Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 22
lifun 22 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ V ertu endilega velkomin í heimsókn. Ég bý nefni- lega í fallegasta húsinu á höfuðborgarsvæðinu við fallegasta fjörð á Ís- landi. Ef horft er út um vest- urgluggana bý ég í sveit og ef horft er til austurs bý ég í borg,“ sagði Ólöf Kristín Sigurðardóttir, hús- freyja í Görðum við Ægisíðu, þegar Daglegt líf var að falast eftir innliti einn góðviðrisdaginn í vikunni. Húsið hennar Ólafar og eigin- manns hennar Sigurþórs Heim- issonar var hlaðið úr grágrýti árið 1882 í anda Alþingishússins, sem hlaðið var með sömu aðferð ári fyrr. Það var sumarlegt um að litast við Ægisíðuna þegar við mættum í heimsókn því ýmist voru gestir og gangandi að sleikja sól eða rækta líkamann með göngu eða skokki á göngustíg sem liggur fram hjá þessu 125 ára gamla hvíta þriggja hæða reisulega húsi með stein- hleðslum eftir Sigurþór í garðinum sem hefur verið að taka á sig skemmtilega gróðurmynd með fjöl- ærum plöntum á víð og dreif. Þau viðurkenna þó að nokkur gróð- urafföll hafi orðið í gegnum tíðina þar sem þau búi við seltu og smá- skammt af roki. Útvegsbændur og kartöflurækt Ólöf og Sigurþór festu kaup á Görðum árið 1993, en Ólöf hafði þá búið í húsinu allt frá árinu 1981 og Sigurþór frá árinu 1986. „Húsið hef- ur hins vegar lengst af tilheyrt fjöl- skyldunni minni því móðurafi minn, Sigurður Jónsson frá Skildinganesi, keypti húsið árið 1893 ásamt fyrri konu sinni Ólöfu Kristínu. Hann var síðan alltaf kenndur við húsið og bjó hér ásamt seinni konu sinni, ömmu minni Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, og voru hér svokallaðir útvegsbændur. Hann gerði út báta og var með salt- fiskvinnslu í nálægu húsi við sjóinn sem seinna varð að bílaverkstæði og þar var líka verbúð, netageymsla og bryggja sem heyrir nú fortíðinni til. Hérna á sjálfum bænum var svo bú- skapur því hér var bæði hlaða og fjós og var mjólkinni ekið á hest- vagni og hún seld til dæmis upp á Landakot. Seinna var stór kart- öflugarður við húsið þar sem nær allt Garðaslegtið ræktaði sínar kart- öflur, sem geymdar voru svo í kjall- ara hússins sem við höfum nú gert að huggulegustu vistarverum fyrir okkur.“ Ólöf starfar sem deildarstjóri fræðsludeildar Listasafns Reykja- víkur og sýningarstjóri við sama safn og er nú að undirbúa sýningu á Hús í sveit og borg Í 125 ára gömlum hlöðn- um steinbæ við Ægisíðu búa hjónin Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Sig- urþór Albert Heimisson ásamt börnunum Sigríði Regínu, 17 ára, og Ólafi Gísla, 7 ára, og kettinum Gutta í Görðum. Jóhanna Ingvarsdóttir kíkti í heimsókn. Morgunblaðið/G.Rúnar Húsráðendur Hjónin í Görðum við Ægisíðu, þau Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Sigurþór Heimisson, keyptu húsið 1993 og hafa síðan verið að gera bæinn sinn og lóð upp í áföngum. Leyniloftið „Á ég að sýna þér al- vöru indjánafjöður sem mamma mín fékk hjá alvöru indjána í útlöndum. Ég get galdrað með henni,“ sagði Ólafur Gísli, sem geymir leyndar- málin sín á leyniloftinu. Eldhúskrókur Eldhús og borðkrókur fengu tilfærslu en panell á veggjum er sérsmíðaður í upprunalegri mynd. Málverkin eru verk Ólafar Sigurðardóttur heitinnar, móðursystur Ólafar. Stigarnir Gamli stiginn er upprunalegur en sá neðri sem teng- ir kjallarann við efri hæðir hússins var smíðaður úr hvíttaðri furu sem fellur vel að anda gamla tímans. Nýtt og gamalt Borðstofan hýsir m.a. eldgamlan skenk og samtíning gamalla stóla en nýtískulega glerborðið var keypt í versluninni Gegnum glerið og ljósið í Epal. Baðherbergið Miklu betra er að búa í húsinu eftir tilkomu nýs baðher- bergis í risinu þar sem hjónaherbergið - og barnaherbergi sonarins eru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.