Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 37

Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 37 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Skráning fer nú fram í dagsferð í Veiðivötn og virkjanir fimmtu- daginn 26. júlí, ennfremur í tveggja daga ferð í Land- mannalaugar, Eldgjá og Lakagíga. Nánari upplýsingar og skráningarlistar eru á töflum félagsmiðstöðanna Gjábakka s. 554-3400 og Gullsmára s. 564-5260. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9 og Hana-nú ganga kl. 10. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Reykjanes fimmtudaginn 26. júlí kl. 13. Farið um Kálfatjörn, Voga, Keflavík, Sandgerði, Hvalsnes og Stafnes, síð- an um Hafnir að Reykjanestá. Síðan í Grindavík í Salt- fisksetrið. Kaffi drukkið í Bláa lóninu. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Helgistund í umsjá sr. Sigrúnar Ósk- arsdóttur. Organisti Krisztina Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukórnum leiða söng. Kaffisopi að stundinni lokinni. 50ára afmæli. ElísabetGuðlaugsdóttir verður fimmtug, sunnudaginn 22. júlí næstkomandi. Af því tilefni tekur hún á móti vinum og ættingjum á heimili sínu að Skólagerði 38, Kópavogi, þennan sama dag, milli kl. 15 og 19. Brúðkaup | Hinn 30. júní síð- astliðinn voru gefin saman í Kópavogskirkju af sr. Kjart- ani Jónssyni, Dagný Björk Pjetursdóttir og Gísli Páls- son. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira les- endum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Hægt er að hringja í síma 569-1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið ritstjorn- @mbl.is, eða senda til- kynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða til- kynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. dagbók Í dag er laugardagur 21. júlí, 202. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18.) Tónlist Akranes | KK & Maggi Eiríks halda tónleika laugardags- kvöldið 21. júlí í Bíóhöllinni. Á dagsskránni verða lög af nýrri plötu þeirra félaga „Langferðalög“ auk margra þekktra laga úr fórum þeirra félaga. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðasala við innganginn. Hallgrímskirkja | Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Mozarteum í Salzburg, leikur á hádegistónleikum kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Johann Sebastian Bach, César Franck, Alexandre Guilmant og Henry Mulet. Reykjahlíðarkirkja | Sumartónleikar við Mývatn kl. 20: Ingibjörg Guðlaugsdóttir, básúna og Magnús Ragnars- son, píanó og orgel, flytja tónlist eftir Duke Ellington, Pergolesi og útsetningar á þjóðlögum frá ýmsum lönd- um. Skálholtskirkja | Tónleikar kl. 15. Verk eftir D. Buxte- hude. Flytjendur: Sönghópurinn Gríma, Bachsveitin, leiðari Jaap Schröder. Gestur: Margaret Irwin-Brandon, orgelleikari. Ókeypis aðgangur. Kl. 17. Sálmar og útsetn- ingar. Flytjendur: Skálholtskórinn, Steingrímur Þórhalls- son og Jóhann Stefánsson. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson. Mannfagnaður Jeppaklúbburinn 4x3 á flugi | Helgina 20.-22. júlí mun sumarhátíð jeppaklúbbsins 4x4 verða haldin í Vík í Mýrdal. Heimamenn í 4x3 flugi hafa umsjón með hátíðinni þetta ár- ið. Þetta er alhliða fjölskylduskemmtun jeppamanna. Skráning er á www.f4x4.is. Sjá nánar á www.4x3aflugi.- com/sumarhatid. Fyrirlestrar og fundir OA-samtökin | Laugardagsdeild OA-samtakanna er með fundi alla laugardaga í Tjarnargötu 20, kl. 11.30. Eina skil- yrðið til þátttöku í OA er löngun til þess að hætta hömlu- lausu áti. Nýliðar eru velkomnir. Nánari upplýsingar eru að finna á www.oa.is. Skálholtsskóli | Kl. 14. Margaret Irwin-Brandon orgelleikari fjallar um D. Buxtehude og áhrif hans á J.S. Bach. Nánari upplýsingar á www.sumartonleikar.is. Ókeypis aðgangur. Börn Patreksfjörður | Leikhópurinn Lotta mun sýna barna- leikritið Dýrin í Hálsaskógi í Trjálundinum á Patreksfirði kl. 14 í dag. Upplýsingar og miðapantanir s. 699-3993 og www.123.is/dyrinihalsaskogi. HUNDUR fær sér sundsprett í Iskar-fljóti nærri Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær. Í baksýn má sjá börn að leik á meðan fullorðna fólkið sleikir sólina í von um svolitla brúnku. Mjög heitt var í löndunum á Balkanskaga í gær og fór hitastigið hæst í 40 gráður. Því brugðu margir á það ráð að kæla sig með einum eða öðrum hætti. Hundasund í hitanum Reuters Eftir að Hvalfjarðargönginkomu til sögunnar hefurdregið verulega úr ferðumfólks í Hvalfjörðinn. Við ákváðum því að efna til þessarar hátíð- ar, til að minna á Perluna í Hvalfirði, þá náttúrufegurð, afþreyingu og þjónustu sem finna má í Kjósarhreppi,“ segir Sigurbjörn Hjaltason oddviti, en hátíð- in Kátt í Kjós verður haldin í fyrsta skipti í dag, laugardag. Vin bak við Esjuna Sigurbjörn segir Kjósarhrepp hafa margt að bjóða gestum: „Margir gera sér ekki grein fyrir að bak við Esjuna, aðeins hálftíma akstur frá borginni, er ýmislegt um að vera. Kjósin er fögur sveit og róleg þar sem njóta má náttúru og útivistar. Til dæmis má heimsækja Hvammsvík þar sem er 9 holu golf- völlur, hægt að veiða bæði ferskvatns- og sjófiska, og eða fara í stutta ferð á kajak um fjörðinn. Við Meðalfellsvatn er starfrækt þjónustumiðstöð þar sem kaupa má veiðileyfi, eða leigja árabát eða hjólabát.“ Á laugardag verður m.a. haldinn sveitamarkaður í Félagsgarði, sem margir þekkja betur undir nafninu Drengur: „Í Kjósarhreppi er mikil og fjölbreytt búvöruframleiðsla, og ætla heimamenn að kynna vörur sínar gest- um og selja. Kvenfélagskonurnar verða með ómótstæðilegar rjómavöfflur og kaffi til sölu og rennur ágóðinn til góð- gerðarmála,“ segir Sigurbjörn. Saga og menning Einnig verður boðið upp á fræðslu á hátíðinni: „Í Eyrarkoti fjallar Þorvald- ur Friðfinnsson fræði- og fréttamaður um keltneska menningu í Hvalfirði og keltnesk bæjarnöfn, sem lengi hafa valdið mönnum heilabrotum. Dr. Gunn- ar Kristjánsson sóknarprestur í Kjós- arsókn flytur síðan fyrirlestur um Hall- dór Laxness, og segir seinna um daginn frá sögu svæðisins í fyrirlestri í Reynivallakirkju,“ segir Sigurbjörn. Finna má nánari upplýsingar um við- burði hátíðarinnar Kátt í Kjós á slóð- inni www.kjos.is. Á heimasíðunni má einnig finna upplýsingakort yfir hrepp- inn, með viðburðadagskrá, sem auð- veldar gestum að finna þann viðburð eða þjónustu sem þeir leita að. Hátíð | Skemmtun og fræðsla og sveitamarkaður í Kjós í dag, laugardag Kátt í Kjósarhreppi  Sigurbjörn Hjaltason fæddist í Reykjavík 1958. Hann lauk bú- fræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1978. Sigurbjörn starf- aði sem verkamað- ur og sótti sjó áður en hann gerðist bóndi á Kiðafelli. Hann hefur sinnt ýmsum félagsmálum og setið í hreppsnefnd um margra ára skeið, oddviti í Kjósarhreppi frá 2006. Sigurbjörn er kvæntur Bergþóru Andrésdóttur ferðaþjónustubónda og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. FRÉTTIR ÁTAKIÐ Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík er tækifæri fyrir borgar- búa til að rækta eigin garð og leggja öðrum lið við að fegra og hreinsa borgina. Í dag, laugardag, munu íbú- ar í hverfunum umhverfis Laugar- dalinn: Sunda-, Laugarnes-, Voga- og Heimahverfinu og starfsmenn borgarinnar taka saman höndum við þetta verkefni. Á fundi í Langholtsskóla miðviku- daginn 18. júlí hittu fulltrúar borg- arinnar íbúa í hverfinu, tóku við ábendingum um hvað mætti betur fara og gáfu nokkur svör. Óskar Bergsson, formaður framkvæmda- ráðs Reykjavíkurborgar, hlustaði og svaraði fyrirspurnum ásamt Guð- bjarti Sigfússyni hjá Framkvæmda- sviði og Axel Knútssyni hjá Um- hverfissviði. Einar Örn Ævarsson stjórnaði fundinum en hann er for- maður hverfaráðs Laugardals. Íbúar komu með ábendingar Íbúar sögðust á fundinum vera ánægðir með hverfin sín og sögðu að umgengnin væri nokkuð góð. Þeir bentu þó á nokkur atriði sem betur mættu fara, t.d. að það vantaði leik- tæki fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára. Sagt var að stígakerfið væri nokkuð endasleppt og að bekki vant- aði á ýmsum stöðum þar sem eldri borgarar spássera. Hreinsunardagurinn er á laugar- dag milli kl. 11 og 14. Sex leiksvæði verða sérstaklega tekin fyrir: við Miðtún, Rauðalæk og Laugarnes- veg, Kambsveg, Ljósheima og Engjaveg. Mæting er við Laugar- nesskóla og Langholtskirkju. Klukk- an 14 verður grillveisla við Þróttar- heimilið í Laugardalnum. Íbúar reiðu- búnir til að fegra hverfin TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN (TM), Farsímalagerinn og Hans Petersen undirrituðu nýlega samstarfssamn- ing um tækjatryggingu. Samstarfið felst í því að Farsíma- lagerinn og Hans Petersen bjóða þeim viðskiptavinum sem kaupa farsíma, myndavélar eða mynd- bandsupptökuvélar í verslunum þeirra að kaupa tækjatryggingu TM fyrir tækin. Tækjatrygging TM er vátrygging sem tekur til eðli- legrar hættu á skemmdum á vöru, hvort sem um er að ræða mynda- vélar, farsíma eða myndbandsupp- tökuvélar. Hún gildir hvar sem er í heiminum og er án eigin áhættu. Samstarf um tækjatryggingu                     

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.