum þess
svarta er roð en minka-
skinn á hettu á þeim hvíta.
Fást í Kraum Aðalstræti.
Verð 57.000 kr. stk.
Þægilegt Tærnar
geta andað. Fást í
38 Þrep. 10.140 kr.
Nostalgía Töskur sem
Sigríður Ásta eða
Kitschfríður hannaði úr
Gefjunarteppum og fást
í Kraum. 19.900 kr.
Sæluvíma Þýsk hönnun frá Smeilinener í Nakta ap-
anum. Kjóll 78.900 kr. toppur 40.900 kr. Gullskór kr.
11.760 og svartir sandalar 12.600 kr. úr 38 Þrep.
Sumargleði
Hlátrasköll Kjólar hannaðir af Birnu Einarsdóttur og
fást í Birnu Skólavörðustíg. Tígurkjóll 17.625 kr.,
blómakjóll 14.800 kr. Fjólubláir skór 26.200 kr., svartir
skór 16.400 kr. Stúdíó Hrönn Skólavörðustíg.
Geggjaðir Dömu-
legir fyrir hug-
rakkar konur.
Fingurskart Stórir
hringar sem fást í
38 Þrep. 3.360 kr.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Nú þegar Frónbúar eru í stanslausri sæluvímu vegnaþessa Guðs blessaða sumars þar sem einmunatíð hefurríkt samfleytt í langan tíma, er ekki úr vegi að hvetjafólk til þess að skoppa út í náttúruna og gleðjast með
einum eða öðrum hætti.
Það er svo ótalmargt sem hægt er að gera skemmtilegt og það
er gaman að klæða sig upp á björtum sumardögum og hendast
eitthvað út í móa. Draga fram litríka kjóla, fara í skvísugírinn og
skarta fallegum skóm. Það er líka gaman að fara í notalega peysu
eða anórakk, leggings og flatbotna skó. Ef ekki er tilefni til að halda
upp á afmæli eða blása til annars konar veislu í skógarrjóðri, þá er til-
valið að útbúa indælis nesti og blanda óáfengan sumardrykk eftir sínu
eigin nefi, grípa með sér gamla, góða teppið og bjóða sjálfum sér og
öðrum í lautarferð. Hafa litríka ávexti með í för og kasta þeim á milli
sín og blindast af sólinni sætu í leiðinni. Lauma með sippubandi og fara
í sippukeppni. Tennisspaðar eru ekki fyrirferðarmiklir í farangri en
sérlega góð hreyfing og skemmtun felst í því að spila tennis úti í Guðs
grænni náttúrunni.
Og það er hægt að fara í strandferðir á Íslandi án þess endilega að
fara í Nauthólsvíkina þó hún sé hrein dásemdar dýrð. Þeir sem
vilja meira næði geta farið og leitað uppi einkaströnd einn
góðan dag, nóg er af þeim ef vel er leitað. Láta svo hafið blá
kitla tásurnar og tína skeljar. Þeir sem eru heppnir rekast
kannski á krabba. Svo er líka hægt að skreppa út í Viðey
eða aðra eyju, hvar sem er við Íslandsstrendur. Eða bara
fara út í garð og slá upp heimatilbúinni sumargleði.
Íslenskar verslanir eru stútfullar af gleðigefandi lit-
ríkum fötum og skóm sem full ástæða er til að skarta á
dásamlegum íslenskum sumardögum. Og íslensk
hönnun verður sífellt fjölbreyttari. Þrjár framúrskar-
andi íslenskar konur eiga meðal annarra heiður af hönnun þess
sem hér birtist á síðunni, þær Birna Einarsdóttir, Anna Gunn-
arsdóttir og Sigríður Ásta Árnadóttir sem kallar sig Kitschfríði.
Á myndunum má líka vel ljóst vera að litagleði klæðanna, innri
gleði og íslenska sumarið fara vel saman.
Morgunblaðið/Ómar
Úr geimnum?
Silfurstígvél frá
38 Þrep. 16.200 kr.
tíska
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 21