Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 55 KÁNTRÝSVEITIN Klaufar virðist bera nafn með rentu, að minnsta kosti ef tekið er mið af lagavali sveit- arinnar á geisladiskinum Hamingjan er björt sem út kom hér á dögunum. Þar hefur klaufalega til tekist að mínum dómi, því hér er um að ræða samsafn af gömlum lummum og út- vötnuðum slögurum, sem glumið hafa í eyrum landsmanna árum og jafnvel áratugum saman. Fyrir bragðið virkar þessi afurð Klauf- anna fremur „þreytt“, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Nú er í sjálfu sér ekkert athugavert við það að dusta rykið af gömlum vinsælum lögum og koma þeim aftur í umferð, en menn taka með því mikla áhættu, sérstaklega ef viðkomandi lög hafa notið alþýðuhylli um árabil. Í slíkum tilvikum þurfa menn að bæta tals- verðu við frumgerðina, en það hefur Klaufum ekki tekist sem skyldi að þessu sinni og ágætur hljóðfæra- leikur og góður hljómur á diskinum í heild, ná hér ekki að glæða þessa tónlist lífi eða gera hana áhuga- verða, því miður. Sem dæmi um gamla slagara, sem áður hafa komið út hér á landi með valinkunnum flytjendum, má nefna Karlmannsgrey í konuleit, með Dúmbó og Steina, Búkalú með Stuð- mönnum, Eitthvað undarlegt með Ríó tríóinu, Fraulein með Rúnari Júlíussyni og Útlaginn með Óðni heitnum Valdimarssyni. Ekkert þessara laga nær sannfærandi flugi í flutningi Klaufanna og eru þau í öll- um tilfellum áhugaverðari og áhrifa- meiri í frumflutningi. Hér er ekki átt við hljóðfæraleikinn sem slíkan held- ur ríkir eitthvert allsherjar nátt- úruleysi yfir þessu öllu saman. Þar að auki hafa þessi lög verið spiluð svo oft hér á landi að menn eru fyrir löngu búnir að fá upp í kok af þeim. Klaufarnir bæta litlu sem engu við upprunalegu útgáfurnar og ef við tökum Fraulein með Rúna Júl. sem dæmi er munurinn sá að í flutningi Rúna er lagið svo yndislega „corny“ að það fer í hring og verður skemmtilega töff og heillandi. Í flutningi Klaufanna verður þetta hins vegar vandræðalegt og fremur þreytandi á að hlusta og gildir það raunar um fleiri lög á diskinum. Þarna er líka að finna erlenda slagara sem eru sama marki brennd- ir og hinir, sem áður eru nefndir. Þar er um að ræða samsafn af þekktum amerískum kántrílögum, nema að hér eru þeir með íslenskum textum. Í þessum hópi má nefna hið ódauðlega lag Willie Nelson, On The Road Again, með texta eftir Braga Bergmann undir heitinu Höldum hringinn nú, Stand By Your Man eða Stattu með mér, við nokkuð skond- inn texta Hallgríms Helgasonar og Top Of The World við texta eftir sama höfund, sem hér ber heitið Kalt á toppnum. Í sumum tilfellum er um beinar þýðingar að ræða úr frummálinu og má í því sambandi nefna þýðingu Ómars Ragnarssonar á textanum við Green, Green Grass of Home í laginu Heimkoman: „Já, þá vakna ég af værðardoða og við mér blasir sjúkrastofa og það renn- ur upp fyrir mér, já þetta var bara draumur.“ Vissulega laglega kveðið hjá Ómari, eins og víðar hjá öðrum textahöfundum, en það er samt eitt- hvað klaufalegt við allan þennan pakka. Þetta er ekki sagt af illkvittni og sum laganna á þessum diski gætu eflaust svínvirkað á sveitaballi. En þegar maður fer að hlusta á svona tónlist heima í stofu fyllist maður einhverju vonleysi og undrun yfir því að menn skuli hafa látið sér detta í hug að gefa þetta út á því herrans ári 2007. Það er nefnilega til svo mikið af þrælflottum amerískum kántrílög- um, sem ekki er enn búið að jaska út, og hefðu Klaufar kosið að leita í þá smiðju hefði afraksturinn eflaust orðið mun áhugaverðari. Klaufar fá þó prik fyrir viðleitni, því það hefur greinilega verið lagt talsvert í þessa útgáfu. Upplýs- ingabæklingur er vel úr garði gerður og samkvæmt honum hefur meðal annars verið leitað fanga vestur til Bandaríkjanna varðandi upptökur, í Dark Horse recording studio í Nas- hville, Tennessee. Þá bregður einnig fyrir ágætum hljóðfæraleik og má í því sambandi nefna Dan Dugmore á stálgítar og Glen Duncan á 5 strengja banjó og fiðlu. Ennfremur má gefa prik fyrir ágæta útfærslu Klaufa á lögunum Á Sprengisandi og Litla kvæðið um litlu hjónin og góð- an hljóm á diskinum í heild. En betur má ef duga skal og vonandi eiga Klaufar eftir að verða ögn frumlegri og litríkari í lagavali sínu á næsta geisladiski. Klaufalegt lagaval TÓNLIST Geisladiskur Kántrísveitin Klaufar – Hamingjan er björt  Sveinn Guðjónsson Á PLÖTUNNI Óla Trausta eru lög eftir Ólaf Svein Trausta- son við texta eft- ir hann sjálfan og Magnús Þór Sigmundsson ásamt ljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Lögin eru flutt af ýmsum þekktum tónlistarmönnum, sem dæmi má nefna Pál Rósinkranz og Edgar Smára Atlason. Lögin eru nokkuð frambærileg. Þau eru ágætlega samin, kannski ekki sérlega flókin en nokkuð fín. Textarnir eru margir hverjir afar vandaðir – og þá sérstaklega textar Magnúsar Þórs. Útsetning- arnar eru hins vegar ekki upp á marga fiska. Þær eru frekar óspennandi og gera lítið fyrir lög- in. Flutningurinn sjálfur er af- skaplega vandaður en því miður fær frumleiki lítið rými og því telst platan ekki beint til tímamóta- verka. Engu að síður er hún fín fyrir rétta áheyrendur; hún er hvers- dagsleg og þægilega átakalaus. Þægilega átakalaus TÓNLIST Geisladiskur Óli Trausta – Óli Trausta  Helga Þórey Jónsdóttir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 -1 0 7 3 NÝ ÍSLENSK DAGSKRÁRGERÐ Í SJÓNVARPINU – Á HVERJUM DEGI Í VETUR SPAUGSTOFAN Vinsælasti sjónvarpsþáttur á Íslandi. Spaugstofan byrjar aftur eftir grínlaust sumar! KL. 19.45 Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.