Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 202. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Dæturnar sluppu
Ingunn Arnórsdóttir, sem
mjaðmagrindarbrotnaði er hún varð
fyrir bíl á götu í Vestmannaeyjum,
segir það guðsmildi að ekki skyldi
fara verr. Tvær litlar dætur hennar
sluppu með skrámur. » Forsíða
Bíða eftir hjólunum
Þátttakendur í keppninni Siku
Extreme Arctic Challenge, sem
hefjast átti í Kulusuk á Grænlandi í
morgun, bíða eftir 34 fjallahjólum
sem eru veðurteppt í Reykjavík. » 2
Ekkert eftirlit
Engin stofnun hefur nú eftirlit
með því hvort fæðubótarefni séu í
samræmi við innflutningsreglur,
flytji einstaklingar þau inn. Um-
hverfisstofnun telur sig ekki hafa
lagaheimild til að stöðva innflutning
einstaklinga. » 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Hvers vegna?
Forystugreinar: Ísland og Kanada |
Reynsla Akureyringa
UMRÆÐAN»
Seinheppinn vindbelgur svarar
Í skugga greiningar
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Dómstólum vantreyst
Hvers er verið að minnast?
Þetta bara gerist, ég er bókaður
Sitthvað ósagt í ævisögu H.K. L.
Heimspekileg viðspyrna
LESBÓK»
0!5 "
+ (!
6 /
4. .4 . .4 4. . 4. 4. .4
.4
. . .4 4. . 4 .4
. 4
*
7&2 "
4. . .
.4 4. . 4 89::;<=
">?<:=@6"AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@"7 7<D@;
@9<"7 7<D@;
"E@"7 7<D@;
"3=""@/ ,<;@7=
F;A;@"7> F?@
"8<
?3<;
6?@6="3("=>;:;
Heitast 18 °C | Kaldast 10 °C
Hæg, breytileg átt
víðast hvar á landinu,
skýjað og einhverjar
skúrir í flestum lands-
hlutum. » 10
Birta Björnsdóttir
fjallar um Mekka
kvikmyndaáhuga-
mannsins, vefsíðuna
imdb.com. » 42
NETIл
Allt um
kvikmyndir
TÓNLIST»
Benni Hemm Hemm
spilaði í LA. » 43
Er teiknimyndasag-
an Tinni í Kongó
uppfull af kynþátta-
hatri líkt og samtök
gegn rasisma halda
fram? » 44
BÓKMENNTIR»
Tinni og
rasisminn
FÓLK»
Páll Óskar vekur athygli
erlendis. » 45
BÓKMENNTIR»
Harry Potter hefur tekið
völdin. » 41
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Léttist um 200 kg
2. Lífstíð fyrir sæmdarmorð
3. Sting mælti með matreiðslumanni
4. „Var mjög ringluð“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KOLBEINI Jóni Ketilssyni óp-
erusöngvara hefur verið boðið að
syngja með óperuflokki Arena di Ve-
rona á Ítalíu, í
söngferð hópsins
til Ástralíu. Sung-
ið verður á
nokkrum stöðum,
meðal annars í
Sydney, og verð-
ur Kolbeinn því
fyrsti íslenski óp-
erusöngvarinn
sem syngur á
sviði þess þekkta
óperuhúss, að því
að best er vitað. Kolbeinn syngur
Don José, aðalkarlpersónuna í Car-
men eftir Bizet. Kolbeinn segir jafn-
framt frá því í viðtali í Lesbók í dag,
að hann sé bókaður í verkefni allt til
ársins 2010. Hann hefur verið í
lausamennsku í evrópskum óp-
eruhúsum síðustu ár og býr í Köln.
Kolbeinn syngur hlutverk Bakk-
usar í uppfærslu Íslensku óperunnar
á Ariadne auf Naxos eftir Richard
Strauss í vetur.
Kolbeinn
syngur
í Sydney
Kolbeinn Jón
Ketilsson
Þetta bara gerist | Lesbók 4
FRÁGANGUR er heitið á nýjustu
plötu Megasar sem kemur út á
mánudaginn. Hljómsveitin Hjálmar
er Megasi til halds og trausts á plöt-
unni og í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins segir hann að sam-
starfið hafi verið mjög gott. „Það var
alveg sama hversu leiðinlegt efni ég
kom með, þá varð það skemmtilegt
þegar búið var að setja músík á bak-
við það.“ Þá segir Megas að hann
hafi hvorki þróast né þroskast frá
tólf ára aldri. „Þannig að ég get sett
inn lag frá því ég var kornungur og
það tekur enginn eftir því. Það er al-
veg sama hvar borið er niður; lögin
eru alltaf á sama stigi.“ | 40
Megas
gengur frá
Megas Segist lítið breytast með árunum.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur og Ylfu
Kristínu Árnadóttur
DAGMAR Ríkharðsdóttir fékk
fyrsta eintakið af sjöundu og síðustu
bókinni um Harry Potter í hendur í
gærkvöldi, en hún beið í rúmlega
sólarhring fyrir utan verslunina til
þess að tryggja sér það. Hún var
búin að birgja sig upp af mat og
drykk og ætlaði ekki að linna lestr-
inum fyrr en örlög galdrastráksins
vinsæla kæmu í ljós á síðustu blað-
síðunni. Dagmar sagði að sér liði í
senn „hörmulega og mjög æðislega“
að fá síðustu bókina í hendur, en
margir aðdáendur munu eflaust
sakna þess að fá ekki að lesa um ný
ævintýri Harry Potter með reglu-
legu millibili.
205 manns í röð við Nexus
Fjölda fólks dreif að versluninni
Nexus á Hverfisgötu þegar klukkan
fór að nálgast ellefu, en salan hófst
á sömu mínútunni um allan heim,
hér á landi á slaginu 23:01.
Hogwarts Express, sem alla jafna
flytur Harry og félaga hans í
galdraskólann stoppaði í gærkvöld á
Hverfisgötunni, en hafði fyrst við-
komu í Digraneskirkju og sótti stór-
an hóp Harry Potter-aðdáenda.
Þegar dyrnar lukust upp voru 205
manns komnir í röðina, en nauðsyn-
legt reyndist að númera þá sem
biðu, svo allt færi skikkanlega fram,
enda mikil spenna í loftinu og tak-
markað upplag í boði. Birgðir versl-
unarinnar reyndust þó nægja fyrir
þá sem biðu fyrir utan, en telja má
líklegt að fáar bækur séu eftir í dag.
Lesið á gangstéttum
Ekki var minni eftirvænting eftir
Harry Potter í Máli og menningu á
Laugavegi. Rétt eftir ellefu sátu
nokkrar unglingsstúlkur strax nið-
ursokknar í lesturinn á gangstétt-
inni við búðina. Þær sögðust þó vera
á heimleið, en gátu ekki setið á sér
að kíkja örlítið á byrjunina.
Erla Lilliendahl, starfsmaður
Máls og menningar, stóð vaktina
klædd í nornarbúning. Eftirspurnin
eftir Harry Potter slær öll met í
þetta skiptið, að hennar mati. Hún
sagði að það yrðu sannarlega við-
brigði fyrir bóksala, eins og aðra
aðdáendur bókanna, að nú kæmu
ekki fleiri bækur í ritröðinni. „En
ég held að þessar bækur lifi, því
næstu kynslóðir taka við og lesa
þær.“
Örlög Harry Potter
eru loksins orðin ljós
Í HNOTSKURN
»Bækurnar um Harry Potter og félaga hans í galdraskólanumHogwart eru nú orðnar sjö talsins.
»Fyrsta bókin um Potter kom út árið 1997 og hefur hún selst í yfir107 milljónum eintaka.
»Hún vermir níunda sætið yfir mest seldu bækur allra tíma. Aðeinsbækur á borð við Biblíuna, Kóraninn og Rauða kverið hafa verið
prentaðar í fleiri eintökum.
»Hinar bækurnar í ritröðinni eru allar meðal 20 mest lesnu bókaallra tíma. Skjóta þær tímamótaverkum í bókmenntasögunni á
borð við Hundrað ára einsemd, Kofa Tómasar frænda og Á hverfanda
hveli ref fyrir rass.
»Bækurnar um Harry Potter hafa verið þýddar yfir á 67 tungumál,allt frá færeysku til forn-grísku.
Mörg hundruð manns í biðröðum eftir síðustu bókinni
Morgunblaðið/Sverrir
Glatt á hjalla Í einu vetfangi fylltist miðbær Reykjavíkur af nornum og
seiðkörlum. Galdrabrennur voru þó ekki haldnar.
Ofan í kjölinn Óþreyjufullir aðdá-
endur hófu lestur um leið og búið
var að borga fyrir bókina góðu.
Seiðmagn nýjustu Harry Potter-
bókarinnar varð þess valdandi að
þær Dagmar, Borghildur og Ingi-
björg biðu eftir henni úti undir ber-
um himni í 29 klukkustundir.