Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 21 AKUREYRI LANDIÐ Eftir Jón H. Sigurmundsson Þorlákshöfn | Þrír vélhjólamenn eru farnir til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á Motocross of Nations sem er stærsta mótokros- skeppni sem haldin er í heiminum ár hvert, eins konar ólympíuleikar vél- hjólamanna. Leikarnir verða í Bandaríkjunum 22. og 23. september. Vélhjólaklúbb- ur Umf. Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að styrkja þessa þrjá drengi með árskorti á mótokrossbrautina í Þorlákshöfn, auk þess sem Valdimar Þórðarson fær sérpeningastyrk, en hann er heiðursfélagi í vélhjóladeild- inni. Hinir tveir sem skipa landsliðið eru Einar Sverrir Sigurðsson og Ar- on Ómarsson. Þremenningarnir eru komnir til Bandaríkjanna og verða þar í æfingabúðum fram að keppn- inni. Í för með þeim eru tíu aðstoð- armenn og að auki munu á annað hundrað áhugamenn fara utan til að fylgjast með keppninni. Vélhjólaíþróttir njóta orðið gífur- legra vinsælda á Íslandi og skiptir þá ekki máli kyn eða aldur þátttakenda og hjólum af öllum stærðum og gerð- um hefur fjölgað mikið. Nýjar braut- ir hafa verið opnaðar á undanförnum árum og með tilkomu þeirra hefur akstur utan vega þar sem bannað er að aka dregist verulega saman, en betur má ef duga skal. Tvær slíkar brautir eru í Sveitarfélaginu Ölfusi, ein í Bolöldum auk brautarinnar í Þorlákshöfn sem er í umsjón Þórs. Styðja vélhjólamenn vegna þátttöku í stórmóti Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Árskort afhent Sindri Stefánsson, Gunnar Guðnason, Sigurður Odd- freysson og landsliðsmennirnir Aron Ómarsson úr Reykjanesbæ, Einar Sverrir Sigurðsson úr Mosfellsbæ og Valdimar Þórðarson úr Mosfellsbæ. Grindavík | Bæjarráð Grindavíkur mun fara til fundar við Árna Mathie- sen fjármálaráðherra næstkomandi mánudag til að ræða ákvörðun rík- isstjórnar um að sniðganga stærstu verstöð landsins í mótvægisaðgerð- um vegna niðurskurðar aflamarks í þorski, að því er fram kemur á vef bæjarins. Vísað er til þess að í tillögum rík- istjórnarinnar sé ekkert sem gagnist Grindavík sem stærstu verstöð Ís- lands í þorskaflaheimildum. Alvar- legast sé þó að engar aðgerðir séu boðaðar fyrir þá stétt sem mest eigi undir, sjómenn, sem séu hátt hlutfall vinnufærra manna á staðnum. „Bæjarstjórn Grindavíkur mun beita sér af fullum þunga til þess að tryggja að Grindvíkingar beri ekki skarðan hlut frá borði,“ segir í yf- irlýsingu á vef bæjarins. Grindvíkingar vilja halda sínum hlut NEMENDUR 6. bekkjar grunn- skólanna á Akureyri hafa fengið óvenjulega en skemmtilega kennslu í líffræði upp á síðkastið. Þar er um að ræða verkefnið Frá öngli í maga; siglt er um innanverðan Eyjafjörð í Húna II, boðið upp á ýmsan fróðleik og síðast en ekki síst veiða krakk- arnir fisk og aflinn er grillaður og snæddur um borð. Það er félagsskapurinn hollvinir Húna sem stendur að verkefninu með aðstoð starfsfólks Háskólans á Akureyri. „Við fórum í nokkrar til- raunaferðir í fyrravetur og þær gengu allvel. Nú stendur svo yfir tveggja vikna dagskrá þar sem farið er með alla 6. bekkinga í þriggja klukkutíma sjóferð um innanverðan fjörðinn,“ segir Hreiðar Valtýsson fiskifræðingur, sem verið hefur holl- vinum Húna innan handar. Krakkarnir eru m.a. fræddir um ýmiskonar gömul veiðarfæri, um nauðsynlegan öryggisbúnað til sjós og einnig um rannsóknir í sjó og líf- verur sjávar. Krabbagildra er tekin upp og lífverur í henni skoðaðar; krossfiskar, beitukóngar og smá- krabbar, krakkarnir fá svo að veiða á stöng, aflinn grillaður og loks borðaður. Lífríki botnsins er og skoðað með neðansjávarmyndavél, og hefur það vakið mikla athygli. Verkefnið hefur hingað til alfarið verið unnið í sjálboðavinnu, en að sögn Þorsteins Péturssonar, tals- manns hollvina Húna, hefur nýverið náðst samningur við Saga Capital um að styðja verkefnið og því verði hægt að halda því áfram. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Gaman á sjó Börnin úr Síðuskóla, sem þarna eru komin að bryggju aftur, skemmtu sér vel um um borð í Húna II á innanverðum Eyjafirðinum. Líffræði sem bragð er að Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Frá öngli í maga Ingi Pétursson flakar fisk sem veiddist í túrnum, hann var skoðaður gaumgæfilega, síðan grillaður og borðaður með góðri lyst. Í HNOTSKURN »Húni II hefur flutt yfir 3.000farþega á þessu ári og auk þess hafa 2.000 manns komið til að skoða bátinn. »Hreiðar Valtýsson segir ak-ureyrsku börnin mjög áhuga- söm um ferðirnar með Húna II og margar beiðnir hafi komið um að fá að fara aftur. UNNIÐ er að því þessa dagana að bjarga þús- undum trjáa vegna Miðhúsa- brautar, skv. frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar, en vinna við brautina er haf- in. Trén eru í öll- um stærðum, mest birki, lerki og fura. Trjánum verður svo fundinn staður víðs- vegar um bæinn, t.d. á Eiðsvöllum, í Akurgerði og á golfvellinum. Tré víkja fyrir Miðhúsabraut Burt Unnið að því að fjarlæga trén. LEIKRITIÐ Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld. Að- sókn hefur aukist gríðarlega hjá LA undanfarin ár, Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri segir mik- inn áhuga hafa verið á starfsemi fé- lagsins en líklega aldrei eins og núna. Í gær var orðið nær uppselt á fyrstu 10 sýningarnar á Óvitum og metið í kortasölu frá því í fyrra þegar slegið. Nær uppselt á 10 sýningar SUNDLAUG Akureyrar býður öllum frítt í sund á dag, laug- ardag, í tilefni Akureyrarhlaups KEA og þríþrautar sem m.a. fer fram í Akureyrarlaug. Akureyr- arhlaupið hefst kl. 10 á Akureyr- arvelli en keppt verður í 21, 10 og 5 km hlaupi, auk þess sem boðið verður upp á 3 km skemmtiskokk. Frítt í sund í til- efni hlaupsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.