Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 47 800 g lambakjöt, beinlaust og fitusnyrt 150 ml mild chilisósa (t.d. Heinz) 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt ½ tsk. karríduft 2 msk. olía safi úr límónu nýmalaður pipar salt 1 dós (250 ml) tómatmauk (purée) E N N E M M / S IA / N M 28 81 6 Kjötið skorið í gúllasbita. Chilisósu, hvítlauk, karríi, olíu, límónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötið sett út í og látið standa í kæli í a.m.k. 1 klst. Þá er kjötið tekið úr leginum, en hann er geymdur. Kjötið saltað og þrætt upp á teina. Útigrill eða grillið í ofninum hitað og kjötið grillað við góðan hita þar til það hefur tekið góðan lit á öllum hliðum og er steikt í gegn. Á meðan er kryddlögurinn settur í pott ásamt tómatmauki. Hitað að suðu og látið malla í 5-10 mínútur. Smakkað til með pipar og salti og borið fram með kjötinu. Chilikryddað lambakebab BRISSÓ B. Johannsson, hinn skel- eggi ritstjóri Reykvísks eðalefnis, veitti í gær Björgólfi Guðmundssyni bankastjóra Landsbankans, styrk að upphæð eittþúsund krónur. Að- spurð sagði Brissó, einnig þekkt sem Bryndís Björgvinsdóttir, að með þessu vildi hún verðlauna Björgólf fyrir gott gengi hér heima og erlendis. „Ég er nemi en mig langar að verða listakona einhvern daginn. Björgólfur er aðalnafnið þegar kem- ur að því að gefa pening og styrkja íslenska menningu. Ég sé alveg fram á það að ég eigi eftir að þurfa að sækja um styrk til hans. Þá þarf maður að sýna fram á að maður sé svo sniðugur og í góðum skóla með góðar einkunnir. En þá fór ég að spá – hann er að gera það gott líka, bæði innanlands og utan. Af hverju ekki að verðlauna hann líka?“ Með þessu vill Bryndís einnig slá á þá einstefnu fjármagns sem liggur frá bönkunum niður í fræðiheiminn og menninguna. „Það er ansi erfitt oft fyrir suma fræðimenn og lista- menn að gagnrýna kerfið og ríku kallana þegar þeir geta samt aldrei verið neitt annað en þiggjendur ölmusu. Með því að gefa Björgólfi pening þá getum við snúið þessu við – það er oft sagt að hann eigi menn- inguna en þá þurfum við bara að eignast hann líka svo við getum átt þetta öll saman,“ segir Bryndís sem sá á eftir 2% eigna sinna í styrkinn. Hún segir Björgólf hafa verið þann eina sem kom til greina fyrir styrkinn en útilokar þó ekki að þetta verði árviss viðburður. Ekki náðist í Björgólf vegna styrkveiting- arinnar en Bryndís sagði að hann hefði verið mjög glaður með styrk- inn. Af hverju ekki Björgólfur líka? Heilög þrenning Á ávísuninni veglegu stendur meðal annars: Áfram Ís- land! Áfram menning! Áfram Björgólfur! ÞAÐ VAR þétt setinn bekkurinn í Bræðsluverksmiðjunni Gránu á Siglufirði, þegar fjallalangspilsleik- arinn Jerry Rockwell steig á stokk til að leika listir sínar á þessa sér- stæðu frænku íslenska langspilsins. Fjallalangspilið (mountain dulcimer) er ekki strokið heldur plokkað eða slegið og mögulegt er að breyta tón- hæðum allra strengjanna. Jerry er með bakgrunn á gítar en hefur helg- að sig þessu frumstæða hljóðfæri um áratuga skeið, enda var undra- vert að heyra hversu mikið vald hann hafði á því og oft hljómaði eins og margir menn væru að spila en ekki aðeins einn. Hann hefur líka fallega söngrödd sem hann notaði í sumum lögunum. Þrátt fyrir ótví- ræða snilli tónlistarmannsins var framkoma hans látlaus og jarð- bundin og tók hann sér tíma til að segja frá uppruna laganna og út- skýra músíkalskan efnivið þeirra og meðhöndlun sína á þeim. Hljómur fjallalangspilsins er mildur og þægi- legur, enda er hljóðfærið oftast með náttúrulegum tónbilum, sem ná vel til eyrans og laða fram aukin hljóm úr hljóðfærinu sem er annars mjög lágstemmt, en sumir vilja meina að náttúruleg stilling orki betur á fólk. Það skal ósagt látið hvort þetta sé rétt eður ei, en í öllu falli voru tón- leikar Jerry Rockwell eins og heilt sumarfrí útaf fyrir sig, það virtist líða úr áhorfendum sem hlustuðu hljóðir eða sungu með þegar það átti við. Þessir fallegu tónleikar auðguðu andann og vöktu í senn hlýlegt and- rúmsloft og samkennd í salnum og urðu ógleymanlegir fyrir vikið. Náðar- stund í Gránu Tónlist Þjóðlagahátíð á Siglufirði – Jerry Rockwell leikur á amerískt fjalla- langspil. Gestur: Örn Magn- ússon, langspil. Flutt voru bandarísk þjóðlög og söngvar, írsk og skosk sekkjapípulög og fiðlustef, spuni í kirkjutóntegundum og blús.  Ólöf Helga Einarsdóttir LEIT er hafin að nýrri aðalleikkonu fyrir söngleikinn Spamalot, sem er lauslega byggður á Monthy Python and the Holy Grail og saminn af Pyt- hon-liðanum Eric Idle. Aðstand- endur söngleiksins breska hafa ákveðið að leita til Svíþjóðar þar sem leitin að nýrri leikkonu í hlut- verk Vatnadísarinnar verður uppi- staðan í nýjum raunveruleikaþætti. Tólf keppendur komast í lokaúrslit þáttarins sem svipar í mörgu til Idol- þáttanna vinsælu en fyrirmyndin er þó nýlegir sænskir þættir þar sem leitað var að leikkonu í hlutverk Maríu í Tónaflóði (Sound of Music). Sigurvegarinn verður tilkynntur í febrúar næstkomandi. Idolið og Monthy Python Kvenmannsleit Eric Idle leitar nú sænskrar vatnadísar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.