Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 23

Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 23
verkum Eggerts Péturssonar í septemberbyrjun. Sigurþór er leik- ari og starfar auk þess við Háskól- ann í Reykjavík og Listaháskólann. Þau hjónin hafa lagt mikla vinnu í húsið sitt enda má segja að fátt sé nú orðið upprunalegt nema sjálf húshleðslan, sem er allt að einn metri á þykkt þar sem hún er þykk- ust, gamli hvíttaði furustiginn á milli hæða, upprunalegu gólffjal- irnar í risinu og loftið yfir eldhús- inu. Annað hefur verið endurgert í anda gamla tímans. „Þetta verkefni hefur verið tekið í nokkrum áföngum og fjölmargir verið okkur innan handar við það eins og arkitektarnir Helgi Bolla- son, Pétur H. Ármannsson og Hjör- leifur Stefánsson auk hers iðnaðar- manna. Við byrjuðum árið 1993 á því að endurnýja þak og glugga. Aðalhæðin var síðan endurgerð og kjallarinn var dýpkaður árið 1995 með því að brjóta upp mikinn og gegnheilan stein í gólfi með haka, járnkarli og loftpressu. Við létum sérsmíða bæði gólfborð og vegg- panel og létum svo smíða útidyra- hurðina eftir upprunalegri en ónýtri hurð. Eldhúsið var fært til í húsinu og smíðaði ég það sjálfur þegar konan var ófrísk að dótturinni fyrir átján árum. Þá voru skáparnir grænir, en eru nú orðnir hvítir og háglansandi og lítið orðið eftir af minni smíðavinnu. Tvær stofur urðu að einni og gamli skorsteinninn, sem gengur í gegnum allar hæðir, fékk andlitslyftingu. Við bjuggum í Bandaríkjunum á árunum 2001- 2003, en eftir heimkomu 2004 og 2005 endurnýjuðum við múrinn ut- an á húsinu og létum hvítta það upp á nýtt með „snow“-sementi. Svo kláruðum við risið og innréttuðum kjallarann til að tengja hann við íbúðina. Við útveguðum okkur eld- gamlar hurðir í húsið og fengum hurðarhúna í versluninni Brynju í stíl. Reykjavíkurborg veitti okkur svo viðurkenningu 2004 fyrir vel uppgert hús,“ segir Sigurþór. Innanhúss arkitektinn Oddgeir Þórðarson aðstoðaði við hönnun og endurgerð þessa síðasta áfanga auk þess sem nokkrar ómetanlegar til- lögur komu frá arkitektinum Ívari Guðmundssyni, sem tengist þeim hjónum fjölskylduböndum. Blanda saman gömlu og nýju Húsið er alls 183 fermetrar, en ætla má að um 20 fermetrar fari í þykkt útveggjanna. Ekki er vitað hver hlóð húsið, en fyrsti eigandi þess var kaupmaðurinn Þórður Guðmundsson. Í innanstokks- munum segjast þau vera mjög með- vituð um það að blanda saman gömlum og nýjum munum enda ber heimilið vott um það. „Við búum nefnilega ekki á safni, en höfum af- skaplega gaman af að hafa falleg og þægileg húsgögn og muni í kringum okkur,“ segir húsmóðirin og bætir að lokum við að fjölskyldan hafi lán- að húsið sitt undir myndlistarsýn- ingu Áslaugar Thorlacius síðastliðið haust sem hafi verið skemmtilegt framtak. Þess sjást enn merki, bæði inni og utan á húsinu. join@mbl.is Stofan Við Natuzzi-leðursófann var fundið eldgamalt þvottaborð, sem húsbóndinn pússaði upp og gerði að stofustássi á klukkutíma. Kjallarinn Hýsir unglingaherbergið, sjónvarpsrýmið og skrifstofuaðstöð- una. Kjallarinn var dýpkaður áður en hann fékk þetta hlutverk. Steinbær Húsið var hlaðið úr grágrýti árið 1882 og er þykkt veggjanna hátt í metri þar sem þeir eru þykkastir. Heimasætudyngjan „Í garðrækt- inni erum við núna að glíma við að koma upp þyrnirósum fyrir framan glugga 17 ára heimasætunnar og eiga þær að virka sem strákafæla,“ segir Sigurþór. Við búum nefnilega ekki á safni en höfum afskaplega gaman af að hafa falleg og þægileg húsgögn og muni í kringum okkur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 23 fjárreksturinn fyrir meira en hálfri öld eins og til stóð að lýsa heldur hafði Víkverji farið á milli sömu sveita með fjárrekstur 20–30 árum síðar og sú leið sat föst í minni hans. Enn vaknaði spurn- ing um minni Víkverja fyrir nokkrum dögum, þegar einn viðmælandi hans hélt því fram að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkis- ráðherra, sem nú er komin vel á veg með að gerast sáttasemjari í deilunum fyrir botni Miðjarðarhafs, hefði neitað að hitta sendiherra Ísr- aels á Íslandi að máli fyrir nokkrum mánuðum en sendiherrann er at- hyglisverð og harðsnúin kona, Mi- ryam Shomrat að nafni, sem fylgdi utanríkisráðherra í heimsókn henn- ar. Þetta kom heim og saman við minni Víkverja sem að þessu sinni hafði vit á því að kanna málið í gagnasafni Morgunblaðsins. Þá kom í ljós að þetta var tóm vitleysa. Ingi- björg Sólrún hitti sendiherrann að máli en las hins vegar yfir henni. Kannski hefur Símon Peres verið að hefna fyrir það ef satt er að hann hafi tekið utanríkisráðherra okkar til bæna um daginn. Minni Víkverja erekki óbrigðult. Það kom í ljós þegar ágætur lesandi Morg- unblaðsins fletti göml- um myndum og fann mynd af sjálfum sér eða öllu heldur sjálfri sér með Lady Bird John- son á Íslandi í sept- ember 1963 en fyrir viku hélt Víkverji því fram að hún hefði ekki fylgt manni sínum, Lyndon B. Johnson, í heimsókn hans til Ís- lands þá. Sennilega hef- ur Víkverji verið of upp- tekinn af Lyndu Bird, dóttur þeirra, til þess að taka eftir Lady Bird. Þetta leiðréttist hér með um leið og tryggir lesendur Víkverja eru beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Það er varasamt að treysta á minnið og það eiga blaðamenn aldrei að gera. Annars hefur Víkverji sjaldan far- ið ver út úr því að treysta á minni sitt en fyrir allmörgum árum, þegar hann skrifaði stuttan texta í bók og lýsti m.a. fjárrekstri á milli sveita nokkuð nákvæmlega og hvaða leið var farin. Hafði þó vit á að láta kunn- ugan mann lesa textann yfir. Þá kom í ljós að leiðarlýsingin átti ekki við þá leið sem farið var með         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fréttir af Írskum dögum sem fram fóru í byrjun júlímánaðar á Akranesi voru flestar af unglingadrykkju og skrílslátum á tjaldsvæði. Minna fór fyrir fréttum af vel heppnuðum götugrillveislum bæjarbúa þar sem „innfæddir“ og gestir þeirra borð- uðu saman og skemmtu sjálfum sér og öðrum. Engin skrílslæti þar á ferðinni. Það fór einnig lítið fyrir fréttum af frábærri dagskrá sem Akraneskaupstaður stóð fyrir á Írskum dögum. Írskir dagar eru komnir til að vera í þeirri mynd sem þeir hafa verið í á undanförnum ár- um. Vandamálin sem koma upp á tjaldsvæðinu verða ekki leyst með því að slá Írska daga út af borðinu.    Skagamenn hafa í gegnum tíðina átt margar afrekskonur í íþróttum. Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona fer þar fremst í flokki enda er hún önnur af tveimur konum sem hafa hlotið sæmdarheitið íþróttamaður ársins. Akurnesingar geta nú státað sig af því að eiga fulltrúa í íslenska kvennalandsliðinu í golfi og er það í fyrsta sinn í rúmlega 40 ára sögu Golfklúbbsins Leynis sem það ger- ist. Valdís Þóra Jónsdóttir er aðeins 17 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur er henni treyst til þess að leika fyrir Íslands hönd í A-landsliði kvenna.    Það er mikil uppbygging á Akranesi og íbúar bæjarins hafa aldrei verið fleiri. Rétt rúmlega 6.100 eru á íbúaskrá þessa stundina. Mikill skortur hefur verið á leikskólapláss- um á undanförnum misserum og til þess að bjarga málunum verður gamalt dagheimili við Háholt tekið í notkun á ný sem leikskóli. Íbúar á því svæði hljóta að fagna ákvörðun- inni því allt útisvæðið verður endur- nýjað, ný leiktæki verða sett upp fyrir börnin, og munu þau standa þar áfram þegar nýr leikskóli í Flatahverfi tekur til starfa.    Það eru einnig framkvæmdir við Akranesvöll þar sem að tvær nýjar stúkur hafa verið reistar við þá gömlu. Áhorfendaaðstaðan er því með því besta sem gerist á Íslandi en þrátt fyrir það eru Skagamenn tregir í taumi og velja flestir að sitja í grasbrekkunni þegar kappleikir fara fram. Í stórleik ÍA og Keflavík- ur á dögunum var afar fámennt í áhorfendastúkunni á Akranesvelli en fjölmargir sátu í grasbrekkunni og sleiktu sólina í leiðinni.    Engin hótelgisting hefur verið í boði fyrir ferðamenn á Akranesi á undan- förnum misserum. Nú hillir undir að breyting verði til batnaðar í þeim efnum. Stórhuga aðilar hafa hug á því að reisa stórt hótel við golfvöll- inn á Akranesi og verður þar einnig að finna félagsaðstöðu fyrir Golf- klúbbinn Leyni. Gert er ráð fyrir að mannvirkið rísi að vestanverðu við 1. braut Garðavallar. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Hekla Arnardóttir Ein af mörgum leikskólabörnum á Akranesi. AKRANES Sigurður Elvar Þórólfsson blaðamaður úr bæjarlífinu SKEMMTUMOKKUR ÍSUMAR! VEL ÁFENGIFYLGIRÁBYRGÐ EKKI SPILLA GLEÐINNI E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 2 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.