Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF ALFA-námskeið í Grensáskirkju ALFA-námskeið verður í Grens- áskirkju á miðvikudagskvöldum kl. 19.22 frá og með næsta mið- vikudegi, 19. sept. Hver samvera hefst með sameiginlegum máls- verði og í kjölfar hans er fyrirlestur og umræður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Einnig verður ALFA-námskeið á mánudögum kl. 11.30-14. Það hefst næsta mánudag, 17. sept., og er haldið í samstarfi við Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma en tíminn hentar helst þeim sem ekki eru bundin á hefðbundnum dagvinnutíma. Skráning á bæði námskeiðin fer fram í Grensáskirkju í síma 580- 0800. ALFA-námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og er nú haldið í nálægt 150 löndum. Að sjálfsögðu er hægt að skrá sig og koma á fyrstu samveru án skuldbindinga um áframhald- andi þátttöku. Haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins Hinn árlegi haust- og grænmet- ismarkaður Kristniboðssambands- ins verður haldinn laugardaginn 15. september, kl. 13-15, í kjallara húss KFUM&K á Holtavegi 28. Til sölu verða ávextir, grænmeti, sult- ur, kökur og fleira. Þá verður lítið Afríkuhorn á markaðnum með slæður og handunnar festar frá Afríku. Tilgangur markaðarins að þessu sinni er að afla fjár til verkefnis sem kallast Af götu í skóla. Mark- mið þess er að bæta líf götubarna í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, með því að gera þeim mögulegt að ganga í skóla. Íslenskir kristniboð- ar, sem starfa í borginni, munu fylgja verkefninu eftir. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir. Kveðjum Örnu Grét- arsdóttur Seltjarnarnessöfnuður kveðjur sr. Örnu Grétarsdóttur við messu sunnudaginn 16. september kl. 11. Arna hefur starfað við Seltjarnar- neskirkju frá 1998, fyrst sem æsku- lýðsfulltrúi og síðustu rúm fjögur árin sem prestur. Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiðir tónlist- arflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Kirkjugestum er boðið að þiggja léttar kaffiveitingar eftir stundina. Sóknarnefnd og starfsfólk kirkj- unnar hvetur Seltirninga til að fjöl- menna í messu og þakka Örnu fyrir vel unnin störf í þágu safnaðarins. Verið öll velkomin. Haustferð frá Digraneskirkju Eldri borgarar munu fara austur fyrir fjall miðvikudaginn 19. sept- ember kl. 10.30 frá Digraneskirkju. Leiðin liggur um Hellu, Hvolsvöll, Odda á Rangárvöllum og Fljótshlíð. Þátttaka í kostnaði er 2.000 kr. Verið velkomin og skráið ykkur í síma 554-1620. Yrsa Þórðardóttir, prestur. Sunnudagaskóli á Vatnsendasvæðinu Sunnudaginn 16. september hefst sunnudagaskóli í Fríkirkjunni Ke- fas. Í sunnudagaskólanum verður margt gott og gaman gert og eru kennarar hans ung hjón sem hafa margra ára reynslu af barnastarfi. Sunnudagaskólinn verður alla sunnudaga frá 11-12 og eru öll börn og foreldrar velkomin, sérstaklega af Vatnsendasvæðinu og nágrenni þess. Fríkirkjan Kefas er í Fagra- þingi 2a við Vatnsendaveg. Kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju Kyrrðarstundir hefjast að nýju mið- vikudaginn 19. september kl. 12.15. Léttar veitingar verða í boði að samveru lokinni. Laugardaginn 15. september kl. 2 verður kvikmyndasýning í Kirkjulundi í samvinnu við hópinn Deus ex Cinema, rannsóknarhóp um trúarstef í kvikmyndum. Horft verður á kvikmyndina Såsom i en spegel eftir Ingmar Bergman en hann féll frá nú í sumar svo sem kunnugt er. Erindi verða haldin um kvikmyndina og umræður að sýn- ingu lokinni. Sjá nánar á keflavik- urkirkja.is Barna- og almenn messa í Fríkirkjunni í Reykjavík Almenn guðsþjónusta og barna- messa kl. 14. Hjörtur Magni þjónar og prédikar í almennri guðsþjón- ustu. Carl Möller og Anna Sigga leiða almennan safnaðarsöng. Barn verður borið til skírnar. Barna- starfið er í höndum Nöndu Maríu og Péturs Markan. Við byrjum öll saman í kirkjunni, en þegar guðs- þjónustan er hafin, ganga Nanda og Pétur með börnin upp í safn- aðarheimilið þar sem helgisagan verður sögð, sungnir verða söngvar og leikbrúðurnar koma í heimsókn. Messukaffi í safnaðarheimilinu í lokin. Vetrarstarf í Selfosskirkju Messað er alla sunnudaga kl. 11. Eftir athöfnina er léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Barnaguðsþjónustur í lofti safn- aðarheimilis sunnudaga kl. 11.15. Morguntíð með fyrirbæn þriðju- daga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Poppmessur að kvöldi til, aug- lýstar sérstaklega. Þorvaldur Hall- dórsson söngvari stjórnar léttri tónlist. Opin kirkja – næðisstundir. Sel- fosskirkja er að öðru jöfnu opin á meðan starfsemi fer fram í henni. Tilvalið er að slökkva á símanum, anda djúpt og finna fyrir innri ró. Kvenfélag Selfosskirkju annast um hádegisverð að lokinni messu á sunnudögum, auk þess sem félagið sér um kaffiveitingar við mörg og margvísleg tækifæri og undirbýr erfisdrykkjur, ef óskað er. Á 50 ára afmæli Selfosskirkju 2006 gaf fé- lagið kirkjunni kaleik, patínu og oblátuöskjur, stórmyndarlega og fagra gripi. Barnaspurningar (ferming- arstörf) hefjast á haustdögum. Haldnir verða fundir með for- eldrum barnanna. Undir vor er far- ið í ferðalag upp í Skálholt. Lögð er áhersla á, að börnin og foreldrar þeirra sæki kirkju þann tíma, sem fermingarstörfin standa yfir. Foreldramorgnar eru miðviku- daga kl. 10.30 til 12. Boðið er upp á fyrirlestra og fræðandi sam- verustundir. Tvíburamæður hittast einu sinni í mánuði kl. 10.30 til 12. Kirkjuskóli fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára starfar í Félagsmiðstöð- inni, Tryggvagötu 23, þriðjudaga kl. 13.30 til 14.30. Leiðtogi: Eygló J. Gunnarsdóttir, djákni. TTT-starf. Tíu til tólf ára börn eru boðin að taka þátt í kristilegu starfi í safnaðarheimilinu á þriðju- dögum kl. 15. Æskulýðsfélag Selfosskirkju heldur fundi í safnaðarheimilinu. Vel tókst til um starf félagsins á fyrra ári. Leiðtogi: Jóhanna Ýr Jó- hannsdóttir. Samkomur leik- og grunnskóla- barna á aðventunni. Í samráði við leikskóla Árborgar og grunn- skólana á Selfossi koma börnin á aðventusamkomur í Selfosskirkju í desember. Eldri borgarar. Djákni Selfoss- kirkju húsvitjar vikulega í Græn- umörk og heimsækir öldr- unarstofnunina Ljósheima. Dagvist aldraðra kemur í heimsókn í kirkju og safnaðarheimili fyrsta fimmtu- dag í mánuði hverjum. Þá er helgi- stund í kirkjunni, en skemmti- dagskrá, samsöngur og kaffidrykkja í safnaðarheimili á eftir. Guðsþjónustur á Ljósheimum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Síð- asta sunnudag hvers mánaðar eru haldnar guðsþjónustur á Ljós- AKRANESKIRKJA: | Sálmar og gítar kl. 14. Örn Arnarson syngur þekkta sálma við eigin gítarundirleik og nálgast þá á persónulegan hátt. Allir velkomnir! AKUREYRARKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn fá afhenta kirkjubók fyrir sunnudagaskólann. Opið hús í safn- aðarheimilinu þar sem kynnt verður starf vetrarins, léttar veitingar, allir velkomnir. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra strax eftir guðsþjónustuna. ÁRBÆJARKIRKJA: | Taizé-guðsþjónusta kl. 11. Prestur Sigrún Óskarsdóttir, org- anisti Krizstina Kalló. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Mánudaginn 17. september kl. 15-17 er skráning í nýstofnaðan barnakór kirkjunnar. Skráningin verður í kirkjunni. ÁSKIRKJA: | Barnastarf og messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Börnin taka þátt í upphafi messunnar, en fara síðan niður í safn- aðarheimili ásamt Hildi Björgu og Elíasi. Þar verður fylgst með ævintýrum Danna og Birtu í nýrri kirkjubók, og Rebbi refur og Engilráð bregða á leik. Sóknarprestur. ÁSTJARNARSÓKN: | Fyrsta messa í kap- ellu Ástjarnarsóknar við Kirkjuvelli 1. Dr. Gunnar Kristjánsson predikar, sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari, organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Sókn- arnefndarfólk aðstoðar í messunni. Sunnudagaskólinn byrjar á sama tíma. Messukaffi á eftir. Allir hjartanlega vel- komnir. BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Nýir leiðtogar bjóða öll börn af Álftanesi og foreldra þeirra velkomin til þátttöku í öflugu og skemmtilegu starfi. BORGARPRESTAKALL: | Borg- arprestakall. Messa í Borgarneskirkju kl. 14. Messa í Borgarkirkju kl. 16. Sókn- arprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Barnaguðsþjónusta verður í Brautarholts- kirkju sunnudaginn 16. sept. kl. 11 f.h. Sr. Kjartan Jónsson annast stundina. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Org- anisti Julian Isaacs. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Jóhanns, Lindu Rósar og Nínu Bjargar. Molasopi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Söngur, fræðsla, bænir og þakkir. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson messar. Organisti Renata Iv- an, kór Bústaðakirkju syngur, molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lok- inni. Kvöldmessa kl. 20. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Meme group sér um tónlist- ina. (www.digraneskirkja.is ) DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14 – Með þátttakendum á kóranámskeiði. Fjöl- breytt tónlist og söngur fólks úr mörgum kirkjukórum. 17. sept. (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son, Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti er Ástríður Haraldsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggva- dóttur. Mikill söngur og fjölbreytt dagskrá. Verið innilega velkomin. FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Samúel Ingimarsson. Bibly stu- dies at 12.30. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.go- spel.is. Samkoma á Omega kl. 20. fila- delfia@gospel.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskyld- una. Þjóðlagamessa kl. 20. Kór kirkj- unnar og hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og söng. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta og barnamessa kl. 14. Hjörtur Magni þjónar og prédikar, en Carl Möller og Anna Sigga leiða tónlistina. Barn borið til skírnar. Barnastarf í höndum Nöndu og Péturs. Byrjum í kirkjunni og göngum sam- an upp í safnaðarheimilið. Sagan, söngv- ar og leikrit. Messukaffi í safnaðarheimili. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og að sjálfsögðu eru allir krakkar velkomnir! Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyr- irbænir og samkomu lokinni verður kaffi og samvera. Allir velkomnir og vinsamleg- ast athugið breyttan samkomutíma. GLERÁRKIRKJA: | Barnastarf og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Félagar úr Kór Gler- árkirkju leiða söng. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Fermingarbörn ásamt for- eldrum hvött til þátttöku. Grafarholtssókn | Sunnudagaskóli i Ing- unnarskóla kl. 11, messa í Þórðarsveig 3 kl. 14, upphaf fermingarstarfa, kirkju- kaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Fundur eftir messu með foreldrum ferm- ingarbarna í Folda-, Hamra- og Húsaskóla. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts- skóli: | Sunnudagaskóli kl. 11 í Graf- arvogskirkju. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarna- son. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholts- skóla. Prestur sr. Lena Rós Matthías- dóttir. Umsjón: Gunnar og Dagný. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Benedikts- son messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrum þjónandi presta. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11 í Hásölum. Prestur sr. Þórhall- ur Heimisson. Ræðuefni: Konur og kirkj- an. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnudagaskólar fara fram á sama tíma í safnaðarheimili og Hvaleyrarskóla. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Ferming- arbörn aðstoða. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Barnastarfið í umsjá Magneu Sverr- isdóttur djákna. Kaffisopi eftir messu. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Sig- fús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Kl. 11 Fjölskyldusamkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Bæn og lofgjörð fimmtu- dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir og Miriam Óskarsdóttir. HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sunnudagaskólinn byrjar sitt vetrarstarf. Fundur með ferm- ingarbörnum og forráðamönnum þeirra í framhaldi af guðsþjónustunni. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt barnastarf kl. 11. Einnig fræðsla fyrir full- orðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lof- gjörð og fyrirbænum. Kristniboðarnir Ragnar Schram og Kristbjörg Gísladóttir sýna myndir, segja frá starfi sínu í Eþíópíu og predika. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. Alfa-námskeið hefst á þriðjudag kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta sunnudaginn 16. september kl. 11. Prest- ur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kór Keflavík- urkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifs- sonar. KÓPAVOGSKIRKJA: | Barnastarf kl. 12.30. Messa kl. 14. Prestar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Félagar úr kór kirkjunnar syngja. Organisti Lenka Mátéová. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra en fundur verður með þeim í Borg- um að messu lokinni. Landsspítali – háskólasjúkrahús: Hring- braut | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, organisti Helgi Braga- son. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Andri Björn Róbertsson syng- ur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni og því stýra Rut og Steinunn. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11. Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli. Kór Laugarnes- kirkju og Gunnar Gunnarsson organisti þjóna. Skírnarþjónusta og sunnudags- skóli er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur og hennar samstarfsfólks. Sigurbjörn Þor- kelsson prédikar. Kl. 13 guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. LÁGAFELLSKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta í Lágafellskirkju kl. 11, prestur Ragn- heiður Jónsdóttir. Kór Lágafellssóknar leiðir söng, organisti Jónas Þórir. Ferming- arbörn komandi vors og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Allir velkomnir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Fé- lagar úr Kór Lindakirkju syngja undir stjórn Keith Reed. Kristín Garðarsdóttir djákni prédikar. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar fyrir altari. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkj- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Sögur, söngur og leikir. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Salt, kristið samfélag | Salt, kristið sam- félag, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Salt- aðar samkomur kl. 17. Ræðumaður Sr. Kjartan Jónsson. Mikil lofgjörð og fyr- irbæn. Velkomin. SELFOSSKIRKJA: | Messa í Selfosskirkju kl. 11.15. sd. e. trin. Skírn og ferming. Fermd verður Ríkey Hjaltadóttir, Tryggva- götu 24, Selfossi. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Kirkjukór Selfoss undir stjórn Jörgs E. Sondermanns. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, ný mynd í möppu! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Organisti Jón Bjarnason. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Tónlist í umsjá Þorvald- ar Halldórssonar. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar en Arna hefur verið skipuð prestur Íslendinga í Noregi. Sr. Sigurður Grétar þjónar fyrir alt- ari og Kammerkór kirkjunnar ásamt Frið- riki Vigni organista leiða tónlistarflutning. Léttar kaffiveitingar í boði eftir stundina. Sunnudagaskólinn á sama tíma. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa kl. 11. Sóknarprestur. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Kl. 11, sam- koma í Veginum að Smiðjuvegi 5. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Eiður Einarsson kennir, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltíð að samkomu lokinni. Allir hjartanlega vel- komnir. Kl. 19, samkoma. Högni Valsson prédikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Organisti Jóhann Baldvins- son. Fermingarbarn les ritningarlestur, en fermingarbörnin og foreldrarnir eru hvött til að mæta. Molasopi í safnaðarheimilinu eftir messu. Verum í sambandi við Guð! VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir börn á öllum aldri. Messa kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Verið velkomin! Morgunblaðið/SverrirGrafarvogskirkja. Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.