Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 39 heimum kl. 14.30 og í Heilbrigð- isstofnun Suðurlands kl. 15.15. Kirkjukór Selfosskirkju syngur við messur og aðrar athafnir í kirkjunni. Kórinn leggur fram fórnfúst og óeigingjarnt starf, sem ekki verður fullþakkað. Skemmti- legt félagsstarf fylgir með. Æfing- ar eru að jafnaði á fimmtudags- kvöldum. Stjórnandi kórsins er organisti kirkjunnar, Jörg E. Son- dermann. Barnakór Selfosskirkju starfar í tveimur deildum, 8 til 10 ára og 11 til 12 ára, og kemur m.a. fram við messur og guðsþjónustur á sjúkra- stofnunum. Æfingar eru tvisvar sinnum, tvær í viku hverri. Stjórn- andi er Edith Molnár, tónlist- armaður. Unglingakór Selfosskirkju er skipaður 13 til 15 ára unglingum. Kórinn syngur m.a. við messur í kirkjunni. Æft er tvisvar í viku. Stjórnandi er Jörg E. Sondermann, organisti. September-tónleikar verða að venju haldnir alla þriðjudaga í sept- ember á vegum Tónlistarráðs Sel- fosskirkju, og auglýstir jafnóðum. Orgelstundir verða í kirkjunni síðdegis á sunnudögum samkvæmt auglýsingum. Þá leikur organisti kirkjunnar tónverk ýmissa þekktra höfunda. Tólf spora námskeið var haldið í fyrra og verður væntanlega aftur í vetur. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að skoða þennan áhugaverða möguleika, sem er raunhæf leið til skilnings út frá kristnum viðhorfum. Leiðtogar eru Eygló J. Gunnarsdóttir, djákni, Þorvaldur Halldórsson, söngvari og Margrét Scheving, félagsráðgjafi. Alfa-námskeið svonefnt var hald- ið í vetur leið. Stefnt er að því að svo verði einnig nú. Leiðbeinandi var síra Axel Árnason, sókn- arprestur í Stóranúps-prestakalli. Hjónanámskeið eru á hverjum vetri haldin í Skálholti á vegum Ár- nesprófastsdæmis. Öll hjón, sem gefin hafa verið saman á starfs- árinu, eru sérstaklega velkomin, en námskeiðið er að öðru leyti öllum opið. Geisli, félag um sorg og sorg- arviðbrögð, starfar með líku sniði og undanfarin ár. Fundir standa yf- irleitt í klukkustund, framsaga er flutt, en síðan umræður og kaffi- sopi. Selfosskirkja hefur samstarf við Kristbjörgu Gísladóttur, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, Margréti Scheving, félagsráðgjafa og sr. Yrsu Þórðardóttur, sálgreini, er leiðbeina sóknarfólki í samráði við sóknarprest. Stefnt er að því, að hvert sókn- arbarn komi til kirkju fjórum sinn- um á ári hið minnsta. Og eru þá fermingar, jól og jarðarfarir ekki talin með! Fyrsta messa í kapellu Ástjarnarsóknar Kapellan í nýju húsnæði Ástjarn- arsóknar í Hafnarfirði verður tekin í notkun með messu sunnudaginn 16. september kl. 11. Sunnudaga- skólinn byrjar á sama tíma Kap- ellan og safnaðarheimilið stendur við Kirkjuvelli 1. Nýtt hús safnaðar- ins samanstendur af kapellu sem tekur 50 manns í sæti, fund- arherbergi, skrifstofu prests, skrif- stofu æskulýðsfulltrúa og eldhús- aðstöðu. Dr. Gunnar Kristjánsson predikar, sr. Bára Friðriksdóttir þjónar fyrir altari, organisti Skarp- héðinn Þór Hjartarson. Sókn- arnefndarfólk tekur þátt í mess- unni. Messukaffi að lokinni athöfn. Allir eru hjartanlega velkomnir og eru Hafnfirðingar í Ás- og Valla- hverfi sérstaklega hvattir til að mæta. Opið hús í safnaðarheimili Akureyrarkirkju Vetrarstarfið í Akureyrarkirkju hefst með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 16. september kl. 11. Að henni lokinni er opið hús í safn- aðarheimilinu þar sem kynningar verða á öllu starfi vetrarins; barna- og unglingastarfi, ferming- arhópum, 12 sporum, Vímulausri æsku, kórastarfi, æðruleys- ismessum, starfi Kvenfélags Ak- ureyrarkirkju og fleiru og fleiru. Stúlknakórinn syngur nokkur lög og léttar veitingar í boði. Hvetjum alla til að koma og líta við og kynna sér það sem er á dagskrá í vetur. Kirkjuritið er komið út Fyrsta hefti 73. árgangs Kirkjurits- ins, rits Prestafélags Íslands, er komið út. Að þessu sinni er ritið til- einkað dr. theol. Sigurbirni Ein- arssyni biskupi. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Í stuttum greinum er leitast við að skoða starfsvettvang hans út frá mismunandi sjónarhornum. Kveð- skapur og nýortir sálmar eru birtir, auk viðtals, sem Ævar Kjartansson dagskrárgerðarmaður tók nýlega við dr. Sigurbjörn. Veigamesti hluti ritsins er hins vegar ítarleg skrá yf- ir allt útgefið efni hins afkasta- mikla kirkjuleiðtoga, allt frá bernskuárum til þessa dags, frá því er hann, ellefu ára gamall, árið 1922, fékk birta grein í Ljósber- anum, til ársins 2007, eða í 85 ár. Þessi ritaskrá er með lengstu ritaskrám sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Verk þetta vann Ragn- hildur Bragadóttir upplýsingafræð- ingur og sagnfræðingur. Ritið fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31 og kostar 2.000 kr.“ Morgunblaðið/Kristinn Selfosskirkja. SIGURSTRANGLEGASTI keppandinn á heimsmeistaramótinu í skák sem hófst í Mexíkóborg sl. fimmtudag er Indverjinn Wisvanat- han Anand að mati Garrij Kasp- arovs. Þetta álit lét heimsmeistarinn fyrrverandi í ljós í viðtali við ind- verskt dagblað á dögunum. Kasp- arov kann að hafa rétt fyrir sér því þrátt fyrir ágæti Vladimir Kram- niks, sem kemur næstur á listanum, er stíll Anands skarpari og betur til þess fallinn að vinna skákir án mik- illa orkuútláta. Mótið verður geysi- lega spennandi því ekki er hægt að útiloka neinn. Ljóst er að Vladimir Kramnik ætlar sér ekkert annað en sigur en auk Anands telja margir að Armeninn Aronian muni blanda sér í baráttuna um heimsmeistaratitilinn og einnig er Peter Leko oft nefndur á nafn. Hinir fjórir þykja af ýmsum ástæðum ekki jafn líklegir. Kepp- endalistinn lítur svona út: Vladimir Kramnik, Viswanathan Anand, Peter Svidler, Alexander Morozevich, Peter Leko, Boris Gelf- and, Levon Aronian og Alexander Grischuk. Í síðasta pistli var fyrirkomulag keppninnar rakið en undirstrikað skal að sigurvegarinn nú verður um- deildur heimsmeistari. Gallinn við keppnina er vitaskuld sá að það vant- ar Topalov sem vann fyrir tveim ár- um. Hvað sem því líður verður keppnin afar skemmtileg og má bú- ast við harðri baráttu í nánast hverri einustu skák. Eyjamenn hársbreidd frá sigri Eins og rakið var skilmerkilega í skákþætti Morgunblaðsins sl. þriðjudag tefldu þrjár íslenskar sveitir á hinum ýmsu stigum Norð- urlandamóts í skólaskák um síðustu helgi. Ekki verður annað sagt en að árangurinn hafi verið vel viðunandi. Sveit Menntaskólans í Reykjavík tefldi í Lundi í Svíþjóð og freistaði þess að verja meistaratitil sinn frá því í fyrra. Þótt MR-ingar hafi verið með svipaða sveit og þá með Guð- mund Kjartansson á 1. borði náði hún sér ekki á strik að þessu sinni og hafnaði í 4. sæti með 6½ vinning af 16 mögulegum. Hilmar Þorsteinsson náði bestum árangri hlaut 3 vinninga af fjórum mögulegum. Sveit Laugalækjarskóla vann ein- dreginn og glæsilegan sigur í eldri flokki Norðurlandamóts grunnskóla, sem fram fór í Lavia í Finnlandi, hlaut 16½ vinning af 20 mögulegum. Matthías Pétursson gerði sér þar lít- ið fyrir og vann allar fimm skákir sínar. Í fyrsta sinn í 20 á tók sveit úr skóla utan Reykjavíkursvæðisins þátt í Norðurlandamóti grunnskóla. Að Grunnskóli Vestmanneyja hafi áunnið sér þátttökurétt fyrir Íslands hönd þarf ekki að koma á óvart mið- að við hið kröftuga starf Taflfélags Vestmannaeyja undanfarin misseri. Sá sem þessar línur ritar var liðs- stjóri sveitarinnar ytra. Fararstjóri var sýslumaður Eyjamanna og for- maður TV, Karl Gauti Hjaltason en tveir synir hans Alexander og Krist- ófer eru báðir í fararbroddi meðal ungra skákmanna í Eyjum. Nökkvi Sverrisson tefldi á 1. borði, Alexand- er á 2. borði, Sindri Guðjónsson á 4. borði, Hallgrímur Júlíusson 4. borði og hinn 10 ara gamli Kristófer var varamaður. Aðeins munaði ½ vinn- ingi að Eyjamenn næðu efsta sæti en eftir harða keppni við grunnskólann í Öresundsbro höfðu Svíarnir betur og hlutu 14 vinninga en Eyjamenn 13 ½ vinning af 20 mögulegum. Sindri Guðjónsson gerði sér lítið fyrir vann allar skákir sínar fimm að tölu. Hallgrímur Júlíusson tapaði fyrstu skák sinni en vann þær fjórar sem eftir voru. Hann var nýkominn úr stigamóti Golfsambands Íslands þar sem hann er efstur á blaði meðal unglinga enda standa að honum margir landsfrægir golfleikarar, Júl- íus faðir hans og bróðir hans Þor- steinn, Hallgrímur alnafni hans og afi og Haraldur „gullskalli“ Júl- íusson. Ljóst er á úrslitum þessa móts að Eyjamenn eru til alls líklegir á næst- unni. Margir öflugir aðilar styðja við bakið á skákinni í Eyjum en fjár- stuðningur bæjarins mætti vera meiri. Af mörgum skemmtilegum skák- um Eyjamanna er eftirfarandi skák úr fjórðu umferð í úrslitaviðureign- inni við grunnskólann í Öresundsbro valin. Ítalski leikurinn var býsna vin- sæll í skákum Eyjamanna. Skákin er að sumu leyti dæmigerð fyrir skákir þessa aldurshóps þar sem efnis- hyggjan er í fyrrirúmi; 18. … Bxa2 er vitaskuld ekki góður leikur betra er 18. … Bd7. Eftir 20 leiki stendur Hallgrímur á krossgötum. Hann vel- ur að hirða hrókinn í stað þess að leika 21. Rf5 sem er sterkara. Í 23. leik gat svartur leikið Bc4 og þá dug- ar ekki 24. Hd2 vegna 24. … Dxg2 25. Hg1 Dxg1+ og mátar en betra er 24. Hd3! Bxd3 25. cxd3 Dxd3 26. Bxf6! Db1+ 27. Kd2 Dxh1 28. Rd4! og hvítur á að vinna. Í endataflinu sem upp kemur fer Hallgrímur sér að engu óðslega og teflir af miklu ör- yggi. NM grunnskóla; 4. umferð: Hallgrímur Júlíusson – Johannes Ålander Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. Rc3 Rf6 5. d3 d6 6. Bg5 h6 7. Bh4 g5 8. Bg3 De7 9. h4 gxh4 10. Bxh4 Be6 11. Bb5 0–0–0 12. Bxc6 bxc6 13. De2 Hdg8 14. Df1 Bb4 15. Hd1 Hg6 16. d4 exd4 17. Rxd4 Bxc3+ 18. bxc3 Bxa2 19. Da6+ Kd7 20. Dxc6+ Kd8 21. Da8+ Kd7 22. Dxh8 Dxe4+ 23. Re2 Re8 24. Dd4 Dxc2 25. De3 He6 26. Dd3 Dxd3 27. Hxd3 Bc4 28. Hd2 a5 29. Kd1 a4 30. Rd4 He5 31. He1 f6 32. Hxe5 fxe5 33. Rc2 c5 34. Ra3 Be6 35. Hb2 Bb3+ 36. Ke2 c4 37. Hb1 d5 38. Bg3 Ke6 39. Hh1 d4 40. Hxh6+ Kd5 41. cxd4 Kxd4 42. Hh4+ Kc3 43. Bxe5+ Kb4 44. Bb2 Kc5 45. g4 Kd6 46. g5 Ke6 47. Hf4 Ba2 48. Kf3 Rd6 49. g6 Rf5 50. Kg4 Rh6+ 51. Kh5 Rg8 52. g7 – og svartur gafst upp. Hraðskákmót Íslands í Bolung- arvík um helgina Fjölmargir sterkir skákmenn hafa skráð sig til leiks á Íslandsmótið í hraðskák sem fram fer í Bolungarvík um helgina. Bolungarvík á sér merka skákhefð og þaðan hafa fjöl- margir þekktir meistarar komið. Vestfirskir félagsmálamenn innan skákhreyfingarinnar eru reyndar ekki síður þekktir og má þar nefna Einar S. Einarsson, Högna Torfa- son, Daða Guðmundsson, Guðfinn Kjartansson og Snæbjörn Guðfinns- son. Mótið hefur hlotið nafnið Stór- mót Kaupþings og Sparisjóðs Bol- ungarvíkur en bæjarfélagið með hinn vinsæla bæjarstjóra Grím Atla- son í broddi fylkingar tekur einnig af krafti þátt í mótshaldinu. Mikið verður um dýrðir í Bolung- arvík á meðan á mótinu stendur og höfðinglega tekið á móti þátttakend- um. Glæsileg verðlaun eru í boði, bæði fyrir sterkari skákmeistara sem og byrjendur. Mótið hefst kl. 13 laugardaginn 15. september í Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolung- arvík og lýkur um kl. 19. Síðar um kvöldið verður slegið upp dansleik og skemmtan að hætti heimamanna. Kasparov spáir Anand sigri Tveir góðir Kasparov og Anand stinga saman nefjum á heimsmótinu í Kópavogi árið 2000. SKÁK Heimsmeistaramótið í Mexíkó 12.-29. september Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.