Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 21 AKUREYRI LANDIÐ Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Þrír vélhjólamenn eru farnir til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á Motocross of Nations sem er stærsta mótokros- skeppni sem haldin er í heiminum ár hvert, eins konar ólympíuleikar vél- hjólamanna. Leikarnir verða í Bandaríkjunum 22. og 23. september. Vélhjólaklúbb- ur Umf. Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að styrkja þessa þrjá drengi með árskorti á mótokrossbrautina í Þorlákshöfn, auk þess sem Valdimar Þórðarson fær sérpeningastyrk, en hann er heiðursfélagi í vélhjóladeild- inni. Hinir tveir sem skipa landsliðið eru Einar Sverrir Sigurðsson og Ar- on Ómarsson. Þremenningarnir eru komnir til Bandaríkjanna og verða þar í æfingabúðum fram að keppn- inni. Í för með þeim eru tíu aðstoð- armenn og að auki munu á annað hundrað áhugamenn fara utan til að fylgjast með keppninni. Vélhjólaíþróttir njóta orðið gífur- legra vinsælda á Íslandi og skiptir þá ekki máli kyn eða aldur þátttakenda og hjólum af öllum stærðum og gerð- um hefur fjölgað mikið. Nýjar braut- ir hafa verið opnaðar á undanförnum árum og með tilkomu þeirra hefur akstur utan vega þar sem bannað er að aka dregist verulega saman, en betur má ef duga skal. Tvær slíkar brautir eru í Sveitarfélaginu Ölfusi, ein í Bolöldum auk brautarinnar í Þorlákshöfn sem er í umsjón Þórs. Styðja vélhjólamenn vegna þátttöku í stórmóti Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Árskort afhent Sindri Stefánsson, Gunnar Guðnason, Sigurður Odd- freysson og landsliðsmennirnir Aron Ómarsson úr Reykjanesbæ, Einar Sverrir Sigurðsson úr Mosfellsbæ og Valdimar Þórðarson úr Mosfellsbæ. Grindavík | Bæjarráð Grindavíkur mun fara til fundar við Árna Mathie- sen fjármálaráðherra næstkomandi mánudag til að ræða ákvörðun rík- isstjórnar um að sniðganga stærstu verstöð landsins í mótvægisaðgerð- um vegna niðurskurðar aflamarks í þorski, að því er fram kemur á vef bæjarins. Vísað er til þess að í tillögum rík- istjórnarinnar sé ekkert sem gagnist Grindavík sem stærstu verstöð Ís- lands í þorskaflaheimildum. Alvar- legast sé þó að engar aðgerðir séu boðaðar fyrir þá stétt sem mest eigi undir, sjómenn, sem séu hátt hlutfall vinnufærra manna á staðnum. „Bæjarstjórn Grindavíkur mun beita sér af fullum þunga til þess að tryggja að Grindvíkingar beri ekki skarðan hlut frá borði,“ segir í yf- irlýsingu á vef bæjarins. Grindvíkingar vilja halda sínum hlut NEMENDUR 6. bekkjar grunn- skólanna á Akureyri hafa fengið óvenjulega en skemmtilega kennslu í líffræði upp á síðkastið. Þar er um að ræða verkefnið Frá öngli í maga; siglt er um innanverðan Eyjafjörð í Húna II, boðið upp á ýmsan fróðleik og síðast en ekki síst veiða krakk- arnir fisk og aflinn er grillaður og snæddur um borð. Það er félagsskapurinn hollvinir Húna sem stendur að verkefninu með aðstoð starfsfólks Háskólans á Akureyri. „Við fórum í nokkrar til- raunaferðir í fyrravetur og þær gengu allvel. Nú stendur svo yfir tveggja vikna dagskrá þar sem farið er með alla 6. bekkinga í þriggja klukkutíma sjóferð um innanverðan fjörðinn,“ segir Hreiðar Valtýsson fiskifræðingur, sem verið hefur holl- vinum Húna innan handar. Krakkarnir eru m.a. fræddir um ýmiskonar gömul veiðarfæri, um nauðsynlegan öryggisbúnað til sjós og einnig um rannsóknir í sjó og líf- verur sjávar. Krabbagildra er tekin upp og lífverur í henni skoðaðar; krossfiskar, beitukóngar og smá- krabbar, krakkarnir fá svo að veiða á stöng, aflinn grillaður og loks borðaður. Lífríki botnsins er og skoðað með neðansjávarmyndavél, og hefur það vakið mikla athygli. Verkefnið hefur hingað til alfarið verið unnið í sjálboðavinnu, en að sögn Þorsteins Péturssonar, tals- manns hollvina Húna, hefur nýverið náðst samningur við Saga Capital um að styðja verkefnið og því verði hægt að halda því áfram. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Gaman á sjó Börnin úr Síðuskóla, sem þarna eru komin að bryggju aftur, skemmtu sér vel um um borð í Húna II á innanverðum Eyjafirðinum. Líffræði sem bragð er að Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Frá öngli í maga Ingi Pétursson flakar fisk sem veiddist í túrnum, hann var skoðaður gaumgæfilega, síðan grillaður og borðaður með góðri lyst. Í HNOTSKURN »Húni II hefur flutt yfir 3.000farþega á þessu ári og auk þess hafa 2.000 manns komið til að skoða bátinn. »Hreiðar Valtýsson segir ak-ureyrsku börnin mjög áhuga- söm um ferðirnar með Húna II og margar beiðnir hafi komið um að fá að fara aftur. UNNIÐ er að því þessa dagana að bjarga þús- undum trjáa vegna Miðhúsa- brautar, skv. frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar, en vinna við brautina er haf- in. Trén eru í öll- um stærðum, mest birki, lerki og fura. Trjánum verður svo fundinn staður víðs- vegar um bæinn, t.d. á Eiðsvöllum, í Akurgerði og á golfvellinum. Tré víkja fyrir Miðhúsabraut Burt Unnið að því að fjarlæga trén. LEIKRITIÐ Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Að- sókn hefur aukist gríðarlega hjá LA undanfarin ár, Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir mik- inn áhuga hafa verið á starfsemi fé- lagsins en líklega aldrei eins og núna. Í gær var orðið nær uppselt á fyrstu 10 sýningarnar á Óvitum og metið í kortasölu frá því í fyrra þegar slegið. Nær uppselt á 10 sýningar SUNDLAUG Akureyrar býður öllum frítt í sund á dag, laug- ardag, í tilefni Akureyrarhlaups KEA og þríþrautar sem m.a. fer fram í Akureyrarlaug. Akureyr- arhlaupið hefst kl. 10 á Akureyr- arvelli en keppt verður í 21, 10 og 5 km hlaupi, auk þess sem boðið verður upp á 3 km skemmtiskokk. Frítt í sund í til- efni hlaupsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.