Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 41

Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 41 Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 21. júlí kl. 12.00: Hannfried Lucke, orgel 22. júlí kl. 20.00: Hannfried Lucke, prófessor í orgelleik við Mozarteum, leikur verk eftir Buxtehude, Bach, Brahms, Mendelssohn, Duruflé og Vierne. www.listvinafelag.is Sumartónleikar í Skálholtskirkju SKÁLHOLTSHÁTÍÐ 21. - 22. JÚLÍ Laugardagur 21. júlí Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla: Margaret Irwin-Brandon fjallar um D. Buxtehude og áhrif hans á J. S. Bach Kl. 14:55 Tónlistarsmiðja fyrir börnin Leiðbeinandi: Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths Kl. 15:00 Dieterich Buxtehude: 300 ára ártíð Tríósónötur og kantötur eftir D. Buxtehude Sönghópurinn Gríma, Bachsveitin í Skálholti, leiðari Jaap Schröder, gestur M. Irwin-Brandon Kl. 17:00 Söngarfurinn. Sálmar og útsetningar m. a. eftir Róbert A. Ottós- son, Þorkel Sigurbjörnsson og Atla H. Sveinsson Skálholtskórinn, Hilmar Örn Agnarsson stjórnandi, Steingrímur Þórhallsson orgel Sunnudagur 22. júlí Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta Kl. 17:00 Tónleikar þátttakenda á orgelnámskeiði M. Irwin-Brandon Ókeypis aðgangur www.sumartonleikar.is Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Ídag, eða öllu heldur í nótt, komút sjöunda bókin um HarryPotter, sú síðasta í röð met-sölubókanna miklu eftir Jo- anne Kathleen Rowling. Það segir sitt að áður en bókin kom út höfðu selst af henni margar milljónir ein- taka, fyrirframpantanir voru víst á fjórðu milljón eintaka. Mikið er og um bókina ritað á vefsetrum og í blöðum, öryggisgæsla náði nýju há- marki til að tryggja að ekkert spyrð- ist út um sögulokin og menn keppt- ust um að giska á hver endirinn yrði – sumir gengu svo langt að skrifa umsögn um bókina áður en hún kom út og ef marka má þær umsagnir sem hægt er að lesa á netinu voru all- margir að skrifa um bók sem þeir ekki höfðu lesið, því svo ólíkar eru umsagnirnar hvað varðar endi sög- unnar. Hvað sem því líður er þó eitt ljóst; sagan af Harry Potter, sjö bækur, 4.200 síður alls, er öll. Bókaröðinni um Harry Potter svipar um margt til annarra barna- bóka sem segja frá því er ungmenni þroskast með því að glíma við ýmsar þrautir. Eins er til legíó af bókum sem flétta töfrum og illum öflum saman við söguþráðinn til að auka spennu eða gefa lit. Einnig eru bæk- urnar dæmigerðar fyrir verk sem leggja áherslu á vináttu og traust, þó æ erfiðara verði að átta sig á hverjir eru raunverulegir vinir og hverjum eigi að treysta eftir því sem líður á bækurnar. Rowling hefur ekki gefið upp neina sérstaka höfunda sem áhrifa- valda en þó sagst hafa sótt innblástur í svo ólíka höfunda sem Jane Austen, Shakespeare, TH White og Susan Cooper, aukinheldur sem menn sjá líkindi með ákveðnum þáttum í sög- unni og ævi og verkum Elizabeth Go- udge, Eva Ibbotson og Jessica Mit- ford. Launráð og morð Bækurnar um Harry Potter hefj- ast þar sem heimur galdramanna fagnar því að hinn illi galdramaður Voldemort bíður bana þegar hann reynir að myrða barnið Harry, en áð- ur hafði hann drepið foreldra drengs- ins, Lily og James Potter. Fyrir ein- hverjar sakir fór svo að dauðabölvunin sem hann beindi að Harry litla Potter beindist að honum sjálfum svo Voldemort varð nánast að engu, aðeins illur andi hans varð eftir, en það eina sem henti drenginn litla var að hann fékk ör sem líktist eldingu á ennið. Í kjölfarið var Harry Potter fluttur til móðursystur sinnar, Petunia Dursley, og elst upp hjá henni, Ver- non manni hennar og Dudley syni þeirra. Þó Harry Potter sé barn galdra- manns, James Potter, eru Dursley- hjónin og sonur þeirra mjög andvíg allri ónáttúru og kukli og Harry er refsað miskunnarlaust ef hann sýnir einhverja tilburði í þá átt. Svo kemur þó að hann er kallaður í skóla, galdraskólann í Hogwarts, og þrátt fyrir mótþróa Dursley-hjónanna heldur Potter hinn ungi í skólann og kemst þá loks að því hver uppruni sinn er og ætt. Eftir það gerast bækurnar að mestu leyti í Hogwarts-skólanum og hver bók segir frá einu skólaári. Í lok hverrar bókar glímir Harry síðan við þraut, en þær verða óttalegri með hverri bókinni. Í íslenskri þýðingu heita bækurnar Harry Potter og viskusteinninn, Harry Potter og leyniklefinn, Harry Potter og fanginn frá Azkaban, Harry Potter og eldbikarinn, Harry Potter og Fönixreglan og Harry Pot- ter og blendingsprinsinn, en sjöunda bókin, Harry Potter and the Deathly Hallows, sem kemur út í dag á ensku, verður gefin út á íslensku 15. nóv- ember næstkomandi. Ekki er kom- inn á hana íslenskur titill. Söguþráðurinn Á leið í skólann í fyrsta sinn í Harry Potter og viskusteinninn kynnist Harry Potter Ron Weasley og Hermione Granger, sem verða vinir hans upp frá því og fylgja hon- um í gegnum söguna. Skólastjóri Hogwarts, Albus Percival Wulfric Brian Dumbledore verður helsti verndarengill hans í gegnum bæk- urnar, en í skólanum er líka fjand- menn að finna, þá helst Draco Malfoy, samnemanda Harrys en fað- ir hans Lucius er í slagtogi við Volde- mort. Í skólanum kemst Harry Potter á snoðir um að frásagnir af andláti Voldemorts séu mjög orðum auknar, en bókinni lýkur þar sem hann larf að finna goðsagnakenndan visku- stein til að koma í veg fyrir að hann verði notaður til að lífga Voldemort. Í Harry Potter og leyniklefanum er Harry Potter í sumarleyfi er hon- um birtist álfur sem varar hann við að snúa aftur í skólann. Ýmislegt verður og til að seinka því að hann komist í Hogwart, en einnig er sitt- hvað sérkennilegt á seyði í skólanum sem snýr að leyniklefa. Í þeim klefa glímir Harry síðan við anda Volde- morts sem Tom Marvolo Riddle og hefur sigur. Harry Potter og fanginn frá Az- kaban hefst þar sem Harry Potter notar galdra í mannheimum og lend- ir í klandri fyrir vikið. Um líkt leyti sleppur fangi úr fangelsinu illræmda í Azkaban, en flóttamaðurinn er Si- rius Black og menn óttast að hann hyggist gera Harry Potter mein. Í ljós kemur að hann er að verja Harry fyrir illvirkjum í skólanum, enda var hann besti vinur foreldra Harrys og er guðfaðir hans. Harry Potter og eldbikarinn snýst að mestu um þrautakóng töframanna þar sem ungir töframenn keppa í hættulegum þrautum. Harry Potter kemst í úrslitin fyrir hundaheppni að því er virðist en er hann er í þann mund að grípa sigurbikarinn kemur í ljós að hann hefur verið leiddur í gildru og Voldemort, sem hefur nán- ast náð fullum styrk, reynir enn og aftur að drepa hann en Harry hefur betur. Í Harry Potter og Fönixreglunni er Harry og félögum ljóst að Volde- mort hefur snúið aftur og safnar liði. Hann kemst í samband við leynireglu fönixins sem hefur að markmiði að sigrast á Voldemort, en í miklu upp- gjöri í galdramálaráðuneytinu fellur Sirius Black þó Harry og félagar hafi sigur að lokum. Eftir uppákomuna í galdra- málaráðuneytinu er mönnum al- mennt orðið ljóst í Harry Potter og blendingsprinsinum að Voldemort hefur náð fyrri styrk og galdramenn skiptast í fylkingar eftir því hver þeir telji að bera muni sigur af hólmi. Að þessu sinni fara höfuðátökin fram í Hogwart-skólanum og nú er það ann- ar stuðningsmaður Harry Potters, Albus Dumbledore, sem lætur lífið í glímunni í lok bókarinnar, fellur fyrir „blendingsprinsinum“ Severus Tobi- as Snape. Umdeildar bækur Bækurnar hafa verið umdeildar að segja frá því fyrsta bindið kom út. Þannig hafa ýmsir orðið til að gagn- rýna hve flatur stíllinn á þeim sé og söguþráðurinn ófrumlegur, til að mynda Harold Bloom, en einnig hafa ýmsir gagnrýnt þær sem birting- armynd yfirborðskenndrar menning- ar okkar tíma og má þar nefna gagn- rýni rithöfundarins kunna A.S. Byatt. Heittrúarfólk víða um heim hefur gagnrýnt bækurnar fyrir að ýta undir galdratrú og djöfladýrkun og ýmsir kristnir söfnuðir vestan hafs hafa beitt sér fyrir því að þær yrðu bannaðar. Alla jafna er bókunum hampað fyrir að hafa aukið bóklestur til muna, enda segir salan sitt. Þeir eru þó til sem halda hinu gagnstæða fram, benda á að í útgáfumánuði hverrar bókar komi varla út aðrar barnabækur og lítið sé gefið út í mán- uðinum á eftir. Þannig verði hinar gríðarlegu vinsældir eins höfundar, eða í þessu tilfelli einnar sögu- persónu, til þess að kæfa aðra höf- unda eða bækur; það bitni á lág- gróðri og grósku þegar ein tegund verði allráðandi. Aðrir hafa svo bent á að obbinn af lesendum Harry Pot- ter bókanna sé fullorðnir og draga þá ályktun af því að „fullorðinsútgáfa“ bókanna seljist jafnan mun betur en „barnaútgáfan“, en bækurnar eru al- veg eins, það eina sem er frábrugðið er kápan. Reuters Bókarkápan „Það segir sitt að áður en bókin kom út höfðu selst af henni margar milljónir eintaka, fyrirframpantanir voru víst á fjórðu milljón eintaka.“ Harry Potter allur Bílfarmur Öruggt má telja að síðasta bókin muni seljast í bílförmum. MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson Sjá sýningadagatal á www.landnamssetur.is Miðapantanir í síma: 437-1600 Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.