Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 28
Dr. Jack D. Ives, landfræð-ingur og prófessor,fæddist í Grimsby árið1931. Hann hefur búið í Kanada frá árinu 1954. Áhugi hans á norðurslóðum vakn- aði árið 1947 er hann fór með bresk- um togara til veiða norður við Sval- barða. Síðar hélt hann ásamt vini sínum í könnunarleiðangur til Norð- ur-Noregs og Svíþjóðar og flutti ís- lenskur togaraskipstjóri, sem bjó í Grimsby, Sigurður Þorsteinsson, þá félaga þangað norður. Sigurður benti Jack á að á Íslandi væru mikilfengleg eldfjöll og jöklar og gaf honum enska þýðingu á Njálu. Árið 1951 stofnaði Jack landkönn- unarfélag við Háskólann í Notting- ham og skipulagði félagið m.a. tveggja manna könnunarleiðangur til Íslands sumarið 1952. Í boði, sem landkönnunarfélagið hélt þá um vet- urinn hitti Jack dr. Sigurð Þórarins- son, jarðfræðing og tilvonandi konu sína, Pauline. Sigurður aðstoðaði hann við undirbúning leiðangursins til Íslands og mælti með Ragnari Stefánssyni í Skaftafelli. Þeir Ragn- ar hittust síðan fyrst úti í miðri Skaftafellsá 7. júlí 1952 og úr varð ævilöng vinátta. Í bók sinni rekur Jack Ives sögu byggðar í Skaftafelli og breytingar á jöklum og landslagi sem orðið hafa í Öræfum frá landnámi. Byggir hann á eigin rannsóknum og annarra. Fjöldi mynda og korta prýðir bókina sem hverfist að nokkru leyti um Ragnar Stefánsson, bónda í Skafta- felli, og fjölskyldu hans. Bók Jacks er m.a. tileinkuð Önnu Maríu, dóttur Ragnars. Hún hafði milligöngu um að við Jack töluðumst við í síma. Mér varð ljóst um leið og samtalið hófst að hér fór mikill hug- sjónamaður og mannvinur. Frásögn hans var beinskeytt og áhrifarík og leyndi ást hans á viðfangsefninu sér ekki. Á mótum tveggja alda „Það eru blendnar tilfinningar sem bærast innra með mér, þegar ég kem hingað brunandi,“ segir Jack. „Það er augljóst að samgöngurnar hafa stórbætt lífskjörin á svæðinu. Ímyndaðu þér hvernig forfeður Ragnars komust af við þau skilyrði sem þeir bjuggu við. Ég verð að viðurkenna að ég er að vissu leyti dálítið eigingjarn og sakna hins liðna. Það var stórkost- legt að hitta Ragnar í fyrsta sinn úti í miðri Skaftafellsá þar sem við urð- um að notast við hesta. Við vorum á mótum tveggja alda.“ Jack Ives hefur verið tíður gestur hér á landi vegna rannsókna sinna og vináttu við fjölskyldu Ragnars Stefánssonar. „Ég geri mér grein fyrir ar ég kem hingað til lands útlendingur. En um leið fi eins og Skaftafell og f Ragnars Stefánssonar sé sjálfum mér,“ segir Jack I hef tekið þátt í umræðunni un þjóðgarðs í Skaftafelli a síðan Ragnar viðraði fyrst mynd við mig að selja ríkin sem yrði þá kjarni þjóðgarð – Veistu hvort slíkar hu höfðu komið fram áður en fyrst að Skaftafelli árið 1952 „Þegar ég kom í þriðja Skaftafelli sagði Ragnar v hann vildi mjög gjarnan re mér hús í Morsárdal og kan ist Pauline, sem nú er kon að búa þar með mér. Han vita af áhuga mínum á Mo og þeim breytingum sem he á jöklunum og búsetu fólk um. Ég gæti þá séð um ferðamenn um náttúru svæ Þetta sýnir að Ragnar Um þessar mundir eru liðin 40 ár frá stofnun þjóðgarðsins Skaftafells. Í tilefni þess kemur út bókin Skaftafell í Öræf- um – Íslands þúsund ár eftir dr. Jack D. Ives. Ís- lensk þýðing bókarinnar er væntanleg síðar í haust. Arnþór Helgason ræddi við höfundinn um Skaftafell og þýðingu þjóðgarða. Fjöll Fyrir nokkrum árum var dr. Jack Ives við rannsóknir í Pamír Sambúð lands og sögu » Það má ekki ve nýtingu landsin upp á fólkið sem b hefur verið gert er verða teknar í sátt Annars er verr af 28 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MENGAÐUR JARÐVEGUR Á Hólmsheiði er hreinsunarsvæði,sem hefur verið útbúið til að taka á móti menguðum jarðvegi úr Vatnsmýrinni. Hreinsunarsvæðið er nálægt Vatnsverndarsvæði Reykja- víkur. Í Morgunblaðinu í gær segir Lúð- vík Gústafsson, deildarstjóri meng- unarvarna umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, að hann telji að engin hætta sé á ferðum. Komið hafi verið fyrir vökvaheldu undirlagi og þarna verði jarðvegurinn hreinsaður. Menn áttuðu sig á því í júní að jarðvegurinn þar sem nýbygging HR á að rísa væri mengaður. Talið er að mengunina megi bæði rekja til ára seinni heimsstyrjaldarinnar og að slökkviliðið hafi hellt niður olíu í grenndinni á æfingum. Ástæðan fyr- ir því að jarðvegurinn er enn svona mengaður eftir allan þennan tíma mun vera sú að þarna er mýri og loft kemst illa að þannig að olían brotnar seint niður. Til þess að hreinsa jarðveginn var útbúið hreinsunarsvæði. Eins og fram kemur í máli Lúðvíks verður jarðveginum síðan velt reglulega til að auðvelda aðkomu súrefnis og stuðla að niðurbroti olíuefnanna. Frágangur mengaðs jarðvegs er viðkvæmt mál. Ekki er hægt að koma honum fyrir hvar sem er. Ugg- laust hefur fyllsta öryggis verið gætt og búið svo um hnútana að mengun úr jarðveginum, sem þarf að flytja í burtu vegna framkvæmda við ný- byggingar Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðinni, smitist ekki út í jarð- veginn í kring. Hins vegar hlýtur það að vera markmið borgaryfirvalda að urða ekki mengaðan jarðveg svo nærri vatnsverndarsvæði Reykjavíkur. Það er ekki vegna vantrausts á sér- fræðingum borgarinnar, heldur er einfaldlega ástæðulaust að taka slíka áhættu í grennd við viðkvæma staði á borð við vatnsból höfuðborgarsvæð- isins. Greinilegt er að þegar ákveðið var að jarðvegurinn skyldi fluttur í Hólmsheiðina var gert ráð fyrir að svæðið í Öskjuhlíðinni væri að mestu leyti hreint. Var ekki ástæða til að finna annan stað til þess að koma jarðveginum úr Öskjuhlíðinni fyrir þegar í ljós kom að svo var ekki? HÆSTIRÉTTUR OG KYNFERÐISBROT Hæstiréttur dæmdi karlmanná fertugsaldri til að sætaþriggja ára og sex mánaða fangelsi og greiða milljón í miska- bætur fyrir að hafa þröngvað konu til samræðis og annarra kynferð- ismaka með ofbeldi. Verknaðurinn var álitinn hrottalegur og ruddaleg- ur og talinn til þess fallinn að valda konunni sálrænum örðugleikum. Það vekur athygli að Hæstiréttur mildaði refsingu mannsins um hálft ár og lækkaði bætur konunnar um 200 þúsund þrátt fyrir að hafa fund- ið manninn sekan um að hafa þröngvað konunni til munnmaka, en af þeim þætti ákærunnar hafði mað- urinn verið sýknaður í héraði. Réttargæslumaður konunnar í Hæstarétti, Steinunn Guðbjarts- dóttir, sagði niðurstöðu Hæstarétt- ar valda sér vonbrigðum. Niður- staða héraðsdóms hefði verið í betra samræmi við hve gróft brotið var og líkamlegar og sálrænar afleiðingar þess. Það væri erfitt að sætta sig við að miskabætur, sem í raun væru aðeins til málamynda, hefðu verið lækkaðar í Hæstarétti. Það vekur óhug þegar svona al- varleg ofbeldismál koma upp. Í ástandsskýrslu læknis kemur fram að konan sitji í hjólastól þar sem hún sé með bundið um ökkla og ekki göngufær. Úti um allan líkamann kenni hún eymsla og „æi“ og „ói“ við minnstu snertingu á brjóstum, klofi, andliti, öxlum og ökkla. Um tilfinningalegt ástand segir í skýrsl- unni að konan sé í losti, fjarræn, sitji í hnipri og endurlifi árásina. Erfitt er að sætta sig við að ekki séu þyngri dómar fyrir slík ofbeld- isbrot, ekki síst þegar litið er til þess að refsiramminn er sextán ár. Sú umræða er raunar ekki ný af nálinni heldur kviknar í hvert skipti sem slík mál koma upp. Og það er hollt og eðlilegt. Vitaskuld vaknar sú spurning af hverju refsi- ramminn sé ekki notaður, enda hljóti að felast í honum krafa af hálfu löggjafans um þyngingu dóma. Á hitt ber að líta að dómar fyrir kynferðisbrot og ofbeldisbrot hafa verið að þyngjast umtalsvert á und- anförnum árum. Til að mynda hef- ur verið sýnt fram á að refsing fyr- ir nauðgun sé nú að meðaltali um tvö ár en hafi fyrir um áratug verið um eitt ár. Til eru þeir sem segja að þynging dóma gangi of hratt fyrir sig og gangi gegn mannrétt- indaákvæðum. Ef til vill er eðlilegt að þynging dóma gerist með hægum en örugg- um hætti. Ef til vill er það rétt sem Halldóra Halldórsdóttir, starfs- kona Stígamóta, segir, að dómur- inn sé ekki vægur miðað við fyrri fordæmi réttarins. Eftir stendur að Hæstiréttur tekur enn of vægt á alvarlegum kynferðisbrotum og ofbeldisbrot- um, almenningi er misboðið. Líf fólks, sem verður fyrir þessum brotum, er lagt í rúst og leiðrétting þarf að eiga sér stað. Það eiga án efa margir eftir að fylgjast grannt með því hvort dómarnir haldi ekki áfram að þyngjast. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þjóðgarðar hafa lengi ver-ið fáir á Íslandi og þeimfjölgar hægt. Sá stærstiog sá best skipulagði, lengst af, Skaftafellsþjóðgarður, er nú 40 ára. Rétt er að fagna þeim áfanga og gleðjast yfir stofnun hans og tilvist, um leið og menn þakka fyrir framsýni þeirra sem þar komu að. Töluvert átak þarf til þess að reka, stækka eða stofna þjóðgarða þegar svo fáir tilheyra þjóð sem hér gerist. Auk þess eru skiptar skoðanir hvaða svæði séu hæf sem þjóðgarðar og hver megi teljast tilgangur með stofnun þjóðgarðs. Svo leikur stundum vafi á eignarhaldi lands og verðmæti þess hefur vaxið hratt. Á hinn bóginn er alveg ein- sýnt að gildi þjóðgarða og nátt- úruverndarsvæða eykst með hverjum áratug. Í Skaftafellsþjóðgarði þarf að hyggja að mörgu á 40 ára afmæl- inu: Stækkun þjóðgarðsins og stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, rekstrartekjum og – formi, auk- inni fræðslu og bættu skipulagi. Fyrir mörgum er dagljóst að stórir hlutar Vatna- jökuls og töluvert land með jöðrum hans og út frá þeim ættu, framtíðar vegna, að mynda einn eða nokkra samtengda þjóð- garða/vernd- arsvæði, s.s vest- urhluti jökulsins yfir að Gríms- vötnum, Langisjór, Eldgjá og Laka- svæðið í samhengi, Vonarskarð, Kverk- fjöll, Snæfell og Eyjabakkar saman og þá Lóns- öræfi, með jöklinum næst þeim, og loks Breiðamerkurjökull og Esjufjöll, ásamt hinum upp- runalega og bráðum miðaldra Skaftafellsþjóðgarði sem slíkum. Þetta mætti leysa með því að blanda saman þjóðlendum og landi í einkaeign þar sem gerðir væru þjónustusamningar við landeigendur, eins og rey verið með ágætum árangr lausn að miða þjóðgarð vi uljaðra er ótæ þess að einber ulhver og jöku eru ekki þjóðg þegar tenging náttúruna umh vantar. Engum hug að gera Þ vatn eitt að þj Eftir því sem best veit er m tekna til Skaft þjóðgarðsins f með verslunar samkeppni við héraði. Eflaus unnt að finna h legri tekjuleiðir. Umræða slíkt tengist auðvitað gjal fyrir innkomu á ýmis svæ landinu en slíkt fyrirkomu þekkt um allan heim. Sár gera athugasemdir við að t.d. nokkur hundruð krón meira en stutt innlit í þjó eða náttúruverndarsvæði greiða eitt þjóðgarðsgjald Fjórir áratugir undir jö Eftir Ara Trausta Guðmundsson Ari Trausti Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.