Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Skúli Guðnasonfæddist á Kot- múla í Fljótshlíð 25. febrúar 1920. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítala í Fossvogi 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Steinunn Hall- dórsdóttir, f. 18.5. 1884 á Kotmúla í Fljótshlíð, d. 28.11. 1966 á Selfossi, og Guðni Guðmunds- son, f. 9.8. 1883 í Litlu-Hildisey, A-Landeyjahr., d. 29.4. 1949 á Selfossi. Systkini Skúla voru Guðmundur, f. 4.10. 1909, d. 12.9. 1998, Sveinn, f. 17.11. 1911, d. 18.4. 2003, Að- alheiður Guðrún, f. 9.3. 1914, d. 22.8. 1997, Margrét Sigríður, f. 25.6. 1916, Dóra Ragnheiður, f. 28.6. 1924, d. 26.1. 2007, og Arn- þór, f. 13.2. 1928, d. 31.8. 1998. Hinn 27.1. 1945 kvæntist Skúli Valgerði Guðnadóttur frá Brekk- um í Hvolhreppi, f. 14.6. 1923. Foreldrar hennar voru Jónína Guðmunda Jónsdóttir, f. 5.6. 1902, d. 16.6. 1969, og Guðni Guð- jónsson, f. 11.6. 1898, d. 13.4. 1995. Börn Valgerðar og Skúla Valgerður og Skúli byrjuðu bú- skap í Reykjavík og bjuggu lengstum á Jófríðarstöðum í Reykjavík og vann Skúli þá í Ís- birninum. Í maí 1949 fluttu Val- gerður og Skúli á Selfoss þegar Skúli byrjaði að vinna hjá Mjólk- urbúi Flóamanna. Hann vann þar til 9. júní 1966 er hann hóf störf hjá Selfosshreppi, síðar Selfoss- bæ, þar sem hann var verkstjóri til ársins 1991. Valgerður og Skúli byggðu sér hús á Sunnuvegi 10 og fluttu þangað í desember 1953. Þar bjuggu þau til ársins 1998 er þau fluttu á Grenigrund 34. Frá árinu 2005 hafa þau búið á Græn- umörk 2. Skúli var formaður Verkalýðs- félagsins Þórs 1955 til 1964. Hann var í hreppsnefnd Selfosshrepps 1958 til 1966. Hann sat í atvinnu- málanefnd 1962 til 1966. Hann var varamaður í stjórn Verkamanna- bústaða á Selfossi í fjögur ár frá árinu 1981. Skúli var einn af stofnendum Karlakórs Selfoss og fyrsti formaður kórsins 1965 til 1966. Hann hafði áður verið félagi í Söngbræðrum á Selfossi en þeir hættu árið 1954. Skúli söng í nokkur ár með kór eldriborgara á Selfossi, Hörpukórnum. Skúli spil- aði brids í nokkur ár með Brids- félagi Selfoss. Útför Skúla verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. eru: 1) Sævar Gunn- ar, f. 9.4. 1946. Synir hans eru a) Skúli Már, f. 25.9. 1971. Dóttir hans er Anetta Eik, f. 27.9. 1999, b) Davíð Logi, f. 27.7. 1977. 2) Guð- jón, f. 19.3. 1948, kvæntur Jóhönnu Sóleyju Jóhannes- dóttur, f. 22.9. 1954. Börn þeirra eru: a) Hanna Dís, f. 2.8. 1973, í sambúð með Kristjáni Friðriki Einarssyni, f. 8.1. 1970. Börn þeirra eru: Kári Freyr, f. 16.2. 2003, og Eva Sóley, f. 3.1. 2006. b) Garðar, f. 20.2. 1977, í sambúð með Söru Jasonardóttur, f. 27.7. 1983. 3) Steinunn Guðný, f. 20.10. 1951, sonur hennar er Valur Arn- arson, f. 5.10. 1973, sonur hans er Arnar, f. 8.8. 2005. 4) Jón Gústaf, f. 24.8. 1953, d. 12.2. 1978. 5) Nína Edda, f. 30.7. 1956, dóttir hennar er Valgerður Rut Jakobsdóttir, f. 6.3. 1989. Skúli ólst upp á Kotmúla og stundaði almenn sveitastörf. Hann fór á vertíð til Vestmannaeyja eins og algengt var á þessum ár- um og vann einnig við vegavinnu. Undanfarna daga hef ég rifjað upp æskuárin og samneyti mitt við föður minn. Ég sé fyrir mér traust- an mann með ríka ábyrgðartilfinn- ingu. Hann sinnti því sem honum var trúað fyrir. Hann hafði jákvæða lífssýn, þar sem inntakið var meðal annars að: „maður getur aldrei flúið skuggann af sjálfum sér.“ Pabbi var ekki latur en rólegur og yfirvegaður. Hann ólst upp í Fljótshlíðinni og átti sú sveit alltaf stóran sess í hjarta hans. Hann fór eins og margir jafnaldrar hans úr sveitum landsins í göngur á yngri árum. Hann rifjaði stundum upp þessar ferðir og sá ég þá í hillingum ýmsa staði á Fjallabaksleið syðri, Grænafjall og Markarfljótsgljúfur. Sögurnar sem fylgdu voru ævintýr- um líkust. Þetta svæði, Emstrur og nágrenni, skyldi ég heimsækja þeg- ar ég yrði stór. Pabbi hafði gott tóneyra og var líkur móður sinni að því leyti en hún var lengi organisti í Breiðabólstað- arkirkju. Hún tók auk þess krakka heim og kenndi þeim á orgel. Pabbi sagði mér einhverju sinni að hann hefði ekki getað hugsað sér að læra á hljóðfæri eftir nótum, eftir að hafa hlustað margoft á ýmis til- brigði tónskalans sífellt endurtekin. Hann fór sínar eigin leiðir við að læra og hertók harmóníku eldri bræðra sinna meðan þeir voru úti við gegningar. Hann byrjaði síðar að spila opinberlega á ýmsum mannamótum. Upp úr því fór hann og vinur hans úr sveitinni að spila fyrir dansi í Fljótshlíðinni og nær- sveitum. Stundum vildi maður að hann léki eitthvað af lögum sem voru á vinsældalistum í útvarpi. Hann bað þá um að lagið yrði raul- að fyrir sig og spurði svo „er það svona?“ og spilaði lagið án þess að hika. Pabbi vann lengi í Mjólkurbúi Flóamanna og var þá lítið heima vegna vaktavinnu alla daga vikunn- ar jafnt á nóttu sem degi. Samneyti hans við okkur systkinin var á þess- um árum því minna en gjarnan er. Seinna, eftir að barnabörnin fædd- ust, kom í ljós hversu auðvelt pabbi átti með að laða að sér börn. Þau þyrptust að honum, ekki hvað síst þegar hann tók fram harmóníkuna og spilaði. Þarna sátu þau umhverf- is hann og sum tóku undir og sungu með. Pabbi kunni líka mikið af vís- um og þulum sem ég man eftir að hann söng stundum fyrir okkur og síðar fyrir barnabörnin. Ég man aldrei eftir að pabba yrði misdægurt eða hann þyrfti að vera heima vegna veikinda. Hann var í eðli sínu baráttumaður eins og hetj- urnar sem forðum riðu um héruð. Hann gafst ekki upp svo auðveld- lega þótt móti blési. Hann varð þó að lúta í gras í síðustu baráttu sinni í fyrstu viku þessa mánaðar. Ég vil færa starfsfólki gjörgæslu- deildar Landspítala í Fossvogi ein- lægar þakkir fyrir einstaklega góða aðhlynningu. Þar var pabbi í góðum höndum. Hann treysti starfsfólkinu fullkomlega og ekki að ástæðu- lausu. Þrátt fyrir einlægan vilja hjúkrunarfólksins voru endalokin óumflúin. Guðjón Skúlason. Elsku afi. Nú þegar þú ert farinn frá okkur áttar maður sig á því hvað það vant- ar mikið að hafa þig ekki hér leng- ur. Það er svo skrýtið að koma í Grænumörkina og sjá þig ekki sitja í stólnum þínum þar sem þú sast alltaf. Þegar ég hugsa til baka átta ég mig á því hvað ég á óendanlega mikið af minningum um þig sem ég hafði aldrei rifjað upp fyrr en núna. Ég man svo vel þegar ég var fjög- urra ára og þú varst að kenna mér að lesa götuheiti. Þannig að í raun- inni varst það bara þú sem kenndir mér að lesa og ég hef komið vel þjálfuð í lesturinn í 1. bekk. Svo þegar við vorum í bíltúrum sagðir þú mér alltaf að fara í löggubeltið. Ég tók það að sjálfsögðu mjög al- varlega og sat ekki í bíl án þess að hafa beltið spennt eftir það. Þú varst einhvern veginn alltaf til staðar, tilbúinn að gera allt fyrir mann. Skutlandi mér hingað og þangað og þá sérstaklega undanfar- in ár þegar maður þurfti að komast út um allt og nennti ekki að labba. Svo þegar ég skoða myndir síðan ég var lítil er alveg ljóst að þú varst alltaf að leika við mig, þar sem ég er nú örverpið í fjölskyldunni og fékk alla athyglina. Spilandi á harmon- ikkuna fyrir mig, úti í garði í bolta- leik á Sunnuveginum eða snúandi mér um öll gólf í gráa skrifborðs- stólnum þínum. Enda sést það líka vel á myndunum hversu mikil afa- stelpa ég var, alltaf í fanginu á þér. Það var líka svo gaman að sjá ná- kvæmlega sömu atburðarásina ger- ast þegar Anetta Eik fæddist. Enda er hún jafnvel meiri afastelpa en ég var þó svo að ég vilji alltaf ákveðinn eignarrétt af þér, afi minn. Það eru svo margar fleiri minningar sem ég gæti með glöðu geði skrifað en ég ætla að láta þetta duga með söknuð en þó ánægju í hjartanu því að ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna. Ég elska þig afi minn. Þín, Valgerður Rut. Í fáeinum orðum langar okkur að minnast afa okkar, sem lést eftir stutt en erfið veikindi. Á slíkri stundu reika um hugann allar þær góðu minningar sem við eigum um afa. Í minningunni var afi sá maður sem mark var takandi á. Það sem hann sagði stóðst, hann fór aldrei með fleipur og alltaf var hægt að treysta á hann ef eitthvað bjátaði á. Hann reyndist okkur strákunum mjög vel á okkar uppvaxtarárum eins var alltaf hægt að leita til hans með ráð á seinni árum. Einn okkar, Skúli, var 11 ára gamall þegar foreldrar fluttust til Reykjavíkur. Skúli kom þá að máli við afa nafna sinn um að flytja til þeirra ömmu og afa. Það reyndist auðsótt mál og bjó Skúli hjá þeim á unglingsárunum. Afi sýndi áhugamálum okkar strákanna skilning og reyndi að hjálpa okkur eftir fremsta megni. Afi var handlaginn maður með gott verksvit. Hann hjálpaði okkur að smíða kassabíla, dúfnakofa og laga hjólin okkar þegar þau biluðu. Þol- inmæði hans gagnvart fjörmiklum stráklingum var mikil og með yf- irvegaðri skapgerð kom hann inn hjá okkur góðum kostum sem hann hafði sjálfur tamið sér eins og sam- viskusemi, ábyrgð, vinnusemi og stundvísi. Afi var af þeirri kynslóð sem var ekki mikið fyrir að sýna tilfinningar sínar. Dugnaður og ósérhlífni ein- kenndi hans fas og hafði þetta já- kvæð áhrif á okkur strákana en um- fram allt var afi góður maður. Í lífi og starfi vakti hann yfir okk- ur og fylgdist með úr fjarska hvern- ig hlutirnir þróuðust hjá okkur. Afi skilur sáttur við sitt lífshlaup en veröldin er fátækari án hans. Guð gefi ömmu okkar styrk á sorgarstundu. Lát gróa sorgarsár, lát sorgar þorna tár, lát ástarásján þína mót öllum þjáðum skína. (Helgi Hálfdánarson.) Skúli Már, Valur og Davíð Logi. Skúli Guðnason ✝ Anna MargrétTryggvadóttir fæddist í Finnstungu í Blöndudal 3. des- ember 1919. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Blönduóss 31. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Tryggvi Jónasson bóndi í Finnstungu í Blöndudal, f. 1892, d. 1952, og kona hans Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir, f. 1880, d. 1967. Börn þeirra Tungu- hjóna voru Jónas, f. 1916, d. 1983, Jón, f. 1917, d. 2007, Guðmundur, f. 1918, og Anna Margrét. Björk, f. 16.3. 1972, í sambúð með Valdimar Valdimarssyni, f. 14.12. 1972. Börn þeirra eru: Lovísa Þóra, f. 7.12. 1997, Jóhann Karl, f. 23.6. 2001, og drengur, f. 2.9. 2007. c) Grétar Örn, f. 7.6. 1981, í sambúð með Katrínu Klöru Þorleifsdóttur, f. 26.3. 1981. Dóttir þeirra er Elín Embla, f. 21.9. 2006. 2) Kolbrún, f. 5.5. 1950, gift Árna Ingibjörnssyni, f. 14.1. 1950. Börn þeirra eru: a) Svanur Hlífar, f. 9.1. 1969, d. 3.8. 1991. b) Guðrún Brynhildur, f. 22.1. 1971, gift Guðmundi Elíasi Rúnars- syni, f. 31.12. 1968. Sonur þeirra er Jóel Dagur, f. 2.1. 2007. Guðrún var áður gift Gunnari Laxfoss Þor- steinssyni og eiga þau saman börn- in Hannes Hlífar, f. 19.12. 1992, og Kolbrúnu, f. 4.9. 1996. Anna Margrét var í Kvennaskól- anum á Blönduósi 1937-1939. Vann við verslunarstörf, lengst af hjá Kaupfélagi Húnvetninga. Anna Margrét verður jarðsungin frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hinn 7. ágúst 1948 giftist Anna Kristjáni Snorrasyni bifreiða- stjóra, f. 26.1. 1918, d. 15.11. 1990. Dætur þeirra eru: 1) Þóra, f. 31.12. 1948, var gift Jóhanni Ingibjörns- syni, f. 24.7. 1947. Börn þeirra eru: a) Kristján Gunnar, f. 19.12. 1968, í sambúð með Sunnevu Guð- geirsdóttur, f. 3.4. 1973. Börn þeirra eru Arnar Logi, f. 24.8. 1998, og Aldís Anna, f. 26.10. 2004. Kristján var áður í sambúð með Ernu Arnardóttur og eiga þau sam- an Hörð Inga, f. 1.4. 1990. b) Ólöf Kæra Anna. Komið er að kveðju- stund. Síðustu daga hafa ýmsar minningar runnið í gegnum huga mér og mig langar að kveðja þig með örfáum línum. Þegar ég var lítil stelpa var ég mjög ákveðin og ef það þurfti að koma mér fyrir þá hafði ég ákveðnar skoðanir á því hvar ég vildi vera. Minn uppáhaldsstaður var hjá þér og Kidda og ég var yfirleitt sjálf búin að semja við ykkur um að fá að vera áður en beðið var fyrir mig og það var alltaf auðsótt mál. Ég man hvað ég var glöð og hvað mér fannst mikið til þess koma þegar þú baðst mig að passa litlu ömmu- og afastrákana ykkar á meðan brúð- kaup þeirra Kollu og Þóru fór fram og ég hafði mikla ánægju af hlut- verkinu. Árin liðu og ég gekk í kirkjukórinn og að sjálfsögðu stóð ég alltaf við hliðina á þér í kórnum og ef ég var óörugg með það sem verið var að syngja þá léstu mig standa fyrir framan þig svo ég væri öruggari. Þegar fram liðu stundir, Kiddi og mamma voru dáin, þá tókuð þið pabbi ákvörðun um að búa saman. Mér fannst það pínu skrítið til þess að byrja með en samt ánægjulegt og fjölskyldur ykkar beggja voru mjög sáttar við þessa ákvörðun. Elsku Anna, mig langar að þakka þér fyrir hvernig þú hugsaðir um hann pabba minn þann tíma sem þið bjugguð saman. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför eins með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Blessuð sé minning þín Anna Mar- grét Tryggvadóttir. Sigurlaug Ragnarsdóttir. Það var oft glatt í dalnum þegar Anna og bræður hennar voru að alast upp í bæ í bröttu túni undir Tunguhnjúknum. Þau voru fjögur Tungusystkinin, sitt á hverju árinu og systirin Anna var yngst. Eftir dalnum þeirra féll Blanda, oft far- artálmi og alltaf varasöm en unga fólkið í dalnum lét hana ekki standa í vegi fyrir því að bregða sér milli sveita og skemmta sér með nágrönn- um í næstu dölum. Anna var glaðlynd stúlka og söng- elsk, spilaði á harmoniku og spilarar voru dýrmætir þegar slá skyldi upp balli í Þinghúsinu í Hlíð eða rúm- góðri baðstofu. Stundum var dansað á grundun- um við Stafnsrétt eins og Símon Dalaskáld kvað: Hér ég skal til skemmtunar skálda fögur ljóðin þar sem daladrósirnar dansa á bala Stafnsréttar. Tryggvi faðir systkinanna unni söng og ekki síður þeirri mannbót sem góðu söngstarfi fylgir. Guðrún móðir þeirra lék á orgel og tónlist var í hávegum höfð á Finnstungu- heimilinu. Gáskafullur hringhendusmiður og góður nágranni bindur nafn Önnu í vísu: Gekk ég ungur grýttan veg af glöpum þungum vola en Önnu í Tungu elska ég eins og lungun þola. (Stefán Sveinsson) Unga fólkið var fjölmennt í sveit- inni, sumt setti þar saman bú síðar meðan aðrir fluttu burt, jafnvel úr héraðinu. Anna giftist Kristjáni Snorrasyni og flutti til Blönduóss og ungir frændur hennar úr dalnum sáu sjó- inn og fjöruna í fyrsta sinn þar við húsið hjá þessari glaðværu frænku sem heimsótt var í flestum kaupstað- arferðum. Fram í sveitina sína kom Anna með dæturnar til dvalar á sumrin á fyrstu búskaparárum sínum. Við Ár- túnasystkin hlökkuðum til að fá þessar góðu frænkur okkar fram eft- ir og þær tóku þátt með okkur í önn- um daganna. Stundum var tóm til að gera leiðangur austur á eyrar eða til berja upp á Finnadal. Þeim Önnu og Kristjáni búnaðist vel á Blönduósi, þau fluttu úr húsinu í sandinum upp í Helgafell sem stendur við Aðalgötu. Börn komust á unglingsaldur, hættu að hlaupa und- an öldunni og það fór að styttast í ný heimili með nýjum börnum og sem útdeildu ömmu- og afahlutverkum til þeirra hjónanna. Þau Anna fluttu í Brautarholt, fjær umferð en nær gróðri. Anna vann við ýmis störf þegar fór að fækka í heimili hjá þeim hjónun- um, hún söng í kirkjukórnum og tók stundum í harmonikuna. Hannyrðir voru ríkur þáttur í lífi Önnu. Minn- isstæðar eru glæsipeysur sem hún prjónaði á dætur sínar og frænkur, en frá seinni árum tekur öðru fram útsaumur hennar á Síðustu kvöld- máltíðinni. Kristján mann sinn missti hún 1990. Anna Margrét hóf síðar búskap með Ragnari Þórarinssyni. Söngur og tónlist var þeirra sameiginlega hugðarefni. Jónas bróðir hennar sagði í ljóði sínu Svæfðu hana vornótt: Nú glitra gulltár á hvarmi, er geislinn í kveldhúmi dvín. Svo lokar hún augunum, hægt og hljótt, og hverfur, vornótt, til þín. (JT) Ingi Heiðmar Jónsson. Anna Margrét Tryggvadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.