Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.cubatravel.cu www.vivacuba.se Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BÚIÐ er að setja kúabú í Eyjafirði í einangrun eftir að hringskyrfi greindist í nautgrip frá bæn- um. Sjúkdómurinn hefur greinst í aðeins einum grip en verið er að gera ítarlega skoðun á ná- grannabæjum og dýralæknar um allt land hafa verið beðnir um að vera á varðbergi gagnvart sjúkdómnum. Hringskyrfi er smitandi húðsjúkdómur í búfé sem orsakast af sveppum (Tricophytus verrucos- um). Oft smitast fólk af sjúkum dýrum og mynd- ast hárlausir blettir á líkama sjúklings en einnig fylgir kláði smitinu. Hefur þrisvar greinst hér á landi Hringskyrfi hefur aðeins greinst í fáein skipti hér á landi, árið 1933 í Þerney, 1966 á Grund í Eyjafirði og 1987 á Mið-Grund í Vestur-Eyja- fjallahreppi. Bæði í Eyjafirði og undir Eyjafjöll- um barst smitið á marga bæi þrátt fyrir var- úðarráðstafanir. Að lokum tókst þó í öllum tilfellum að útrýma smitinu með róttækum að- gerðum. Landbúnaðarstofnun hefur lagt til við land- búnaðarráðuneytið að það fyrirskipi víðtækari aðgerðir til að hindra útbreiðslu og útrýma sjúk- dómnum á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og hefur lagt fram ákveðnar tillögur í því efni. Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir í Eyjafirði, sagði eftirlitsdýralækni hafa komið auga á blett á nautgrip í sláturhúsi og rannsóknir á Keldum og á Dýralæknarannsóknarstofunni í Danmörku hefðu staðfest að um hringskyrfi var að ræða. Hann sagði að sjúkdómurinn væri skaðlaus eða skaðlítill, en ef ekki væri gripið til aðgerða leiddi hann til varanlegra breytinga á húð. Sjúkdóm- urinn væri smitandi og gæti borist í menn. Í þeim tilvikum sem sjúkdómsins varð vart hér á landi á árum áður barst hann í menn. Telja sig hafa stjórn á málum Ólafur sagði að það væri vissulega alvarlegt mál að þessi sjúkdómur skyldi hafa greinst hér á landi. „En við teljum okkur hafa stjórna á þessu.“ Ólafur sagði að ekkert annað tilvik hefði greinst á bænum og ekkert benti til þess að heim- ilisfólk á bænum hefði smitast af þessum sjúk- dómi. Hann sagði að engin skýring hefði fundist á því hvernig sjúkdómurinn hefði borist í fjósið. Gripið hefur verið til aðgerða á bænum til að koma í veg fyrir smit. „Aðgerðirnar fela í sér sótthreinsun, þrif, lífdýrabann og takmarkanir á aðgengi að búinu og frá því,“ sagði Ólafur og bætti við að þessar aðgerðir gætu varað í tals- verðan tíma. Á bænum sem um ræðir er talsvert stórt kúabú og nýlegt fjós. Ólafur tók fram að gott heil- brigðisástand væri á bænum og umgengni góð. Bær settur í einangrun eftir að smit greindist  Sjúkdómurinn hringskyrfi hefur greinst í sláturgrip frá bæ í Eyjafirði  Alvarlegt mál að mati dýralæknis sem gripið hefur til víðtækra aðgerða Í HNOTSKURN »Árið 1966 var heimilisfólk að Grund íHrafnagilshreppi vart við hring- skyrfi í kúm. Talið var að smitið hefði borist með erlendum vinnumanni. Smitið breiddist hratt út í hreppnum vegna sam- gangs nautgripa á fleiri bæjum. Auk þess varð vart við hringskyrfi í sauðfé og hrossum og stór hópur manna fékk út- brot. »Hringskyrfi er í B-flokki, þ.e. flokkisjúkdóma sem koma á eftir alvarleg- ustu sjúkdómunum. Í nágrannalöndum okkar er barist gegn sjúkdómnum með bólusetningu. IKEA á Íslandi og Garðabær, fyrir hönd Hönnunarsafns Íslands, hafa gert með sér samning um að IKEA kosti stöðu kennslu- ráðgjafa og kynningarfulltrúa í list-, verk- og iðnhönnun. Markmið samningsins er að stuðla að aukinni vitund hjá skóla- og menning- arstofnunum Garðabæjar á þróun hönn- unar og gildi hennar fyrir ímynd bæj- arfélagsins. Garðabær mun ráða sérstakan kennsluráðgjafa og kynning- arfulltrúa til að vinna að markmiðum samningsins. IKEA á Íslandi greiðir allan kostnað sem til fellur vegna verkefnisins. Aðilar eru sammála um að með ráðningu kennsluráðgjafa og kynningarfulltrúa og byggingu nýs húsnæðis fyrir Hönn- unarsafn Íslands í nýjum miðbæ Garða- bæjar, verði til ákjósanlegar aðstæður til að skapa jákvætt umhverfi fyrir list-, verk- og iðnhönnun í bænum, segir í fréttatilkynningu. IKEA kostar starf kennsluráðgjafa í skólum í Garðabæ Samkomulag Samningur um kostnað við starf kennsluráðgjafa undirritaður í gær. Morgunblaðið/G.Rúnar GUÐMUNDUR B. Ólafsson, fyrrv. for- stjóri, lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni að- faranótt 14. september. Guðmundur fæddist hinn 12. september árið 1924 á Valshamri í A- Barðastrandarsýslu. Hann var sonur Ólafs Elías Þórðarsonar, bónda og Bjarneyjar S. Ólafsdóttur. Guðmundur varð stúdent frá MA árið 1944 og lauk kandídats- prófi í viðskiptafræði frá H.Í. árið 1948. Hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra Samvinnufélaga árið 1948 en árin 1951 til 1953 starfaði hann hjá Alþjóðabankanum í Wash- ington. Eftir komuna til Íslands starf- aði Guðmundur um áratugaskeið hjá Framkvæmdabanka Ís- lands, Seðlabanka Ís- lands og Framkvæmda- stofnun Íslands. Guðmundur gegndi starfi forstjóra Fram- kvæmdasjóðs Íslands frá árinu 1985 til 1992. Guðmundur sat í ýmsum stjórnum. Hann sat m.a. í stjórn Álafoss h.f., Fjárfestingarfélags Íslands og Norður- stjörnunnar hf. Hann var um tíma fulltrúi Ís- lands í stjórn Viðreisn- arsjóðs Evrópuráðsins. Guðmundur var félagi í Frímúrara- reglunni og Lionsklúbbnum Frey. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Hrefna Ásgeirsdóttir. Þau eignuð- ust þrjú börn: Hlyn Geir, Karólínu Björk og Ólaf Reyni. Andlát Guðmundur B. Ólafsson GÍSLI Rafn Ólafsson, einn af fulltrúum Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar í UNDAC, er nú á leið til Ghana til þess að aðstoða stjórnvöld í að meta umfang mikilla flóða sem þar hafa verið undanfarið, skoða að- stæður á vettvangi og samhæfa viðbrögð al- þjóðasamfélagsins auk þess að styðja við bakið á almannavörnum landsins. UNDAC (United Nations Disaster As- sessment and Coordination) teymi Sam- einuðu þjóðanna var kallað út vegna flóð- anna í Vestur-Afríku. Ástandið er slæmt, sér í lagi í Ghana, þar sem um 275 þúsund manns eru á vergangi. Talið er að um 20 manns hafi þegar látist í flóðunum. Nú eru fimm sérþjálfaðir UNDAC-liðar á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar reiðu- búnir til útkalls. Aðstoðar við mat á flóðunum í Ghana Gísli Rafn Ólafsson „ÉG lít á þetta sem líkamsrækt. Þetta er svolítill göngutúr og far- inn í öllum veðrum,“ segir Anna Þóra Karlsdóttir myndlistarmaður sem ber út Morgunblaðið á Blika- stíg á Álftanesi, en hún varð hlut- skörpust í blaðberakapphlaupi ágústmánaðar. Anna Þóra hlaut 25.000 krónur frá Icelandair í við- urkenningarskyni fyrir fram- úrskarandi blaðburð í mánuðinum. „Ég er mjög ánægð með að rífa mig af stað á morgnana og bera út,“ segir Anna Þóra, en eig- inmaður hennar aðstoðar hana stundum við blaðburðinn. Það sé mikil upplifun að bera út blöðin við Blikastíg á morgnana, enda sé náttúrufegurðin mikil á Álftanesi. Anna Þóra hyggst láta viðurkenn- ingarféð renna upp í ferð sem þau hjónin ætla að fara til Hamborgar í haust, en þar ætla þau að heim- sækja æskuvinkonu Önnu Þóru. Á myndinni er Anna Þóra, t.v., og María L. Viðarsdóttir, frá dreif- ingardeild Árvakurs. Blaðberi mánaðarins fékk 25.000 króna gjafakort hjá Icelandair Góð morg- unganga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.