Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 38

Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF ALFA-námskeið í Grensáskirkju ALFA-námskeið verður í Grens- áskirkju á miðvikudagskvöldum kl. 19.22 frá og með næsta mið- vikudegi, 19. sept. Hver samvera hefst með sameiginlegum máls- verði og í kjölfar hans er fyrirlestur og umræður um grundvallaratriði kristinnar trúar. Einnig verður ALFA-námskeið á mánudögum kl. 11.30-14. Það hefst næsta mánudag, 17. sept., og er haldið í samstarfi við Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma en tíminn hentar helst þeim sem ekki eru bundin á hefðbundnum dagvinnutíma. Skráning á bæði námskeiðin fer fram í Grensáskirkju í síma 580- 0800. ALFA-námskeiðið hefur farið sigurför um heiminn undanfarinn áratug og er nú haldið í nálægt 150 löndum. Að sjálfsögðu er hægt að skrá sig og koma á fyrstu samveru án skuldbindinga um áframhald- andi þátttöku. Haustmarkaður Kristniboðs- sambandsins Hinn árlegi haust- og grænmet- ismarkaður Kristniboðssambands- ins verður haldinn laugardaginn 15. september, kl. 13-15, í kjallara húss KFUM&K á Holtavegi 28. Til sölu verða ávextir, grænmeti, sult- ur, kökur og fleira. Þá verður lítið Afríkuhorn á markaðnum með slæður og handunnar festar frá Afríku. Tilgangur markaðarins að þessu sinni er að afla fjár til verkefnis sem kallast Af götu í skóla. Mark- mið þess er að bæta líf götubarna í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, með því að gera þeim mögulegt að ganga í skóla. Íslenskir kristniboð- ar, sem starfa í borginni, munu fylgja verkefninu eftir. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir. Kveðjum Örnu Grét- arsdóttur Seltjarnarnessöfnuður kveðjur sr. Örnu Grétarsdóttur við messu sunnudaginn 16. september kl. 11. Arna hefur starfað við Seltjarnar- neskirkju frá 1998, fyrst sem æsku- lýðsfulltrúi og síðustu rúm fjögur árin sem prestur. Kammerkór Sel- tjarnarneskirkju leiðir tónlist- arflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Kirkjugestum er boðið að þiggja léttar kaffiveitingar eftir stundina. Sóknarnefnd og starfsfólk kirkj- unnar hvetur Seltirninga til að fjöl- menna í messu og þakka Örnu fyrir vel unnin störf í þágu safnaðarins. Verið öll velkomin. Haustferð frá Digraneskirkju Eldri borgarar munu fara austur fyrir fjall miðvikudaginn 19. sept- ember kl. 10.30 frá Digraneskirkju. Leiðin liggur um Hellu, Hvolsvöll, Odda á Rangárvöllum og Fljótshlíð. Þátttaka í kostnaði er 2.000 kr. Verið velkomin og skráið ykkur í síma 554-1620. Yrsa Þórðardóttir, prestur. Sunnudagaskóli á Vatnsendasvæðinu Sunnudaginn 16. september hefst sunnudagaskóli í Fríkirkjunni Ke- fas. Í sunnudagaskólanum verður margt gott og gaman gert og eru kennarar hans ung hjón sem hafa margra ára reynslu af barnastarfi. Sunnudagaskólinn verður alla sunnudaga frá 11-12 og eru öll börn og foreldrar velkomin, sérstaklega af Vatnsendasvæðinu og nágrenni þess. Fríkirkjan Kefas er í Fagra- þingi 2a við Vatnsendaveg. Kyrrðarstund í Keflavíkurkirkju Kyrrðarstundir hefjast að nýju mið- vikudaginn 19. september kl. 12.15. Léttar veitingar verða í boði að samveru lokinni. Laugardaginn 15. september kl. 2 verður kvikmyndasýning í Kirkjulundi í samvinnu við hópinn Deus ex Cinema, rannsóknarhóp um trúarstef í kvikmyndum. Horft verður á kvikmyndina Såsom i en spegel eftir Ingmar Bergman en hann féll frá nú í sumar svo sem kunnugt er. Erindi verða haldin um kvikmyndina og umræður að sýn- ingu lokinni. Sjá nánar á keflavik- urkirkja.is Barna- og almenn messa í Fríkirkjunni í Reykjavík Almenn guðsþjónusta og barna- messa kl. 14. Hjörtur Magni þjónar og prédikar í almennri guðsþjón- ustu. Carl Möller og Anna Sigga leiða almennan safnaðarsöng. Barn verður borið til skírnar. Barna- starfið er í höndum Nöndu Maríu og Péturs Markan. Við byrjum öll saman í kirkjunni, en þegar guðs- þjónustan er hafin, ganga Nanda og Pétur með börnin upp í safn- aðarheimilið þar sem helgisagan verður sögð, sungnir verða söngvar og leikbrúðurnar koma í heimsókn. Messukaffi í safnaðarheimilinu í lokin. Vetrarstarf í Selfosskirkju Messað er alla sunnudaga kl. 11. Eftir athöfnina er léttur hádeg- isverður í safnaðarheimilinu. Barnaguðsþjónustur í lofti safn- aðarheimilis sunnudaga kl. 11.15. Morguntíð með fyrirbæn þriðju- daga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Poppmessur að kvöldi til, aug- lýstar sérstaklega. Þorvaldur Hall- dórsson söngvari stjórnar léttri tónlist. Opin kirkja – næðisstundir. Sel- fosskirkja er að öðru jöfnu opin á meðan starfsemi fer fram í henni. Tilvalið er að slökkva á símanum, anda djúpt og finna fyrir innri ró. Kvenfélag Selfosskirkju annast um hádegisverð að lokinni messu á sunnudögum, auk þess sem félagið sér um kaffiveitingar við mörg og margvísleg tækifæri og undirbýr erfisdrykkjur, ef óskað er. Á 50 ára afmæli Selfosskirkju 2006 gaf fé- lagið kirkjunni kaleik, patínu og oblátuöskjur, stórmyndarlega og fagra gripi. Barnaspurningar (ferming- arstörf) hefjast á haustdögum. Haldnir verða fundir með for- eldrum barnanna. Undir vor er far- ið í ferðalag upp í Skálholt. Lögð er áhersla á, að börnin og foreldrar þeirra sæki kirkju þann tíma, sem fermingarstörfin standa yfir. Foreldramorgnar eru miðviku- daga kl. 10.30 til 12. Boðið er upp á fyrirlestra og fræðandi sam- verustundir. Tvíburamæður hittast einu sinni í mánuði kl. 10.30 til 12. Kirkjuskóli fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára starfar í Félagsmiðstöð- inni, Tryggvagötu 23, þriðjudaga kl. 13.30 til 14.30. Leiðtogi: Eygló J. Gunnarsdóttir, djákni. TTT-starf. Tíu til tólf ára börn eru boðin að taka þátt í kristilegu starfi í safnaðarheimilinu á þriðju- dögum kl. 15. Æskulýðsfélag Selfosskirkju heldur fundi í safnaðarheimilinu. Vel tókst til um starf félagsins á fyrra ári. Leiðtogi: Jóhanna Ýr Jó- hannsdóttir. Samkomur leik- og grunnskóla- barna á aðventunni. Í samráði við leikskóla Árborgar og grunn- skólana á Selfossi koma börnin á aðventusamkomur í Selfosskirkju í desember. Eldri borgarar. Djákni Selfoss- kirkju húsvitjar vikulega í Græn- umörk og heimsækir öldr- unarstofnunina Ljósheima. Dagvist aldraðra kemur í heimsókn í kirkju og safnaðarheimili fyrsta fimmtu- dag í mánuði hverjum. Þá er helgi- stund í kirkjunni, en skemmti- dagskrá, samsöngur og kaffidrykkja í safnaðarheimili á eftir. Guðsþjónustur á Ljósheimum og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Síð- asta sunnudag hvers mánaðar eru haldnar guðsþjónustur á Ljós- AKRANESKIRKJA: | Sálmar og gítar kl. 14. Örn Arnarson syngur þekkta sálma við eigin gítarundirleik og nálgast þá á persónulegan hátt. Allir velkomnir! AKUREYRARKIRKJA: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn fá afhenta kirkjubók fyrir sunnudagaskólann. Opið hús í safn- aðarheimilinu þar sem kynnt verður starf vetrarins, léttar veitingar, allir velkomnir. Fundur með fermingarbörnum og for- eldrum þeirra strax eftir guðsþjónustuna. ÁRBÆJARKIRKJA: | Taizé-guðsþjónusta kl. 11. Prestur Sigrún Óskarsdóttir, org- anisti Krizstina Kalló. Kirkjukórinn leiðir sönginn. Mánudaginn 17. september kl. 15-17 er skráning í nýstofnaðan barnakór kirkjunnar. Skráningin verður í kirkjunni. ÁSKIRKJA: | Barnastarf og messa kl. 11. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Börnin taka þátt í upphafi messunnar, en fara síðan niður í safn- aðarheimili ásamt Hildi Björgu og Elíasi. Þar verður fylgst með ævintýrum Danna og Birtu í nýrri kirkjubók, og Rebbi refur og Engilráð bregða á leik. Sóknarprestur. ÁSTJARNARSÓKN: | Fyrsta messa í kap- ellu Ástjarnarsóknar við Kirkjuvelli 1. Dr. Gunnar Kristjánsson predikar, sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari, organisti Skarphéðinn Þór Hjartarson. Sókn- arnefndarfólk aðstoðar í messunni. Sunnudagaskólinn byrjar á sama tíma. Messukaffi á eftir. Allir hjartanlega vel- komnir. BESSASTAÐASÓKN: | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Nýir leiðtogar bjóða öll börn af Álftanesi og foreldra þeirra velkomin til þátttöku í öflugu og skemmtilegu starfi. BORGARPRESTAKALL: | Borg- arprestakall. Messa í Borgarneskirkju kl. 14. Messa í Borgarkirkju kl. 16. Sókn- arprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Barnaguðsþjónusta verður í Brautarholts- kirkju sunnudaginn 16. sept. kl. 11 f.h. Sr. Kjartan Jónsson annast stundina. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Org- anisti Julian Isaacs. Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Jóhanns, Lindu Rósar og Nínu Bjargar. Molasopi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Söngur, fræðsla, bænir og þakkir. Foreldrar, afar og ömmur hvött til þátttöku með börn- unum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson messar. Organisti Renata Iv- an, kór Bústaðakirkju syngur, molasopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, A-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lok- inni. Kvöldmessa kl. 20. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Meme group sér um tónlist- ina. (www.digraneskirkja.is ) DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálm- ar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn Friðriksson. Barna- starf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14 – Með þátttakendum á kóranámskeiði. Fjöl- breytt tónlist og söngur fólks úr mörgum kirkjukórum. 17. sept. (mánud.) Kyrrð- arstund kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son, Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti er Ástríður Haraldsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Sigríðar R. Tryggva- dóttur. Mikill söngur og fjölbreytt dagskrá. Verið innilega velkomin. FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðum. Samúel Ingimarsson. Bibly stu- dies at 12.30. Everyone is welcome. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Barnakirkja fyrir 1-13 ára. Allir velkomnir. Bein úts. á Lindinni og www.go- spel.is. Samkoma á Omega kl. 20. fila- delfia@gospel.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskyld- una. Þjóðlagamessa kl. 20. Kór kirkj- unnar og hljómsveit kirkjunnar leiðir tónlist og söng. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta og barnamessa kl. 14. Hjörtur Magni þjónar og prédikar, en Carl Möller og Anna Sigga leiða tónlistina. Barn borið til skírnar. Barnastarf í höndum Nöndu og Péturs. Byrjum í kirkjunni og göngum sam- an upp í safnaðarheimilið. Sagan, söngv- ar og leikrit. Messukaffi í safnaðarheimili. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 og að sjálfsögðu eru allir krakkar velkomnir! Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Einarsdóttir prédikar. Á samkomunni verður lofgjörð og fyr- irbænir og samkomu lokinni verður kaffi og samvera. Allir velkomnir og vinsamleg- ast athugið breyttan samkomutíma. GLERÁRKIRKJA: | Barnastarf og messa kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Félagar úr Kór Gler- árkirkju leiða söng. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Fermingarbörn ásamt for- eldrum hvött til þátttöku. Grafarholtssókn | Sunnudagaskóli i Ing- unnarskóla kl. 11, messa í Þórðarsveig 3 kl. 14, upphaf fermingarstarfa, kirkju- kaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Fundur eftir messu með foreldrum ferm- ingarbarna í Folda-, Hamra- og Húsaskóla. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts- skóli: | Sunnudagaskóli kl. 11 í Graf- arvogskirkju. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarna- son. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleikari: Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholts- skóla. Prestur sr. Lena Rós Matthías- dóttir. Umsjón: Gunnar og Dagný. Undir- leikari: Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot til ABC- barnahjálpar. Messuhópur þjónar. Kirkju- kór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bragi Benedikts- son messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrum þjónandi presta. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11 í Hásölum. Prestur sr. Þórhall- ur Heimisson. Ræðuefni: Konur og kirkj- an. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Kór kirkjunnar leiðir söng. Sunnudagaskólar fara fram á sama tíma í safnaðarheimili og Hvaleyrarskóla. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir hér- aðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Ferming- arbörn aðstoða. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Björn Steinar Sólbergs- son. Barnastarfið í umsjá Magneu Sverr- isdóttur djákna. Kaffisopi eftir messu. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Sig- fús Kristjánsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Kl. 11 Fjölskyldusamkoma. Allir eru hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam- koma sunnudag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Bæn og lofgjörð fimmtu- dag kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníelsdóttir og Miriam Óskarsdóttir. HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sunnudagaskólinn byrjar sitt vetrarstarf. Fundur með ferm- ingarbörnum og forráðamönnum þeirra í framhaldi af guðsþjónustunni. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt barnastarf kl. 11. Einnig fræðsla fyrir full- orðna. Samkoma kl. 20 með mikilli lof- gjörð og fyrirbænum. Kristniboðarnir Ragnar Schram og Kristbjörg Gísladóttir sýna myndir, segja frá starfi sínu í Eþíópíu og predika. Samkoma á Eyjólfsstöðum á Héraði kl. 20. Alfa-námskeið hefst á þriðjudag kl. 20. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta sunnudaginn 16. september kl. 11. Prest- ur er sr. Skúli S. Ólafsson. Kór Keflavík- urkirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifs- sonar. KÓPAVOGSKIRKJA: | Barnastarf kl. 12.30. Messa kl. 14. Prestar sr. Karl V. Matthíasson og sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Félagar úr kór kirkjunnar syngja. Organisti Lenka Mátéová. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra en fundur verður með þeim í Borg- um að messu lokinni. Landsspítali – háskólasjúkrahús: Hring- braut | Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, organisti Helgi Braga- son. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Andri Björn Róbertsson syng- ur einsöng. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni og því stýra Rut og Steinunn. Foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Kaffisopi eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11. Guðsþjón- usta og sunnudagaskóli. Kór Laugarnes- kirkju og Gunnar Gunnarsson organisti þjóna. Skírnarþjónusta og sunnudags- skóli er í höndum Hildar Eirar Bolladóttur og hennar samstarfsfólks. Sigurbjörn Þor- kelsson prédikar. Kl. 13 guðsþjónusta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu. LÁGAFELLSKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta í Lágafellskirkju kl. 11, prestur Ragn- heiður Jónsdóttir. Kór Lágafellssóknar leiðir söng, organisti Jónas Þórir. Ferming- arbörn komandi vors og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Umsjón Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Allir velkomnir. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Fé- lagar úr Kór Lindakirkju syngja undir stjórn Keith Reed. Kristín Garðarsdóttir djákni prédikar. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar fyrir altari. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkj- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Sögur, söngur og leikir. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. Salt, kristið samfélag | Salt, kristið sam- félag, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Salt- aðar samkomur kl. 17. Ræðumaður Sr. Kjartan Jónsson. Mikil lofgjörð og fyr- irbæn. Velkomin. SELFOSSKIRKJA: | Messa í Selfosskirkju kl. 11.15. sd. e. trin. Skírn og ferming. Fermd verður Ríkey Hjaltadóttir, Tryggva- götu 24, Selfossi. Léttur hádegisverður að lokinni athöfninni. Kirkjukór Selfoss undir stjórn Jörgs E. Sondermanns. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sr. Gunnar Björnsson. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, saga, ný mynd í möppu! Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kirkjukórinn leiðir almennan söng. Organisti Jón Bjarnason. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Tónlist í umsjá Þorvald- ar Halldórssonar. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Arna Grétarsdóttir predikar en Arna hefur verið skipuð prestur Íslendinga í Noregi. Sr. Sigurður Grétar þjónar fyrir alt- ari og Kammerkór kirkjunnar ásamt Frið- riki Vigni organista leiða tónlistarflutning. Léttar kaffiveitingar í boði eftir stundina. Sunnudagaskólinn á sama tíma. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Messa kl. 11. Sóknarprestur. Vegurinn, kirkja fyrir þig | Kl. 11, sam- koma í Veginum að Smiðjuvegi 5. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Eiður Einarsson kennir, lofgjörð og fyrirbæn. Létt máltíð að samkomu lokinni. Allir hjartanlega vel- komnir. Kl. 19, samkoma. Högni Valsson prédikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. Allir velkomnir VÍDALÍNSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar þjónar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Félagar úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Organisti Jóhann Baldvins- son. Fermingarbarn les ritningarlestur, en fermingarbörnin og foreldrarnir eru hvött til að mæta. Molasopi í safnaðarheimilinu eftir messu. Verum í sambandi við Guð! VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnu- dagaskólinn kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir börn á öllum aldri. Messa kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Verið velkomin! Morgunblaðið/SverrirGrafarvogskirkja. Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.