Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 34
34 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF/MESSUR Á MORGUN
AKRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls-
son. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Kaffi og spjall eftir
messu á Torginu.
AKUREYRARKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr.
Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Tekinn verður í
notkun nýr hökull, gerður af Herder And-
erson Hlíðar og gefinn til minningar um
Guðbrand og Jóhann Hlíðar. Félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Sig-
rún Magna Þórsteinsdóttir.
Kvöldkirkjan: Helgistund kl. 20. Sr. Jóna
Lísa Þorsteinsdóttir. Margrét Brynj-
arsdóttir og Gísli Jóhann Grétarsson
syngja og leiða söng. Eigum notalega
stund í kirkjunni, allir velkomnir.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagurinn 22.
júlí. Sjöundi sunnudagur eftir þrenning-
arhátíð. Messa klukkan 11. Prestur: Sr.
Auður Inga Einarsdóttir. Organisti: Renata
Ivan. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi
eftir messu.
DIGRANESKIRKJA: | Vegna samstarfs-
verkefnis kirknanna í Kópavogi í sumar
verður messað í Kópavogskirkju kl. 11.
Prestur sr. Magnús Björn Björnsson.
DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson prédikar. Sönghópur
úr Dómkórnum syngur, organisti er Mar-
teinn Friðriksson.
FÍLADELFÍA: | Almenn samkoma. kl.
16.30. Ræðum. Mike Warnke frá Banda-
ríkjunum. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng.
Ath. Engin barnakirkja (hefst aftur 26.
ágúst). Í júlí verða engar útsendingar á
Lindinni, gospel.is eða Omega.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Almenn samkoma
kl. 20. Aage Hellemose frá Danmörku
verður gestur okkar. Aage hefur spámann-
lega gáfu og mun hann prédika ásamt því
að leiða fyrirbænir. Á samkomunni verður
einnig lofgjörð og að henni lokinni kaffi og
samfélag. Allir hjartanlega velkomnir!
GARÐAKIRKJA: | Kvöldmessa kl. 20. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari
og predikar. Kór Vídalínskirkju leiðir lof-
gjörðina undir stjórn Hrannar Helgadóttur
organista. Boðið er upp á akstur frá Vídal-
ínskirkju kl.19.30 og frá Hleinum
kl.19.40. Allir velkomnir.
GLERÁRKIRKJA: | Sunnudagur 22. júlí.
Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30.
Ljúf stund í kirkjunni, íhugun og fyrirbæn.
Forsöngvari er Örn Viðar Birgisson. Org-
anisti Valmar Valjaots. Prestur sr. Arn-
aldur Bárðarson. Kaffisopi og spjall í
safnaðarsal, allir velkomnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðþjónusta
sunnudag kl.11. Séra Bjarni Þór Bjarna-
son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór
Grafarvoskirkju syngur. Organisti: Gróa
Hreinsdóttir.
GRENSÁSKIRKJA: | Guðsþjónusta sunnu-
dag kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jó-
hannesdóttir. Samskot til Hjálparstarfs
kirkjunnar. Kirkjukór Grensáskirkju syng-
ur. Organisti Ástríður Haraldsdóttir. Mola-
sopi að lokinni guðsþjónustu.
HALLGRÍMSKIRKJA: | Sunnudagur,
messa kl. 11. Sr. Kristján Valur Ingólfs-
son prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
messuþjónum. Hópur úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngur. Organisti Ágúst Ingi
Ágústsson. Orgeltónleikar kl. 20 á vegum
Alþjóðlega orgelsumarsins í Hallgríms-
kirkju. Hannfried Lucke frá Austurríki leik-
ur.
HÁTEIGSKIRKJA: | Messa kl. 11. Org-
anisti Douglas Brotchie. Prestur sr. Hans
Markús Hafsteinsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: | Fermingarguð-
sþjónusta sunnudag kl. 11. Umsjón Anne
Marie Reinholdtsen. Samkoma sunnudag
kl. 20 í umsjá Harold Reinholdtsen. Söng-
ur og lofgjörð. Ferðamannakirkja / opið
hús daglega kl. 16-20 nema mánudaga.
Samkoma þriðjudag og fimmtudag kl. 20.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Engar
samkomur verða á sunnudag frá tíma-
bilinu 22. júlí - 19. ágúst. Bæna-
samkomur á miðvikudögum kl. 12. Matur
í lok stundarinnar.
Hóladómkirkja | Sunnudagur 22. júlí kl.
11. Messa, prestur sr. Lára Oddsdóttir.
Organisti Jóhann Bjarnason. Kl. 14. Tón-
leikar: Ingibjörg Guðlaugsdóttir og Magn-
ús Ragnarsson leika saman á básúnu og
orgel ljúfa tónlist meðal annars eftir Duke
Ellington.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Samkoma
kl. 20. með mikilli lofgjörð og fyrirbænum.
Kent Langworth predikar. Samkoma á Eyj-
ólfsstöðum á Héraði kl.20. Allir hjart-
anlega velkomnir.
KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga
heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2,
Garðabæ. Sunnudaga: kl. 11.15 sakra-
mentissamkoma, kl. 12.30 sunnudaga-
skóli, kl. 13.15 félagsfundir. Þriðjudaga:
kl. 17.30 trúarskóli, kl. 18 ættfræðisafn
opið, kl. 18.30 unglingastarf. Allir eru allt-
af velkomnir. www.mormonar.is.
KÓPAVOGSKIRKJA: | Sameiginleg guðs-
þjónusta safnaðanna í Kópavogi í Kópa-
vogskirkju kl. 11. Sr. Magnús Björn
Björnsson, í Digraneskirkju þjónar.
Landspítali – háskólasjúkrahús: Hring-
braut | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Kjart-
an Örn Sigurbjörnsson, organisti Helgi
Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA: | Vegna sumarleyfa
prests og starfsfólks 1.-29. júlí er bent á
messu í Bústaðakirkju kl. 11. Sr. Pálmi
Matthíasson í Bústaðakirkju þjónar Lang-
holtsprestakalli í júlímánuði.
LAUGARNESKIRKJA: | Samtalsguðsþjón-
usta kl. 20. Sr. Bjarni Karlsson prédikar
og gefur svo orðið laust til umræðu.
MOSFELLSKIRKJA: | Guðþjónusta kl. 11.
Prestur: sr. Jón Þorsteinsson. Kirkjukór
Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þórir.
Prestarnir.
SELFOSSKIRKJA: | 22. júlí - 7. sunnudag-
ur eftir trinitatis. Messa kl. 11. Sókn-
arprestur prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Selfoss undir stjórn Jörg E. Son-
dermann, organista. Léttur hádegisverður
eftir athöfnina.
Miðvikudagur 25. júlí: Pabba- og ömm-
umorgunn í safnaðarheimilinu. Opið hús,
hressing og spjall. Þriðjudaga til föstu-
daga er tíðagjörð í kirkjunni kl. 10. Fyr-
irbænir. Kaffisopi á eftir.
SELTJARNARNESKIRKJA: | Helgistund kl.
11. Opin kirkja til íhugunar. Sr. Arna Grét-
arsdóttir. Verið velkomin í kyrrðina í kirkj-
unni. Minnum á heimasíðuna www.seltj-
arnarneskirkja.is.
SÓLHEIMAKIRKJA | Helgistund verður í
Sólheimakirkju sunnudaginn 22. júlí kl.
11 í umsjón Ingimars Pálssonar org-
anista. Sr. Birgir Thomsen.
VÍDALÍNSKIRKJA: | Kvöldmessa kl. 20 í
Garðakirkju. Sjá www.gardasokn.is
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Helgi-
stund á sumarkvöldi sunnudaginn 22.
júlí, kl. 20. Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs.
Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva
undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir velkomn-
ir.
Þingvallakirkja | Messa sunnudaginn 22.
júlí kl. 14 en ekki kl. 11 eins og áður var
auglýst. Organisti Guðmundur Vilhjálms-
son, prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal.
Guðspjall dagsins:
Jesús mettar fjórar
þúsundir manna.
(Mark.8)
Samtalsguðsþjónustur
í Laugarneskirkju
Í daglegu lífi er sífellt verið að
segja manni eitthvað en sjaldnar
erum við spurð hvað við höfum að
segja. Næstu þrjá sunnudaga (22.7,
29.7. og 5.8) mun sr. Bjarni Karls-
son sóknarprestur bjóða til samtals
við sunnudagsguðsþjónustu í kirkj-
unni kl. 20. Verður það með þeim
hætti að þegar prédikun hefur ver-
ið flutt mun orðið gefið laust til um-
ræðu um efni hennar. Kirkjan er
hús sem helgað er meistara sam-
talsins, Jesú Kristi. Enginn spurði
eins og hann eða hlustaði eins og
hann. Þess vegna er gott að tala
saman í húsi Krists í því augnamiði
að læra betur á lífið. Verið velkom-
in í Laugarneskirkju.
Afmælishátíð í
Hvammstangasókn
Næsta sunnudag, 22. júlí, verður
mikil kirkjuhátíð á Hvammstanga.
Tilefnið er 50 ára vígsluafmæli
Hvammstangakirkju, 10 ára end-
urvígsluafmæli Kirkjuhvamms-
kirkju og 10 ára vígsluafmæli kap-
ellu sjúkrahússins. Kl. 11 þennan
dag verður fjölskyldumessa í
Hvammstangakirkju þar sem sr.
Pálmi Matthíasson, fyrrum sókn-
arprestur á Hvammstanga, predik-
ar og sr. Sigurður Grétar Sigurðs-
son sóknarprestur þjónar fyrir
altari. Að messu lokinni verður
grillveisla, hoppkastalar, líf og fjör
á kirkjulóðinni. Kl. 14.30 verður
dagskrá í kirkjunni undir yf-
irskriftinni „Minningarbrot úr
þjónustu“. Þar munu fyrrum prest-
ar sóknarinnar, þeir sr. Gísli H.
Kolbeins, sr. Pálmi Matthíasson og
sr. Kristján Björnsson deila minn-
ingarbrotum með okkur. Auk er-
indanna verður tónlistarflutningur
í umsjá kirkjukórsins og Tríós ungs
fólks. Að lokinni þessari dagskrá
verður kaffi í safnaðarheimilinu.
Kl. 17 verður messa í kapellu
sjúkrahússins þar sem sr. Gísli H.
Kolbeins predikar en sr. Kristján
Björnsson þjónar fyrir altari. Kl. 20
verður kvöldmessa í Kirkju-
hvammskirkju þar sem sr. Kristján
Björnsson predikar en Sigurður
Grétar þjónar fyrir altari. Þetta
verður sannkallaður gleðidagur í
sókninni og eru heimamenn sem og
brottfluttir hvattir til þátttöku.
Klausturmessa í Viðey
Á sunnudag kl. 14.30 verður klaust-
urmessa í Viðeyjarkirkju. Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson dómkirkju-
prestur messar og söngflokkurinn
Voces Thules syngur nokkur lög.
Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi
dómkirkjuprestur og staðarhaldari
í Viðey, mun segja frá Viðeyj-
arklaustri í athöfninni og eftir hana
leiða gesti um uppgröftinn sem fór
fram á gömlu klausturhúsunum.
Viðeyjarklaustur var stofnað af
Þorvaldi Gissurarsyni árið 1225 og
var fyrsta klaustrið í Sunnlend-
ingafjórðungi. Því voru tryggðar
tekjur af bændum í nágrenninu og
efnaðist það mikið. Viðeyj-
arklaustur var næstríkasta klaust-
ur landsins og átti þegar mest var
116 jarðir og allar jarðir í núver-
andi borgarlandi. Húsakynni
klaustursins voru mikil og búskap-
ur og skepnuhald myndarlegt en
auk þess var klaustrið bæði
menntastofnun og fræðasetur.
Endalok Viðeyjarklausturs voru
söguleg, menn Danakonungs
rændu því að morgni hvítasunnu-
dags árið 1539 og markaði það upp-
haf siðaskiptanna á Íslandi.
Heimsókn í Fríkirkj-
una Kefas
Sunnudaginn 22. júlí verður Aage
Hellemose gestadrédikari hjá okk-
ur á samkomu kl. 20. Aage er
danskur en hefur lengi búið í
Bandaríkjunum. Hann hefur spá-
mannlega þjónustu og mun prédika
Guðs orð ásamt því að vera með
fyrirbænir á eftir. Samkoman verð-
ur túlkuð á íslensku af Sigrúnu Ein-
arsdóttur. Á samkomunni verður
einnig lofgjörð og kaffi og samvera
að henni lokinni. Að sjálfsögðu eru
allir velkomnir!
Morgunblaðið/GolliHallgrímskirkja.